Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 27
 dB -pgy Örstutt minnis atriði um þjóð- aratkvæða- greiðslu um áfengismál Enska íEnglandi Concorde-málaskólinn býður öllum skemmtilegt og fjölbreytt nám. Sumarnámskeið fyrir ungt fólk, almenn námskeið allt árið, sérnámskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja. Uppl.ís. 36016. •--------------------------------------------\ Frímerkjakaup Eigið þið íslensk frimerki sem þiö viljiö selja? Ef svo er þá erum viö tilbúin til aö kaupa ótakmarkaöan fjölda. Viö borgum allt frá ’/e og allt upp aö margfölduöu viröi þeirra. Klippiö aöeins frímerkin af umslögunum og sendið þaö sem þið hafið. Við sendum ykkur síöan borgunina um leiö. SSE-Frimærker, Postbox 1038,8200 Arhus N, Denmark. 1. Aðeins tvisvar hefur verið geng- ið til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu i áfengismálum á íslandi, 1908 um hvort koma skyldi á banni við innflutningi og söiu áfengis og 1933 um hvort afnema skyldi bann- ið. Aðrar ákvarðanir um áfengismál hefur Alþingi tekið án undangeng- innar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á þann veg, svo sem undan- þágan frá bannlögunum 1922, en hún fól í sér heimild til innflutnings veikra vína, og samþykkt nýrra áfengislaga 1954 en þá var rekstur vínveitingahúsa heimilaður. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur því einungis farið fram um grundvallaratriðin bann eða ekki bann en aldrei um einstaka þætti áfengislaga. 2. Þá er í hæsta máta vafasamt að þjóðaratkvæðagreiðsla um heim- ildir til innflutnings, bruggunar og sölu áfengs öls fari fram við þær óeðlilegu aðstæður sem nú eru í þessum málum þar er vitað er að vafasamir dreifíngahættir á áfengu öli, jafnvel lögbrot, eru og munu notuð sem höfuðröksemd fyrir því að rétt sé að fella úr gildi hömlur þær sem eru í lögum um dreifíngu áfengs öls hérlendis. Ef til þjóðarat- kvæðis á að efna þarf að sjálfsögðu fyrst að koma á eðlilegu ástandi, þ.e. framfylgja gildandi lögum í þessu efni sem öðrum. 3. Einn forkólfa Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, maður sem hefur farið með áfengisvarnamál, lætur svo um mælt að það yrði ekki einungis til tjóns fyrir heil- brigði Islendinga, ef áfengu öli yrði bætt í það úrval áfengistegunda sem fyrir er, heldur og meiriháttar áfall fyrir þá stefnu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar sem mörkuð er í kjörorðinu: Heilbrigði öllum til handa um aldamót — en einn þáttur þeirrar stefnu er að minnka áfengis- neyslu hverrar þjóðar um a.m.k. 25% til aldamóta. íslendingar yrðu þá fyrsta þjóðin sem gengi í ber- högg við þessa stefnu. 4. Að lokum má minna á það álit Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar að óeðlilegt sé að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um einstaka þætti áfengislöggjafar, þar vegi heilbrigðissjónarmið svo þungt að meiri nauðsyn sé að mynda sam- stöðu en efna til sundrungar. Dæmi þessarar stefnu sést glöggt í Banda- ríkjunum þar sem alríkisþingið hefur forgöngu um jafn veigamikla breytingu í áfengismálum og að hækka lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár, í sumum ríkjum jafnvel úr 18 árum, svo og í aðgerðum Sovét- stjómarinnar sem ganga í sömu átt. (Frá áfengisvarnaráði.) Lögmannafélag- íslands: Sveinn Snorrason kjörinn formaður AÐALFUNDUR Lögmannafé- lags íslands var haldinn 21. mars sl. Formaður var kjörinn Sveinn Snorrason hrl. og aðrir i stjóm eru Hákon Árnason hrl., Gestur Jónsson hrl., Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hdl. og Björgvin Þor- steinsson hdl. Framkvæmda- stjóri er Hafþór Ingi Jónsson hdl. Félagsmenn eru nú alls 286. Þar af em u.þ.b. 180, sem hafa lög- mannsstörf að aðalstarfí. Af félags- mönnum em 114 hæstaréttarlög- menn og 172 héraðsdómslögmenn. Heiðursfélagi er Rannveig Þor- steinsdóttir hrl.“ ±4 Crí 1— tn i&zr 1 EITTOGHÁLFT FARGJALD FRÍTT Ef þetta er ekki kjarabót, hvað má þá bjóða fólki? Heiðurspjakkurinn fær frítt far til Mallorca, annar pjakkurinn fær 50% afslátt og fjölskyldan sparar eitt og hálft fargjald. Það er margt brallað á Alcudia, þar bíður pjakkaklúbburinn og foreldrarnir verða með í fjörinu ef heiðurspjakkurinn gefur þeim sín bestu meðmæli. Heiðurspjakkaferðirnar eru þrjár og brottfarardagarnir eru 21/6, 8/7 og 9/9. Kynntu þér vel pjakkaskilmála Polaris, því 25 fyrstu heiðurspjakkarnir í hverri ferð fá frítt far. — Alls fá 75 pjakkar frítt far til Mallorca, en pantið fliótt. bví nú eru aðeins fáein heiðurspjakkasæti eftir. Pjakkaferð er sumargjöf fjölskyldunnar FERÐASKRIFSJDFAN POLARIS Bankastræti 8 — Simar: 28622 -15340 POLARIS w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.