Morgunblaðið - 21.02.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.02.1986, Qupperneq 12
12 MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON Fæddur 6. ágúst 1909 Dáinn 13. febrúar 1986 I dag verður borinn til hinstu hvílu frá Bessastaðakirkju Gunn- laugur Halldórsson arkitekt. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps vill þakka á þessari stundu Gunn- laugi Halldórssyni með virðingu og þökk hin miklu og gifturíku störf hans fyrir þetta sveitarfélag, en hann sat í hreppsnefnd Bessastaða- hrepps um 28 ára skeið. Auk þess að vera hreppsnefndarmaður vann hann alla tíð fyrir hreppinn að þeim málum er snertu skipulag og bygg- ingar, og var tæknilegur ráðgjafi hreppsnefndarmanna hveiju sinni. Hann sat í ýmsum nefndum fyrir sveitarfélagið, m.a. var hann full- trúi í samvinnunefnd um skipulags- mál Reykjavíkur og nágrennis. Fyrstu frumdrög að aðalskipu- lagi fyrir Bessastaðahrepp eru gerð af Gunnlaugi Halldórssyni árið 1965. Ekki komst það mál lengra að sinni. En árið 1971 er svo lagt fram aðalskipulag fyrir hreppinn unnið af Skipulagsstjóra ríkisins. Á þessum uppdrætti er settur inn flugvöllur. Ibúar hreppsins mót- mæltu þessu. Átti Gunnlaugur drýgstan þátt í því að þetta skipulag varð aldrei að veruleika, enda barð- ist hann hart á móti þessari flug- vallarhugmynd. Gunnlaugur Halldórsson hefur verið ráðgefandi arkitekt núverandi skipulagsnefndar Bessastaða- hrepps, og miðlað okkur nefndar- mönnum af sinni miklu reynslu. Aðalskipulag þetta sem unnið hefur verið að síðan 1982 var staðfest af félagsmálaráðherra 3. janúar sl. Veit ég að Gunnlaugur hefur glaðst yfir að hans mikla áhugamál var nú loks komið í heila höfn. Gunnlaugur Halldórsson hefur markað djúp spor í sögu Bessa- staðahrepps, sem við íbúamir fáum seint fullþakkað. Hreppsnefnd vil) á kveðjustund þakka Gunnlaugi öll hans miklu og giftudijúgu störf fyrir byggðarlag okkar. Eiginkonu hans, frú Guðnýju Klemensdóttur, bömum þeirra hjóna og fjölskyld- unni allri færum við innilega sam- úðarkveðju. Guð blessi minningu Gunnlaugs Halldórssonar. F.h. Hreppsnefndar Bessastaða- hrepps, Erla Sigurjónsdóttir, oddviti Ég mun hér leitast við að rekja örfáar minningar mínar um Gunn- laug Halldórsson arkitekt og helsta ráðgjafa okkar Álftnesinga í skipu- lags- og umhverfis- og bygginga- málum um áratuga skeið, ég veit að aðrir mér kunnugri munu gera ævi- og starfssögu hans gleggri skil. Gunnlaugur sat í hreppsnefnd Bessastaðahrepps frá árinu 1950—1978 og gegndi jafnframt störfum byggingafulltrúa allt til ársins 1982, og ráðgjafastörfum í skipulagsmálum til dauðadags. Kynni okkar Gunnlaugs hófust að heita má fyrst er ég settist í hrepps- nefnd Bessastaðahrepps árið 1968. Fljótlega varð ég þess var hver hinn „sterki" maður nefndarinnar var, hann var mjög leiðandi í öllum þeim málum er hann lét sig skipta. Hann ígTTindaði mál mjög vel, var fastur fyrir á sinni meiningu, svo fastur að manni þótti á stundum nóg um. Ekki vil ég hlda því fram hér að við höfum alltaf verið sammála í öllum málum við Gunnlaugur, enda væri slíkt ekki eðlilegt, kom fyrir að við vorum á öndverðum meiði og báðir vildu halda sínu án þess þó að til persónulegs ósættis kæmi. Með slíkum mönnum er gott að starfa og deila við einnig. Ég minnist þess er við höfðum kynnst nánar að hann sagði við mig einu sinni: „ég veit, Einar, að þér finnst ég vera þver og snúinn en það er ekki alltaf þannig heldur hitt að ég hef reynt að fá fram umræður um ýmis mál með því að vera talsmaður ímyndaðs skuggaráðuneytis." Ég get þessa hér því ég veit að ýmsir hafa túlkað viðmót Gunnlaugs á annan veg en raun bar vitni, hann var til að leiðbeina fólki í þeirra vandamálum, hagræddi ýmsum verkum eins og hann taldi best fara hjá hveijum og einum; þetta þýddi ekki alltaf það að allir væru ánægð- ir með þær breytingar er hann ósk- aði, en ég veit að góður hugur bjó að baki þessara athugasemda hans. Álftnesingar standa í mikilli þakkarskuld við Gunnlaug Hall- dórsson, þó ekki væri nema fyrir framgöngu hans í „flugvallarmál- inu“ þar var hann fremstur í flokki margra ágætra sveitunga til að bægja frá þessum hugsanlega vá- gesti, sem flugvöllurinn hefði orðið ef til byggingar hans hefði komið. Er það kom í minn hlut að greiða Gunnlaugi laun fyrir störf hans, sem byggingafulltrúi, er mér ljúft og skylt að geta þess að þar var aldrei verið að verðleggja eftir gild- andi töxtum heldur var spurt: „Er nokkuð til í kassanum núna“ og í framhaldi af því: „Ég var að hugsa um að koma með reikninginn minn áður en þú lokar ársreikningi." Svo kom reikningurinn og get ég fullyrt að hann var aldrei nema hluti af því sem honum bar. Hafði ég oftar en einu sinni orð á þessu við Gunn- laug, en_ viðkvæðið var ætíð það sama: „Ég hef gert þér reikning og ég vil ekki meira." Samband okkar Gunnlaugs varð síðustu ár mín í hreppsnefnd mjög gott og náið og vil ég segja að það hafi þróast upp í góðan vinskap. Eftir að ég hætti afskiptum af málefnum sveitarfélagsins átti hann það til að hringja og biðja mig að líta við hjá sér og spjalla um einhver mál er honum voru hugleikin. Nú síðast í desember hafði hann samband við mig og hafði orð á því að við yrðum að hittast og gera okkur glaðan dag við gott tækifæri, dagsetning var ekki fastbundin þá, en hugsað gott til glóðarinnar seinna. Þetta seinna kom aldrei því það næsta sem ég frétti til vinar míns var að hann lægi fjársjúkur á sjúkrahúsi. Ég veit að mér leyflst fyrir hönd minna sveitunga að færa Gunnlaugi hinstu þakkir fyrir hans ósérhlífnu störf í þágu sveitarfélagsins á liðnum ára- tugum. Frú Guðnýju Klemensdótt- ur, eiginkonu Gunnlaugs, og fjöl- skyldu þeirra sendi ég samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Gunnlaugs Halldórssonar. Einar Ólafsson í dag kveðjum við Reykjalundar- menn góðan vin og samstarfsmann, Gunnlaug Halldórsson arkitekt. Á nokkrum árum höfum við horft á bak mörgum, sem við teljum til frumheijanna við uppbyggingu hinnar sérstæðu stofnunar og starf- semi á Reykjalundi. Við, sem á síð- ari árum höfum komið til starfa þar, hljótum að skipa Gunnlaugi í þann hóp því allt yfírbragð staðar- ins og sérhver lína dregin frá upp- hafí er hans handverk. Enda þótt Gunnlaugur hafí hvorki verið fé- lagsmaður í SÍBS né fastur starfs- maður á Reykjalundi tóku um- fangsmiklar byggingaframkvæmd- ir þar upp dijúgan tíma hans og þegar aldur færðist yfír og starfs- orka minnkaði lét hann Reykjalund ganga fyrir með verkefni, sat viku- lega fundi bygginganefndar og kom á öðrum tímum í heimsóknir til skrafs og ráðagerða með teikninga- strangann undir hendinni. Einhver sagði mér þegar ég hóf störf á Reykjalundi, að allar tilfærslur og breytingar á staðnum væri erfítt að fá í gegn því þar stæði Gunn- laugur fyrir brynjaður sérstökum skoðunum á húsagerðarlist. Á þess- um tíma fyrir um 12 árum voru miklar framkvæmdir í gangi við alhliða stækkun stofnunarinnar og með okkur yngri starfsmönnum voru að fæðast áform um margs konar breytingar, sem við töldum að gera myndu Reykjalund betur hæfan til að gegna hlutverki sínu sem alhliða endurhæfíngarstofnun og stórt iðnfyrirtæki. Vissulega var fyrirstöðu að fínna hjá Gunnlaugi þegar við settum óskir okkar fram og má vera, að sú aðferð hans að sitja og hlusta, horfa í gaupnir sér og hugsa, standa upp og ganga út, hafí verið mistúlkuð sem áhugaleysi á málinu. Svo var þó ekki, nema þegar óskir okkar voru órökstuddar og bomar upp í bráðræði. Slíkt sáum við aldrei á blaði frá honum. Hins vegar gat hann varið mættur með góðar hugmyndir okkar út- hugsaðar og útfærðar á teikningu á næstu dögum, geislandi af elju og áhuga. Gunnlaugur bjó sér til brynju, sennilega af nauðsyn, þar sem hann var brautryðjandi ákveðinnar stefnu í arkitektúr á íslandi, sem hann hlaut að veija og hélt alltaf við. Sú brynja reyndist þunn og fyrir innan fann ég einstakan öðl- ing, ráðgjafa, samstarfsmann og vin. Fyrir hönd starfsfólks á Reykjalundi vil ég þakka Gunnlaugi samvinnuna og störf hans á Reykja- lundi um liðlega 40 ára skeið, sem í dag mynda ramma um starfsvett- vang okkar. Við vottum Guðnýju konu hans, bömum og bamabömum dýpstu samúð og biðjum Guð að geyma góðan mann. Björn Ástmundsson Gunnlaugur Halldórsson arkitekt kvaddi þennan heim á sömu stundu og Hörður Ágústsson var að tala um brautryðjandastarf hans fyrir fullu húsi arkitekta í Ásmundarsal, fimmtudagskvöldið 13. febrúar 1986. Gunnlaugur var tæpra 77 ára þegar hann lést. Hann hélt ungur til náms í byggingalist við Konung- legu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan árið 1933, þá aðeins 23 ára gamall, yngstur þeirra sem þá höfðu útskrifast þaðan. Þetta vakti athygli þar ytra og voru höfð viðtöl við hann í dagblöðum þar af þessu tilefni. Þegar á námsárum sínum kom hann mikið við sögu vegna framlags síns til byggingalistar á íslandi. Má til dæmis nefna, að hann hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um verkamannabústaði árið 1930, en þá var hann aðeins 21 árs gamall. Gunnlaugur Halldórsson var að margra áliti sannastur íslenskra „modemista". Hann var „funkt- ionalisti" fram í fíngurgóma og einkar næmur á þau atriði sem máli skipta. Hann var sérlega trúr þess- um sjónarmiðum sínum og hvikaði ekki annars staðar en þar sem það átti við. Byggingar á borð við Garðastræti 31 og Búnaðarbanka íslands í Austurstræti em dæmi um verk arkitekts, sem náði fullkomn- um tökum á viðfangsefni sínu. Þegar Búnaðarbanki íslands byggði yfír starfsemi sína var Gunnlaugi falið verkið og hafði hann jafnframt yfímmsjón með smíði hússins. Þetta varð fyrsta meiriháttar byggingalistaverkið á Islandi í funkisstíl. Gunnlaugur hafði oft orð á því, að þetta hafí verið óvenjulegt við- fangsefni vegna þess að skilningur bankastjórans, sem þá var Hilmar Stefánsson, hafí verið mikill fyrir málinu og fékk Gunnlaugur eitt og hálft ár til þess að undirbúa fram- kvæmdina. Allir sem að húsinu unnu vom fyrsta flokks, hver á sínu sviði. Þar má fyrstan telja danska arkitektinn Börge Mogensen, sem teiknaði ásamt þeim Skarphéðni Jóhannssyni og Gunnlaugi hús- gögn, sérstaklega fyrir þetta hús. Seinna varð Börge Mogensen heimsfrægur fyrir sína hönnun. Hluti af húsgögnum þessum em enn notuð á skrifstofu bankastjóra. Á jarðhæð hússins em listaverk, sem gerð vom sérstaklega fyrir bankann, eftir þá Siguijón Olafsson og Jón Engilberts, en þeir vom báðir skólabræður Gunnlaugs á Akademíunni í Kaupmannahöfn. Á þessu verki sannast, hve mikils virði góð hönnun er því nánast engu hefur þurft að breyta í afgreiðslusal bankans frá því hann var opnaður og verður það að teljast einstakt, þegar höfð er í huga öll sú þróun, sem orðið hefur á seinustu 40 ámm í bankastarfsemi. Af öðmm merkum verkum hans má telja Reykjalund, Háskólabíó, Tryggingastofnun ríkisins, hús Egils Vilhjálmssonar, Amtsbóka- safnið á Akureyri, Búrfellsvirkjun, fjölda einbýlishúsa, verkamannabú- staði við Hringbraut, Félagsgarðs- húsin, byggingar á Bessastöðum og ótal önnur verk. Spor Gunnlaugs Halldórssonar sjást víðar en í byggingaverkum hans. Þau sjást í verkum margra samtíðarmanna hans og þeirra arkitekta, sem á eftir komu. Hann hafði úrslitaáhrif á daglegt um- hverfí, sem menn leiða hugann ekki að, en líta frekar á eins og sjálf- sagða. Hér má nefna atriði eins og legu Miklubrautar, stefnu Suður- götu á Keili og fleira þess háttar. Verk hans einkenndust af látleysi en vom samt aldrei sviplaus, heldur höfðu þau þvert á móti einhver sterk innri einkenni, sem ekki er hægt að skilgreina. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með Gunnlaugi um nokkurt skeið. Þessi samvinna hófst þegar hann bað okkur félagana að Gunnlaugur Halldórsson teiknaði á sínum tíma viðbyggingu við forsetasetrið á Bessastöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.