Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Tollalækkanirnar vegna kjarasamninganna Lækkun á verði bíla um 30% er ein af mörgum tillögum aðila vinnumarkaðarins til rikisstjórnarinnar til að ná niður verðlagi. Er áætlað að það kosti rikissjóð um 400 mUljónir króna á ársgrund- veUi. úr 40% í 10% þýðir í raun um um 20—22% lækkun á útsöluverði þeirra. Tollurinn leggst á fob- verð, frakt og vátiyggingu. Al- gengt fob-verð hjólbarða undir meðalstóran fólksbíl er 1.260 krónur, fraktin 100 krónur og vafiygging 25 krónur. Tollurinn leggst því á 1.385 krónur. 40% tollur hækkar þessa upphæð í 1.939 krónur. Á þá upphæð leggst 24% vörugjald, síðan kemur heild- söluálagning (oft um 12%) og Bifreið læ 415 þús. kr — bensínlítrinn í 30,60 krónur í apríl LÆKKUN tolla og aðflutningsgjalda bifreiða á að tryggja a.m.k. 30% lækkun á verði fólksbíla, sem hafa vélar með minna en 2.00 rúmsentímetra slagrými. Kostnaður vegna þessarar aðgerðar ei metinn á 400 miUjónir króna á einu ári. I öðru lagi er það lækkui á tollum hjólbarða úr 40% í 10%, sem gert er ráð fyrir að kosti ríkissjóð 60 milljónir króna á ársgrundvelli. Loks er um að ræða 10% lækkun á bensini og olíu í áföngum, fyrst 4% í byijun mars og restin í byijun apríl. Lækkun á verði bifreiða 30% lækkun á verði smærri bíla felur í raun í sér að tollar leggjast að mestu leyti af. Tollar af bifreið- um eru nú 70% af fob-verði, en auk þess leggst stighækkandi bifreiðaskattur á bíla eftir vélar- stærð. Enginn bifreiðaskattur er tekinn af bflum með vélar undir 1.000 rúmsentímetra slagrými, 4% skattur leggst á bfla með vélar á bilinu 1001—1300, og skattur- inn hækkar síðan stig af stigi upp í 29% af þeim bflum sem eru með vélastærð yfír 3001 rúmsentí- metra. Margir smáir fólksbflar hafa vélar sem eru með minna en 1.000 rúmsentímetra slagrými. Verð á einni tegund slíkra bfla er 415 þúsund krónur úr umboðinu. Af því verði er tollurinn 107 þúsund, sem gera 133 þúsund með 25% söluskatti. Ef Iækka ætti verðið um 30% kostaði bfllinn 290 þús- und krónur, sem er lækkun um 125 þúsund. Það verða því aðeins 8 þúsund krónur eftir af tollinum og söluskattinum af honum eftir verðlækkunina. Sé tekið dæmi af stærri og dýrari bifreið verður niðurstaðan svipuð. Bifreið með vél sem hefur rétt undir 2.000 rúmsentímetra slagrými kostar úr umboðinu um 700 þúsund. Þar af er tollurinn 175 þúsund og söluskattur af þeirri upphæð tæplega 44 þúsund, eða samtals 219 þúsund. 30% lækkun er í krónum um 210 þús- und, svo niðurstaðan er svipuð, ríkið heldur eftir 9 þúsund krónum af tollinum og söluskatti af hon- um. Hins vegar leggst 14% bif- reiðaskattur á bfla með vélarstærð á bilinu 1601—2000, sem gera 35 þúsund krónur í þessu tilfelli og af þeirri upphæð þarf ekki að klípa. Tollalækkun hjólbarða Lækkun á tollum af hjólbörðum Söluskattur af tolli 26.000 kr. Totlur 107.000 kr. BILVERÐIPAG 415.000 kr,i Morgunblaðið/GÓI Samtals 133.000 kr. BÍLVERD EFTIR 30% LÆKKUN 290.00 kr, 125.000kr. LÆKKUM I Minnilólksbillmeðvélundir 100rumsentimatraslagrými | smásöluálagning (um 15%), og útsöluverðið er þá rúmar 3.900 krónur. 21% lækkun þéirrar upp- hæðar er 820 krónur á hvern hjól- barða. Séu hjólbarðar endumýjað- ir undir allan bflinn sparast því 3.280 krónur. Bensínlækkun Frá 1. febrár sl. hefur bensín- lítrinn kostað 34 krónur. Sam- kvæmt tillögunum á hann að lækka um 4% 1. mars og aftur í byijun apríl svo heildarlækkunin verði 10%. Þann 1. mars ætti lítr- inn því að kosta 32,65 krónur, en 30,60 krónur 1. apríl. Samkvæmt upplýsingum Félags fsl. bifreiða- eigenda þýðir þessi lækkun um 4.000 króna spamað að meðaltali fyrir hinn almenna bflnotanda fram að áramótum. Er þá miðað við 1.500 km akstur á ári og 10 lítra eyðslu á hveija 100 km. V erðbólguf orsendur kj arasamninganna: Engin veruleg áhrif á verð- bréfamarkaðinn fyrst í stað — segja Fjárfestingarfélagið og Kaupþing „ÉG SÉ engar þær grundvallarbreytingar á kerfinu sem tryggja hjöðnun verðbólgu til lengri tíma, þess vegna mæli ég með verð- tryggðum skuldabréfum áfram,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, er Morgunblaðið spurði hann hver áhrif 7—8 prósent verðbólgumarkmið aðila vinnu- markaðarins hefðu á verðbréfamarkaðinn. „Ég tel, að ríkisstjómin geti nú óverðtryggð verðbréf. nýtt sér hagstæð ytri skilyrði til þess að koma verðbólgunni niður og unnið með því tíma til þess að gera þær grundvallarbreytingar sem þarf til þess að tryggja, að verðbólgan fari ekki aftur af stað. Fastgengisstefnan getur verið tvi- bent. Ef forsendur samninganna raskast gæti sú stefna þýtt meiri vanda í árslok," sagði Gunnar Helgi. „Ef forsendumar halda út árið og fólk fær trú á áframhaldandi stöðugleika gætu óverðtryggð verð- bréf farið að ryðja sér braut. Afföll af óverðtryggðum fjögurra ára bréfum með 20% vöxtum, sem nú tíðkast í fasteignaviðskiptum, munu sennilega minnka eitthvað strax en menn munu þó áfram gera ráð fyrir töluverðri verðbólgu í ávöxtunar- kröfunni fyrst í stað, kannski í eitt til tvö ár að liðnum næstu tólf mánuðum. Það gæti orði grundvöll- ur á næstu mánuðum fyrir útgáfu ríkisvíxla til 90—180 daga á frjáls- um markaði og önnur skammtíma ö INNLENT Hins vegar óttast ég, að tilfærsla fjár frá lífeyrissjóðum til húsbygg- inga með áherslu á nýbyggingar leiði til óþarfa fjárfestingar og skaði þjóðfélagið. Við þurfum húsnýting- arstefnu en ekki nýbyggingar- stefnu. Þessi tilfærsla gæti dregið úr framboði á fjármagni á fijálsum markaði og jafnframt hamlað veru- lega þeirri vaxtalækkun sem annars væri möguleg," sagði Gunnar Helgi að lokum. Sigurður B. Stefánsson hjá Kaupþingi sagði, að Kaupþing væri því sem næst eingöngu með verð- tryggð bréf og verðbólguforsendur samningsaðila kæmu ekki til með að hafa mikil áhrif á þann markað. „Útgáfa fyrirtækja á verðtryggð- um bréfum er stærsti hluti þessa markaðar og áhrifín á hana verða ekki mikil,“ sagði Sigurður. „Hins vegar geta þau orðið nokkur á verslun með óverðtiyggð bréf. Af- föll af fjögurra ára bréfum með 20% vöxtum eru nú um 45% og þau munu líklega minnka dálítið. Það mun hafa áhrif á þá samninga sem hafa verið gerðir við íbúðakaup á síðustu mánuðum. Annars sýnir reynslan frá 1983, þegar verðbólg- an hjaðnaði úr 130% í u.þ.b. 30%, að það reyndist ekki auðvelt að fá ávöxtunarkröfumar minnkaðar. Fólk er yfirleitt ekki allt of trúað á, að takist að ná tökum á verðbólg- unni til frambúðar. Annars sýnist mér, að sumt í þessum samningum gæti leitt til viðskiptahalla, t.d. lækkun tolla á hátollavörum eins og bflum, en á móti kemur, að raunvextir munu að öllum líkindum hækka, það leiðir aftur til spamaðar sem ætti að draga úr viðskiptahallanum," sagði Sigurður B. Stefánsson að lokum. Nýbygging Alþingis: Samkeppni um gerð og skipulag EINS OG fram hefur komið i þingfréttum Morgunbiaðsins efnir Alþingi til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins, m.a. i tilefni af hundrað ára afmæli Alþingis- hússins, sem áfram verður heimkynni Alþings, þó ýmis hliðar- starfsemi flytjist í nýtt hús. í fréttatilkynningu forseta þingsins segir svo um aðild að þessari samkeppni: „Keppnin fer fram eftir samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Rétt til þátttöku hafa allir félagar í Arkitektafélagi íslands og þeir aðrir sem hafa leyfí til að leggja aðalteikningar fyrir byggingamefnd Reykjavíkur. Síðasti skiladagur tillagna er 12. maí 1986. Keppnisgögn afhendir trúnaðarmaður dómnefndar, Þórhallur Þórhallsson skrif- stofustjóri, Húsi arkitekta, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, sími 11465.“ Kaup lífeyrissjóðanna á ríkisskuldabréfum: Góðra gjalda vert að leysa vanda húsbyggjenda — en hefði átt að nota bankakerfið í stað Byggingarsjóðs segir Guðmundur H. Garðarsson „ÞAÐ ER góðra gjalda vert, að reynt sé að Ieysa vanda húsbyggj- enda en það hefði átt að hafa aðra aðferð. Ég er mótfallinn því að þjóðnýta fijálsan spamað," sagði Guðmundur H. Garðarsson, formað- ur sljómar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, er Morgunblaðið leitaði álits hans á því atriði kjarasamninganna sem kveður á um aukin kaup lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum. „í stað þess að beina öllu þessu fé um Byggingarsjóð rikisins hefði átt að láta viðskiptabankana, spari- sjóði og aðra aðila, sem fjármagna húsnæðismál, annast þetta,“ sagði Guðmundur. » „íslendingar em eina fijálsa þjóðin á vesturhveli jarðar sem miðstýrir þróun íbúðarbygginga með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningunum. Hins vegar tel ég það, sem gerð- ist í þessum samningum, veigamik- inn þátt í að kveða niður verðbólgu á íslandi og fagna því út af fyrir sig, að reynt er að leysa brýnasta vanda þeirra sem lent hafa í erfið- leikum vegna húsbygginga á síð- ustu árum. En ég tel næsta verkefni okkar fijálshyggjumanna í Sjálf- stæðisflokknum vera að þróa hús- næðismálin út úr þeirri miðstýringu sem samningamir gera ráð fyrir. Það er öllum fyrir bestu að menn geti fengið eðlilega lánafyrir- greiðslu í bönkum og sparisjóðum sem síðan semji við lífeyrissjóðina með þeim hætti sem við á á hveijum stað. Það geta t.d. verið allt aðrar aðstæður í Reykjavík en á Ísafírði. Ég óska þess svo bara heils hugar, að með þessum samningum verði hægt að vinna bug á verð- bólgunni," sagði Guðmundur H. Garðarsson. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði, að hann héldi að nú væri lag fyrir lífeyrissjóðina að veita Húsnæðisstofnun ríkisins þessa fyrirgreiðslu. „Lán til sjóðfélaganna eru í lág- marki og vora það allt síðasta ár,“ sagði Hrafn. „Flestir lífeyrissjóðim- ir lánuðu lægri krónutölu 1985 en 1984 þrátt fyrir, að einstök lán hafí hækkað með verðbólgunni," sagði Hrafn Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.