Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 , ‘?us-AUt;uv;ua mt’AAnrítJonrm- Vísindii Sverrir Ólafsson Erum við einbúar í alheimi? Sú hugmynd að líf ið sé ekki bundið við jörðina eina, heidur hljóti ýmissa hluta vegna að hafa þróast líf á fleiri stöðum innan og jafnvel utan vetrarbrautarinnar, er ekki ný af nálinni. Rökin fyrir þessari skoðun eru margskonar, en algeng eru eftirfarandi. Með tilliti til hins gífurlega fjölda stjarna í vetrarbrautinni (u.þ.b. hundrað þúsund milljón stjörnur) er afar sennilegt að margar haf i eigin reikistjörnur sem búa yfir svipuðum eiginleikum og jörðin og því hafi þróast á sumum þeirra líf eða jafnvel tæknivædd samfélög. Formælendur þessarar skoðunar nefna að ekkert sérstakt einkenni stöðu jarðarinnar í aiheiminum og því sé alrangt að gera ráð fyrir því að á henni einni hafi myndast líf og þróast til mikillar fullkomnunar. Sérstaðajarðarinnar Rúmfræðilega séð hefur jörðin fyrir löngu tapað þeirri sérstöðu sem henni var veitt af spekingum fomaldar og kirkjunnar mönnum á miðöldum. Kopernikus var einna fyrstur til að raska heimsmynd kirkjunnar, sem hugsaði sér jörðina í miðpunkti alheimsins, en síðan hafi framfarir á sviði stjarn- og alheimsfræði gert minna og minna úr miðsvæðisvitund okkar fyrir hönd jarðar vorar og sólkerfís. Er ekki sú skoðun að tilvistarsvæði okkar búi eitt yfír lífi í alheiminum, sem þróast hefur til vitrænna vera og tæknivæddrar menningararf- leifð þeirrar hugmyndar að jörðin hafí algera sérstöðu í alheiminum? Margir fræðimenn líta svo á og leiða að því ýmis mismunandi sannfær- andi rök. Er lífið tilviljun eða nauðsyn? Áður en hægt verður að svara þessari spumingu af nokkurri skyn- semi er mikilvægt að þekkja vel þá ferla sem leiddu til myndunar lífsins á jörðinni. Afgerandi í þessu sam- bandi er svar við eftirfarandi grund- vallarspumingu: Var tilkoma lífsins eðlileg þ.e. mjög líkleg eða jafnvel nauðsynleg afleiðing þeirra efnis- og eðlisfræðilegu ferla sem átt hafa sér stað í ármilljóna sögu jarðarinn- ar, eða er tilkoma lífsins óumræði- lega ólíklegur ferill sem þó átti sér stað? Ef síðari möguleikinn er réttur er sennilegt að lífið á jörðinni sé einstakt fyrirbæri. Reynist hinsveg- ar fyrri möguleikinn réttur er eðli- legt að gera ráð fyrir fjöltilvist lífs í alheiminum. Spumingu þessari hefur enn sem komið er ekki verið svarað. Hefðbundnar skoðanir Fræðimenn hafa lengi vel talið það einkennandi fyrir eigind efnis- ins að þróast til sífellt meiri óreiðu. Afstaða þessi byggist þó á of þröngri túlkun annars lögmáls varmafræðinnar sem gildir einungis fyrir sk. jafnvægisferla lokaðra kerfa, þ.e. kerfa sem standa ekki í víxlverkun við umhverfí sitt, en einungis þau hafa sterka tilhneig- ingu til að þróast til stöðugt meiri óreiðu. Rétt er að hafa í huga að umsögn lögmálsins er tölfræðilegs eðlis. Ekkert lögmál eðlisfræðinnar úti- lokar til dæmis að orkumikil mólek- úl í hitabrúsa hitti þannig saman að skyndilega verði til ísmoli. Þó augljóst sé að líkumar á slíku em vægast sagt hverfandi. Það var lengi útbreidd skoðun að tilkoma lífsins væri ámóta ólíklegt atvik og myndun ísmolans í hitaflöskunni. Líkumar em hverfandi, en þó fyrir Hvar er mannskapurinn? Myndin er af árfarvegi í yfirborði Mars og sýnir að einhvern tíma hefur vatn, móðir alls lífs (a.m.k. á jörðinni) verið fyrir hendi á reikistjömunni. hendi. Ef afstaða þessi er rétt, þá eigum við tilvist okkar einstakri tilviljun að þakka. Nýjar hugmyndir Á undanfömum ámm hafa nokkrir fræðimenn s.s. Eigen og Haken í Vestur-Þýskalandi og Pri- gogine í Belgíu leitt að því rök að undir ákveðnum, óstöðugum kring- umstæðum hafí efnið tilhneigingu til_ að skipuleggja sjálft sig og mynda mismunandi flókin rúm- munstur og strúktura, sem heyra til forsendna og einkenna lífsins. Hvort þessir eiginleikar efnisins nægja til myndunar flókinna, sjálf- stæðra efniseininga, sem viðhalda uppbyggingu sinni í víxlverkun við umhverfí sitt og búa yfir öðmm einkennandi eigindum lífsins, s.s. möguleikanum til endurnýjunar sjálfs sín, er enn sem komið er ekki vitað. Þrátt fyrir margvíslega óvissu em margir fræðimenn í dag þeirrar skoðunar að tilkoma lífsins sé ekki einstakt, óendanlega ólíklegt atvik, heldur afleiðing flókinna ferla sem fullkomlega samræmast lögmálum eðlis- og efnavísinda. Það er vissu- lega langt í það að okkur takist að skilja fullkomlega hvert skref þess- arar þróunar, en niðurstöður síðast- liðinna ára gefa okkur fulla ástæðu til að trúa því að slík þekking sé í sýn. Þó tilkoma lífsins sé eðlileg, eða jafnvel nauðsynleg afleiðing rauneigindar efnisins, er enn ekki ljóst undir hvers konar kringum- stæðum efnið getur þróast til lífs. Það eina sem við vitum nokkuð um em þær kringumstæður sem leiddu til þróunar lífsins á jörðinni. Lofthjúpur Satúmusar saman- stendur nær eingöngu af frum- efnunum vetni og helíum. Lik- lega hefur hann að geyma lifræn efnasambönd, en ólíklegt er þó að þar hafi myndast lif. Stjömuþyrpingin M 13. Skeytin sem send voru með Arecibo munu ná til hennar eftir 30000 ir! Er einhver þar sem mun svara okkur? um niðurstöður jöfnunnar, sem em frá einum og allt upp í eina milljón. Hagnýt not af jöfnunni em því lítil sem engin. Sem stendur em því beinar athuganir eini möguleiki okkar til að fá úr því skorið hvort við emm einbúar í vetrarbrautinni eða ekki. Trúin á altilvist lífsins Margir vísindamenn hafa látið í ljós sannfæringu sína á því að líf og jafnvel þróuð samfélög séu fyrir hendi víða í vetrarbrautinni. Þekkt- astir þessara em Bandaríkjamenn- imir Franke Drake og Carl Sagan. Drake hefur sett saman jöfnu sem hann telur að áætli fjölda „menn- ingar- og fjarskiptasamfélaga“ í vetrarbrautinni, þ.e. fjölda þeirra samfélaga sem búa yfír getu og vilja til að leita eftir samskiptum við önnur samfélög. Flestir em sammála um að jafna Drakes sé rétt hugsuð, en hún kemur að litlum notum þar sem hún inniheldur marga óvissuþætti. Til þess að geta beitt jöfnunni þurfum við m.a. að þekkja eftirfarandi stærðir, „fíölda þeirra stjama í vetrarbrautinni sem búa yfír eigin reikistjömukerfi", „§ölda þeirra reikistjama innan slíks kerfis sem búa yfír umhverfi sem dugar til þróunar lífs“ eða „íjölda þeirra stjama þar sem líf verður til“. Óvissustærðir jöfnunnar em fleiri og sumar þeirra era jafn- vel enn erfiðari viðfangs en þessar þrjár. Menn em því mjög ósammála I leit að nágrönnum Mögulegt er að beita mismunandi aðferðum til ieitar lífs utan jarðar- innar. Elstar em þær sem byggja á skoðun loftsteina sem lenda á jörðinni. Niðurstöður athugana sem gerðar vom árið 1961 vom mjög hvetjandi, en þá fundust einfmm- ungar innarlega í nokkmm loft- steinum. Seinna kom þó í ljós að hér var um að ræða spor jarðnesks lífs, sem hafði komið sér fyrir í loftsteinunum eftir að þeir lentu á jörðinni. Efnagreiningar sem seinna vora gerðar á efni loftsteina sýndu að sumir höfðu að geyma amínósýr- ur sem óþekktar em á jörðinni. Það er í dag þekkt staðreynd að margar gerðir lífrænna mólekúla koma fyrir í hinum þunnu lofttegundum sem fylla rúmið á milli stjarna vetrar- brautarinnar. Niðurstöður þessar era mjög áhugaverðar. Framfarir á sviði geimtækni hafa aukið möguleika okkar til að þefa uppi spor lífs í geimnum. Góð þekk- ing á tunglinu bendir eindregið til að líf hafi þróast á yfirborði þess. Sömu niðurstöður virðast gilda fyrir Mars og Merkúr. Minna er vitað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.