Morgunblaðið - 21.02.1986, Page 38

Morgunblaðið - 21.02.1986, Page 38
MORGUNBLADIÐ, FÓSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 .V « 38 félk í fréttum STERKASTA KONA LANDSINS „Það lækkar í þeim rostinn þegar ég fer að lyfta“ segir Marta Unnarsdóttir ÆT Eg ákvað mjög skyndilega að taka þátt í þessari kraftlyft- ingakeppni, en hef aldrei keppt í greininni áður, — segir Marta Unnarsdóttir, sterkasta kona lands- ins. Marta vann íslandsmeistara- titla á íslandsmeistaramóti ungl- ínga í kraftlyftingum hinn fyrsta febrúar síðastliðinn, þar ljrfti hún samanlagt 357 og hálfu kílói, 155, kílóum í réttstöðu, 77 og hálfu af bekk og 125 í hnébeygju. Munaði nálægt fímmtíu kílóum samanlagt og á síðustu íslandsmetunum í Foreldrar hennar Ingrid Bergman og Roberto Rossellini. I • Isabella og dóttirin Electra. • / X • 1 Isabella Rossellini dóttir Ingrid Bergman og Roberto Rossell- ini hefur haft í mörg horn að líta undanfarið. Hún hefur verið að leika á móti balletdansaranum Baryshnikov í myndinni White Nights eins og fram hefur komið hér á síðunum, verið í fyrirsætu- sttirfum, en auk þess á hún litla tveggja ára dóttur Elettra, sem þarf sinn tíma. í viðtali sem nýlega birtist við Isabellu í erlendu ttmariti kemur fram að hún sé nýlega orðin ein- staeð móðir, sem sagtr skilin við seinni eiginmann sinn Jonathan Wiedemann. Hún er annars sú eina af böm- um Ingrid og Roberto sem lagt hefur leiklistina fyrir sig og eitt- hvað sem heitir í sviðsljósinu. Sonurinn Robertino vinnur f Monaoo við viðskipti, Ingrid er að Ijúka háskólanámi, fráskilin með limm ára dreng og hálfsystirin Pia er sjónvarpsfréttamaður og tveggja barna móðir. Móðir-dóttir... þær eru óneitanlega líkar. En það er sem sagt. nóg að gera hjá Isabellu og hún segir að þetta sé yndislegur tími seni sé að hefjast hjá sér og endar við- talið svona: „Mér finnst ég vera það sterk að ekkert geti grandað mér, sjálfstæð og er virkilega stolt af sjálfri mcr.K VIÐAR SIGMUNDSSON Á ÁKUREYRI: Fékk gullverðlaun í myndlistarkeppni í Japan Viðar Sigmundsson á Akureyri fékk skömmu fyrir jól sendan fagran gullpening frá Japan — sem sigurlaun í alþjóðlegri myndlistar- samkeppni fyrir böm: „The 3rd Kanagawa Biennial World Child- ren’s Art Exhibition". Verðlauna- myndina málaði hann er hann var í ijórða bekk í Oddeyrarskóla en nú er Viðar í Síðuskóla. Var í Oddeyrarskóla í 4. og 5. bekk en ernúíö. bekk. „Ég gerði mynd af víkingi — við áttum að gera myndir úr Islands- sögunni," sagði Viðar er blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti hann að máli. Hann kvaðst ekki gera mikið af því að teikna eða mála. „Ég tek þó einstaka sinnum upp á því að teikna," sagði hann. Viðar fékk að vita af verðlaunum sínum er hann var í 5. bekk. „Indr- iði Ulfsson skólastjóri í Oddeyrar- skólanum kallaði mig niður — ég hélt að nú ætti að fara að skamma mig, en vissi samt ekki fyrir hvað. Svo sagði hann mér að ég hefði unnið til verðlauna í Japan, og þótti mér það mjög skrýtið." Verðlaunapeninginn fékk Viðar svo núna rétt fyrir síðustu jól eins og áður sagði, en myndina fékk hann ekki aftur. „Hún var notuð í bók með verðlaunamyndunum af sýningunni held ég.“ Hvemig tóku krakkarnir í bekknum þínum þessu — að þú skyldir vinna? „Guðný, kennarinn okkar, sagði að ég hefði unnið verðlaunin frá Japan — og svo klöppuðu bara allir og svona ...“ sagði Viðar. Guðný Stefánsdóttir, hand- menntakennari í Oddeyrarskólan- um, sagði í samtali við blaðamann að keppni þessi hefði verið haldin þrisvar og væri hún á tveggja ára fresti. „Hún er styrkt af menningar- málaráðuneyti Japans, UNESCO og fleiri aðilum, þannig að vel er að þessu staðið," sagði Guðný. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem böm úr Oddeyrarskólanum fá við- urkenningu fyrir myndir sínar í keppni þessari — tveir nemendur Guðnýjar fengu gullpeninga fyrir fjórum árum. Þess má geta að myndir í keppnina berast hvað- anæva úr heiminum — Ástralíu, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og austantjaldslöndunum, svo eitthvað sé nefnt. Það hlýtur því að teljast mikil viðurkenning fyrir Oddeyrar- skólann að þrír nemendur þaðan skuli hafa fengið gullverðlaun fyrir verk sín. Viðar með gullpeninginn sem hann fékk sendan frá Japan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.