Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 15
r~---------------------------------- ; að bytja með og mest þannig að ; menn komu með ull sína og borguðu fyrir vinnslu hennar með því að verksmiðjan fékk hluta ullarinnar S fyrir vinnsluna. Mun rekstur verk- . smiðjunar hafa gengið erfiðlega með þessu fyrirkomulagi, og eftir í aðeins tvö ár varð Bjöm að selja Halldóri frænda sínum bæði jörðina Varmá og verksmiðjuna á Álafossi. Velakosturinn aukinn Halldór Jónsson fór utan skömmu eftir að hann keypti verk- ! smiðjuna og lærði litun í Noregi. í ; þessari ferð keypti hann búnað til r þess að lita með, litunarefni og . einnig tvo vefstóla. Það var því fyrst árið 1902 sem farið var að vefa með vélknúnum vefstólum hér á landi. Þetta mun hafa breytt miklu í rekstri verksmiðjunnar, og mun Halldór hafa séð að meiri möguleikar voru á að selja ofinn dúk heldur en lopa eða band. Á þessum tíma var ekki rafmagn í verksmiðjunni og eingöngu notast við olíuljós. Vatnsorkan í fossinum dreif þó allar vélar - stífla var í ánni fyrir ofan fossinn svo þar myndaðist uppistöðulón en frá ■ henni lá vatnsleiðsla í túrbínu í kjallara verksmiðjunnar en frá túrb- ínunni gegnu reimar upp í vélamar i ogdreif þær áfram. Væri áin vatns- Iítil var ekki hægt að keyra allar ; vélamar í einu en oft var þó hægt að hafa allar vélar verksmiðjunar í gangi. Þess má geta að jafnara rennsli var í ánni þá en nú - þá var ekki enn farið að ræsa fram mýrar og svo kom tölvert magn af heitu vatni úr hverunum á Reykjum í ána, en því er öllu dælt til Reykja- víkur nú. Halldór átti Álafoss fram til árs- ins 1910. Á þessum tíma bætti hann vélakost versmiðjunnar mikið, og keypti m.a. tvinningarvél. Hann byggði líka upp íbúðarhús fyrir starfsfólk og útihús fyrir búið á staðnum. Starfsfólk verksmiðjunn- í ar bjó á Álafossi og þurfti því að reka bú við verksmiðjuna. Einnig j þurfti verksmiðjan að eiga marga j vagnhesta og flutningavagna til að flytja vömr til Reykjavíkur. Þessi ár var því allumsvifamikill búskapur á ; Álafossi. Árið 1910 var Halldór orðinn það skuldugur að úr varð að sýslusjóður Kjósarsýslu keypti af honum verk- smiðjuna, en Halldór leigði verk- smiðjuna og sá um rekstur hennar allt til 1914. Þá keypti Bogi Þórðar- son, bóndi og útgerðarmaður á Lágafelli, eignina og rak verksmiðj- una um skeið. Bogi kom þrem merkum hlutum til leiðar. Hann keypti vélar úr ullar- verksmiðju í Hveragerði og lét flytja þær á hestvögnum að Álafossi. Hann keypti heitavatnsréttindi í hvernum Amsterdam, er var rétt fyrir neðan Reyki, og var fyrstur manna til að kaupa heitavatnsrétt- indi hér á landi. Bogi kom einnig upp rafstöð við verksmiðjuna og leiddi rafmagn til ljósa í verksmiðju- húsin. Reksturinn gekk illa hjá Boga sem forverum hans og í lok árs 1916 seldi hann Guðjóni Ármanns- syni verksmiðjuna. Guðjón þessi, sem var Austfirðingur, átti verk- smiðjuna í stuttan tíma eða fram á mitt ár 1917. Um tíma gengu eign- arhlutir í verksmiðjunni kaupum og sölum milli manna en í október 1917 eignuðust bræðurnir Einar og Siguijón Péturssynir meirihluta í fyrirtækinu og átti sú fjölskylda verksmiðjuna að öllu leyti fram til ársins 1968. Sigurjón Pétursson Sigurjón Pétursson tók við for- stjórastöðunni á Álafossi 1917. Hann var þjóðkunnur íþróttamaður og hafði m.a. keppt í fyilbragða- glímu á Olympíuleikunum. Siguijón hafði rekið veiðarfæraverslun og netagerð í Reykjavík. Hann flutti netagerðina upp að Álafossi og jók það nokkuð umsvifin á staðnum. Um 15 til 20 manns unnu á Ála- dsei JIR9A .aaUDAaUMUgÆlQAiaVlUDXOM MORGWNBLAÐIÐ, SUNNUDAOUR6: APRÍL1986 ... —§.is Sigurjón Pótursaon forstjóri 1917-1947 Ásbjörn Sigurjónsson forstjóri 1947 til 1968 Pétur Pétursson forstjóri 1968611974 Pétur Eiriksson forstjóri fré 1974 „Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann.“ Auglýsing frá Álafossi frá því um 1923. Utileikhus og undralyf I tengslum við fánadaginn lét Sigutjón gera útileikhús í brekkunni við gömlu verksmiðjuna og voru þar hlaðnir áhofendabekkir þar sem fólk sat og naut leiklistarinnar. Þama voru færð upp gamanleikrit og ýmis leikverk á fánadaginn og stundum að sumrinu, og voru þá strætisvagnaferðir frá Reykjavík upp að Álafossi. Eftir að stíflan í Varmá var hækkuð hóf Siguijón að kenna sund í uppistöðulóninu, en áin var þá volg vegna hveravatns sem í hana rann. Árið 1934 lét Siguijón byggja sundhöllina og hafði byijað rekstur íþróttaskóla nokkru fyrr. Eins og áður segir gekk rekstur verksmiðjunnar ekki of vel og átti sölutregða sinn þátt í því. Eitt af því sem Siguijón gerði til að auka tekjurnar var að hann fór um sveit- ir og keypti lifandi sauðfé af bænd- um. Hann lét byggja sláturhús að Álafossi þar sem fénu var slátrað. Fyrir féð greiddi Siguijón með vörum frá verksmiðjunni, vaðmáli, bandi og lopa - en kjötið seldi hann saltað til Noregs og hefur fengið þannig peninga til rekstursins. Þessi viðskipti stundaði Siguijón alveg framá stríðsárin. Siguijón var mikill ræktunar- maður og stækkaði túnin í kringum verksmiðjuna og jukust umsvifín í búskapnum tölvert í hans tíð. Mæðuveikin heijaði þá á sauðfjár- stofninn - Siguijón hafði trú á að hægt væri að lækna veikina og fann upp meðal sem hann kallaði Ála. Kom hann upp kindaspítala þar sem meðalið var gefíð en því miður var árangurinn ekki sem ' skyldi, meðalið dugði ekki. Árið 1931 setti Siguijón upp saumastofu í Reykjavík, sem nefnd- ist Hraðsaumastofa Álafoss. Þar var tekin upp sú nýbreytni að fólk gat látið taka af sér mál og látið sauma á sig föt sem tilbúin voru eftir skamman tíma, en áður hafði Forstjórar Álafoss Bjöm Þorláksson stofnandinn, eigandi forstjóril896 til 1898 og Halldór Jónsson eigandi 1898 til 1910 og forstjóri 1910 til 1913 Bogl A J. Þóröarson eigandi 1913 til 1916 Netavél Álafossverksmiðjunnar — myndin er tekin um 1920 uppi í Bjamavatni á Reykjafjalli til að jafna rennslið í ánni. Fyrir utan netagerðina urðu ekki neinar verulegar breytingar í rekstri verksmiðjunnar, ofið var vaðmál og unninn plötulopi og band. Sigutjón setti fljótlega upp verslun í Reykjavík sem Álafoss átti og annaðist verslunin afgreiðslu fyrir verksmiðjuna þar. Þangað komu menn með ullina sína og þar höfðu menn sín viðskipti við fyrirtækið en þetta varð til þess að auka heldur veltu þess. Samt mun fjárhagur hennar hafa verið fremur slæmur á þessum árum. Eitt af því sem Siguijón fann uppá var að hann hélt svokallaða fánadaga að Álafossi og var það mikil hátíð sem haldin var í kringum 12. júní ár hvert. Með hátíðinni skyldi þess minnst er Danir höfðu tekið hvítbláa fánann af Einari Pét- urssyni á Reykjavíkurhöfn. Þetta urðu fljótt vinsælar skemmtanir og dreif að múg og margmenni til skemmtanahaldsins, enda fátt um útiskemmtanir á þessum tíma. Er talið að Siguijón hafí hagnast veru- lega á þessu. fossi frá aldamótum og þar til að þeir bræður kaupa verksmiðjuna. í tíð Siguijóns jukust umsvifín mikið, starfsfólkinu fjölgaði tölvert eftir að netahnýtingavélin kom til verk- smiðjunnar og Siguijón jók véla- kostinn smátt og smátt og fór að byggja við verksmiðjuna. Hann lét leggja heitt vatn frá Reykjalundi að verksmiðjunni og hitaði hana upp með því, og notkun heitavatnsins sparaði einnig verulega orku við þvott og þurrkun. Þá lét Siguijón hækka stífluna verulega þannig að meiri orka fékkst frá fossinum og einnig lét hann gera miðlunarlón Frá samkomu i útleikhúsinu á Álafossi um 1920

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.