Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 4 Það þarf að fækka mótum“ ' — segir Franz Klammer um minni áhuga á heimsbikarnum FRANZ Klammer austurríski brunkóngurinn vill fella niður keppni i risastórsvigi heimsbik- Frá Bob Hennessy, fréttarKara Morgun- ^ blaðsins í Englandi. BRUCE Grobbelaar markvörður- inn snjalli hjá Liverpool spilar sennilega ekki með Liverpool gegn Everton á laugardaginn. Hann meiddist á hendi í bikar- leiknum gegn York City á þriðju- dagskvöld. Grobbelaar hefur ekki misst út einn einasta leik með Liverpool síðan hann kom til liðsins fyrir fjóru og hálfu ári er hann tók við mark- mannsstöðunni af Ray Clemence. Hann meiddist á vinstri olnboga er hann rakst harkalega utan í Gary Gillespie félaga sinn í Liv- erpool. Hann meiddist er 20 mínút- ur voru eftir af venjulegum leiktíma og notaði því aðeins aðra höndina þann tíma og í framlengingunni gegn York. Grobbelaar fer í læknisskoðun í dag og verður þá úr því skorið hvort það sé ráðlegt að láta hann leika á morgun. Ef hann leikur ekki verður það markvörðurinn Mike Hooper sem leikur sinn fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann var keyptur frá Wrexham í upphafi keppnis- tímabilsins fyrir 40.000 pund. Það er einnig óvíst hvort lan arsins. Hann vill að risastórsvig verði aukagrein og telji ekki til stiga f keppninni. Þessi grein Rush geti leikið á morgun. Hann lék síðustu 45 mínúturnar gegn York á dögunum og var ekki alveg búinn að ná sér eftir þau meiðsli sem hann hefur átt við að stríða að undanförnu. Talið er líklegt að Kenny Dalgl- ish, framkvæmdastjóri Liverpool, hafi áhuga á að kaupa Peter Da- venport frá Nottingham Forest. Davenport er nú á sölulista og vilja þeir hjá Nottingham fá 500.000 pund fyrir þennan snjalla fram- herja. höfðar ekki til áhorfenda og mót- in eru orðin það mörg að fólk fer að missa áhugann á heimsbikar- keppninni ef heldur fram sem horfir. Franz Klammer, sem nú er 32 ára og hætti að keppa í heims- bikarnum á síðasta ári, er nú hótel- eigandi í Austurríki. Hann er einn frægasti brunmaður sem uppi hefur verið og var til skamms tíma kallaður „Brunkóngurinn". Hann hefur unnið 25 sigra í brunkeppn- um heimsbikarsins á 11 ára ferli sínum. Fimm sinnum hefur hann unnið heimsbikarinn. „Það þarf að fækka mótum og auðvelda stigagjöfina þannig að fólk eigi auðveldara með að fylgj- ast með. Það er alveg fullkomlega nóg að keppa í bruni, stórsvigi og svigi, “ sagði Klammer. ítalski skíðamaðurinn, Gustavo Thoeni, sem var í fremstu röð skíðamanna á áratugnum eftir 1970, var á sama máli og keppi- nautur hans frá þeim árum. Hann vildi meina að það væri áhyggju- efni að skíðaíþróttin væri ekki eins vinsæl og áður og hefur áhorfend- um og umfjöllun um skíði farið hnignandi á síðustu tveimur árum. Leikur Grobbelaar ekki með á morgun? Fjölmennt unglinga- mót í badminton • Guðrún Júlíusdóttir, TBR, og Ásta Pálsdóttir, ÍA, stóðu sig mjög vel á unglingameistaramóti TBR. Unglingameistaramót TBR í badminton var haldið helgina 15.—16. febrúar í húsi félagsins í Gnoðarvogi 1. Keppendur voru fjölmargir frá sjö félögum og voru spilaðir 105 leikir samtals. Und- anrásir voru spilaðar á laugar- deginum en einungis úrslit á sunnudeginum. Meðan á keppn- jS-inni stóð efndi TBR til happ- drættis og voru Yonex-vörur f vinning, fatnaður og spaðar. í hnokkaflokki hefur Gunnar Már Petersen TBR sýnt mikið öryggi og sigraði hann Kristján Daníelsson TBR með yfirburðum 11 — 1 og 11—1. Gunnar er sonur gömlu kempunnar Steinars Pet- ersen. í tvíliðaleik í sama flokki sigruðu þeir Gunnar og Kristján hina efnilegu tvíbura Ómar og Ótt- ar Guðnasyni TBR 15—6 ogh 15—3. í einliðaleik tátna hafa þær Anna G. Steinsen TBR og Áslaug Jónsdóttir TBR skipst á um að sigra í vetur en í þetta sinn hafði Áslaug betur í spennandi leik eins og tölurnar gefa til kynna, 12—10, 9—12 og 11—4. í tvíliðaleiknum sigruðu stöllurnar Aðalheiður Páls- dóttir TBR og Áslaug Jónsdóttir TBR systurnar Önnu og Brynju Steinsen TBR 15—12 og 18—16. Þess má geta að Bi^nja er aðeins á tíunda aldursári. í tvenndarleik í hnokka- og tátuflokki sigruðu Gunnar og Áslaug þau Guðlaugu Júlíusdóttur og Kristján Daníelsson TBR tiltölulega auðveldlega 15—1 og 15—1. I einliðaleik í sveinafiokki sigr- aði hinn stórskemmtilegi leikmað- ur Óli B. Zimsen TBR Skagamann- inn Arnar Gunnlaugsson IA 11—2 og 11—4. Arnar náði fram hefnd- um í tvíliðaleiknum en þar sigraði hann ásamt félaaa sínum Einari Pálssyni ÍA þá Ola og Sigurjón Þórhallsson TBR 15—8 og 15—10. Sigurbjörg Skarphéðinsdóttir UFHÖ sigraði Jóhönnu Snorradótt- ur úr sama félagi í oddaleik 11—1, 8—11 og 11—2. Aðeins tvö lið voru skráð í tvíliðaleik meyja en þar sigruðu þær Jóhanna og Sigur- björg þær Sigrúnu Erlendsdóttur TBR og Margréti Gísladóttur nokk- uð örugglega 15—4 og 15—5. Vegna skorts á meyjum voru einn- ig mjög fá lið mætt til leiks í tvenndarleiknum en þar sigruðu Óli B. Zimsen með Önnu Steinsen sem spilaði einum aldursflokki ofar en venjulega þau Sigurjón Þór- hallsson og Sigrúnu Erlendsdóttur í drengjaflokki kom einna helst á óvart árangur Jóns P. Zimsen TBR á móti Njáli Eysteinssyni TBR sem er taplaus í mótum vetrarins. Njáll sigraði að lokum eftir langan leik 12—15, 15—11 og 15-4. Þeir kapparnir unnu svo tvíliðaleikinn á móti Skúla Þórðarsyni og Garðari Adolfssyni TBR, sem er bróðir Guðmundar Adolfssonar Islands- meistara í meistaraflokki, 15—1 og 15—4. Birna Peterseri TBR sigraði í einliðaleik telpna Ágústu Andrésdóttur ÍA 11—5 og 11—6. Birna og Ásdís Dan Þórsdóttir sigruðu síðan þær Laufeyju Guð- munsdóttur Selfossi og Hrafnhildi Garðarsdóttur Víkingi örugglega 15—4 og 15—0. Njáll og Birna fullkomnuðu síðan þrennu sína í tvenndarleiknum með sigri yfir Jóni og Ásdísi 15—5 og 15—3. í elsta flokknum, piltaflokki, vann Árni Þór Hallgrímsson TBR sannfærandi sigur yfir Ármanni Þorvaldssyni TBR 15—9 og 15—5. Þeir unnu síðan tvíliðaleik í sama flokki þá Hauk P. Finnsson og Guðmund Bjarnason TBR 15—4 og 15—2. Guðrún Júlíusdóttir TBR vann í stúlknaflokki Ásu Pálsdóttur ÍA 11-8 og 11-0. í tvíliðaleik sigruðu Ása og Guðrún Gísladóttir ÍA þær Guðrúnu Júlíusdóttur og Helgu Þórisdóttur TBR öruggt 15—5 oa 15—6. i tvenndarleiknum bætti Arni þriðja sigrinum við ásamt Ásu með því að vinna sann- færandi sigur á Ármanni og Guð- rúnu Júlíusdóttur 15—5 og 15—1. •Tveir keppendur sem mikið létu að sér kveða á Febrúarmótinu um síðustu helgi. Jón G. Hafsteinsson er til vinstri. Hann sigraði í 50 og 350 metra hlaupum. Til hægri er Sigurður Pétursson sem sigraði í hástökki. Báðir keppa þeir fyrir íþróttafélagið Ösp. íþróttirfatlaðra: Mikil gróska í frjálsíþróttum - 70 keppendur í Febrúarmótinu Um síðustu helgi fór fram í Baldurshaga og fþróttahúsi Selja- skóla febrúarmót íþróttasam- bands Fatlaðra í frjálsum íþrótt- um. Þátttakendur á mótinu voru um 70 frá 6 félögum. Keppt var í flokkum þroska- heftra, hreyfihamlaðra og blindra og sjónskertra. í flokki hreyfihaml- aðra var keppendum skipt í sitjandi og standandi flokk, en í flokki þroskaheftra var keppendum skipt í þrjá flokka, þannig að í fyrsta flokki voru þeir keppendur sem bestan árangur áttu en í þriðja flokki þeir sem lakastan árangur áttu. Blindir og sjónskertir kepptu allirísamafl. Bestum árangri í einstökum greinum náðu eftirtaldir: Þroskaheftir: Karlar. 50 m hlaup: Jón Grétar Hafsteinss. Ösp6,7 sek. 350 m hlaup: Jón Grétar Haf- steinss. Ösp 59,01 sek. Langstökk: Aðalsteinn Friðjónss. Eik4,66 m. Langstökk án atrennu: Kristján Guðbrandsson Ösp 2,53 m. Hástökk: Sigurður Pétursson Ösp 1,30 m. Konur. 50 m hlaup: Sonja Ágústsdóttir Ösp 8,2 sek. 350 m hlaup: Guðrún Ólafsdóttir Ösp 1:18,85 mín. Langstökk: Bára B. Erlingsdóttir Ösp 3,58 m. Langstökk án atr. Lilja Pétursdóttir Ösp 2,20 m. Hástökk: Bára B. Erlingsdóttir Ösp 1.20 m. Hreyfihamlaðir: Sitjandi flokkur: 50 m hjólastólaakstur: Reynir Kristófersson Í.F.R. 13,25 sek. Kúluvarp: Reynir Kristófersson Í.F.R. 7.63 m. Standandi flokkur: 50 m hlaup: Haukur Gunnarsson Í.F.R. 7,3 sek. Kúluvarp: Haukur Gunnarsson Í.F.R. 10.08m. Kon'ur standandi flokkur: Kúluvarp: Helga Bergmann Í.F.R. 6.20 m. Blindirog sjónskertir: 50 m hlaup: Rúnar Guðsteinsson Í.F.R. 7.6 sek. Langstökk án atrennu: Rúnar Guðsteinsson Í.F.R. 2,25 m. 350 m hlaup: Rúnar Guðsteinsson Í.F.R. 1:11,85 mín. Islandsmótið í innanhússknatt- spyrnu hefst í dag ÍSLANDSMÓTIÐ í innanhúss- knattspyrnu hefst í Laugardals- höil í dag kl. 16.00 og lýkur á sunnudag. Leikið verður í 1. og 4. deild karla og kvennadeild. Mótið hefst í dag 21. febrúar kl. 16.06 með leikjum í kvennadeild og kl. 19.24 í 1. deild, og verður leikið til kl. 11.00. Laugardaginn 22. febrúar hefst svo mótið aftur kl. 09.00, með leikjum í 4, deild, kl. 16.20 hefjast svo leikir í kvennadeild, og kl. 18.44M.deildtilkl. 22.30. Sunnudaginn 23. febrúar hefst svo síðasti dagur mótsins kl. 09.00 með leikjum í 4. deild, kl. 13.24 í kvennadeild og kl. 17.32 hefjast svo leikirí 1. deild. Úrslitaleikir byrja kl. 20.28 með verðlaunaafhendingu kl. 22.28. 4i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.