Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 21

Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 21 Ronald Reagan í sjónvarpsræðu: Oábyrgt og hættu- legt að draga úr útgjöldum til hermála Washington, 27. febrúar. AP. RONALD Reagan, Bandarikja- forseti, gagnrýndi bandaríska þingmenn harðlega fyrir áform um að minnka útgjöld til hermála um 320 miUjarða dollara. í ræðu, sem forsetinn hélt í gærkvöldi, sagði hann að útgjaldalækkun væri „óábyrg, hættuleg og röng“ því hún gæti orðið til „að skerða stórlega samningastöðu Banda- ríkjanna gagnvart Sovétríkjun- um“. Reagan var þungmæltur í ræðu sinni og sagði lækkun útgjalda til hermála hið mesta ábyrgðarleysi, því sýnt væri að herstyrkur Banda- rílqanna væri trygging fyrir friði. Þingið hefði nú þegar tekið vopn úr höndum samningamanna í Genf með því að banna tilraunir með vopn til að granda gervihnöttum. Með því að skera síðan niður útgjöld til hermála væru Bandaríkjamenn að afhenda Sovétmönnum trompin sín. Vaxandi andstaða er á Banda- ríkjaþingi og meðal bandarísku þjóðarinnar við stefnu Reagans í vamarmálum. Leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, Jim Wright, sagði það óhjákvæmilega nauðsyn að skera niður hemaðarútgjöld til þess að forða þjóðinni frá stór- hættu, sem væra feikilegar skuldir. Demókratar teldu skuldimar einar og sér stofna þjóðaröryggi í hættu. Sovézkir ijölmiðlar gagmýndu ræðu Reagans í dag og tillögur hans um útgjöld til hermála. Var Reagan sagður enn sitja við sama heygarðshom í afvopnunarmálum. AP/Sfnuunynd Geidar A. Aliev, félagi í stjóramálaráði sovéska kommúnistaflokks- ins, á blaðamannaf undi sem haldinn var á fimmtudag. írland: Frumvarp um hjúskapar- löggjöf fellt Dublin, 27. febniar. AP. FRUMVARP, sem hefði geta leitt til þess að lijónaskilnaðir yrðu leyfðir í írska lýðveldinu, vai fellt á miðvikudagskvöld í írska þinginu. Frumvarpið sem lagt var fram af fulltrúum írska verkamannaflokksins var fellt með 54 atkvæðum gegn 33, en þingfulltrúar eru 166. Fulltrúar stærsta stjómarand- stöðuflokksins, Fianna fail, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Framvarp þetta hefði getað leitt til endurskoð- unar á írsku hjúskaparlöggjöfinni og þess að bann við hjónaskilnuðum yrði afnumið. 27. þing sovéska kommúnistaflokksins: Vantar sjálfstæða menn við hagstj óni og rekstur — sagði Ligachev, hugmyndafræðingur flokksins Moskvu, 27. febrúar. AP. HELSTI hugmyndafræðingur sovéska kommúnistaflokksins var í dag aðalræðumaðurinn á flokksþinginu og réðst harka- Alusuisse í vandræðum ÁSAKANIR um óreiðu í bókhaldi og þaðan af verra, uppsagnir yfirmanna og taprekstur. Það verður af nógu að taka á árlegum fundi hluthafa í Alusuisse, næst stærsta álframleiðanda í Evrópu, í april. Offramleiðsla á áli í heiminum hefur gert að verkum að málmurinn hefur fallið í verði og margir fram- leiðendur fá nú minna greitt fyrir álið en kostar þá að framleiða það. En það er fleira en þetta, sem hijáir fyrirtækið. Ásakanir hafa borist um að afskriftir Alusuisse hafi verið ofreiknaðar um 250 milljónir svissn- eskra franka (um 4.000 milljónir íslenskra króna) á síðasta ári. Yfír- maður fyrirtækisins, Emanuel Meyer, og aðstoðarmaður hans, Brano Sorato, hafa sagt störfum sínum lausum. Pierre Amold, for- stjóri úraframleiðandans SMH, og Nello Colio, fyrram forseti Sviss, era teknir við. Þetta er ekki fyrsta sinni sem Alusuisse hefur verið sakað um misferli. 1981 sakaði ríkisstjóm ís- lands fyrirtækið um að reyna að komast hjá skatti með því að of- reikna verð á súráli, sem álverið í Straumsvík keypti. Starfsemi fyrirtækisins. Astralíu hefur hnekkt áliti þess. Ástralíu- stjóm heldur fram að dótturfyrir- tæki Alusuisse, Austraswiss, hafí reiknað útflutningsverðmæti súráls of lágt. Stjómin vill fá 30 milljón doliara skaðabætur (120 milljónir ísl. kr.) og hótar að stöðva útflutn- ing fyrirtækisins. Meyer, fyrram forstjóri, er meira en blóraböggul. Gerð var tilraun til að bola honum frá 1985 þegar ráða- gerðir hans um að auka fjölbreytni í starfsemi fyrirtækisins um heim allan fóra út um þúfur. Tap á rekstri Aiusuisse var á síðasta ári 90 millj- ónir svissneskra franka. Árið 1984 skilaði fyrirtækið 169 milljóna franka hagnaði og var það fyrsta sinni, sem fyrirtækið var rekið með hagnaði síðan 1981. Aftur á móti er talið að Lonza efnaverksmiðjum- ar í Sviss hafí verið reknar með 100 milljón franka hagnaði á síðasta ári, þannig að heildartapið gefur ranga mynd af þeim vandamálum, sem steðja að fyrirtækinu í helstu fram- leiðslugreininni, álframleiðslu. Tap- rekstur í álframleiðslu hjá Conalco í Bandaríkjunum nam 45 milljónum dollara. Í síðustu viku vora tvö lítil dótturfyrirtæki, sem samanlagt töpuðu 9,2 milljónum dollara á síð- asta ári, seld, fyrsta merki þess að nýir stjómendur hafa tekið við. Celio og Amold hafa þó ástæðu til bjartsýni. Alusuisse hefur slíkt forskot á sviði tækninnar að banda- rískir álframleiðendur fyllast af öfund. Þetta á sérstaklega við um Caster II framleiðsluaðferðina. Með henni má framleiða álþynnur til niðursuðudósaframleiðenda án þess að fyrst þurfí að gera álstangir. Þessi aðferð gæti m.a. orðið til þess að halda Alusuisse á floti í hröm- andi iðnaði — og fyrirtækið yrði þá í bestri aðstöðu til að hagnast þegar álverðið hækkar og eftir- spumin eykst. The Economist. lega á þær aðferðir, sem áður voru viðhafðar við að velja embættismenn flokksins. Lagði hann til, að fjölgað yrði embætt- ismönnum af öðru þjóðerni en rússnesku og að ýtt yrði undir hæfileikaríka og sjálfstæða menn við hagstjórn og rekstur fyrirtækja. Af ræðu Yegor K. Ligachev, hugmyndafræðings kommúnista- flokksins og næstráðanda í Kreml, er ljóst, að meginstefíð á 27. flokks- þinginu er uppgjör við Brezhnev- tímann. Fór hann hörðum orðum um þann hátt, sem áður var hafður á við að velja embættismenn flokks- ins og sagði, að hann hefði leitt til stöðnunar. Sýndi þetta sig t.d. í því, að 60% flokksmanna og emb- ættismanna væra rússneskir og 16% úkraínskir. Innan Sovétríkj- anna væra hins vegar rúmlega 100 þjóðir og þjóðarbrot en fulltrúatala margra þeirra væri þó innan við 1%. Hefði þetta m.a. valdið því, að mörgu hæfíleikaríku og sjálfstæðu fólki hefði verið bolað burtu eða ekki fengið nein tækifæri. „Við verðum að hvetja hug- myndaríkt fólk til dáða, menn, sem geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og þora að gangast við ábyrgð," sagði Ligachev en lagði jafnframt áherslu á, að enginn félagi í flokkn- um gæti alveg ráðið sér sjálfur. Geidar A. Aliev, félagi í stjóm- málaráðinu, efndi í dag til óvana- legs blaðamannafundar og kom þar fram hjá honum, að hreinsanir í flokknum stæðu ekki fyrir dyram. Áfram yrði hins vegar barist gegn spillingu innan flokks sem utan og nú væri t.d. verið að kanna þau sérstöku fríðindi, sem háttsettir menn f flokknum njóta. Aliev var í náðinni hjá Brezhnev á sínum tíma og á blaðamannafund- inum var hann inntur eftir ræðu, sem hann flutti á flokksþinginu 1981 en í henni bar hann sífelit lof á Brezhnev alla ræðuna út. Aliev svaraði og sagði, að það hefði verið eðlilegt því að þá hefði Brezhnev verið leiðtogi flokksins. Nú væra hins vegar áherslumar aðrar, nú væri til siðs að „vera gagnrýninn og opinskár" um vandamálin í sovésku samfélagi. í sovéskum Qölmiðlum segir, að í næstum engum ræðanna, sem fluttar hafa verið á flokksþinginu nú, hafí Gorbachev sjálfur verið lofaður. í þeim sé hins vegar ekki látið af lofgerðinni um hina nýju starfshætti flokksins. Fækkun herja í Mið-Evrópu: Þráttað um hvernig' eftirliti skuli háttað Vínarborg, 27. febrúar. AP. SAMKOMULAG náðist ekki milli samningamanna NATÖ og Varsjár- bandalagsins um hvar og hvernig háttað skuli eftirliti með gagn- kvæmri ogjafnri fækkun heija í Mið-Evrópu, á fundi þeirra í dag. Aðilar hafa nánast komist að samkomulagi um málamyndafækk- un sovézkra og bandarískra her- manna í Evrópu og síðan líði þijú ár án þess að fjölgun verði. Ágrein- ingur er hins vegar enn um hvemig eftirliti með framgangi samkomu- lagsins verði háttað. NATO-ríkin lögðu til að deiluaðil- ar tilkynntu hvor öðram um allar hreyfíngar heija innan svæðisins og utan. Herirnir, sem fækkað verður í, era í Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Vestur-Þýzkalandi, Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Varsjárbandalagið hafnaði þessari hugmynd í dag. Viðræður hófust um jafna og gagnkvæma fækkun heija í Mið- Evrópu í október 1973, en þeim miðaði lítt fyrr en á þessu ári þar sem aðilar gátu ekki sæst á fjölda hermanna, sem fækkað skyldi um. S JÁLFSTÆÐISMENNI KÓPAVOGI Munið prófkjörið laugardaginn 1. mars. Kosið er frá kl. 10.00—21.00 að Hamraborg 1. í bæjarstjórnarkosningum 1982 skipaði Bragi Michaelsson 2. sætið á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. í prófkjörinu laugardaginn 1. mars vinnum við stuðningsmenn Braga að því að hann skipi öruggt sæti á framboðslista flokksins í vor. Kosningasími Braga er 42910. Þeir sem þess óska geta fengið akstur á kjörstað. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.