Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 29
jmmmmmmwPm --RÆcéeðaoíöeccoto hefjast íTónabæ á fimmtudagskvöld Rás 2 og Tónabær munu nú á næstu dögum standa fyrir Músíktilraunum ’86. Músiktilraunir '86 eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að koma á framfæri verkum sín- um óháð ríkjandi sölulög- málum hljómplötumarkaðar- ins og ef vel til tekst til að vinna með þau í hljóðveri. Mikill áhugi er nú á lifandi tónlist og hafa 25 hljómsveitir tilkynnt um þátttöku í Mt. ’86 og hefur áhugi aldrei verið eins mikill. Músíktilraunir ’86 verða haldnar á fimmtudög- um íTónabæ sem hér segir: Tilraunakvöld 1:10. apríl Tilraunakvöld 2:17. apríl Tilraunakvöld 3: 24. apríl Úrslit verða síðan föstu- dagskvöldið 25. apríl. A hverju þessara tilrauna- kvölda koma fram 5—7 til- raunahljómsveitir og flytur hver þeirra 4 frumsamin lög. Áhorfendur gefa síðan hljóm- sveitunum stig eftir frammi- stöðu. Tvær stigahæstu hljómsveitirnar af hverju til- raunakvöldi keppa síðan til úrslita þann 25. apríl, þar sem áhorfendur og dómnefnd sér- fróðra mann velja sigurveg- ara Mt '86. Auk tilraunahljómsveit- anna munu 4 af þekktustu hljómsveitum landsins koma fram sem gestir bæði á til- raunakvöldunum og á úrslita- kvöldinu. Þessar hljómsveitir eru: 10. apríl Possibillies 17. apríl Strákarnir 24. apríl Gypsy — (sigurveg- arar Mt. ’85) 25. apríl Rikshaw Eins og áður var sagt eru Mt. nú haldnar í fyrsta skipti í samvinnu Tónabæjarog rás- ar 2. Útvarpað verður beint frá úrslitakvöldinu auk þess sem eitthvað verður spilað frá tilraunakvöldunum. Er samstarf sem þetta tvímæla- Popparar og aukanöfnin Vissuð þið að Herbert Guð- mundsson heitir fullu nafni Þor- varöur Herbert Guðmundsson? Poppararnir bera hin ýmsu nöfn sem af ein- hverju ástæðum eru mörgum Þorvarður H. ókunn. Rafn Guðmundsson Jónsson tromari heitirhann í Grafik og Bítla- þessi. vinafélaginu heitir til dæmis Rafn Ragnar Jónsson, Pétur Kristjáns- son heitir Pétur Wieglund Krist- jánsson og Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur heitir Ómar Þor- finnur Ragnarsson. Að lokum má geta þess að bassaleikarinn Har- aldur Þorsteinsson hefur ekkert millinafn. Af einhverjum ástæðum hefur Gottlieb slæðst inn í nafn hans í blaðaauglýsingum. Gestir kvöldsins eru Possibillies laust mjög gott þar sem fleiri en gestir Tónabæjar fá notið tónlistarinnar. Þrjár bestu hljómsveitirnar fá í verðlaun 20 stúdíótíma hver auk þess sem sú ný- breytni verður höfð á að sig- urvegurum Mt. ’86 verður boðinn samningur við spila- mennsku á vegum borgarinn- ar, t.d. 17. júní, afmælishátíð Reykjavíkurborgar og fél.m. borgarinnar. Einnig hefur fyr- irtækið íslensk framleiðsla boðið 5 efstu hljómsveitum á Mt. '86 að gefa efni þeirra út á tónsnældum. Eftirtalin hljóðver hafa gefið 20 tíma hverttil Músiktilrauna ’86: Hljóðriti, Stemma. Fyrsta tilraunakvöldið verður 10. apríl, þá koma fram tilraunahljómsveitirnar.: Rocket, Vík í Mýrdal Fúþark, Reykjavík Hættulegur innflutningur Reykjavík Sviðakjammar, Reykjavík Alexis, Reykjavík Drykkir innbyrðis, Akureyri Pereats-piltarnir, Reykjavík Gestir kvöldsins verða Possibillies sem í maímánuði munu senda frá sér hljóm- plötu. Possibillies eru Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifs- son en sér til aðstoðar og fulltingis hafa þeir fengið Eyjólf Kristjánsson á gítar, Harald Þorsteinsson á bassa og Rafn Jónsson á trommur. r^MÚSIKTILRAUNIR '861 I [ [ """"V haldnar í apríl í Tónabæ ■ÁS 2 ÐAL popparínn Brynjar Ragnarsson er Aðalpopparinn að þessu sinni. Þessi ungi maður starf- ar sem útlitsteiknari. Þegar þetta er ritað er óljóst hvernig listar Binna líta út en útkom- una sjáið þið hérna fyrir neðan. Plötur: 1. Toppsætin Ýmsir 2. Borgarbragur GunnarÞórðarson 3. Genesis Genesis 4. Promise Sade 5. Stranger BillyJoel 6. Mirage Fleetwood Mac 7. Whitney Houston Whitney Houston 8. Kona Bubbi Morthens 9. The Cotton Club Kvikmyndatónlistin 10. Wrigley’s Doublemint Chewing Gum Gulur og hvítur Lög: 1. Stairwayto heaven FarCorporation 2. Sara Starship 3. Mr. Mister Kyrie 4. Minniethe moocher The Cotton Club 5. Homebythesea Genesis 6. Biglog Robert Plant 7. Drive Cars 8. Borgarbiús Egill Ólafsson 9. Allur lurkum laminn Bubbi Morthens 10. Eyeinthesky Alan Parsons Project adness á Listahátíð? Mjög líklegt og þá líka Stranglers, Husker Du og Big Country Að öllum líkindum verða það Madness, Stranglers, Big Country og bandaríska sveitin Husker Du sem heimsækja okkur íslendinga á Listahátíð í sumar. Hringurinn hefur þrengst og hljómsveitin Prefab Sprout er til dæmis alveg út úr myndinni skv. - heimildum Popparans. Fyrirhugað er að halda tveggja daga popphátíð í Laugardalshöllinni á Listahátíð og þá með fjórum hljómsveitum og eins og staðan er í dag má fastlega reikna með þessum fjórum áðurnefndu hljómsveitum. Hljómsveitin Madness er íslendingum að góðu kunn og þó sérstaklega fólki um og yfir tvítugt. Þeir hafa sent frá sér margar frábærar hljómplötur, og sniðug myndbönd sem birst hafa í Skonrokki og Poppkorni segja í raun allt sem segja þarf. Lög eins og Michael Caine, My Girl, One Step Beyond, Wings of a Dove og Baggy Trousers eru meðal þeirra sem mikið hafa heyrst á öldum Ijósvakans. Stranglers komu hingað árið 1977 og slógu í gegn í Laugardalshöllinni og hafa allar götur síðan átt trygga stuðningsmenn hér á landi sem láta sig áreiðanlega ekki vanta í höllina. Stranglers hafa ekki átt upp á pallborðið þegar vinsældalistar eru annars vegar en til eru á því undantekningar. Á meðal laga sem margir ættu að þekkja með Stranglers eru Golden Brown, No More Heroes og Skin Deep. Big Country er skozk rokksveit sem lætur gítarinn tala. Þeir hafa átt dulítið erfitt uppdráttar eftir frábæra byrjun en hvað sem því líður er hér á ferð stórgóð hljómsveit. Það sama má segja um fjórðu hljómsveitina. Husker Du heitir hún og er frá Bandaríkjunum. Félagarnir sem skipa þessa sveit kunna vel að spila ágengt og kraftmikið rokk. Ef þessar fjórar hljómsveitir heimsækja okkur í sumar, já hvað þá? Þá verður gaman að lifal! Smáskrfur vikunnar Sú besta Go Betweens — Spring Rain Skemmtilegt nýmóðins popp að hætti Bretans. Hér er það hóf- semin sem ræður ríkjum. Laga- smíðin er rokk í anda Morisseys og Marr sem semja lög Smiths og það þarf nú barasta ekkert að vera verra. í laglínu eru gjarn- an fetaðar ótroðnar slóðir og mikið væri nú gaman ef fleiri kæmust þar fyrir. Þetta er af- bragð. Annað ágætt Flock of Seagulls — Heartbeat like a drum Hér er Kínabragur yfir öllu og gefur það laginu skemmtilegan blæ. Notkun gervihljómborða og gervitromma er áberandi en kemur ekki að sök að þessu sinni. Einfalt lag sem vel er danshæft og vinnur ákaflega á. Htisker Du — Don’t want to know if you are lonely Mikið væri gaman að heyra í þessum piltum á Listahátíð. Það er meira að segja nokkuð líklegt. Rokkið er grenjandi og gítarinn bjagaður. Popparanum finnst gott að hlusta á svona við og við. Sioxsie and the Banshees — Candyman Skemmtileg rokktónlist að tarna. Söngkonan er æðislega góð, gítarinn líka og allt sem þar á eftir kemur. Gítarleikurinn er fljótandi og seiðandi í senn og setur skemmtilegan svip á lagið. Lagið venstdável. Afgangurinn Gemini — Just like that Anders og Karen Glenmark heita þau systkinin sem syngja þetta lag. Þau hafa meðal ann- ars unnið sér það til frægðar að hafa sungið allar bakraddir í söngleiknum Chess eftir þá Björn Uleus og Benny Anders- son. Raddir hafa þau fínar og passa reyndar mætavel inn í þá tónlist sem hér er skrifað um. Björn og Benny (B-in tvö í ABBA) eiga lagið og ef satt skal segja er Popparinn ekki alveg klár á því hvort það er á 1., 2., 3., 4., 5., 6. eða 7. plötu ABBA. Ef það er ekki þar einhvers staðar þá er það altjent óhugnanlega líkt. Gemini er eins og ABBA og því segjum við: Abbababb! Alisha — BabyTalk Eftirhermutónlist má kalla þetta. Alisha er eins og Regina sem er eins og Madonna. Búið mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.