Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 23 Holland: 17.000 keppendur í 200 km skautahlaupi Fræðslufundur Wageningen, 26. febrúar 1986. Frá Egfgert H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Hollandi. „DE ELFSTEDENTOCHT" (ellefubæjakeppnin), 200 km skauta- höfðu haldið opnum keppni eftir vötnum, skurðum og síkjum í Fríslandi í nístandi kulda og með vindinn i fangið dijúgan hluta leiðarinnar, var haldin í dag. Klukkan hálf fimm í morgun voru um 17.000 keppendur mættir til keppni og þúsundir áhorfenda höfðu komið sér fyrir meðfram keppnisleiðinni eða á kaffihúsum í nágrenninu. „De Elfstedentocht" er í raun mun meira en keppni. Um er að ræða einskonar þjóðhátíðardag fyrir Frísi í sýslunni Fríslandi í N-Hollandi þar sem keppnin fer fram. Af öllum þeim þúsundum sem taka þátt í keppninni eru í raun aðeins nokkur hundruð keppendur í þeirri merkingu, sem alla jafna er lögð í orðið. Langflestir keppa við sjálfan sig og klukkuna. Stoppa öðru hvoru á kaffihúsi, fá sér heita súkkulaðimjólk og ræða við aðra gesti og þátttakendur. Hljómsveitir, sönghópar og lúðrasveitir koma þennan dag úr öllum áttum til Frís- lands. Fjöldi fyrirtækja og stofnana gáfu frí svo starfsfólkið gæti annað hvort setið heima og fylgst með keppninni eða lagt leið sína til Frís- lands. Það er erfítt fyrir þá, sem ekki hafa alist upp í Hollandi og fylgst með því frá æsku hvemig „de elf- stedentocht“-sjúkdómurinn grípur um sig meðal Hollendinga og þá sérstaklega íbúa Fríslands, að gera sér grein fyrir gildi þessarar keppni. Allt frá því fyrstu tjamir, vötn, skurðir og sýki fer að leggja fara rólegustu menn að sýna merki taugaspennu og æsings. Allar stöðvar heilans virðast einbeita sér að því hvort, og þá hvenær keppnin verði haldin. Stjómmála- efnahags- og íþróttafréttum er ýtt til hliðar í dagblöðum og sjónvarpi. Veður- fréttimar heita upp frá því „elfsted- entocht“-veðurfréttimar. Fréttir af fundum formanns keppninnar og þeirra 20 ísmeistara, sem fylgjast dag frá degi með ísnum, em reglu- legur viðburður í fréttatímum út- friðhelgi einkalífsins eða þarfír vís- indanna. Skyld vandamál koma oft upp, þegar rætt er um upplýsinga- skyldu yfírvalda þegar um er að ræða öryggi ríkisins annars vegar og rétt einstaklingsins hins vegar. Samfélagið á rétt á að gera kröfur til vísindanna um þekkingu á viss- um sviðum, m.a. til þess að skipu- leggja fyrirbyggjandi aðgerðir og til þess að afla hennar verður iðu- lega að snúa sér til einstaklinganna persónulega. Svör einstaklinganna hafa svo enga þýðingu þegar búið er að vinna úr þeim og komast að niðurstöðunum. Þá ætti að jafnaði að þurrka út öll kennimerki, þannig að svör verði ekki tengd ákveðnum einstaklingum. Það er mikilvægt, að fræðimenn geri fólki grein fyrir tilgangi og hlutverki rannsókna og afli sam- þykkis þess þegar um er að ræða skrár með upplýsingum um ein- staklinga, jafnvel þó það kunni að gera rannsóknina dýrari og tíma- frekari en ella. Þá er og jafn mikil- vægt að þurrka út þessar upplýs- ingar þegar þær hafa gegnt sínum tilgangi. Misbrestur í þessu sam- bandi getur valdið óbætanlegu tjóni. 1 þeim dæmum, sem að ofan eru nefnd, virðist einhver misbrestur hafa orðið varðandi þessi atriði. Sænska hagstofan hefur nú þegar orðið vör við, að fólk er tortryggn- ara og tregara til að svara spum- ingalistum en áður. Sænski hag- stofustjórinn, Sten Johanson, hefur áhyggjur af skaðsemi neikvæðrar umræðu varðandi persónulegar upplýsingar á tölvuskrám. Hann bendir á, að stofnunin geti ekki gegnt hlutverki sínu sem skyldi án þess að tiltrú almennings sé fyrir hendi. Rannsóknimar eru, þegar á allt er litið, í þágu almennings. varps og sjónvarps. Á þann hátt eflist dag frá degi áhuginn meðal landsmanna. Einn og einn rífur teppið af stofugólfínu heima hjá sér til þess að leggja það á ísinn á daginn svo sólin nái ekki að bræða efsta lagið eða veikja ísinn á annan hátt. Heilu þorpin í Fríslandi við- höfðu þessa aðferð til þess að vemda ísinn fyrir sólargeislunum þegar sýnt var síðastliðinn sunnu- dag að hægt yrði að halda keppnina. Undir brúm og á stöðum þar sem selta var í vatninu var slökkvilið staðarins kallað út til þess að dæla fersku vatni í sýkin í von um að þar mundi einnig myndast íslag. Endur og aðrir vatnafuglar urðu að sætta sig við að vakir, sem þeir og voru á keppnisleiðinni, voru girtar af og fuglamir færðir á staði þar sem þeir voru ekki fyrir neinum. Allir leggjast á eitt um að svellið verði í sem bestu ásigkomulagi þegar keppnin hefst. Þær þúsundir sem standa meðfram keppnisleiðinni hvetja keppendur fullum hálsi og það veitir ekki af. Fyrir þá sem ljúka keppninni eru verðlaunin „elfstedentocht“-kross- inn. Hann er tákn um. persónulegan sigur og á mörgun heimilum hlýtur hann heiðursess í stofunni. Það sem gerir þessa keppni svo sérstæða umfram aðrar er að í raun eru allir þeir sem ljúka keppninni sigurveg- arar og þeir eru meðhöndlaðir sem slíkir af vinum og vandamönnum. Fyrstur í mark að þessu sinni var Evert van Bentum sem einnig sigr- aði í keppninni í fyrra. Hann lagði þessa 200 km að baki á 6 kls. 55 mínútum og 10 sekúndum. Fræðslufundur verður haldinn á morgun 1. marz að Hótel Hofi Rauðarárstíg 18. Fundurinn hefst kl. 14.00. Á fundinum mun Helgi Valdimarsson prófessor flytja erindi sem hann nefnir „Á Psoriasis rætur að rekja til ónaemiskerfis- ins?“ Helgi er sérfræðingur í ónæmisfræöum og hefur hann á undanförnum árum unnið að rannsóknum ásamt breskum húðlæknum og ónæmisfræðingum, á ónæmiskerfi psoriasis- sjúklinga. í erindinu mun Helgi fjalla um þessar rannsóknir og hvað þær hafa leitt í Ijós og jafnframt um tengsl ónæmiskerfisins um exem. Auk erindis Helga verður sýnt nýtt myndband sem fjallar um vandamál psoriasis-sjúklingsins. Við viljum hvetja alla psoriasis-sjúklinga að mæta og fræðast um sjúkdóminn. Stórar plötur frá 25 krónum. atlOaw W«of.W VtW;.;: m Odýrasta plötubúð landsins á Stórútsölu- markaðnum Fosshálsi 27 Þann tíma sem Stórútsölumarkaðurinn Fosshálsi 27 stendur yfir, starfrækj- um við ódýrustu hljómplötuverslun landsins. Líttu inn því þú gerir hvergi hagstæðari hljómplötukaup en einmitt hjá okkur. nlistarleg kjarabót Allar nýjustu plöturnar á óvenjulega hagstæðu verði. Eldri gæðaplötur á sprenghlægilegum prísum. Beverly Hills Cop — Ýmsir Hits 3 — Ýmsir Depeche Mode — The Singles ’81 —’85 Með lögum skal land byggja — Ýmsir Dúndur — Ýmsir Simple Minds — Once Upon A Time Rocky IV —Ýmsir Stuðmenn — Sumar á Sýrlandi Ríó T ríó — Lengi getur vont versnað BillyJoel —Greatest Hits Vol 1 & 2 Þú hefur ekki efni á að láta slíkt kostaboð framhjá þér fara, þvl þú hreinlega hagnast á þessum við- skiptum. ! dag er opið frá kl. 13.00 til 19.00. Á morgun laugardag, opnum við kl. 10.00 og höfum opið frameftir degi til kl. 16.00. Meiriháttar úrval af íslenskum og erlendum hljómplötum Póstkröfusími (91 >-46463 stoinorhf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.