Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 13 , Morgunblaðið/Ól.K.M. Guðríður Elíasdóttir, annar varaforseti ASÍ, og Gunnar J. Frið- riksson, formaður VSÍ, gleðjast yfir nýjum samningi. — segir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri um kjarasamningana „ÞEIR kjarasamningar, sem nú hafa verið gerðir, ásamt þeim aðgerðum af hálfu ríkisstjórnar- innar, sem þeim fylgja, gætu markað þáttaskil í verðlagsþróun hér á landi. Skaðsemi verðbólg- unnar fyrir efnahagsþróun og hagvöxt hér á landi er áreiðan- lega meiri en flesta grunar, og því er til mikils að vinna að koma verðlagsþróuninni aftur niður á svipað stig og í nágrannalöndum okkar,“ sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, er Morgun- Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ: Samningarnir happa- dijúgir félögum í ASÍ „ÉG HELD að menn verði að skoða samninga hveiju sinni í ljósi þeirrar stöðu, sem uppi er. Ég er fyrir hönd ASÍ ánægður með þennan samning. Ég held að hann muni reynast félags- mönnum okkar happadijúgur og þjóðinni í heild hagkvæmur á sama hátt. Ég held þvi að þetta sé góður kjarasamningur í þess- ari stöðu,“ sagði Björn Björns- son, hagfræðingur ASÍ, er Morg- unblaðið innti hann álits á ný- gerðum kjarasamningum. „Ég tel að þessir samningar marki að mörgu leyti tímamót,“ sagði Bjöm. „Þessir samningar eru á margan hátt flóknari en þeir samningar, sem gerðir hafa verið hér á undanfömum ámm og kannski em þetta flóknustu samn- ingar, sem gerðir hafa verið hér á landi og jafnvel þó víðar væri leitað. Það er tekið á ákaflega mögum málum í þeim. Fyrir utan það, sem snýr beint að kjaramálum, em fyrst og fremst húsnæðis- og lífeyrismál- in, sem tekið er á og samningsaðilar ná þar samstöðu um ákveðnar til- lögur til ríkisstjómarinnar um úr- bætur. Hvað varðar launahlið samninganna og niðurfærsluna, held ég að engin tvímæli séu á því, að þeir marki tímamót. Stefnt er að tilteknum kaupmáttarmark- miðum, en það var frá upphafi ljóst, að auknum kaupmætti á árinu yrði ekki náð nema með vemlegri niður- færslu. Þess vegna er það mjög merkilegt að deiluaðilar skuli hafa náð saman um þessa leið og tillögur til ríkisstjórnarinnar um það, hvem- ig að þessari niðurfærslu skuli stað- ið. Þessir samningar em á margan hátt tilraun og það verður ekkert úr því skorið fyrirfram hvemig hún tekst. Það er hins vegar ljóst, að til að þetta takist, þurfa allir aðilar að vinna saman að sömu markmið- um; að tryggja að verðlagsþróun fari ekki fram úr þeim viðmiðunum, sem settar em upp í samningunum og til þess þarf aðhald þeirra, sem fara með verðákvarðanir í þjóð- félaginu, atvinnurekenda og stofn- ana. Það þarf líka ákveðinn vilja ríkisstjómarinnar til þess að tryggja framgang þessara markmiða. Sömuleiðis er það mjög brýnt að verðgæzla og verðkannanir verði stórauknar til þess að efla verðskyn almennings og á því ættu að vera miklir möguleikar í ljósi lækkandi verðbólgu. Það em margir, sem spyija hvort áhættan með þessum samningum sé ekki allt of mikil. Það er vissulega rétt að menn taka áhættu með þessum samningum. Það er hins vegar ekkert nýtt að svo sé í kjara- samningum. Ahættan hefur alltaf verið til staðar og hún hefur fyrst og fremst verið fólgin í því, að menn hafa stungið sér til sunds í verðbólgufenið og látið verðlags- þróunina ráða og stjóma kaup- mættinum. Með þeim aðgerðum, sem nú er verið að tala um, ætla menn að stilla verðlagsþróunina af fyrir fram eftir því, sem kostur er og tryggja þannig að árangur náist. Ég held því, þegar grannt er skoð- að, að sé áhættan í þessum samn- ingum í raun minni en flestum síð- ustu smningum, sem við höfum gert. I þessu sambandi er líka rétt að minna á, að í þessum samningum er^glgin, 4Kv6ðin kaupmáttartrygg- ing. Hún er að vísu þannig, að sett er á laggirnar launanefnd til að fjalla um málin, fari verðlagsþróun fram úr viðmiðunarmörkunum, en ég held að menn þurfi ekki að óttast það, ef til kemur, að verðlag hækki um of, að bætur komi ekki til launa- fólks, svo framarlega sem ástæður eru ekki beinlínis raktar til rýmunar viðskiptakjara eða versnandi stöðu þjóðarbúsins," sagði Bjöm. blaðið innti hann álits á kjara- samningunum. „Jafnframt verða menn að gera sér grein fyrir því, að þessi árangur er ekki tryggur, nema samningun- um fylgi árangursrík hagstjóm á öðrum sviðum, einkum í fjármálum ríkisins og peningamálum. Mikil hætta er á því, að auknar byrðar á ríkissjóð leiði til eftirspumarþenslu, sem verður að reyna að draga úr með lækkun úgjalda og auknum innlendum spamaði. Þótt sjálfsagt sé, að jafnvextir lækki ört í kjölfar þessara samninga, verða raunvextir að verða nægilega háir til þess að tryggja heilbrigðan innlendan spamað og jafnvægi í peningamál- um. Það er launþegum sjálfum hættulegast, ef óeðlileg þensla eft- irspumar verður til þess að eyði- leggja gmndvöll þessara mikilvægu samninga. Áratugareynsla hefur sýnt, að það er einmitt hið almenna launafólk, sem mestu tapar á verð- bólgunni. Enn er of snemmt að dæma um aðra þætti samninganna. Mikilvægt skref hefur auðsjáanlega verið stig- ið I átt til samkomulags í lífeyris- málum, en tillögumar í húsnæðis- málum þurfa frekari athugunar við. í húsnæðismálum er gert ráð fyrir mjög auknu ijárstreymi til íbúðar- bygginga og hagstæðari kjörum. Þótt slíkar tillögur séu eðlilegar í kjölfar þeirra erfiðleika, sem við hefur verið að etja í þessum efnum að undanfömu, má ekki láta tíma- bundin vandamál ráða of miklu um ráðstöfun fjármagus til frambúðar. Margt bendir til þess, að eftirspum eftir nýju húsnæði muni fara minnkandi á komandi árum, en jafnframt verða brýn þörf fyrir aukið fjármagn til nýsköpunar í atvinnulífinu. Þetta verða menn að hafa í huga, þegar ákvarðanir eru teknar um forgang og kjör á lánum til íbúðarbygginga í framtíðinni," sagði Jóhannes Nordal. reglulega af öllum fjöldanum! Kópavogsbúar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 1. mars gefst ykkur kostur á að velja til setu í bæjarstjórn traustan athafnamann með mikla reynslu í félagsmálum. Tryggjum Kristni öruggt sæti. Stuðningsmenn Kristinn Kristinsson, húsasmíðameistari. Formleg undirritun kjarasamninganna 1 gær: ASI skorar á félögin að afgreiða samningana FORYSTUMENN Alþýðusam- bands íslands hafa skorað á að- ildarfélög sambandsins að undir- búa fundahöld til að afgreiða nýjan kjarasamning ASI og samtaka atvinnurekenda, sem var formlega undirritaður í húsi Vinnuveitendasambands íslands í Garðastræti siðdegis í gær. Að undirrituninni lokinni þakkaði Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, samningamönnum fyrir langa og stranga samningalotu og kvaðst vona að samningurinn yrði umbjóðendum þeirra og þjóðinni allri til heilla. í yfírlýsingu sem ASÍ gaf út eftir undirritun samninganna, segir að á fundi með ríkisstjóminni fyrr um daginn hafí því verið lýst yfír, að mjólk og kjöt myndi ekki hækka 1. mars og að búvörur í heild í framfærsluvísitölu hækki ekki. „Á sama hátt verði tryggt, að hækkun búvöruverðs verði ekki umfram umsamda hækkun launa síðar á árinu,“ segir í yfírlýsingunni. Þar segir einnig að ríkistjómin hafí tilkynnt Seðlabanka, að hún geti ekki fallist á hækkun vaxta á verðtryggðum lánum úr 5% í 6% og að staðfest sé, að ríkisstjómin sé sammála þeim hugmyndum, sem settar hafa verið fram um lausn húsnæðismála. Þá hefur verið ákveðið að tryggingabætur al- mannatrygginga hækki í samræmi við kjarasamningana og að tekið verði tillit til hinna sérstöku lág- launabóta við hækkun tekjutrygg- ingar. Gætu markað þáttaskil í verðbólguþróun hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.