Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 TVOFELDNI Ausa fé í skað- valdinn sem þeir fordæma Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins í Brussel hefur áhuga á að veija 5,6 milljónum doliara til fímm ára krabbameins- vamaáætlunar, sem einnig væri fólgin í mikilli upplýsingasöfnun í öilum aðiidariöndunum. Hefur nefndin auk þess í hyggju að hvetja ríkisstjómimar til nýs átaks í krabbameinsrannsóknum en það er framkvæmd, sem ekki verður unnin nema til komi mjög aukin ijárfram- lög. Þessi upphæð er þó eins og krækiber á ónefndum stað þegar haft er í huga, að á ári hverju ver Evrópubandalagið 700 milljónum dollara til að ýta undir tóbaksrækt í aðiidarlöndunum. Ekkert eitt mál annað en þetta, reykingar og tób- aksnautn, sýnir betur hve fram- kvæmdanefndin er máttvana og einangruð í kerfínu. í krabbameinsvamaáætluninni, sem þarf að hijóta samþykki ráð- herranefndarinnar, er kveðið á um sameiginlegt átak til að draga úr lungnakrabba og öðmm sjúkdóm- um, sem stafa af reykingum. Nefndin bendir á, að þriðjung allra krabbameinstilfella megi rekja til reykinga og með það í huga ætlar hún að efna til rannsókna á því hvemig best sé að veija því fé, sem nú fer í baráttuna við lungna- krabbameinið. Em aðildarlöndin hvött til að samræma stefnu sína í þessum efnum og ekki síst vegna þess, að umönnun krabbameins- sjúklinga verður æ þyngri baggi á aðildarlöndum bandalagsins. Því fer fjarri, að framkvæmda- nefndin sjálf fylgi þessum boðskap sínum. 700 milljón dollaramir fyrr- nefndu fara einmitt til að styðja það, sem nefndin telur tilræði við almennt heilsufar. Þeir em notaðir til að bæta tóbaksvömframleiðsl- una, til að greiða mönnum fyrir vömna hvort sem hún selst eða ekki, til útflutningsuppbóta og í geymslukostnað. Geymslukostnaðurinn vex stöð- ugt. í Evrópubandalagslöndunum er tóbaksframleiðslan 400.000 tonn, mest á Ítalíu, Grikklandi og Spáni, og þar af er 40.000 tonnum ofaukið, einkum í Grikklandi. Evrópskt tóbak er ekki í háum gæðaflokki. Þýðing þess fyrir bandalagið er stjómmálalegs eðlis, smábændumir, sem stunda þennan búskap, geta ekki snúið sér að neinni annarri ræktun. Það er einmitt þessi snúna staða, sem veidur því, að framkvæmda- nefnd Evrópubandalagsins í Brussel lætur sem hún sjái ekki niður- greiddan tóbaksvömiðnaðinn þegar hún hvetur til, að tóbaksvömaug- lýsingar verði bannaðar í sjónvarpi og að meira fé verði varið til krabbameinsvama og rannsókna. — LIZ BARDER GOÐSAGNIR Dýrlingnum stjakað af stallinum Chou En-lai, eina opinbera dýrlingi kínverska kommúnistaflokksins, hefur nú verið steypt af stalli og það, sem við blasir, er meingallaður maður, slægur sem refur en þó merkilega mannlegur. Áður en greinin um Chou En-lai birtist í Dagblaði alþýðunnar höfðu skrásetjarar heilagra manna sagna dregið upp þá mynd af forsætisráð- herranum, að hann hefði allt fram í andlátið árið 1975 reynt að koma í veg fyrir, að upplausn menningar- byltingarinnar á ámnum 1975—76 lamaði kínverskt þjóðfélag. Hann lifði af, segir í helgisögunni, þótt þúsundir félaga hans í flokknum og forystusveitinni væm drepnar eða reknar í útlegð innanlands eins og var t.d. með skjólstæðing hans, Deng Xiao-ping. Á samstarf hans við öfgamennina var hins vegar ekki minnst og ekki á áköf hvatn- ingarorð hans til Rauðu varðliðanna þótt margir Kínveijar hafí með sjálfum sér furðað sig á hvers vegna forsætisráðherrann var jafn trúr Maó og morðóðum félögum hans og raun bar vitni. Ámm saman var sannleikurinn um Chou En-lai látinn liggja í þagnargildi en þó var komist hvað næst honum í dóminum um Maó- tímann árið 1981. Þar sagði, að þótt formaðurinn bæri meginábyrgð á „hinum tíu skelfíngarámm", ætti miðstjómin einnig sök á því hvemig fór. Á ábyrgð Chou En-lai sem forsætisráðherra var þó ekki minnst bemm orðum í yfirlýsingunni, sem Deng Xiao-ping samdi. Chou hafði vissulega ráðist opinberlega á Deng í upphafi menningarbyltingarinnar en það var líka hann, sem batt enda á útlegð Deng árið 1973. Chou — mannlegur en slægur. Með þessu vildi Deng augljóslega tjá Chou þakklæti sitt en auk þess varð að finna á því einhveija skýr- ingu, að kínverskt samfélag skyldi ekki leysast upp á dögum menning- arbyltingarinnar. Hingað til hefur verið lögð áhersla á, að Chou hafí staðið vörð um efnahagslífíð og reynt að forða sumum flokksleið- togum og fomum félögum frá pyntingum og dauða í höndum Rauðu varliðanna og „fjórmenning- aklíkunnar" og það vissu líka allir, að Chou hafði ekki tekist að koma í veg fyrir, að maóistamir dræpu fósturdóttur hans. Þessi faliega mynd af Chou, af eindrægni hans og einlægri fómar- lund, kom hins vegar ekki heim og saman við aðrar minningar um manninn. Margir sáu hann fyrir sér þar sem hann stóð við hlið frú Maó og annarra úr „fjórmenningak- líkunni" og las upp ákærumar á hendur Liu Shao-qi, manninum, sem sakaður var um að vera útsend- ari Chiang Kai-shek og að hafa svikið kommúnistaflokkinn 40 sinn- um. í greininni fyrmefndu í Dagblaði alþýðunnar er það loksins sagt full- um fetum, að Chou hafí verið einn af þeim háttsettu mönnum, sem létu það ógert að taka í taumana þegar mikilmennskubijálæði Maó komst á hættulegt stig seint á sjötta ára- tugnum. Kínveijum hefur nú verið gert ljóst, að jafnvel Chou, maður- inn, sem lifði af „gönguna miklu", þessi sjóaði maður í ótal innan- flokkssamsærum, hafði aðeins haft mjög ófullkomna mynd af því, sem fram fór í kringum hann. í síðustu útgáfunni af sögu Chou segir, að smám saman hafí augu hans opnast fyrir hryllingnum og að þá hafi hann farið að haga lífi sínu með tvennum hætti. Annars vegar var hann stýrimaðurinn trausti, sem siglir fleyi sínu fram- hjá hættulegum skeijum, en hins vegar sá, sem telur það vænlegast að „berast með byltingunni". í Dagblaði alþýðunnar sagði, að samtímis því að hrósa Maó og menningarbyltingunni hefði Chou varað Rauðu varðliðana við að skipta sér af iðnaðinum, samgöngu- málunum eða hemum. Að síðustu er aðeins ein spuming eftir. Hvers vegna sagði og gerði Chou ýmislegt, sem hann iðraðist á laun? í Dagblaði alþýðunnar sagði, að allir ættu að geta skilið, að til að bjarga því, sem bjargað varð, hefði þessi tvöfeldni Chöu verið nauðsynleg. Auk þess sagði blaðið vom margir af núverandi leiðtogum Kína í alveg sömu að- stöðu. Greininni lauk með þessum vamaðarorðum: „Við skulum ekki dæma menn of hart eða krefjast þess, að þeir séu fullkomnir." - JONATHAN MffiSKY LANZMANN — Óskiljanlegt að nokkur skuli hafa séð og upplifað þetta án þess að missa vitið. KVIKMYNDIR Víti á jörðu Fyrstu áhrif af mynd Claud- es Lanzmann, Shoah, eru sjónræn. Þá er ekki átt við hryllinginn í útrýmingarbúðun- um heldur hina pólsku sveitafeg- urð. Maður rær brátt eftir ánni og syngur söng, sama ljóðið og hann söng fyrir nasistana, sem létu hann lifa af því að hann hafði svo fallega rödd. Simon Srebnik var annar tveggja, sem lifðu af vistina í Chelmno þar sem 400.000 manns voru myrtir. Claude Lanzmann hefur unnið að myndinni sinni í tíu ár. Sem ungur maður barðist hann í frönsku andspymuhreyfingunni og ritstýrði heimspekitímariti, sem þeir Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir og Raym- ond Aron stofnuðu. Fyrsta myndin, sem Lanz- mann gerði, var „Pourquoi Isra- el“ og fjallaði hún um helförina gegn gyðingum frá upphafi til enda. „Margir urðu til að biðja mig um að halda áfram og gera aðra mynd um helförina," segii Lanzmann og nú er árangurinn kominn í ljós, Shoah, níu klukku- stunda löng kvikmynd. Lanzmann hafði uppi á mörg- um, sem komust af í útrýming- arbúðunum, og einnig uppi á Þjóðveijum, sem störfuðu í búð- unum og hafa hingað til ekk; látið hafa neitt eftir sér. Myndir byijar með því að lýsa flutning fólksins til dauðabúðanna, lest- unum, klefunum þar sem fólkié var afklætt, gasklefunum og lík- brennsluofnunum. Ekkert er undan skilið. Rætt er við mann, fyrrum fanga, sem hafði það starf að krúnuraka fólk áður en það fór inn í gasklefann. Vinnufélagi hans tók einn dag á móti konu sinni á leið til fundar við dauð- ann og gat aðeins faðmað hana að sér hinsta sinn. Þá er og rætt við mann, sem starfaði í deild, sem kölluð var Sonder- kommando, gyðingar, sem unnu við líkbrennsluna, en dag einn lét hann bugast og gekk inn í gasklefann. Þar var fyrir fólk, sem söng tékkneska þjóðsönginn og sagði honum að reyna að halda lífí og bera örlögum þess vitni. Og ennfremur er maður tekinn tali, sem fór með böm, sjúkt fólk og gamalmenni til „sjúkrahússins" þar sem það var skotið í höfuðið á grafarbarmi. Það er óskiljanlegt, að nokkur skuli hafa séð og upplifað þetta án þess að missa vitið. Lanzmann er enginn venju- legur skrásetjari. Hann fer einn- ig með áhorfendur í litlu þorpin við búðimar og ræðir við íbúana, sem ekki reyndu neitt til að hjálpa föngunum. Að hafa uppi á nasistunum var erfítt verk, „að fá þá til að tala var hreint kraftaverk". Allir nema einn neituðu þeir að láta taka mynd af sér svo að Lanz- mann myndaði þá á laun. Saga þessara gömlu manna er saga gífurlegs skriffinnskubákns, vél- ar, sem stillt var inn á „loka- lausnina". „Ég var ekki með neinar sið- ferðilegar vangaveltur í við- tölunum. Ég talaði bara við þá um tæknileg atriði, fékk þá til að segja frá þessari dauðamask- ínu,“ segir Lanzmann. „Ég var bara venjuiegur skrif- stofumaður," segir einn fyrrver- andi yfírmaður jámbrautanna og það fer ekki hjá því, að kalt vatn renni á milli skinns og hörunds á mönnum þegar hann heldur því fram, að það að sjá um að „sérlestimar" héldu áætl- un hefði verið það sama og að skipuleggja skemmtiferðir með jámbrautalestum nú á dögum. Viðkvæmasti hluti myndar- innar er sá, sem fjallar um ábyrgð Pólveija. Bændur, sem bjuggu næst Treblinka-búðun- um, segja til dæmis að þeir hafí verið fljótir að venjast kvalaóp- unum og lyktinni, sem lagði frá líkbrennsluofnunum. í myndinni snýr söngvarinn Srebnik aftur til Chlemno þar sem útsýmingarbúðimar stóðu áður. Pólveijamir eru að koma frá messu, út úr kirkjunni þar sem gyðingamir voru einu sinni fluttir í gasklefana. Þeir brosa og hjala saman en bráðlega breytist tónninn. gyðingahatrið leynir sér ekki en Srebnik, sem stendur á miðjum hópnum, bros- ir bara, stjarfur af ótta. Hveijir báru ábyrgðina á hel- forinni? „Að sjálfsögðu íjóðveij- ar fyrst og fremst en einnig margar aðrar þjóðir, sem tóku henni með þegjandi þögninni. Þetta var líka svo flókið og Evrópumenn voru andsnúnir gyðingum. Bandamenn vissu vel hvað var að gerast," segir Lanz- mann. „Þeir neituðu gyðingum um hjálp, vildu hvorki koma vopnum til gettósins í Varsjá né gera sprengjuárásir á aðflutn- ingsleiðir að búðunum, sögðu mestu hjálpina felast í lokasigri á íjóðveijum." Lanzmann leggur áherslu á, að myndin snerti alla, „ekki bara gyðinga. Megi allir menn sjá það, sem gerðist." - KATHLEEN GRIFFIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.