Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Þingholtsstræti Birkihlíð. Skákkeppni stofnana og fyr- irtækja hefst 7. apríl nk. SKÁKKEPPNI stofnana og fyrirtækja fer fram í aprílmán- uði. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavikur á Grensávegi 44—46. Keppt verð- ur eins og undanfarið í tveimur riðlum, A- og B-riðli. Til þátt- töku í A-riðli eiga rétt þær 17 sveitir sem efstar voru í þeim riðli 1985 ásamt fimm efstu sveitunum úr B-riðii 1985. Njj- ar sveitir byija í B-riðli. Hver skáksveit skal skipuð 4 mönnum auk 1—4 til vara, þar sem ætlaður styrkleiki ræður röð. Fjöldi sveita frá hvetju fyrirtæki eða hverri stofnun er ekki tak- markaður, en séu þær fleiri en ein er ætlast til þess, að keppend- um sé raðað í sveitir eftir styrk- leika, þannig að A-sveit skipi þeir, sem ætla má að séu sterkastir. I keppninni verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfí. Hver keppandi hefur 1 klst. fyrir hveija skák. Keppnin hefst kl. 20.00 hvem keppnisdag. Fyrsta daginn verður tefld ein umferð en síðari dagana tvær á kvöldi. I A-riðli hefst keppnin mánu- daginn 7. apríl nk. og verður síðan framhaldið 14., 21. og 28. aprfl. Hraðskákmót fer fram 5. maí. í B-riðli hefst keppnin miðviku- daginn 9. aprfl og verður síðan framhaldið 16., 23. og 30. aprfl. Hraðskákmót fer fram 7. maí. Umsjónarmaður keppninnar er Ólafur H. Ólafsson, en skákstjórar verða þeir Jóhannes Agústsson og Georg Páll Skúlason. Þátttöku í keppnina má til- kynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22, en lokaskrán- ing í A-riðli verður sunnudaginn 6. aprfl kl. 14—17 og í B-riðli þriðjudaginn 8. apríl kl. 20—22. Þátttökugjald er kr. 4.000 fyrir hveija sveit. (Fréttatilkynning) Vísnasöngur í Hafnarfirði MÁNUDAGINN 7. apríl verður haldið skemmtikvöld í Gaflinum, Hafnarfirði og hefst kl. 20.30. Þar munu skemmta finnski vísnasöngvarinn Henrik Huldén, sem er þekktur fyrir vísnasöng á sænsku, ásamt þeim Bergþóru Amadóttur og Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni, en þau em velþekkt fyrir söng sinn, ljóðagerð og laga- smíðar. Nú síðast átti Aðalsteinn eitt af tíu lögum sem kepptu til úrslita í Eurovision-keppninni hér. Bergþóra er nýkomin úr söngferða- lagi um Norðurlönd. 6 deildir innan Norræna félagsins standa að skemmtuninni. N.f. í Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfells- sveit. (Fréttatilkynning). Mjólkin gefiir aólt tttlif Með góðu útliti er yfirleitt átt við fallega líkamsbyggingu, hæfilegt holdafar, fagurt andlitsfall, heilbrigðar tennnur og góða húð. Fæða hefur bein áhrif á útlit okkar og vellíðan. Tengsl mataræðis og útlits eru svo margslungin að næstum öll næringarefni fæðunnar, yfir 40 talsins, koma þar við sögu. Öll viljum við líta vel út. En sýningarfólk byggir atvinnu sína og afkomu á góðu útliti. Ragna Sæmundsdóttir er ein okkar efnilegasta fyrirsæta. Hún veit að mjólkurdrykkir hafa umtalsverð og jákvæð áhrif á útlit okkar. Hún drekkur mjólk daglega. Úr mjólkinni fáum við kalk og magníum fyrir tennur og bein og A-vitamín fyrir húðina. Einnig mikið af B-vitaminum, sem gera húðinni gott og ekki síður hári og nöglum. Síðast en ekki síst er enginn sykur í venjulegum mjólkurdrykkjum, og hver og einn getur ráðið fituinnihaldinu með þvi að nota léttmjólk eða undanrennu. Til að halda góðri heilsu og líta vel út þurfum við fjölbreytt, gott fæði. I þeim efnum skipar mjólkurmaturinn öndvegi. MJÓLKURDAGSNEFND jólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. jm mjólk og tennur Bftlr dr. Jón óttar Ragnarsson Allt frá því tennumar byrja að myndast þurfa þær kalk, fyrsttil uppbyggingar, síðar á ævinni til viðhalds. Með daglegri mjólkumeyslu er líkamanum tryggður lágmarks kalkskammtur, og þannig unnið gegn hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts. Tennurnar fá þannig á hverjum degi þau byggingarefni sem þær þarfnast og verða sterkar og fallegar fram eftir öllum aldri. Gleymum bara ekki að bursta þær reglulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.