Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 2

Morgunblaðið - 06.04.1986, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 u.'cía rZ’.Vií.i Alnæmisveiran er skyldust visnuveirunni af öllum veirum Viðtal við Haiidór Þormar, prófessor í frumulíffræði irið HÍ hans vestan hafs þessu viðfangs- efni? „Þegar veiran var fundin var hægt með blóðprófun að fylgjast með útbreiðslu hennar og þannig útrýma þessum sauðfjársjúkdóm- um. En Bjöm hafði í huga hægfara sjúkdóma í fólki og fann líkingu með visnu í sauðfé og sjúkdóminum heila- og mænusigg í fólki. Um það leyti sem hann féll frá hafði hann á prjónunum miklu meiri rannsóknir á MS í framhaldi af tilgátu sinni. Starfí hans var síðan haldið áfram á Keldum." Visnuveiran skyld alnæmisveirunni Rannsóknastofnunin í New York sem Halldór Þormar réðst til starfa hjá var tengd læknadeild rík- isháskólans í NY. Þetta er rann- sóknastofnun fyrir gmndvallar- rannsóknir á sjúkdómum sem hefta þroska og þá einkum sjúkdómum í miðtaugakerfi. „Viðfangsefnin eru þama margvísleg," útskýrir hann. „Eitt þeirra er rannsóknir á veirum sem sýkja fóstur um meðgöngutím- ann. Slíkar veimr valda vangefni og vansköpun. Mitt starf var eink- um fólgið í rannsóknum á hæg- gengum veirum eftir að ég kom þangað. I fyrstu vomm við með visnurannsóknir. Markverðasti árangurinn sem við náðum var að finna svokallaðar „reverse trans- criptase". Þetta ensím fannst fyrst í krabbameinsveimm og var álitið að það ætti sök á krabbameins- myndun. Við sýndum fram á að visnuveira sem ekki veldur krabba- meini heldur fmmudauða hefur það líka. Þær veimr sem hafa þetta ensím em allar skyldar og em nú kallaðar retróveimr. Sú nýjasta og frægasta er alnæmisveiran (AIDS- veiran).“ Halldór segir að rannsóknir á visnuveimnni hafi á tímabili legið niðri á rannsóknastofnuninni í New York, en eftir að alnæmisveiran fannst vom þær aftur teknar þar upp. Og hann bætir við: „Það em nú ekki nema tvö ár síðan alnæmi- sveiran fannst og eitt ár síðan sýnt var fram á skyldleika hennar og visnuveimnnar. En visnuveiran er skyldust alnæmisveimnni af öllum veimm." Við spyijum nánar um viðfangs- efni Halldórs í New York undan- farin 18 ár. „Aðalviðfangsefnin hafa verið visnuveiran, hæggengur heilasjúk- dómur í bömum sem orsakast af mislingaveim og riða í sauðfé. I Bandaríkjunum fara fram miklar rannsóknir á riðu, en ég vann aldrei beint við rannsóknir á henni. Þetta er ákaflega áhugaverður sjúkdómur vegna þess að sýkillinn virðist svo afbrigðilegur frá öllum þekktum sýklum. Sumir halda að þessi sýkill sameiginlegt að hafa fengið misl- inga mjög ung, oftast innan við tveggja ára aldur og að minnsta kosti 4 ámm áður en þau fá ein- kenni um SSPE. Þá er spurningin hvers vegna veiran eyðist ekki úr líkamanum eins og venjulega gerist þegar sjúklingi batnar eftir misl- inga, heldur tekur sér bólfestu í miðtaugakerfi og veldur þar hæg- gengri sýkingu. Athuganir okkar beindust að því að rannsaka þetta lífefnafræði- lega. Skoða hvaða munur er á veir- um sem einangraðar em úr heilum barna með þennan sjúkdóm og venjulegum mislingaveimm. Það er mikilvægt að fínna lausn á vanda þessara tilteknu sjúklinga, þótt þeir séu fáir, en einnig að fá svar við því hvers vegna veiran hegðar sér svona. Það er hugsanlegt að veirur hagi sér á sama hátt í öðrum hæggengum sjúkdómum, sem ekki em eins vel þekktir. Við höfum Halldór Þormar er kominn heim eftir 18 ára útivist og myndin er tekin af honum í hríðarveðri í miðbænum. rannsókmrsmar. sé gerður eingöngu af hvítum (pró- teinum) og væri þá um algerlega nýja gerð af sýklum að ræða. Ákveðnir hrömunarsjúkdómar í mönnum orsakast af skyldum sýkl- um. Riðan er landlæg hér í sauðfé, eins og kunnugt er, og var hér áður en visna og mæði bámst til landsins með innfluttu fé.“ Veira sem fer í felur Okkur leikur hugur á að heyra meira um mislingaveimna, sem Halldór hefur verið að rannsaka og hann útskýrin „Við höfum verið að reyna að finna hvað veldur því að mislingaveiran, sem oftast orsakar bráðan sjúkdóm, er hæggeng í sumum tilfellum. Til er sjaldgæfur sjúkdómur, SSPE (Subacute Scler- osing Panencephalitis), sem er hægfara heilasýking í börnum. Hann kemur venjulega í ljós þegar bamið er á aldrinum 6—7 ára, en getur sagt til sín á aldursskeiðinu 3ja til 15 ára. SSPE byijar venju- lega með því að baminu fer að ganga illa í skóla, síðan koma sál- fræðilegar tmflanir og taugaein- kenni af ýmsu tagi. Að lokum lamast það eða missir meðvitund. Sjúkdómurinn er ólæknandi og leið- ir til dauða, venjulega eftir 1—2 ár. Þegar ég kom til Bandaríkjanna var nýbúið að sýna fram á að þessi sjúk- dómur orsakast af mislingaveiru. Bömin sem fá hann eiga það flest Halldór Þormar tók á sl. vori við starfi pró- fessors í frumulíf- fræði við Háskóía íslands og kennir einnig líffræðinemum veimfræði. Hann er því kominn heim eftir 18 ára útivist. Halldór á að baki langan rannsóknaferil. Byijaði á Tilrauna- stöðinni á Keldum 1957 þar sem Bjöm Sigurðsson var að rannsaka visnu í kindum og gera sínar merku uppgötvanir um hæggengar veimr. En doktorsritgerð Halldórs var einmitt um hæggengu visnu- og mæðiveikiveimmar. Rannsóknir á hægfara veirum hafa fylgt honum síðan ásamt öðm, siðustu 18 árin á Institute for Basic Research in Developmental Disabilities, sem er stofnun fyrir rannsóknir á vangefni í New York. Þar var hann forstöðu- maður veimdeildarinnar. Þessar hæggengu veimr em heldur betur komnar aftur í sviðsljósið, eftir að í ljós er komið að visnu- og mæði- veirumar em skyldar veimnni sem veldur alnæmi (AIDS) í mönnum, sem allra augu einblína nú á. Um þetta og aðrar rannsóknir, sem Halldór hefur verið viðriðinn, var hann spurður er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann. Það hlýtur að hafa verið mjög spennandi fyrir ungan líffræðing að koma beint úr líffræðinámi í Kaupmannahöfn í Tilraunastöðina í meinafræði á Keldum á árinu 1957 og fá það verkefni að reyna að rækta í frumugróðri visnuveir- una, sem enginn hafði þá séð. Bjöm Sigurðsson læknir var þá búinn að sýkja kindur með visnu og sýna fram á að það er smitsjúkdómur og Bjöm fékk Halldóri Þormar þetta verkefni. „Það var Bjöm Sigurðsson sem kom fyrstur fram með kenninguna um nýja tegund smitsjúkdóma, sem taka mjög langan tíma í að búa um sig í hýslinum og sem hann nefndi hæggenga. Hann byggði kenning- una á rannsóknum á visnu og riðu- veiki í sauðfé," segir Halldór þegar hann er spurður um þetta. „Þetta vakti mikla athygli og menn byij- uðu að vinna eftir þessari kenningu. Meðal annars með hliðsjón af sjúk- dómum í mönnum, svo sem heila- og mænusiggi eða MS og fleiru. Seinna sýndi Bandaríkjamaðurinn Gajducek fram á að sjúkdómar í fólki geta orsakast af svona hæg- fara veirum. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun og ég er ekki í neinum vafa um að Bjöm Sigurðs- son hefði hlotið þau líka hefði hann lifað, en hann var þá látinn fyrir mörgum árum. Bjöm hefur raunar ávallt fengið viðurkenningu fyrir sitt framlag. Alltaf er vitnað í hann þar sem um þessi mál er fjallað og honum réttilega gefinn heiðurinn af því að vera upphafsmaðurinn. Það var vissulega fengur í því að fá tækifæri til að vinna með hon- um.“ „Hvemig tókst til við þetta við- fangsefni, að rækta visnuveiruna? „Það tókst. Og árið eftir var mæðiveiran líka ræktuð í fmmu- gróðri á sama hátt. Mitt viðfangs- efni á Keldum var visnuveiran og mæðiveiran og samanburður á þeim. Þær reyndust vera náskyldar eða sama veiran. Einn hluti rann- sóknanna var að skoða þær í raf- eindasjá. Þetta var mjög spennandi, þar sem þama var ný tegund af veirum, hæggengar veimr, og alger nýjung að fást við þær. Doktorsrit- gerð mín var byggð á rannsóknum á þessum tveimur veirum." Halldór vann við þetta á Keldum fram til 1967, er hann fluttist til Bandaríkjanna. En hann hafði þó verið víðar við störf á þessu tíma- bili, m.a. í Kaupmannahöfn og eitt ár í Venesúela við að rannsaka ákveðnar arboveimr sem berast með skordýmm og em mikið vanda- mál þar um slóðir. „Mér bauðst þetta tækifæri og tók því. En hæggengu veirumar vom mitt aðalverkefni, bæði á Keldum og í Bandaríkjunum," útskýrir Halldór. En hvernig stóðu málin þegar hann fór og hvemig tengdust rannsóknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.