Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 19
Vatnajökuls og snjóbrýmar sem jafnan eru alltaf á sömu stöðunum og þetta stóð allt saman eins og stafur í bók. Kunnum við þeim Völundi Jóhannessyni og Siguijóni Hannessyni á Egilsstöðum bestu þakkir fyrir hjálpina. SH: „Nú svo kom töfin á Egils- stöðum sér einnig vel fýrir þær sakir, að í ijós kom að Bjöm hafði brotið aftaníþotuna hjá sér og gafst þama tækifæri til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir. Skíðabúnaður var endumýjaður og styrktur mjög á öðmm þotum. SP: „Annars er kannski kominn tími til að ræða nánar þetta tæki sem komið hefur þegar mikið við sögu og á eftir að bæta verulega um betur, lóran-C- tækið. Þetta er ekki stærra apparat en lítill kassi og þegar maður matar það með nákvæmri staðarákvörðun einhvers ákvörðunarstaðar, þá vísar það beina línu og leiðréttir ef út af henni er farið. Þetta er stórkostleg tækni og rosalegt öryggi. Við hefðum lík- lega lent í ófýrirsjáanlegum vand- ræðum fyrir norðan Vatnajökul ef við hefðum ekki haft svona tæki í fómm okkar. Svo er haldið áfram SÞH: „Já, það tók upp mikinn snjó í grennd við Egilsstaði í rign- ingunni, þannig að við þurftum að fá bíl til að flytja sleðana allar götur upp í Skriðdal, en svo tókum við upp þráðinn á ný við fjallveginn upp á Oxi á Breiðdalsheiði, en þar komu til móts við okkur véisleðamenn frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði með Bjama Björnsson frá Ljósalandi í Fáskrúðsfirði í broddi fylkingar en hann á sjálfur skála við fjallið Hombrynju. Kölluðum við skálann Bjamarhýðið. Þaðan var haldið í fýlgd AustQarðamanna í suðvestur til Geldingafells og þaðan á Goða- hnúka í norðaustuijaðri Vatnajök- uls og upp á einn þeirra, en þar er skáli sem Jöklarannsóknarfélag Is- lands á. Allt lék í lyndi, veður var stórgott, en það var lognið á undan storminum ef svo mætti að orði komast, því er við héldum áfram yfir Eyjabakkajökul, til norðvest- urs, skall á okkur suðvestan streng- ur ofan úr jökli með miklu dimm- viðri og skafrenningi. Skyggni fór niður í 3—4 metra, þannig að við sáum ekki vel til næsta sleða. Þá var þetta í fyrsta skipti í ferðinni sem við lentum í því sem Banda- ríkjamenn kalla „whiteput". Þannig er, að allt er hvítt, allt í kring um mann, maður sér engar misfellur og gerir sér ekki grein fyrir halla landsins. Þess em dæmi er menn hafi allt í einu gert sér grein fyrir því að sleðinn hjá þeim hefur alls ekki verið á ferð þó þeir hafi álitið að svo væri, rétt eins og þegar flugvél flýgur inn í skýjaþykkni á réttum kili en kemur út úr því á hvolfi án þess að flugmennirnir hafi orðið nokkurs varir." Sp: „En svo slotaði veðrinu og við fengum sæmilegt veður til myrkurs. Þess má geta, að Aust- fírðingar fylgdu okkur upp á Goð- hnúka og vestur á Jökulsá á Brú en snem þar við. Þeir lentu í óveðr- inu og vom veðurtepptir í „Bjamar- hýðinu" í tvo sólarhringa. Við héld- um okkar striki, héldum yfír Kring- ilsárrana og á Grágæsardal, fómm m.a. yfir Jökulsá á Brú. Fómm síð- an yfír Klerka en þar festist einn sleðinn og í Hvannalindum vom lindirnar allar opnar og því vand- farið þar um. Þetta gekk seinlega, myrkur var að skelia á þegar við vomm að koma í Kverkfjallaranann og áður hafði komið í Ijós að aftaní- þotan hafði losnað aftan úr einum sleðanum án þess að ekillinn hefði orðið þess var. Síðan fetuðum við okkur leiðina í Sigurðarskála eftir stikum þar sem þær sáust. Það var því alveg sérstök opinbemn að sjá skálann allt í einu í ljósgeislunum eftir nokkra leit. Nafni minn Hann- esson festi sleðann sinn í krapa þarna skammt frá og var það heldur ónotalegt fyrir hann því hann blotn- aði nokkuð í fætuma, en allt fór vel og nóttin var notaleg." tyrir suo íbÚð'T. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Siguijón P. á „siglingu" frá Nýjadal til Sigöldu. Gylfi skríður inn í tjaldið á Dyngjuhálsi og hvetur menn til að hrista af sér slenið og bijótast til Gæsavatna. Versnandi veður og vandræði SH: „Morguninn eftir var veðrið ekki sérstaklega aðlaðandi og horf- umar ekki góðar, en við lögðum af stað, enda vel búin. 10—15 kfló- metmm niður með Jökulsá á Fjöll- um, frá skálanum, fómm við yfír ána á glæm. Fara vetður með varúð við jökulsámar. Á ís láta sleðamir ekki vel að stjóm. Áfram var haldið og í Urðarhálsi töfðumst við í klukkustund vegna viðgerða, þar eð það brotnaði skíði hjá mér. Þessi töf varð til þess að við lentum í óveðri, við höfðum ekki ekið nema í svo sem korter eftir viðgerðina er veðrið skall á. Það byijaði með ofankomubyl og skaf- renningi og fljótt varð veðrið svo glómlaust, að við ákváðum að doka við og sjá hvort ekki úr rættist. Var slegið upp tjöldum í slagveðrinu og við komum okkur fyrir inni í þeim og reyndum að láta fara sem best um okkur. Spiluðu sumir, en aðrir dottuðu. SP: „Eftir um 3 klukkustundir fór snjókoman að breytast í slyddu og skyggnið batnaði því ögn. í Gæsavötnum er læstur skáli, en er hér var komið sögu lét einn úr okkar hópi þau orð falla að við skyldum hrista af okkur slenið og bijótast niður í Gæsavötn og koma okkur inn í skálann þó við þyrftum að bijóta hurðina með ísexi. Ferðinni var hins vegar heitið til Nýjadals. Við lögðum því af stað og innan tíðar var úrkoman orðin að hauga- rigningu og við vomm farin að blotna mikið, í blotanum var farið að hlaðast krap undir skíði sleðanna og færið var orðið ójafnara og erfið- ara. Eftir að hafa verið á ferð í 2—3 tíma fundum við fyrir mosa undir okkur og þá hrópaði Eggert: „Það er mosi undir, við emm að koma í Vötnin." Þetta var rétt og loks sáum við skálann birtast skyndilega í einum Ijósgeislanum. En hann hvarf úr honum strax og það lýsir kannski ástandinu hjá okkur, að ég hugsaði næstum upphátt: „Ekki týna hon- um.“ Svo birtist hann aftur og enn tókum við gleði okkar og það er fátt betra í svona ferðum en að sjá allt í einu áfangastaðinn og vita að hvíldin er á næstu grösum. Gleði okkar breyttist þó er við komum að skálanum, rúða brotin og risa- skafl inni á gólfí, eldhúsið hálffullt. Bót í máli var að kojumar vom þurrar og réðumst við því í að þurrka í kring um okkur, en Gylfi fór að huga að kyndingu og eldavél eins og ævinlega í ferðinni. Fékk hann af því nafnið „kyndarinn". Loks komum við okkur fyrir og þama máttum við hírast tepptir í 3 nætur meðan úti geisaði hamslaust óveður. Eina nóttina var gaura- gangurinn í veðrinu slíkur, að ég vaknaði upp og hugsaði heldur óhugnanlega: „Ef skálinn fykur, hvar stöndum við þá,“ en auðvitað kom ekki til þess.“ Lokasprettur SH: „Loks þegar rofaði til fómm við á stjá og tygjuðum okkur til brottfarar. Fengum við ágætt veður og færi yfir Rjúpnabrekkukvísl, en niðri í Nýjadal lentum við aftur í „whiteout" og slæmu veðri. Hér var bflasíminn hins vegar farinn að virka og því var hringt í veðurstof- una og spáin var sú að það ætti að létta til, en þykkna svo fljótlega upp á nýjan leik. Um þetta leyti vom lægðimar í biðröð úti fyrir ströndum landsins þannig að það var um að gera að nota góða veðrið sem væntanlega var til þess að komast niður á Sigöldu. Það tókst, en það var farið að hvessa aftur er þangað kom. Ferðinni var lokið þó eftir væri að aka til Reykjavíkur. Aftaníþotumar gáfu sig nú endan- lega og sjálf vomm við lúnari en við gerðum okkur grein fyrir. „Alls lögðum við um 100 kílómetra að baki og ferðin hafði farið tvo daga fram útáætlun." Dróguð þið einhvem lærdóm af svona löngu úthaldi? SP: „Víst gerðum við það, t.d. fengum við staðfestingu á því að sleðamir þola svona ferðalag. Einn- ig fékkst sú vitneskja, að huga verður betur að aftaníþotunum, því þær biluðu mikið hjá okkur og þoldu illa hið mikla álag. Þá er ljóst að í svona ferð ætti helst að hafa 1—2 „long track“-sleða, en af fímm sleðum sem við vomm á, vom tveir af þeirri tegund. Gildi lóran-C og Gufunesradíó var undirstrikað. Staðfest var gildi samvinnu vél- sleðamanna í hinum ýmsu lands- hlutum og staðfest var gildi sam- stillts hóps, en óhætt er að segja að aldrei hafí komið upp misklíð í allri ferðinni. Fleira mætti ömgg- lega tína til. En á að endurtaka ævintýrið eða upplifa annað svipað? SP og SÞH (hvor í kapp við annan): „Alveg vafalaust og við vekjum athygli á því að vertíðin er ekki búin, á döfínni er landsmót vélsleðamanna og verður það haldið að þessu sinni í Kerlingarfjöllum 12. til 13. apríl. - KfZ- Ljósmyndir Siguijón Hannes- son og Gylfi Siguijónsson (Bauknecht ísskápur, hellur, vaskur og skápur fyrir 25.208 (stgr.) W SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879(0-681266 Snowcem aftur á íslandi Byggingamarkaðurinn hefur tek- ið umboð fyrir SnQWCem og býður þér nú að sérpanta á húsið þitt. Við viljum vekja athygli þína á að: snowcem sem þú ætlar að mála með í júní þarft þú að panta fyrir 10. apríl. snowcem sem þú ætlar að mála með í júlí þarft þú að panta fyrir 10. maí. snowcem sem þú ætlar að mála með í ágúst þarft þú að panta fyrir 10. júní. nKö MARKAÐURINN £uk Mýrargötu2, sími622422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.