Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
FÆREYSKUR HANDHAFIBÓKMENNTAVERÐLAUNA
N ORÐURL AND ARÁÐS 1986
Kappkostum að taka
eigin bókmenntir og
tungumál alvarlega
- segir ljóðskáldiðRói Patursson m.a. í viðtali viðFríðu Proppé ogsjö aðra norræna blaðamenn.
FÆREYSKI
rithöfundurinn Rói
Patursson, sem hlaut
bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs á
síðasta þingi ráðsins í
Kaupmannahöfn í byrjun
marzmánaðar sl., vakti
athygli við af hendingu
verðlaunanna fyrir
ljóðrænt og hrífandi
þakkarávarp. Hann ræddi
þar m.a. færeyska
menningu, sem hann
sagði næstum ósýnilega í
það heila tekið. Hann
sagði ljóð sín hafa orðið
til í einu af heimsins
minnstu málsamféiögum,
en hið „undarlega væri,
að mörk hins smáa
tungumáls væru hin sömu
og hins stóra tungumáls",
eins og hann orðaði það.
Norski rithöfundurinn
Johannes Heggland sagði
m.a., er hann kynnti
Rói hlaut verð-
launin fyrir
ljóðabók sína
Líkasum, en
lesið var úr
henni bæði á
færeysku og
dönsku við afhendingu verðlaun-
anna. Líkasum er þriðja ljóðasafn
höfundarins sem gefið hefur verið
út. Auk þess að vera rithöfundur
skrifar Rói greinar og ritdóma í
fréttablað í Færeyjum og er stunda-
kennari við háskólann í Þórshöfn
og við kvöldskóla á sama stað.
Hann er heimspekingur að mennt
og var fyrst spurður, hvort hann
hefði getað skrifað Ijóðin í Líkasum,
án þess að hafa lært heimspeki.
„Þetta er skilyrt spuming en það
er áreiðanlegt að menntun mín
hefur á einn eða annan hátt haft
áhrif á mig. Ég vil sjálfur meina
að ljóðin mín séu mjög einföld. Ég
vil ekki vera hugsjónaskáld. Ég vil
að ljóðin mín séu þannig að lesendur
þekki sig í þeim, þegar þeir lesa
þau. Fyrsti hlutinn í Líkasum er
mjög einfaldur, ég vona allavega
að hann sé það. Aftur á móti er
ljóð eins og Sólareygað ekki svo
létt. Það er ljóð sem ég vann að í
þijú ár, kannski fjögur ár.“
Ljóð mín eru af
mörgum gerðum
— Hvemig vinnur þú að ljóða-
gerð?
„Fyrst skrifaði ég óbundið mál.
Ég skrifaði það sem ég upplifði frá
því ég 2—3 ára þangað til ég náði
13—14 ára aldri. Það sem gerðist
var að ég uppgötvaði að ég hafði
tungumál, drauma og fleira. Þegar
ég var spurður af danska útvarpinu,
hvort ég ætti ljóð handa þeim tók
ég óbundna, ritaða málið og þýddi
það á dönsku um leið og ég stytti
það. Ég uppgötvaði þá, að það var
ef til vill meira ljóð en ritgerð. Síðan
tók ég danska textann og þýddi til
baka á færeysku og þá varð það
enn skýrara fyrir mér að þetta var
Ijóð. Ég lagði skrifin frá mér og tók
fram á ný eftir nokkra mánuði og
umskrifaði það allt að tuttugu sinn-
um, stytti eins og ég gat, þó þannig
að lesendur gætu skilið hvaða
myndir var um að ræða án þess
að þær yrðu yfirþyrmandi.
Ljóð mín eru af mörgum gerðum.
Nokkur verða til á stuttum tíma
eins og til dæmis ljóðið Regn. Það
samdi ég næstum því samstundis
eftir að ég fékk hugmyndina. For-
sagan er að dóttir mín sagði: „Það
rignir í allri veröldinni". Ég settist
niður og skrifaði Ijóðið. Svo eru það
„pöntuðu ljóðin“. Það er eitt í bók-
inni, sem heitir „Tekstur um okkara
tíð“. Það finnst inér sjálfum ekki
nægilega gott ljóð.“
verðlaunahafann við
verðlaunaafhendinguna,
að Rói væri gagnrýninn á
færeyska menningu og
erfðavenjur, þrátt fyrir
að hann væri „mjög
færeyskur“, en þau orð
notar Rói um sjálfan sig.
Undirrituð, ásamt sjö
öðrum blaðamönnum frá
Noregi og Svíþjóð,
skólasystkinum á
samnorrænu
blaðamannanámskeiði í
Árósum í Danmörku, hitti
Róa að máli í lok þings
Norðurlandaráðs á hóteli
hans Þrír fálkar í
Kaupmannahöfn. Það má
segja um rithöfundinn að
hann kom til dyranna eins
og hann var klæddur.
Hann hafði á orði, er
hann kom til fundar við
okkur í anddyri hótelsins,
að hann væri
dauðhræddur við þvílíkan
fjölda blaðamanna, en er
á hólminn var komið var
hann hispurslaus og oft
glettinn í svörum.
Ljósmynd: Teije Johansen
Pæ slæma samvisku
þegar ég er spurður
um erlend ljóðskáld
— Ræðan sem þú hélst við verð-
launaafhendinguna í Ráðhúsinu var
næstum eins og ljóð. Hvemig varð
hún til?
„Ég hafði hugsað mér að halda
Iifandi og skemmtilega ræðu, en svo
var Palme myrtur og þar með
fannst mér ég verða að finna upp
áeinhverju öðm.“
Norsku blaðamennirnir gengu nú
á Róa og spurðu hann álits á norsk-
um ljóðskáldum, m.a. Rolf Jacob-
sen, sem er þekkt norskt ljóðskáld.
Hann sagðist hafa lesið mikið eftir
hann, enda hefðu verk hans verið
þýdd á færeysku. „Mér fínnst ég
skyldur honum", svaraði hann, er
spurt var hvort hann væri undir
áhrifum af ljóðum Rolf Jacobsen.
Nú stefndi í frekari yfirheyrslur
frá blaðamönnum hinna landanna
svo Rói tók af skarið og sagði:
„Hvað aðra rithöfunda snertir þá
vil ég undirstrika að ég er mjög
færeyskur. Færeyskan er ungt
skrifmál og við höfum kappkostað
að taka okkar eigin bókmenntir og
okkar eigið mál mjög alvarlega. Það
er ekki meira en hundrað ár síðan
byrjað var að skrifa á færeysku.
Þeir sem hafa mesta þýðingu fyrir
mig em færeysk ljóðskáld, sem
ekki em sérstaklega þekkt utan
Færeyja. Ég fæ svolítið slæma
samvisku þegar ég er spurður hvaða
erlend ljóðskáld hafi þýðingu fyrir
mig. Ég hef of litla þekkingu á
Rithöfundurinn Rói
Patursson á fundinum á
hótelinu Þrír Fálkar í
Kaupmannahöfn. Hann er
með danska útgáfu af
verðlaunabókinni, en á
dönsku heitir hún
verkum þeirra. Ég hef lesið mjög
óreglulega og á hlaupum verk ljóð-
skálda annarra landa. Einhvern
veginn hef ég þó fundið mig í verk-
um Finnlands-sænskra ljóðskálda.“
Enginn ætti aðeins
að segja já við
gömlum verðmætum
— Hver er staða rithöfundarins
í samfélaginu að þínu mati?
„Þetta er stór og erfið spurning“,
svarar hann og hlær. „Ef við tökum
stöðu þeirra í Færeyjum þá er
spumingin áhugaverð. Þar er staða
rithöfundarins metin bæði stjóm-
málalega og persónulega. Hægri-
menn í færeyskum stjórnmálum
virða mig ekki viðlits. Af og til
reyna blöðin að hæðast að mínum
„óskiljanlegu" ljóðum. Hins vegar
er ég skammaður af kredduföstum
vinstrifylkingararminum fyrir að
vera borgaralegur. Marx-Leninistar
skamma mig stöðugt fyrir það, að
ég er ekki hrifinn af Sovétríkjunum,
en það er þeirra vandamál. Ég reyni
ætíð að vera gagnrýninn í mínum
verkum en einnig sjálfsgagnrýninn.
Ég á heima vinstra megin stjóm-