Morgunblaðið - 21.02.1986, Side 27

Morgunblaðið - 21.02.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1986 27 Ljósmynd/GVA Verðlaunahafar DV. F.v.: Hjörleifur Stefánsson, Hildur Baldurs- dóttir, eiginkona Einars Kárasonar, Finnur Birgisson, Karl Óskars- son, Magnús Kjartansson, Hafliði Hallgrímsson og Guðrún Gísladótt- ir. DV verðlaunar sjö listamenn Menningarverðlaun DV fyrir árið 1985 voru afhent í dag, í hádegis- verðarboði í Þingholti, Hótel Holti. Er þetta í áttunda sinn, sem verð- launin eru veitt. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Eirikur Kárason, rithöfundur, fyrir skáldsögu sína, Gulleyjan, Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari og tónskáld, fyrir hljóm- sveitarverkið Poemi og útsetningar á íslenskum þjóðlögum, Guðrún Gísladóttir, leikkona, fyrir leik sinn í Agnes, bam Guðs og Reykjavíkur- sögum Ástu, Magnús Kjartansson, myndlistarmaður, fyrir sýningu sína í Listmunahúsinu, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, og Finnur Birgisson, skipulagsstjóri, fyrir skipulag fyrir Akureyrarbæ, og Karl Óskarsson, kvikmyndagerðar- maður, fyrir framlag sitt til kvik- myndarinnar Hvítir mávar og fleiri mynda. Eins og venjulega skipaði DV þriggja manna dómnefndir gagn- rýnenda og annarra sérfræðinga fyrir hverja listgrein, og tilnefndu þær listafólk til verðlauna. Verðlaunagripina hannaði Jón Snorri Sigurðsson, gullsmiður, en þeir eru í formi frístandandi skúlpt- úra. Sigurður RE4 í Reykjavíkurhöfn. Ekki nóg tillit tekið til af- kastagetu loðnuskipanna — segir Þórhallur Halldórsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystístöðvarinnar „ÞAÐ er ekki nógu mikið tillit tekið til afkastagetu skipanna, Sigurður hefði getað veitt miklu meira,“ sagði Þórhallur Hall- dórsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja- vik er hann var spurður að því hvemig ioðnuvertíðin hefði gengið hjá Sigurði RE 4. „Annars hefur þetta gengið vel. Kvóti Sigurðar var 26.200 tonn og hann hefur fengið fullfermi í flest- um ferðum; siðasti farmurinn var reyndar um 800 tonn en skipið tekur um 1.440 tonn," sagði Þór- hallur. Að sögn Þórhalls var öllum afla Sigurðar landað i Vestmannaeyjum nema tveimur förmum; annar fór til Danmerkur en siðasti farmurinn til Færeyja. „Við flytjum til Sigurðar 4.000 tonn af kvóta Heimaeyjarinnar. Sú loðna verður veidd til hrognatöku og verður farið í það einhvem næstu daga,“ sagði Þórhallur. Aðspurður hvað tæki við hjá skipinu er loðnuvertíð lýkur, sagði Þórhallur, að það yrði beðið næstu vertíðar. „Það er svo dýrt að skipta um veiðarfæri og svo þarf alltaf að dytta að skipum milli vertíða," sagði Þórhallur að lokum. Nefnd fjallar um vandamál öryrkja Á UNDANFÖRNUM árum hafa orðið miklar umræður um á hvern hátt sé hægt að leysa vandamál þeirra öryrkja, sem eiga sakir andlegrar og líkam- legrar fötlunar aðallega af völd- um slysa, örðugt um vistun á þeim stofnunum, sem fyrir eru. Með skírskotun til þessa hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið skipað nefnd, sem fengið er það hlutverk að gera úttekt á þessu vandamáli og jafnframt að gera tiilögur tii úrbóta með það í huga að reynt verði að leysa málið sem næst heimabyggð en ekki á sér- stakri sjúkradeild. Ætlast er til að nefndin skili tillögum það tímanlega að hægt verði að standa undir kostnaði úr Framkvæmdasjóði fatl- aðra samkv. lögum nr. 41/1983, um málefni fatlaðra þegar á næsta ári. í nefndina hafa verið skipaðin Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur, formaður, Ingibjörg R. Magnús- dóttir, deildarstjóri, Haukur Þórðar- son, yfírlæknir, Bjöm Önundarson, tryggingayfírlæknir, og Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir. F róttatilkynning' 4' - Marinerað lambalæri rauövíns- eða sinnepsmarineraö. 298-______________ tt i •, | hringir Franskar Lambasmtsel kartöflur úrlæri 498Æ ITlVi kg. Fuglaútsala - 20% AFSLÁTTUR AÐEINS 125 kr. 50 °°Pr k9- .00 Kynnumidag oe á morgun. OBí yijóddinni- MarinetaO lambalæru K'.nverskar vorrúlinr ^tilefnitónverskrar Wstsyningar a Kjarvaisstoðutn. Heit smábraut trá Myiiunni n.t. Helgar 298 °° kjúklingur Súpuhænur 99 pr.kg. .00 pr.kg. ír Unghænur 3 stk. í poka 1 1 S00 JL JL+J pr.kg. Nýjung á íslandi: Barbeque .00 _Nýtttilfegrunar- Sjafnar húömjoik kjúklingabitar pr.kg. Svínakjöt á danskan máta, af nýslátruðu LÆKKAÐ VERÐ frá BESTA framleiðandanum... sft, AJijS j&' & & Opiðtil kl.20 í Mjóddinni u. 19 og Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.