Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 2

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Viðræður BSRB og ríkisins: Smiðshöggið rekið á samningana í dag? BÚIST er við að árdegis í dag muni samninganefnd BSRB bcr- Fjármálaráðherra: Ellilífeyrir og tekjutrygg- ing hækka GERT ER ráð fyrir því að ellilífeyrir hækki til samræm- is við launahækkun sam- kvæmt samningum ASÍ og VSÍ og tekjutrygging til samræmis við ákvæði um sér- stakar bætur á lægstu laun í sömu samningum, sagði Þor- steinn Pálsson, fjármálaráð- herra, efnislega eftir haft, í Sameinuðu þingi i gær. Fjármálaráðherra gaf fram- angreinda yfirlýsingu í umræð- um utan dagskrár um kjaramál, sem Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvik) efndi til. Nánar er sagt frá umræðunni á þingsíðu Morgunblaðsins í dag. ast heildartilboð frá samninga- nefnd ríkisins og að reynt verði að ljúka gerð nýs kjarasamnings þessara aðila á þessum sólar- hring. Fundi viðræðunefndanna tveggja, sem hófst kl. 13:30 í gær, lauk um miðnætti í nótt. Nokkuð miðaði í samkomulagsátt á fundum í gær og var farið yfír ýmis atriði. Gert er ráð fyrir að samningar BSRB og fjármálaráðu- neytisins verði á sömu nótum og nýgerðir samningar ASÍ og at- vinnurekenda. Ekkert formlegt samningstilboð af hálfu ríkisins hefur enn verið lagt fram í deilunni en skv. upplýs- ingum blaðsins er reiknað með, að það komi fram fyrir hádegi í dag. I gærkvöld var gert ráð fyrir að samningafundur viðræðunefndanna hæfíst árdegis og að 50 manna samninganefnd BSRB kæmi til fundar síðdegis. Samningamenn BSRB og ríkisins hafa farið sér rólega undanfama daga, eða síðan verulegur skriður komst á samningaviðræður ASÍ og samtaka atvinnurekenda. o -Morgunblaðið/ól.K. Magnússon. SAMIÐ VIÐPRENTARA SAMNINGAR tókust í gær- kvöldi milli Félags bókagerðar- manna og Félags íslenska prentiðnaðarins (FÍP). Samn- ingurinn er nánast samhljóða samningi ASÍ og samtaka at- vinnurekenda, sem undirritað- ur var formlega í gær. í gær var einnig haldinn samninga- fundur i deilu Blaðamannafé- lags íslands og útgefenda í FÍP. Annar fundur hefur verið boð- aður eftir hádegi í dag. Myndin að ofan var tekin við undirskrift samninga bókagerðar- manna og fulltrúa FÍP. Vinstra megin eru stjómarmenn Félags bókagerðarmanna. Fremstur er Sæmundur Ámason, þá Ásdís Jóhannesdóttir, Svanur Jóhannes- son, Magnús E. Sigurðsson, for- maður félagsins, og Þórir Guð- jónsson. Fyrir endanum situr Ólafur Eyjólfsson, stjómarmaður í FÍP, þá Kristján Aðalsteinsson, Öm Jóhannsson, Magnús I. Vigfússon, formaður FIP, og Sveinn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri félagsins. Iðnrekendur skora á fyrirtækin: INNLENT Landsbankinn: ísstöðin í Garði keypt á uppboði LANDSBANKI íslands keypti ísstöðina í Garði á uppboði síð- astliðinn miðvikudag fyrir 12,3 milljónir króna. Brunabótamat keyptra eigna er um 40 mil(jónir króna. ísstöðin var boðin upp vegna kröfu allmargra aðilja, þar á meðal Útvegsbankans, Landsbankans og Fiskveiðasjóðs, sem áttu talsvert fé útistandandi og í vanskilum hjá fyrirtækinu. Fjárkröfur í þrotabúið námu um 35 milljónum króna og því ljóst að allmargir aðilar hafa tapað umtalsverðum fjármunum. Auk landsbanka íslands buðu Fiskveiðasjóður og Útvegsbankinn í eignir ísstöðvarinnar, frystihús, fískverkunarhús, bflaverkstæði og fleira. 7 Notið hvert tækifæri til að lækka verðið NÝGERÐIR kjarasamningar og aðgerðir ríkisstjómarinnar gefa ekki tilefni til almennrar hækk- unar á framleiðsluverði inn- lendrar iðnaðarvöm, segir í ályktun, sem stjóra Félags is- lenskra iðnrekenda gerði á fundi sínum í gær. Með ályktuninni vill stjóm félagsins ganga á undan með góðu fordæmi og beita sér gegn þvi, að launa- hækkunum samnings ASÍ og samtaka atvinnurekenda verði ekki velt út í verðlagið. I ályktuninni segir einnig: „Með þeirri verðbólguhjöðnun, sem verð- ur á árinu, gefst íslenskum fyrir- tækjum tækifæri til öflugra að- gerða til hverskonar hagræðingar í rekstri og koma þannig í veg fyrir verðhækkanir. Það veitir um leið möguleika til að auka markaðshlut- deild innlendrar vöru á kostnað innflutnings. Jafnframt beinir stjóm Félags íslenskra iðnrekenda þeim ein- dregnu tilmælum til félagsmanna, að þeir endurskoði rekstraráætlanir fyrir árið 1986 í ljósi gjörbreyttra aðstæðna og nýti öll færi, sem kunna að verða til að lækka vöru- verð.“ Sama efni er í yfirlýsingu, sem ASÍ og samtök atvinnurekenda - Vinnuveitendasamband íslands, Vinnumálasamband samvinnufé- laganna og Meistarasamband bygg- ingamanna — gáfu út í gær. Þar segir að aðilamir séu sammála um að stuðla að ýtrasta aðhaldi í verð- iagsmálum á samningstímabilinu. „Þá beina samningsaðilar þeim eindregnu tilmælum til fyrirtækja, sem þegar hafa ákveðið verð á grundvelli hærri verðbólgu, en samningurinn byggir á, að þau endurskoði ákvarðanir sínar í ljósi breyttra aðstæðna," segir í yfírlýs- ingunni. íslenskt amerískt versl- unarráð stofnað í New York New York. Frá ívari Guðmundssyni. RÚMLEGA 40 manns sátu stofn- fund íslensks verslunarráðs í New York sl. miðvikudag. Meðal þeirra vom forstjórar og fulltrú- ar helstu útflutningsfyrirtækja sem eiga viðskipti við Bandarikin svo og allmargir ræðismenn ís- Lækningamáttur Bláa lónsins: Vísbendingar um jákvæðan árangur, en engar sönnur RANNSÓKN landlæknisembættisins hefur ekki fært sönnur á árangur böðunar psoriasis-sjúklinga í hinu svonefnda Bláa lóni við Svartsengi á Reykjanesi, en hins vegar gefið vísbendingu um jákvæðan árangur. Þetta kom fram i svari Ragnhildar Helgadótt- ur, heilbrigðismálaráðherra, við fyrirspura Gunnars G. Schram (S.-Rn.) um könnun á lækningarmætti jarðsjávarins við Svartsengi í sameinuðu þingi sl. þriðjudag. Gunnar G. Schram sagði, að tilefni fyrirspumarinnar væri að allnokkur fyöldi manna hefði á síðustu misserum talið sig fá verulega lækningu á ýmsum húð- sjúkdómum við böð í Bláa lóninu. Þar væri fyrst og fremst um að ræða þá sjúklinga, er þjáðust af sjúkdómnum psoriasis, en þeir eru um 5.000 hér á landi. Ráðherra sagði, að landlæknis- embættið hefði unnið að rannsókn málsins mánuðum saman og haft samvinnu við Samtök psoriasis- og exemsjúklinga, húðsjúkdóma- lækna og Landspítalann um fram- kvæmd hennar. Frá miðjum júlí fram í septemberbyijun hefðu 10 einstaklingar baðað sig reglulega í Bláa lóninu, og frá því í septem- ber hefðu 14 einstaklingar tekið þátt í böðunum. Niðurstöður, sem lægju frammi úr þessum hluta rannsóknarinnar, væru, að hjá flestum hefðu útbrot minnkað, afhreistrun verið allgóð og tölu- vert dregið úr kláða. Hins vegar hafí einn einstaklingur orðið að hætta þátttöku þar sem útbrot og kláði jukust og tvo varð að Ieggja inn á sjúkrahús að lokinni meðferð þar sem líðan versnaði. Enginn hefði alveg gróið við meðferðina. Þá sagði ráðherra, að niður- staðna frekari rannsókna á lækn- ingamætti Bláa lónsins væri að væntaáþessuári. lands víðs vegar að úr Bandaríkj- unum. Úlfur Sigmundsson, við- skiptafulltrúi i New York, setti fundinn en Helgi Agústsson, sendifulltrúi í sendiráði íslands i Washington, var fundarstjóri. Ragnar Halldórsson formaður Verslunarráðs íslands kom frá ís- landi til að sitja stofnfundinn og hélt framsöguræðu þar sem hann skýrði tilgang verslunarráðsins sem er „að vemda, skapa hvetja, auka og hlúa að verslunarviðskiptum milli íslands og Bandaríkjanna." Aðrir gestir sem komu frá íslandi voru Steinar Berg Björnsson, Magnús Friðgeirsson og Ólafur Johnson. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwaters var kjörinn forseti hins nýstoftiaða verslunarráðs. Meðstjómendur eru Knud Berg framkvæmdastjóri Flugleiða í New Yorkt Jóhann Scheving Álafossi, Jón Ámason lögfræðingur, Guðjón B. ólafsson forstjóri Iceland Sea- food Corporation, Hilmar B. Skag- fjörð aðalræðismaður Islands í Tallahassee í Florida og Jón S. Guðmundsson frá Kentucky. Stjómin mun skipta með sér verk- um. Að fundi loknum vom fundar- menn boðnir til síðdegisglaðnings á heimili Harðar Helgasonar sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum og Söm konu hans. Fiskmarkaðurinn í Þýzkalandi: Verð óstöðugt VERÐ á ferskum fiski I Þýzkalandi hefur verið lágt að undanförnu, en á fimmtu- dag fékk Ögri RE mjög gott verð fyrir afla sinn þar, 50,95 krónur á hvert kUó. Verð fram tU þessa hefur verið rúmlega 30 krónur. Á miðvikudag seldi Ottó N. Þorláksson 230,8 lestir af karfa og ufsa í Cuxhaven. Heiidarverð var 8.337.300 krónur, meðal- verð 36,13. Ögri seldi í Bremer- haven á fímmtudag 176,8 lestir, mest þorsk. Heildarverð var 9.006.000 krónur, meðalverð 50,95. Sama dag seldi Guð- mundur Kristinn SU 76,4 lestir af netafíski f Grimsby. Heildar- verð var 3.563.700 krónur, meðalverð 46,65.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.