Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 3
38GI JÍíRA .3 flUOAaUHHUg^IGAJaVítJOflOM MORGUNBLAÐIÐ, SIJNNUDAGUR6. APRIL1986 fundið að veirur, sem ræktast úr heilum SSPE-sjúklinga vantar ákveðna hvítu, sem annast myndun fullkominnar mislingaveiru. Hér er því um ófullkomnar mislingaveirur að ræða. Sennilega er það veirugen, sem sér um myndun þessarar hvítu, óvirkt eða það starfar ekki á réttan hátt. Hvemig það hefur gerst í þessum tilvikum er ekki enn vitað, það veldur því að veiruefni tekur sér bólstað inni í frumunum svo að ónæmiskerfið nær ekki að eyða veirunum. Líkaminn losnar ekki við þær því að veiran fer í felur „neðan- jarðar". Hins vegar breiðist sýking- in mjög hægt um heilann, því að veiruefnin verða líklega að dreifast beint frá einni frumu til annarrar. Þess vegna líður svo langur tími uns sjúkdómseinkenni koma í ljós. Þarna hefur sem sagt orðið breyting á geni sem myndar hvítu er hefur það hlutverk að koma veirunni út úr frumunni. Þegar það vantar þá komast þær ekki út og fara huldu höfði. Nýjungin í þessu er sú að sýnt var fram á að svona hegðun getur orsakað hæggengan sjúkdóm. Vitað var að ófullkomnar veirur eru til, en þær hafa ekki áður verið settar í samband við hæggenga sjúkdóma. Við höfum að undanförnu verið að sýkja tilraunadýr með þessum veir- um. Eru notaðir til þess merðir. Stundum líður ár frá því veirunni er sprautað í þá og þar til þeir sýkj- ast. Sjúkdómurinn hegðar sér svip- að og í börnunum. En markmiðið er að vita hvort hægt sé að finna aðferðir til að spoma við sjúk- dóminum, t.d. með ónæmisaðgerð- um og lyljum. Það hefur ekki tekist ennþá. En þarna er dæmi um hvem- ig veira getur valdið hæggengum sjúkdómi. Varnarkerfíð nær ekki til hennar og því mallar hún hægt og sígandi í líkamanum." Hinn fullkomni sníkill Þá vaknar spurningin hver sé munurinn á visnuveirunni og þess- ari ófullkomnu mislingaveiru og Halldór segir: „Visnuveiran, sem líka veldur hægfara sjúkdómi, hegðar sér allt öðm vísi. Eftir að ensímið reverse transcriptase fannst var augljóst að þegar visnu- veira, sem hefur RNA-erfðaefni kemur inn í fmmu, þá getur það umritast yfir í DNA, sem er af sömu gerð og erfðaefni fmmunnar. Þetta kallast öfug umritun. Venjuleg umritun í fmmu er úr DNA yfir í RNA. Það er þetta sem verður til þess að visnuveiran veldur hæg- gengri sýkingu. Veim-DNA sam- einast erfðaefni fmmunnar sjálfrar og getur setið þar um kyrrt í langan tíma án þess að aðhafast nokkuð. Og þar sem það er inni í erfðaefni fmmunnar hefur líkaminn engin ráð til að losna við það. Þetta er semsagt hinn fullkomni sníkill - sníkill á erfðaefni frumunnar. Svo er spurningin — sem ekki hefur fengist svar við enn — hvað veldur því að erfðaefni veimnnar verður virkt í sumum fmmum, myndar þar fullkomnar veimr, sem sýkja fleiri fmmur og dreifist þannig smám saman um líkaman. Þegar lífsnauð- synlegar frumur sýkjast koma loks sjúkdómseinkenni í ljós. Það er hugsanlegt að veira DNA geti setið inni í erfðaefni fmmunnar án þess að verða nokkurn tíma virkt og því án þess að valda sjúkdómi." Af hverju fer alnæmis- veiran af stað? Spyijandi er alltaf við sama heygarðshornið og vill nú vita hvar vitneskjan um visnuveimna kemur við sögu rannsókna á sjúkdóminum almæmi. „Þegar um alnæmi er að ræða em þeir miklu fleiri sem vitað er að hafa tekið þessa veim en þeir sem enn em orðnir sjúkir. Þess vegna er einmitt svo mikilvæg núna spurningin: Hvað veldur því að veiran fer af stað? Enn sem komið er veit enginn hvað örvar veiruna, sem er hulin inni í erfðaefni fmm- unnar, þannig að hún fer að valda sjúkdómi. Ef þetta væri vitað, þá væri kannski hægt að koma í veg fýnrþað." í framhaldi af þessu spyijum við Halldór Þormar á hvaða stigi þessar rannsóknir séu á Rannsóknastofn- uninni sem hann er nú að yfirgefa í New York og hvort honum þyki ekki dálítið súrt að vera einmitt að hverfa þar frá nú. „Nei, mig langar ekkert til að rannsaka AIDS", svarar hann um hæl. „Þegar ég var þama í haust var einmitt verið að rannsaka visnuveimr með hliðsjón af alnæmi, hve skyldar þær em og að hve miklu leyti er hægt að nota rannsóknir á visnuveim til að fá upplýsingar um alnæmi." Brjóstamjólkin virk gegn veirum Þegar spurt er hvort hann hafí nokkra aðstöðu til að halda áfram rannsóknum af þessu tagi eftir að hann er fluttur heim og tekinn við prófessorsstöðu við Háskóla Is- lands, segist Halldór að vísu ekki vera búinn að fá rannsóknaraðstöðu ennþá, en hann vonist til að aðstað- an komi á næstunni á líffræðistofn- un Háskólans. Ekki hafí hann þó hug á að halda áfram þessum rann- sóknum þar. Fremur rannsóknum af öðm tagi, sem hann hefur stund- að undanfarin þijú ár. Það em rannsóknir á bijóstamjólk. Við vilj- um fá meira að heyra um það. „Rannsóknastofnunin í New York er með rannsóknir á þroskun bama, eins og ég sagði áður. Bijóstamjólkin er hér talin mikil- væg. Þama er því heil deild þar sem fara fram rannsóknir á bijóstamjólk með tilliti til næringarefnanna í henni, ensíma og ýmissa vaxta- þátta, auk þess sem athuguð em í mjólkinni mótefni gegn sýklum. I samvinnu við mjólkursérfræðing- ana á stofnuninni fór ég að skoða hvernig bijóstamjólk hefði áhrif á veirur. Það hefur komið í ljós að þegar mjólkurfítur klofna niður fyrir áhrif ýmissa ensíma verður hún ákaflega virk gegn veimm, sem hafa um sig fituhjúp. Við höfum komist að því að það eru mjög einföld efni, fitusýmr, sem drepa veimmar. Þegar ensím bijóta niður mjólkurfítur í meltingarfærunum losna sýmmar. Hugsanlegt er að þetta geti verið vörn gegn sýking- um, t.d. í þörmum. Þetta virðist ekki eingöngu bundið við hjúpaðar veimr, heldur gildir það líka fyrir einfmma sníkla sem valda sjúk- dómum. Einn þeirra er t.d. einfmma dýr er veldur algengri þarmasýk- ingu í börnum í mörgum þróunar- Iöndum. Fitusýmr í því magni sem þær fínnast í mjólkinni geta drepið svona dýr. Þetta er enn eitt dæmið um hversu mikilvæg móðurmjólkin er. Hún er virk gegn mörgum mismunandi tegundum sýkla, þ.e.a.s. öllum þeim sem hafa um sig fituhimnur. Sennilega vegna þess að fitusýmrnar leysa þær upp.“ Halldór Þormar segir að hugsan- lega muni hann halda hér áfram að rannsaka áhrif fitu á fmmur og veirur yfírleitt: „Því þótt ég hafi aðallega verið að rannsaka veirur þá er ég líka að fást við frumulíf- fræði,“ eins og hann orðar það. „Vann reyndar að fmmurannsókn- um í Kaupmannahöfn, áður en ég ánetjaðist veirnrn." Að lokum berst talið að flutn- ingnum heim og hvers vegna Hall- dór Þormar ákvað að taka sig upp og flytja með fjölskyldu sína aftur til íslands. „Breytingin er að mörgu leyti erfið eftir svo mörg ár í Banda- ríkjunum. Maður er orðinn rótgró- inn eftir þetta langan tíma á einum stað. En þráhyggjan að koma heim réði og þá er betra að koma fyrr en seinna. Með því að fara í starf kemst maður betur í snertingu við þjóðfélagið heldur en ef komið er seinna, til þess eins að setjast í helgan stein. Og kannski getur maður líka orðið að einhveiju gagni.“ Viðtal: Elín Pálmadóttir Ljósm.: Ólafur K. Magnússon I-l --------------—------ Vöruval við vesturhöf nina FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI, FELLAN- LEGAR MEÐ FESTINGU, 6-8-10-12M. ALLTTIL ÚTGERÐAR BLAKKIR ALLS- KON AR, TROLL- I ÁQAR BAUJUSTANGIR ÚRÁLOG BAMBUS FISKIHNÍFAR STÁLBRÝNI VASAHNÍFAR HANDFÆRAVIND- UR, FÆREYSKAR ISLENSK FLOGG ALLAR STÆRÐIR FEtSö VÍR- OG BOLTA- KLIPPUR GREINAKLIPPUR ALLT TIL HAND- FÆRAVEIÐA GIRNI-SÖKKUR- ÖNGLAR SKIPASKOÐUN- ARVÖRURí ALLAR STÆRÐIR SKIPA VÉLATVISTUR NETBORÐDÚKUR RIDGIP. RÖRSNITTITÆKI RÖRTENGUR RÖRTENGUR RÖRHALDARAR RÖRSKERAR RÍMARAR ÖFUGUGGAR SKRUFSTYKKI ALLAR STÆRÐIR • KRAFTTENGUR VÉLAÞÉTTINGAR PLÖTUPAKKNINGAR SKARSTEN SKÖFUR ÓTRULEGA STERKAR OG FJÖLHÆFAR, 12 GERÐIR PolyfiUa exterior Polyfilla FYLLIEFNI ÚTI-INNI POLYSTR/PPA LAKKOG MÁLN- INGARUPPLEYSIR HRÁTJARA VIÐAROLÍUR EIROLÍA MÁLNING ÁALLAFLETI í ÖLLUM LITUM STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR GÖNGUSKÓR SPORTSKÓR SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR SPORJÁRN ÚTSKURÐARJÁRN HALLAMÁL MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL MÁLBÖND 10,20,30,50 MTR. VERKFÆRA- KASSAR SKRÚFUÞVINGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.