Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 Vinsældalistar vikunnar RÁS2 1. < D 2. ( 2) 3. ( 6) 4. ( 7) 5. ( 4) 6. ( 5) 7. (17) 8. (11) 9. ( 3) 10. (14) 11. ( 8) 12. (13) 13. (10) 14. ( 9) 15. (12) 16. (21) 17. (-) 18. (23) 19. (15) 20. (18) La Líf...................Smartbandið Waitingforthe Morning ...Bobbysocks Little Girl ..................Sandra Absolute Beginners ......David Bowie Gaggó Vest........Gunnar Þóröarsson System Addict...............Five Star Move Away...............Culture Club Kiss..........................Prince King for a Day .....Thompson Twins Harlem Shuffle.........Rolling Stones Allt að verða vitlaust...Handboltal. LoveTakeOver................FiveStar Won't forget...Herbert Guðmundsson Tears are Falling ..............Kiss WhentheGoingGetsTough . BillyOcean It’s allright.............Eurythmics Goddbye is Forever..........Arcadia Just Bugging.................Whistle Borderline ..................Madonna Rebel Yell .................Billy Idol Smartbandið situr nú á toppi vinsældalistans með hið furðulega lag „La Lífu. Hafið þið reynt að fá einhvern botn í textann? Reynið að syngja hann aftur á bak. En hljómsveitin sem stökk hvað hæst í þesari viku var Culture Club með lag sitt „Move Away“. Úr 17. sæti í 7. Hér sjáum við meðlimi Culture Club. BRETLAIVID 1. ( 1) Living Doll .....Cliff Richard & The Young Ones 2. ( 5) Wonderful World ........Sam Cooke 3. ( 4) Touch Me(l Want Your Body).............Samantha Fox 4. (—) DifferentCorner.....GeorgeMichael 5. ( 6) You to me are Everything .Real Thing 6. ( 2) Chain Reaction .........Diana Ross 7. (16) AKindofMagic.................Queen 8. ( 3) Absolute Beginners ....David Bowie 9. (12) PeterGunn ..............ArtofNoise 10. (27) Rock Me Amadeus .............Falco BANDARÍKiN 1. ( 1) Rock Me Amadeus .............Falco 2. ( 4) R.O.C.K. in the U.S.A.........John Cougar Mellancamp 3. ( 5) Kiss........................Prince 4. ( 3) Secret Lovers.........Atlantic Starr 5. ( 2) These Dreams.................Heart 6. ( 6) What You Need.................Inxs 7. (11) ManicMonday................Bangles 8. ( 9) Let’s Go All the Way........SlyFox 9. (13) Addicted to Love ....RobertPalmer 10. ( 7) Nikita ..................EltonJohn 4587 Megas syngur hér af mikilli tilfinningu. UMSJÓN JÓN ÓLAFSSON Passíusálmarnir íAusturbæjarbíói: egas ífjólubláu Ágætlega heppnaðirtónleikar M agnús Þór Jónsson sté á svið um hálf- tíu leytið að kvöldi 29. mars. Klæðnaðurinn kom gömlum Megasar-aðdáendum tölu- vert á óvart. Gallabuxurnar og rokkklæðin voru á bak og burt en silkið og skrúðið í aðalhlutverkum. Megas var í fjólubláum glansjakka- fötum og í skyrtu sem fróðir menn segja rándýra. Ekki er ætlunin að fjöl- yrða neitt frekar um klæða- burð Magnúsar sem ýmist verður kallaður skírnarnafni sínu eða listamannsnafni það sem eftir er greinarinn- ar. „Ég býð ykkur velkomin á ÖRLÍTIÐ ERLENT • Queen heldur risatónleika á Wembley Stadium í Lon- don 12. júlí næstkomandi. Ásamt þeim munu koma fram hljómsveitirnar Status Quo, The Alarm og Virginia Woolf en innanborðs þar er Jason Bonham, sonur John Bonham sem lék með Led Zeppelin. Mikið verður lagt í þessa tón- leika og talað er um að Ijósabúnaður til dæmis verði sá mesti í rokksögunni. 160 feta svið er nú í smíðum og eins og trommarinn Taylor sagði: Þetta verður stærra en allt það stærsta, Ben Húr verður að Kermit í samanburði við þetta.“ • Sögusagnir eru á kreiki um að Foreigner sé hætt en við hér sem þekkjum Popparann höfum ekki haldbærar sönnur fyrir því. Hljómsveitin Spear of Destiny er hins vegar hætt og hana nú. • Nú fer að styttast í nýja hljómplötu frá Van Halen sem nú skartar Sammy Hagar sem söngvari í stað David Lee Roth sem er hættur í sveitinni sem kunnugt er. Hljómplat- an á að heita 5150... Hljómsveitin Queen ætlar sér stóra hluti á Wembley þann 12. júit næstkomandi. Gangi henni vel. Passíusálmana" voru fyrstu orð aðalhetjunnar. Hall- grímur heitlnn Pétursson er höfundur Passíusálmanna en þetta kvöld voru þeir færðir í búning tóna af Magnúsi Þór og hljómsveit hans sem skipuð var fjórum öðlingsdrengjum; trymblin- um Ásgeiri Óskarssyni, bassaleikaranum Haraldi Þorsteinssyni, sem hefur millinafnið Gottlieb, gítar- leikaranum Björgvini Gísla- syni og Guðmundi Bene- diktssyni sem blés í munn- hörpu, lék á kassagítar og forláta flygil sem að vísu heyrðist alltof lítið í. Áhorfendur og jafnframt áheyrendur voru liðlega 400 sem þýðir að salur Austur- bæjarbíós var langt frá því að vera þétt setinn. Ekkert sjónvarp var þetta kvöld og miðaverð var mjög sann- gjarnt og kom þetta Poppar- anum mjög á óvart. Hann hélt satt að segja að nafn Megasar á plakati væri nóg til að fylla hvaða hús sem væri hérlendis. Það hefur virkað hingað til. Hljóðfæraskipanin í þeim sálmum sem fluttir voru fyrir hlé var ansi sérkennileg. Ásgeir Óskarsson lét alveg vera að brúka heilt trommu- sett. Snertiltromman dugði ein og sér. Guðmundur Benediktsson lék á munn- hörpuna af fítonskrafti og kom mjög á óvart sem og skemmtilega. Björgvin lék á hálf-kassagítar og Megas á sinn kassagítar svo útkom- an varð í anda bandarískrar sveitatónlistar. Halli var auðvitað á bassanum og var góðurmjög. Þetta var hálf- gert „rokkabillí" Piltarnir fluttu þetta mjög vel og hljómburðurinn var til fyrirmyndar. Megas, sem aldrei hefur talist skýrmælt- asti söngvari okkar, kom mjög vel út og virtist í fínu söngformi. Eftir að hafa flutt 7—8 sálma á þennan hátt yfirgáfu aðstoðarmennirnir sviðið og eftir stóð aðal- maðurinn vopnaður kassa- gítar einum. Þetta. var há- punkturtónleikanna. Megas flutti tvo sálma einn og óstuddur og gerði þaö hreint dásamfega. Sérstaka viðurkenningu á hann skilið fyrir nákvæman og fram- sækinn gítarleik. Svo kom hlé og menn voru greinilega nokkuð hressir með fyrri hlutann. í hléinu gafst tóm til að virða fyrir sér fólkið sem var alla vega. Þarna voru gamlir gæruhippar og stöðumæla- verðir. Þarna var eldra fólk nálægt sjötugu og þarna mátti sjá börn og unglinga á fermingaraldri. Rabbi í Grafík var líka þarna. Eftir hlé settist Óskars- son við trommusettið og Benediktsson við píanóið og leikurinn æstist töluvert við þetta. Hinsvegar verður það að segjast eins og er að lögin voru mörg hver ansi lík og er það nokkuð sem Popparinn hélt að væri ekki til þegar Magnús Þór væri Morgunblaðið/Ami Sæberg Haraldur Þorsteinsson, er einn albesti bassaleik- ari okkar í dag þegar rokk er annars vegar, ef ekki sá besti. Hér sjáum við „týpískan11 Haraíd. annars vegar. Kannski voru það bara útsetningarnar sem voru ekki nógu fjöl- breyttar. Full einhæft var að mati Popparans að nær hver einasta sóló alla hljóm- leikana í gegn var leikin á munnhörpu. Lagið við Passíusálm nr. 48 bar af eins og gull af eiri. Það var listilega útsett með öllum þeim andstæðum sem nauðsynlegar eru til að skapa spennu í tónlist. Tón- leikunum lauk um hálftólf og þrátt fyrir langt og mikið lófatak fengu gestir ekki að heyra aukasálm. Hins vegar kom hljómsveitin ásamt fyr- irliða sínum fram og hneigði sig pent. Ágætum tónleik- um var lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.