Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 1
64SIÐUR B STOFNAÐ1913 49. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Prentemiðja Morgfunblaðsins Egyptaland: Herinn berst við uppreisnarmenn Kairó, 27. febrúar. AP. ENN KOM til átaka í Kairó snemma i morgnn milli hermanna og þjódvarðliða, sem voru í uppreisnarhug. Bardagarnir voru í íbúðar- hverfi í Kairó við pýramídana og hrekja staðhæfingar yfirvalda um að uppreisninni, sem staðið hefur í þrjá daga, hafi verið hrundið. Osama El-Baz, sem er pólitískur ráðgjafi Hosnis Mubarak, forseta, sagði að 36 manns hefðu beðið bana og 321 særst í óeirðunum. Óeirðimar hófust á þriðjudags- nótt á því að egypskir þjóðvarðliðar gengu berserksgang á götum Kairó eftir að orðrómur komst á kreik um að herskylda þeirra hefði verið lengd. Lögðu þeir eld að þremur hótelum, verslunum og næturklúbb- um og bmtust inn í fangelsi, þar sem öfgasinnaðir múhameðstrúar- menn eru í haldi. El-Baz sagði að egypski herinn, sem kallaður var til á miðvikudag, hefði afvopnað þjóðvarðliðana og ríkið væri ekki í hættu. Hann kvað 32 þjóðvarðliða hafa beðið bana, tvo hermenn og tvo óbreytta borgara. 273 lögreglu- menn hefðu særst, 12 hermenn og 36 borgarar. Sjónarvottar kváðust hafa séð skotið af skriðdrekabyssum, hrið- skotabyssum og sjálfvirkum vopn- um nærri pýramídunum við örygg- isbúðimar, þar sem átökin hófust. Skothrfðin stóð {klukkustund. íbúar í hverfínu Shubra í Kairó sögðu að hermenn og uppreisnar- menn hefðu skipst á skotum fyrir sólarupprás í morgun. Útgöngubanninu, sem sett var á á miðvikudag, var aflétt í þrjár klukkustundir í dag til þess að íbúar höfuðborgarinnar, sem em tólf milljónir, gætu orðið sér úti um matvæli og aðrar nauðsynjavörur. Stjómarandstaðan hefur farið fram á breytingar á stjóminni vegna þessa, en El-Baz kvað ástandið ekki þess eðlis að breyt- inga sé þörf. Hann sagði að stjómin væri reiðubúin til að axla ábyrgðina ef gerð hefðu verið mistök. „En nú þarf fyrst og fremst að bæla niður uppreisnina án þess að breyta landinu f einræðisríki eða lögreglu- ríki,“ sagði El-Baz. Stjómin hefur vísað því á bug að lengja eigi herskyldu egypskra þjóðvarðliða úr þremur ámm í fjög- ur, hér sé um orðróm að ræða, sem óvinveittir aðiljar innan egypsku þjóðvarðliðanna hafi komið af stað. Margrét Danadrottning og Hin- rik prins, maður hennar, vom í opinberri heimsókn í Egyptalandi þegar óeirðimar hófust. Voru þau í skyndingu flutt með þyrlu frá hóteli sfnu f Kairó til alþjóðaflug- vallarins f grennd við borgina og fóm þau þaðan heim til Danmerkur í fyrradag. AP/Símamynd Hermenn standa vörð við brynvarðan vagn fyrir utan búðir egypsku þjóðvarðliðanna i Giza nærri Kairó. Myndin var tekin f gærmorgun, skönunu eftir að hlé varð á skotbardögum milli hermanna og þjóð- varðliða, að sögn vitna. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku: Danir segjajá við breytingartillögum Filippseyjar: Pólitískum f öngum sleppt Manila, 27. febrúar. AP. STJÓRN Corazon Aquino, forseta Filippseyja, leysti í dag a.m.k. tug pólitískra fanga úr haldi. Fimmhundruð manns eru nú í haldi frá stjómartíð Marcosar og telur talsmaður Aquino óliklegt að þeir verði allir látnir lausir. Föngunum var sleppt eftir að Fidel Ramos, nýskipaður yfir- maður heraflans, lýsti yfir því að 33 pólitískir fangar fengju frelsi. Philip Habib, erindreki Reag- ans, Bandaríkjaforseta, á Filippseyjum, ræddi í dag við Aquino og óskaði henni til hamingju með sigurinn. Aquino bað Marcos í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð um að segja þeim stuðningsmönn- um sfnum, sem enn eru á Filippseyjum, að grípa ekki til vopna gegn nýju stjóminni. Marcos kom í gær til Hawaii ásamt konu sinni, Imeldu, Fab- ian Ver, fyrrum yfirmanni her- aflans, og öðrum fylgdarmönn- um. Ekki er vitað hve lengi Marcos verður á Hawaii. Kaupmannahöfn, 27. febrúar. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Morgunbladsins. ÞAÐ leikur enginn vafi á þvi að Danir verða áfram í Evrópu- bandalaginu. Það var sýnt fram á það i þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, sem fram fór í dag um endurbætumar á Rómarsáttmála Evrópubandaiagsins. 56,2 pró- sent þeirra, sem greiddu at- kvæði, sögðu já við endurbótun- um, 43,8 prósent greiddu at- kvæði á móti. 74,8 prósent kosn- ingabærra manna greiddu at- kvæði. Jafnaðarmenn, sem börðust gegn breytingartillögunum, fengu sýnu meiri hljómgrunn meðal stuðnings- manna sinna, en búist hafði verið við samkvæmt skoðanakönnunum. Talið er víst að 75 prósent stuðn- ingsmanna þeirra hafí sagt nei í atkvæðagreiðslunni í samræmi við stefnu flokksins. En það hefur ekki í för með sér að meirihluti jafnaðarmanna sé andvfgur aðildinni að Evrópubanda- laginu. í atkvæðagreiðslunni kom nefnilega einnig í ljós að 77 prósent kjósenda jafnaðarmanna vilja vera áfram f EB. Það er þvf vegna þess að umtalsverður meirihluti þing- manna jafnaðarmanna er á móti breytingartillögunum að stuðnings- menn þeirra greiddu atkvæði gegn tillögunum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar þýða að Uffe Elleman-Jensen, utanríkis- ráðherra, getur flogið til Hollands til að skrifa undir breytingamar. En þau hafa einnig í för með sér AP/Slmamynd Umkringdur blaðaþ’ósmyndurum greiðir Poul Schliiter, forsætisráð- herra Danmerkur, atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. að koma mun til átaka á danska þinginu um einstakar breytingartil- lögur á Rómarsáttmálanum. Poul Schliiter, forsætisráðherra, sagði eftir að úrslit voru kunngerð: „Ég vona að þetta bindi enda á langt stríð. Úrslit atkvæðagreiðsl- unnar sýna að þjóðin er ekki á sama máli og meirihluti þingmanna, sem greiddi atkvæði gegn breytingartil- lögunum.” Jafnaðarmenn hafa lýst yfir því að þeir myndu ekki leggjast gegn því að stjómin skrifaði undir breyt- ingartillögumar ef þjóðin segði já við þeim. TYRKLAND .—.J \ Wy | Suleymaniyah y V x BAGDAD, ÍRAK SAUDI- ARABÍA TEHERAN1 Órvamar á kortinu sýna hvar íranir gerðu innrás. Innrásin í Irak: Barist um- hverfis Suley- maniyah Nikósíu, 27. febrúar. AP. ÍRAKAR kváðust í kvöld hafa hrakið írana til baka úr hæðunum umhverfis borgina Suleymaniyah Kúrdistan og einnig Faw-skaganum í suður- hluta landsins. Yfirmenn íranshers birtu yfirlýsingar, sem voru á allt annan veg. Kváðust íranir hafa hrundið gagnsókn óvinar- ins við Suleymaniyah. Þá kváð- ust þeir hafa rofið víglínu hans á Faw og tekið þar íraskan herdeildarforingja til fanga. Báðir stríðsaðilar lýstu í dag velgengni sinni í harðvítugum átökum og káðust hafa hoggið skörð í vamir hvors annars. Sögðust írakar hafa fellt 30 til 40% hersveita írana á Faw og murkað lff úr heilu herdeild unum og stökkt öðrum á flótta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.