Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986
Frj álshyggj an er
mannúðarstefna
Plnrgi Útgefandi ntHafeffr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Hugarfarsbreyting
að hefði verið heljar-
stökk inn í náttmyrkrið
áð fara gömlu verðbólguleið-
ina,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannasambands íslands, í
Morgunblaðssamtali í gær um
nýju kjarasamningana. Þessi
yfírlýsing hins gamalreynda
samningamanns er dæmigerð
fyrir þá hugarfarsbreytingu,
sem verður að veruleika með
samningunum. Af mörgu merki-
legu, sem einkennir þá, er það
einna athyglisverðast, að þeir
eru gerðir á þeim forsendum,
að meðalgengi krónunnar verði
haldið sem stöðugustu. Það er
ljósið, sem vísar leiðina út úr
náttmyrkrinu. Ákvörðunin um
að festa gengið byggist hins
vegar á þeirri von, að ytri skil-
yrði verði okkur hagstaeðari en
þau hafa verið um langt árabil
— olíuverð haldist lágt, afli verði
góður og unnt verði að selja
sjávarafurðir á góðu verði.
Verðbólguna hér á landi hefur
ekki alfarið mátt rekja til efna-
hagslegra ástæðna, hún hefur
ekki síður byggst á pólitískum
forsendum. Þeir, sem taka
ákvarðanir um stefnumótun í
efnahagsmálum, eru ekki ein-
vörðungu stjómmálamenn —
þar koma fulltrúar launþega og
atvinnurekenda einnig til sög-
unnar. Orðið „misgengi" hefur
oft verið notað um efnahags-
þróunina undanfarin misseri,
það hefur ekki síður verið mis-
gengi í skoðunum þeirra, sem
ákvarðanir taka og steftiu móta,
á því hvaða leið skuli farin að
hinu æskilega markmiði. Raun-
ar má kalla þá samstöðu, sem
nú hefur náðst, byltingu.
Þessi bylting á sér nokkum
aðdraganda. Þess hefur mátt
sjá merki undanfarin misseri,
að hægt og sígandi hafa menn
viljað fíkra sig inn á nýjar braut-
ir. Samningsaðilar hafa verið að
þreifa fyrir sér í leit að nýjum
leiðum. Forráðamerin ríkissjóðs
hafa verið að laga sig að því,
að hann verði að herða ólina
ekki síður en launþegar. Þá hafa
verið settar skorður við erlend-
um lántökum og nú síðast
ákveðið að halda meðalgenginu
stöðugu.
Magnús Gunnarsson, fráfar-
andi framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambandsins, segir um
samningana í Morgunblaðsvið-
tali: „Þetta er tilraun — tilraun,
sem ég tel vera þess virði að
gera. Sú leið, sem var valin við
gerð þessara samninga, mun
hafa mikla erfiðleika í för með
sér, talsverðar þrengingar en
von um betri tíð. Það getur verið
sársaukafullt að kreista allan
gröftinn úr sárinu í stað þess
að taka verkjastillandi — en það
gefur von um bata. Því má ekki
hlaupa frá vandanum." Öllum
ætti að vera orðið ljóst, að það
gerist ekki átakalaust að losna
við verðbólgudrauginn. Þessi
orð Magnúsar Gunnarssonar eru
enn ein staðfestingin á því.
Hann fer varlega í fullyrðingum
um, að varanlegur árangur ná-
ist. Með hliðsjón af góðum
ásetningi áður er fyrirvari hans
réttmætur. Hins vegar eru allir,
sem hlut eiga að máli, vonbetri
nú en oftast áður. Það byggist
á þeirri staðreynd, að samkomu-
lag hefur tekist milli fulltrúa
verkalýðshreyfíngarinnar og
atvinnulífsins „um að nálgast
málin á nýjan og heilbrigðari
hátt,“ eins og Magnús Gunnars-
son orðar það.
Á næstunni reynir á það,
hvort foiystumenn launþega og
atvinnurekenda, fá heimild
umbjóðenda sinna til að stað-
festa samningana endanlega.
Ekki er ástæða til að ætla annað
en þessi heimild fáist. Það hefur
svo lengi verið kappsmál al-
mennings að losna við verð-
bólguna, að hann leggur ekki
stein í götu þeirra, sem segjast
vera að bægja henni á brott.
Hitt er jafnframt mikilvægt, að
þannig verði staðið að fram-
kvæmdinni, að sem fyrst fínni
menn áþreifanlega fyrir þeim
umskiptum, sem af þessari bylt-
ingu í samningsgerð leiðir. í
því efni þarf að standa skipulega
að verki.
Eftir hina erfiðu samninga-
lotu koma niðurstöðumar nú til
meðferðar hjá alþingismönnum.
Með því verður fylgst, hvort
þeir taka málin sömu tökum og
samningsaðilar, horfí á mark-
miðið og ræði málefnalega leið-
imar að því. Ef þingfundir um
þessi alvörumál einkennast af
auglýsingaskmmi og uppákom-
um af öðm tagi, kemur enn í
ljós, að kannski hefur orsaka
verðbólgunnar ekki síst verið að
leita við Austurvöll.
Morgunblaðið hvetur til þess,
að hugarfarsbreytingin, sem
einkennir hina nýgerðu samn-
inga, fái að njóta sín jafnt á
Alþingi sem annars staðar í
þjóðlífínu. „Ég er sannfærður
um að almenningur I þessu landi
ætlast til þess að ríkissljómin
standi við sitt í þessu máli —
og ef hún gerir það ekki, þá
hafí hún lítið að gera við stjóm-
völinn," sagði Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusam-
bandsins, í Morgunblaðinu í
gær. Þessi óvenjulega trausts-
yfírlýsing er táknræn fyrir
mikilvægi samninganna. Ríkis-
stjóminni hlýtur að vera kapps-
mál að rísa undir henni.
eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson
í Landnámu segir frá Steinunni
gÖmlu, frændkonu Ingólfs Amar-
sonar. Hún fór til íslands og var
sinn fyrsta vetur með Ingólfi. Síðan
segir „Hann bauð at gefa henni
Rosmhvalanes allt fyrir útan
Hvassahraun, en hon gaf fyrir
heklu flekkótta ok vildi kaup kalla;
henni þótti þat óhættara við ripting-
um“. Þessa litlu sögu má hafa til
marks um frelsisþrá forfeðra okkar.
Steinunn hin gamla kaus að vera
veitandi ekki síður en þiggjandi.
Hún vildi hitta frænda sinn Ingólf
fyrir í frjálsum viðskiptum, en ekki
eiga neitt undir náð hans eða erf-
ingja hans. Hún viss, að menn halda
sjálfstæði sínu, þegar þeir mætast
í frjálsum viðskiptum, því að þá
mætast þeir sem jafningjar og gera
eitthvað hvor fýrir annan. Hins
vegar er hætt við því, ef einn þiggur
af öðrum, að hann standi ekki
uppréttur eftir. Matthías skáld
Johannessen segir svipað frá Júlfusi
skóara, „sem var heldur tekjurýr
smákapítalisti". Júlíus sagði eitt
sinn við skáldið á verkstæði sínu:
„Sjálfstæði er það að sækja það
eitt til annarra, sem maður getur
borgað fullu verði.“ íslendingseðlið
hefur ekki breyst í þau ellefu hundr-
uð ár, sem ber á milli Steinunnar
hinnar gömlu og Júlíusar skóara.
Bæði skilja þau, að frjáls viðskipti
einstaklinganna fela í sér gagn-
kvæma viðurkenningu á mönnum
sem veitendum ekki síður en þiggj-
endum. í þessu stutta erindi hyggst
ég leggja út af hugsun þessara
tveggja fijálslyndu íslendinga og
reyna að leiða rök að því, að stefna
frjálsra viðskipta sé hin eina sanna
mannúðarstefna, því að hún feli f
sér virðingu fyrir einstaklingunum
og auðveldi þeim að uppgötva
hæfileika sína og neyta þeirra. Ég
ætla með þessu að reyna að hrekja
kenningu, sem nokkrir verkalýðs-
forsprakkar hafa nýlega komið
orðum að á mannamótum, en hún
er, að þessi stefna sé ómannúðleg,
köld og hörð peningahyggja.
Valdboð ómannúðlegra
en frelsi
Stefna okkar frjálshyggjumanna
er f fæstum orðum, að ríkisvald
beri að takmarka eins og auðið sé,
svo að einstaklingar geti gert út
um sem flest mál sín í ftjálsum
viðskiptum og samningum. Hvemig
í ósköpunum getur sú stefna verið
ómannúðleg? Þeir, sem halda slíku
fram, hljóta að hafa gleymt því að
mestu grimmdarverk mannkyns-
sögunnar hafa verið unnin af valds-
mönnum og þjónum þeirra. Hefur
valdið ekki verið notað miklu
ómannúðlegar en frelsið? Franskir
embættismenn féllu á vígvöllum
Norðurálfu, til þess að Napóleon
Bónaparte fengi metnaði sínum
fullnægt. Gyðingar voru reknir inn
í gasklefana samkvæmt skipun
Adolfs Hitlers, helsta ráðamanns
þriðja ríkisins. Og líklega hefur lífíð
verið murkað úr á að giska tuttugu
milljónum manna, vegna þess að
Stalín þurfti að neyða samyrkjubú-
skap upp á rússneska bændur! Ef
frelsi frjálshyggjumanna er ekkert
annað en skeytingarleysi um ná-
ungann, eins og sumir segja, þá
munu margir satt að segja fremur
biðja um slíkt skeytingarleysi held-
ur en allt það, sem ríkið hefur gert
fólki.
Má þó ekki eins nota vald til góðs
og ills? Og getum við borið vestræn
lýðræðisríki saman við alræðisríki
Hitlers og Stalíns? Ég held, að
valdsmönnum í vestrænum lýðræð-
isríkjum gangi mörgum gott eitt
til, þegar þeir beita valdi til eflingar
mannúð. En ég er hins vegar ekki
Viss um, að þeir skilji alltaf þann
mikla mun á lifandi fólki og dauðum
hlutum, að lifandi fólk bregst við
kostnaði af verkum sínum. Ef
kostnaður hækkar af einhverju
verki, minnkar tilhneiging fólks til
þess að vinna það. Ef kostnaður
lækkar hins vegar, eykst tilhneiging
þess til að vinna verkið. Borgaramir
eru ekki alltaf eins meðfærilegir og
stjómarherramir halda. Ráðagerðir
valdsmanna snúast þess vegna
stundum í höndunum á þeim og
hafa þveröfugar afleiðingar við það,
sem þeim var ætlað. Adam gam'i
Smith orðaði þetta svo fyrir tvö
hundmð árum, að stjómlyndir
menn reyndu að hreyfa fólk til eins
og peð á taflborði. Hann benti á
það, að hönd skákmannsins gæti
að vísu stjómað hreyfíngu tafl-
manna á skákborði, en bætti því
við að hver einstakur maður á hinu
mikla skákborði mannlífsins hreyfði
sig sjálfur og síður en svo alltaf
eins og valdsmenn ætluðu honum.
Ég skal hér nefna lítið dæmi um
það, hvemig fólk bregst við, þegar
kostnaði af verkum þess er breytt
með valdboði til eflingar mannúð,
og sæki ég það til dr. Vilhjálms
Egilssonar hagfræðings. Það er af
verkamannabústöðum. Til þess að
fá íbúð í verkamannabústöðum þarf
fólk að hafa lægri tekjur en nemur
tiltekinni upphæð. Þetta felur auð-
vitað í sér, að það borgar sig fyrir
suma að lækka tekjur sfnar með
því að minnka við sig vinnu (eða
flytja hana niður í „neðanjarðarhag-
kerfíð). Það, sem þeir {&, aðgangur
að ódýrum íbúðum með viðráðan-
legum greiðslukjörum, er meira en
hitt sem þeir tapa, tekjumar, sem
þeir hefðu ella aflað sér.
Stuðningsmönnum verkamanna-
bústaða gengur auðvitað gott eitt
til eins og öðrum þeim, sem reyna
að breyta gangi lffsins með ríkisaf-
skiptum. Þeir eru að reyna að lið-
sinna tekjulágu fólki. En þeir hugsa
því miður ekki út í það, að með
þessum afskiptum auðvelda þeir
fólki að hafa lágar tekjur, en tor-
velda því að hækka tekjur sfnar.
Læsa þessir góðgjömu menn fólk
ekki inni í láglaunagildru með af-
skiptum sínum? Er ekki skynsam-
legra að reyna að auðvelda fólki
að komast út úr fátækt en að
auðvelda þvf að sitja föstu í fátækt?
Ummæli Sigurðar
Nordals og Alexis
de Tocquevilles
Röggsamleg beiting rfkisvalds er
síður en svo allra meina bót, hvað
sem ætlun valdsmanna líður, enda
er valdið klunnaiegt tæki og ómeð-
færilegt, því að fólk er ekki eins
og peð á taflborði, heldur hefur
hver maður sitt eigið hrejrfílögmál,
eins og Adam gamli Smith minnti
okkur á. Þeir, sem með valdið fara
inni á skrifstofum, geta aldrei aflað
þeirrar þekkingar og kunnáttu, sem
dreifíst á alla einstalingana úti f
þjóðlífínu. Þeir geta ekki heldur séð
fyrir allar afleiðingar verka sinna.
Flestir hugsandi menn hljóta þess
vegna að taka undir með Sigurði
Nordal prófessor: „Ef fólki er inn-
rætt, að ríkið eigi að leysa og geti
leyst ÖII þess vandamál, fer það að
lokum að kenna ríkinu um öll sfn
mein. Hvort tveggja er vitanlega
jafnfíarstætt. Það verður bæði að
grafa dýpra, skyggnast víðar og
seilast hærra en ríkisvaldið getur
nokkum tfma náð til þess að fínna
brýnustu þarfimar, mestu verð-
mætin, alls konar böl og bölvabæt-
ur“.
Sigurður Nordal lét þessi orð
falla í umræðum um hið norræna
velferðarríki árið 1957. Ég get síð-
an ekki stillt mig um að vitna til
hins vitra franska heimspekings
Alexis de Tocquevilles, sem sá það
fyrir á nítjándu öld ekki síður en
Steinunn hin gamla á landnámsöld,
hversu hættulegt slíkt velferðarríki
gæti orðið sjálfstæði fólks: „Ég er
að reyna að sjá, hvaða mynd harð-
stjóm getur tekið á sig. Það, sem
ég kem fyrst auga á, er múgurinn,
óteljandi menn, allir jafnir og líkir
hverjir öðrum, allir að keppast við
að afla þeirra lítilmótlegu og lág-
kúrulegu gæða, sem þeir fylla líf
sitt með...
Fyrir ofan þennan skara rís síðan
óskaplegt og ægilegt vald, sem
tekur það að sér að fullnægja þörf-
um hans og bera ábyrgð á örlögum
hans. Þetta vald er altækt, smá-
munasamt, reglubundið, forsjált og
milt. Því mætti líkja við foreldra-
valdið, hefði það þann tilgang að
búa menn undir ftillorðinsárin, en
það hefur annan tilgang og ólíkan:
að koma í veg fyrir að þeir fullorðn-
ist. Það hefur ekkert á móti því,
að menn gleðjist, að því tilskildu
að þeir hugsi ekki um annað á
meðan. Þetta vald vinnur fúslega
að slíkri hamingju, en það heimtar
að fá eitt að skammta hana og
skipuleggja. Það vemdar menn,
áætlar þarfír þeirra og sinnir þeim,
auðveldar þeim að láta sér líða vel,
ræður helstu áhugamálum þeirra,
stjómar framleiðslu, úthlutar eign-
um og skiptir með þeim arfí. Hvað
er eftir annað en að taka af þeim
ómakið við að hugsa og lifa?“ Ég
skal játa, að mér verður stundum
hugsað til þessara orða Tocquevil-
les, þegar ég lít í austur til granna
okkar, Svía.
Frjáls viðskipti auka
velmegun og með
þvi mannúð
Efasemdir um ríkisvald þurfa þó
ekki að vera röksemdir fyrir frelsi.
Þótt ríkisafskipti hafí oft ómannúð-
legar afleiðingar, getuhi við ekki
sjálfkrafa dregið þá ályktun, að
markaðsviðskipti hafí mannúðlegar
afleiðingar. Ég hyggst því ræða hér
um nokkrar sjálfstæðar röksemdir
fyrir því, að markaðsviðskipti hafi
mannúðlegar afleiðingar, hvort sem
nenn ætli sér það eða ekki. Fyrst
er það auðvitað, að f skipulagi
frjálsra viðskipta bannar enginn
mönnum að sýna öðmm mönnum
miskunnsemi og veita þeim líkn.
Mér fínnast þeir, sem krefjast rót-
tækra ríkisafskipta til eflingar
mannúð, satt að segja stundum
ekki gera ráð fyrir því, að menn
geti unnið góðverk ótilkvaddir og á
eigin kostnað. En gleyma þeir ekki
fjölskyldunni, mikilvirkasta trygg-
ingarfélagi mannkjmssögunnar,
kirkjunni ogóteljandi áhugamanna-
samtökum? Einblína þeir svo á rík-
ið, að þeir sjá ekki frjáls samtök
einstaklinganna, sem ljrft geta
grettistaki? Og ég er hræddur um
að víðtæk ríkisafskipti af mannúð-
armálum hafí ekki aukið áhuga
fólks á að láta að sér kveða. Menn
líta margir því miður svo á, að þessi
mál komi þeim ekki við. Rfkið eigi
að sinna þeim.
Meginröksemdin fyrir því, að
markaðsviðskipti hafí mannúðlegar
afleiðingar, er þó sú, að þau leiða
til aukinnar velmegunar og minnka
þannig það mannanna böl, sem
stafar af fátækt. Markaðsviðskipti
eru nauðsynleg, til þess að við
getum komið við verkaskiptingu og
einbeitt okkur að því, sem við getum
betur en aðrir, og lejrft öðrum að
leggja sig fram við það, sem þeir
geta betur en við. í viðskiptum
færast lffsgæðin á milli einstaklinga
eftir ftjálsu vali þeirra og til þess
að fullnægja betur þörfum þeirra.
Ef menn fá að eiga eitthvað sjálfír,
þá verður það þeim hvatning til
þess að rækta það, breyta því og
bæta, svo að þeir geti að lokum
selt það á sem hæstu verði. í skipu-