Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
Til þeirra sem huga að fjár-
festingu í innréttingum á
næstunni.
Úrvalið er mikið og ekki
vandalaust að taka
ákvörðun. En leggir þú
saman allan þann fjölda
smáatriða sem skipta máli
í slíku vali eru miklar líkur
til að niðurstaða númer 1
verði DKE innrétting frá
Innvali.
Og hvers vegna kannt þú
að spyrja?
Jú — svarið við spurning-
unni er að finna í verslun
okkar á Nýbýlavegi 12 í
Kópavogi.
— Vertu velkominn.
Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur
Sími 44011. PósthóH 167.
World fishing
exhibition ’86
— f Kaupmannahöfn í júní
Kr. 24.630
IFarandi
Vesturgötu 5, sími 17445
Þessi mikla sýning verður haldin í Bella
Center. Þetta er ein umfangsmesta sjávarút-
vegssýning sem haldin er í heiminum og þangað
leita tugir fyrirtækja til að kynna framleiðslu sína,
m.a. frá íslandi.
Sýningin nær ekki bara til sjálfra veiðanna
heldur og til verkunar í landi, pökkunar,
frystingar og markaðsöflunar, svo eitthvað sé
nefnt. Þarna er sýnd nýjasta og fullkomnasta
tækni sem völ er á í öllum þáttum útgerðar.
Samhliða WFE verða í Bella Center tvær
sjálfstæðar sýningar sem kallast ,Fæöa úr hafinu
'86" og .Fiskeldi '86'.
Farandi efnir til ferðar á þessa sýningu dagana
15.-21. Jún(. Flogið verður til Hamborgar og
þaðan farið með lest til Kaupmannahafnar, og
svo sömu leið til baka. Cisting er á Hótel
Cosmopole, sem er í miðborginni. Mögulegt er
að framlengua ferðina hvort sem er í
Kaupmannahöfn eða Hamborg.
Flug og gisting í 6 nætur:
HANDAVINNUPOKINN
Hér fara á eftir tvær uppskriftir að handavinnu, sem gjaman
má hafa með sér í saumaklúbbinn:
Útsaumaðir fingravettlingar
Kaupið einlita, ódýra fíngra-
vettlinga og saumið í þá með
afgangsgami. Takið upp
munstrið á smjörpappír sem
þið skerið undan glasi í hring
sem passar á bakið á vettl-
ingnum. Þræðið smjörpapp-
írinn á vettlinginn og saumið
síðan munstrið með flat-
saum, kontórsting og lykkju-
spori, til dæmis blöðin græn,
hjartað rautt, blómin gul, eða
eftir eigin smekk. Tætið síð-
an pappírinn af, og eftir situr
fallegur útsaumurinn.
Útsaumaður hillurenningur
með rauðum eplum og gulum perum. Það er ánægjulegt til þess að
vita að ungar húsmæður í dag eru mikið fyrir allskyns handavinnu
svona eins og tíðkaðist þegar Dyngjuhöfundur var ung húsmóðir.
Allskonar útsaumur sést víða á heimilum, og hér kemur ein hugmynd
að hiliurenningi, sem einnig má nota í gardínu, annað hvort í eldhús
eða bað. Notið Aida-bómullarefni (fæst í flestum hannyrðabúðum).
Gam: DMC-ísaumsgam. Saumað með tveimur þráðum yfír einn þráð
í efninu. Saumun krosssaumur.
Ef þið notið þetta i gardínur, þá kaupið gróft Aida-efni og saumið
yfír tvo þræði í efninu.
Þessi renningur er 8 sm á breidd og verður 5 sm frágenginn.
Byijið munstrið á miðju efninu.
Frágangur: Pressið á röngunni með röku stykki. Brjótið 5 þræði
að ofanverðu og saumið sikksakk saman, til dæmis með rauðu.
Saumið samskonar saum að neðan og dragið út 5 þræði til að búa
til kögur.
X = Grænt C = Ljósgrænt • = Rautt