Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 f * Ostar Ostur er eldri en skráðar heimildir og hefur verið mikilvægur liður í mataræði manna síðan þeir fóru að nota húsdýr. Til eru 6000 ára gamlar lágmyndir af Súmerum að mjólka kýr og í Gamla testamentinu er getið um ost. Ekki er ólíklegt að ostur hafí upprunalega verið besta geymsluaðferð mjólkurvöru. Ostur er raunar ekki annað en hleypt mjólk, þó hefur ostagerð þróast þannig gegnum aldimar að það em núna 18 mismunandi viðurkenndar aðalaðferðir við ostagerð og ostategundimar em yfír eitt þúsund. Þjónum kirkj- unnar ber öðmm fremur að þakka þróun og framför í ostagerð. Á miðöldum hafði þeim dögum sem fasta átti, fjölgað svo mjög að útlit var fyrir að prestar og nunnur yrðu beinagrindum lík. En sem betur fór tókst hinum meiri hugsuðum í þeirra hópi að bæta bragðgæði osta svo að þeir urðu líkastir góm- sætum steikum. Jafnframt lögðu þeir sig fram um að bæta þær aðferðir, sem notað- ar vom til sveita. Sagan segir að Karla-Magnús hafí eitt sinn verið gestur fransks biskups og gestgjafínn vildi koma honum á óvart með því að láta bera fyrir hann nýja ostateg- und. Þetta mun hafa verið einhvers konar mygluostur. Þegar keisarinn skildi eftir mygluna utan af ostinum en borðaði aðeins hinn feita massa innan í, spurði biskup í angist sinni: „Af hverju gerir þú þetta herra? Þú fleygir besta partin- um.“ Hikandi borðaði Karla- Magnús allan ostinn, þó án þess að láta í ljós álit sitt á honum. Þegar hann kvaddi, bað hann biskup að senda ár- lega til hallar sinnar tvo vagna af nákvæmlega þessum osti. Þegar biskup hafði gert þetta í þijú ár, viðurkenndi keisarinn hve góður honum þótti osturinn og launaði velgerðarmanni sín- um með völdum og miklum lendum. Ostameistarar okkar íslendinga hafa ekki síður en munkar miðalda unnið til hróss og þakklætis, þótt ekki sé því útdeilt í lendum og völdum eins og Karla-Magnús gerði, heldur með aukinni ostaneyslu og bættu mataræði þjóðarinnar. Rjómaostkúlur 1 stór pk. ijómaostur án bragð- efna, 400 g 1 dl rifíð seytt rúgbrauð 2 dl sesamfræ 1. Rífíð rúgbrauðið, blandið sam- an við sesamfræið. Hitið pönnu og ristið á þurri pönnunni. Nauðsynlegt er að setja lok á pönnuna á meðan, þar sem sesamfræið þeytist upp í loftið þegar það hitnar. Gætið vel að svo að þetta brenni ekki. Hristið pönnuna á meðan. Kælið. Mótið kúlur úr ijómaostinum með því að rúlla þær í höndun- um. Stærð kúlnanna á að vera eins og lítið vínber. Veltið kúlunum upp úr rúg- brauðs/sesamfræsblöndunni. 2. 3. þannig að þeir mjmdi raðir langsum. Ein röð með vínbeij- um og sú næsta með döðlu og svo koll af kolli. Camembert eða Brie með mintuhlaupi 2 Camembert eða 1 Brie 2 msk. mintuhlaup (grænt hlaup sem fæst í litlum krukkum) Smyijið mintuhlaupinu ofan á ostinn. Það stimir á það og tekur sig vel út á ostabakka. Ef ykkur sýnist svo getið þið skorið takka á brún ostsins, þannig að það verði eins konar stjömulag á honum. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 4. Setjið kúlumar í skál og berið fram með kexi. 1. Búri með döðlum og vínberjum 1 búri 250 g steinlausar fallegar döðlur 300 g græn vínber 1 stór gúrka, helst örlítið bogin tannstönglar af 4. 5. 6. Skerið búrann í teninga stærð við sykurmola. Skerið hveija döðlu í tvennt. Þvoið vínberin, tínið síðan stilkunum. Skerið smásneið neðan af gúrkunni svo hún standi vel. Búið til ostapinna með osti og döðlu og aðra með osti og vín- beri. Stingið pinnunum í gúrkuna, 3. Meijið hnetumar með köku- kefli og setjið saman við. 4. Hellið ananasinum á sigti og látið renna vel af honum. Setjið síðan saman við. 5. Hrærið allt þetta vel saman og setjið í skál. Berið með osti. Oft er hægt að fá kjúklinga- bringur og er hér fljótlegur og góður réttur með þeim. Kjúkling-abringur með skinku og Camembertosti Ostsalat með ananas og hnetum 250 gr feitur mjólkurostur 1 lítil dós kotasæla 100 gr ijómaostur án bragðefna 100 gr pecan- eða valhnetulgamar 1 hálfdós kuriaður ananas (crushed) 1. Rífíð mjólkurostinn. Setjið í skál. 2. Setjið kotasælu og ijómaost út í og hrærið vel saman. 4 hálfar kjúklingabringur 4 stórar sneiðar skinka 1 Camembertostur (ekki mikið þroskaður) 1 tsk. salt V* dl hveiti V2 tsk. estragon (tarragon) (grænt krydd sem fæst víða) V2 tsk. paprikuduft V< tsk. pipar (helst nýmalaður) 2 msk. matarolía + 1 msk. smjör til að steikja í V2 dós niðursoðnir sveppir V2 kjúklingasúputeningur 2 msk. ijómaostur án bragðefna 1. Þerrið kjúklingabringumar. Takið úr þeim öll bein. Leggið hvem bita fyrir sig í plastpoka og fletjið örlítið með kökukefli. 2. Stráiðsaltiogpiparákjötið. 3. Leggið eina sneið af skinku ofan á hvem kjúklingabringu- bita. Látið húðina snúa niður. Skerið Camembertostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á skinkuna. Rúllíð upp og fest- ið saman með tannstönglum. Setjið estragon og paprikuduft út í hveitið. Veltið síðan rúllun- um upp úr hveitinu. Hitið olíu og smjör á pönnu. Steikið rúllumar á öllum hlið- um á pönnunni. Hellið þá sveppunum og soðinu úr dósinni yfir, setjið súputen- inginn út í. Setjið lok á pönn- una og látið þetta sjóða við hægan hita í 5—7 mínútur. Takið rúllumar af pönnunni og leggið í skál. Hrærið ijómaostinum út í soðið á pönnunni. Látið sjóða upp og hellið yfir kjúklingarúllum- ar. Meðlæti: Soðin hrísgijón og fersk salatblöð. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Innilegar þakkir til allra þeirra er minntust mín með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 70 áraafmceli mínu 10. marssl. Helga Sveinsdóttir, Vík í Mýrdal. Hjartans þakkir fceri ég öllum börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum, svo og öllum œttingjum og vinum sem glöddu mig á áttatíu ára afmceli mínu 17. mars sl., með heimsóknum, kveðjum oggjöfum. Guð blessi ykkur öll! ísleifur Pálsson frá Ekru. Til leigu Efri hæð hússins Snorrabraut 54 er til leigu. Hús- næðið er um 315 fermetrar að stærð og er innréttað sem skrifstofuhúsnæði. Frábœr staður - góð bílastæði. Tilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir 30. apríl nk. Osta- og smjörsalan sf. Bitruhalsi 2, llOReykjavík. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.