Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986
7
Vona að það sé dálítið
af lífi, gleði og
fjöri í sýningunni
- segir Gísli Sigurðsson sem opnar
sýningu á 70 málverkum á Kjarvalsstöðum á laugardag
GÍSLI Sigurðsson opnar sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum kl. 14.00
laugardaginn 1. mars. Þar sýn-
ir hann 70 olfumálverk sem
máluð hafa verið á siðastliðnum
þremur ánun.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Gísla að máli á Kjarvalsstöð-
um. Hann var spurður um mynd-
efnið og hvert hann leitaði fanga.
„Þetta er mjög íslenskur mynd-
heimur" sagði Gísli, „enda byggð-
ur að verulegu leyti á því sem ég
hef sjálfur séð og upplifað. Allt
frá kreppuárunum austur í Tung-
um þegar kirkjan í Úthlíð fauk
og ícaupakonur komu á hveiju
sumri.
Nokkur hluti sýningarinnar
fjallar um það að maður er manns
gaman, sem sagt um samkomu-
hald af ýmsu tagi. Ég fer allar
götur aftur í Jörfagleðina frægu
sem var bönnuð vegna ósóma.
Stærsta myndin á sýningunni er
um þann fræga dans í Hruna. Þá
eru nokkrar mjmdir frá úti-
skemmtunum eins og ég man eftir
þeim um og fyrir 1950, einkum
héraðsmótinu á Þjórsártúni þar
sem Ámesingar og Rangveilingar
komu saman í júli ár hvert. En ég
kem líka við á sláturhúsballi og í
„partíum" eins og við þekkjum
þau nú á dögum".
Nokkrar myndir Gísla eru
byggðar á bókmenntalegu efni,
Völuspá, þjóðsögum og tvær
myndir, Örlygsstaðafundur og
Egill í Jórvík, byggja á íslendinga-
sögum. Þá er myndröð um Olaf
Kárason Ljósvíking.
„Það má segja að nokkur hluti
sýningarinnar sé myndir af fólki.
Þar er t.d. Sigríður Ella Magnús-
dóttir í hlutverki Carmen, Helgi
Sæmundsson og Jón Engilberts.
Ég tileinka honum sýninguna
vegna þess að hann var mér hjálp-
arhella og uppgötvaði mig þegar
ég var að byria í sýningarhaldi
rétt eftir 1960.“
Að lokum sagði Gísli: „Ég vona
að það sé dálítið af lífí, gleði og
flöri í þessari sýningu og hún
geti orðið sem flestum veisla fyrir
augað".
Sýningin stendur til 16. mars
næstkomandi.
Gísli Sigurðsson myndlistarmaður. Morgunbiaðið.
Áætlunarf lug milli
Nuuk og Reykjavíkur
FLUGFÉLAGIÐ Grænlands-
flug hefur í dag vikulegt áætl-
unarflug milli Nuuk og Reykjá-
víkur í samstarfi við Flugleiðir.
Notuð verður Dash Seven flug-
vél frá Grænlandsflugi.
Brottför verður frá Nuuk á
hveijum föstudegi kl. 13.45 og
lending í Reykjavík kl. 20.45.
Frá Reykjavík verður síðan brott-
för á sunnudögum kl. 16.20 og
lendingíNuukkl. 17.20.
Vegalengdin milli Reykjavíkur
og Nuuk í lofti er 1.475 km og
flugtíminn um flórar klukku-
stundir. Tímamismunur milli ís-
lands og vesturstrandar græn-
lands er þrír tímar.
í hverri ferð er pláss fyrir 21
farþega, eða rými fyrir 2 xh tonn
af frakt. Heildar sætaframboð
yfír árið er 2.100 sæti hvora leið.
Afgreiðsla Grænlandsflugs er
hjá innanlandsflugi Flugleiða á
Reykjavíkurflugvelli og félagið
tekur við farpöntunum og annast
sölu farmiða.
Á fluginu milli Nuuk og
Reykjavíkur er borinn fram mat-
ur, te og kaffi og drykkir boðnir
til sölu. Einnig er selt tollfijálst
vín og tóbak um borð í flugvélinni,
segir í frétt frá kjmningardeild
Flugleiða.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins:
Leggur fram fé til
lausnar á vanda bænda
STJÓRN Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur samþykkt að kaupa
búmark af þeim bændum, sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda
samkvæmt niðurstöðum fjárhagskönnunarnefndar og verja auk þess
15 milljónum króna árlega næstu fjögur ár, tíl viðbótar áður ákveðn-
um skuldbrejrtingaráformum. Þá samþykkti stjóm sjóðsins að kanna
leiðir til að kaupa framleiðslurétt af einstökum bændum og miðla
meðal annarra, sem eru með mikla fjárfestingu miðað við fram-
leiðslurétt.
Að sögn Jóhannesar Torfasonar,
formanns stjómar Framleiðnisjóðs,
var fjallað um tillögu fjárhagskönn-
unamefndar um lausn á vanda
þeirra bænda sem vom í könnun-
inni. Þar var talið að um 120
bændur þyrftu á sérstakri aðstoð
að halda, annaðhvort til að hætta •
búskap eða taka upp aðrar búgrein-
ar. Afgreiðsla málsins var á þá leið
að samþykkt var að kaupa búmark
af bændum eftir þeim reglum sem
Framleiðnisjóður hefur haft um
slíkt og veija auk þess næstu 4 ár
15 milljónum á ári, sem koma til
viðbótar öðmm aðgerðum, svo sem
skuldbreytingum á vegum stofn-
lánadeildar og skuldbrejáingum á
vegum viðskiptaaðila og banka
heima fyrir. Þetta er ennfremur
bundið því að landbúnaðarráðu-
neytið skipi sérstakan trúnaðar-
mann til að annast samningsgerð
við hvem einstakan bónda og við-
skiptaaðila hans og fylgjast með
framgangi samninganna næstu
flögur ár.
Stjóm framleiðnisjóðsins sam-
þykkti ennfremur að kanna þá leið
að kaupa framleiðslurétt af einstök-
um bændum og nota um 70 til 80%
af þeim rétti sem keyptur er til að
miðla milli bænda innan svæða,
sérstaklega þeirra sem eru með
mikla fjárfestingu miðað við fram-
leiðslurétt. Jóhannes sagði að mark-
miðið væri að nýta sem best þá fjár-
festingu, sem búið er að leggja í
og skapa svigrúm fyrir yngri bænd-
ur að vinna sig út úr sínum fjárfest-
ingum með framleiðslu og um leið
ákveðin hvatning fyrir hina til að
hætta, þá sem búa við erfíðar að-
stæður og eru ef til vill komnir
nærri þeim aldursmörkum að eðli-
legt megi telja að starfsdegi þeirra
sé að ljúka. Hluti þessa framleiðslu-
réttar yrði einnig til ráðstöfunar á
landsmælikvarða til að skapa eðli-
legt svigrúm á tilfærslu milli svæða.
Afmælisfund-
ur Varðar
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
heldur afmælisfund í tilefni 60
ára afmælis félagsins, laugar-
daginn 1. mars nk. í Sjálfstæðis-
húsinu Valhöll. Fundurinn hefst
kl. 14.00.
í fréttatilkynningu frá Verði
segir að Þorsteinn Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins flytji ávarp
á fundinum. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson forseti Sameinaðs
Aiþingis fjallar um Vörð í fortíð.
Birgir ísleifur Gunnarsson alþingis-
maður ræðir um félagsstarf Sjálf-
stæðisflokksins og Jónas Bjamason
formaður Varðar §allar um framtið
Varðar.
Fundarstjóri verður Davíð Ólafs-
son seðlabankastjóri. Allt sjálfstæð-
isfólk er velkomið á fundinn.
JNNLENT
öJALr ö 1 Æ/U1öf ULIV
í KÓPAVOGI
Hvetjum ykkur til að taka þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins laugardag-
inn 1. mars og efla með því flokkinn.
Tryggjum kosningu Richards Björg-
vinssonar í 1. sæti.
Stuðningsmenn.