Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 26
Lýðháskólinn Skeppsholmens folkhögskola — Sjöfolkhögskolan — Vetrarnámskeið 2. sept.-22. maí 1986-87 Fjórar deildir: grunndeild, vistfræðideild, norræn deild og sjáv- ardeild. Meðal valfrjálsra námsgreina: tungumál, félagsfræði, mann- kynssaga, stæröfræöi, sálfræði, bókmenntir. Einnig getur þú valið siglingarfræði, vélfræöi, seglasaum og fl. Heimavist á staðnum. Námsstyrkirfyrir norræna nemendur. Sendu okkur nafn og heimilisfang sem fyrst, þá færðu meiri upplýsingar um skólann. Þú getur skrifað á íslensku. SKEPPSHOLMENS FOLKHÖGSKOLA Skeppsholmen 111 49 Stockholm Sverige. Guðrún Péturs- dóttir — Kveðja Fædd 25. maí 1951 Dáin 27. mars 1986 Það hafa margir spurt hvenær einstaklingur verði fullorðinn. Er það þegar hann hættir að líta fram á veginn og lifir í minningunni eða er það merki um það að verða gamall? Okkur sem stöndum á hálffer- tugu finnst að við séum enn ung og eigum lífið framundan. Þess vegna eigum við erfitt með að sætta okkur við, að höggvið sé í hóp gömlu vinanna. Hugurinn leitar sífellt fram og þess á milli skýtur upp leiftrum úr bók minninganna. Okkur skólafélögunum þóttu það sár tíðindi, að höggvið hefði verið í gamla hópinn. Lífíð hafði kennt Til solu eða leigu Alþýðuhús ísfírðinga, Norðurvegi 1, ísafírði. Húsið er á besta stað í bænum og hentar undir margvíslega starfsemi. 3.487 m 3 , gólfflötur 520 m2 á þremur hæðum. Allar nánari upplýsing- ar gefur Pétur Sigurðs- son, simi 94-3190. okkur að heilsan væri það farar- nesti, sem nauðsyn væri að bera mót hverjum degi. En enda þótt við vissum að ekki gengu allir heilir þá bárum við öll þá ósk hið innra með okkur að aftur mætti birta. En maðurinn með ljáinn sýndi enga miskunn og skyndilega voru minn- ingar um kæra og einlæga skóla- systur efst í hugum okkar. Guðrún Pétursdóttir var dáin. Myndin, sem lifir í hugum okkar, er um glaða stúlku, einlæga vin- konu, sem sífellt gat með mildi og hjartahlýju gert gott úr öllum hlut- um. Enda þótt hún væri alla tíð prúð og hógvær í framkomu, þá var alltaf eitthvað að gerast í kring- um hana. Hún sá allar spaugilegu hliðar málanna og brosið, hláturinn og leiftrandi augnaráð hreif alla með sér. Leyndarmálin sem hún sagði okkur og trúnaðurinn sem hún sýndi okkur var einstakur. Enda stóð hún oft sem sálusorgari hóps- ins. Hún vildi að allir væru sáttir og gerði sitt í því að svo mætti vera. í viðmóti hennar var alla tíð eitthvað, sem við á unga aldri skild- um ekki hvað var en lífið hefur síðan kennt okkur að var einstök um- hyggja og kærleikur í garð náung- ans. Minningamar sem við eigum um Guðrúnu standa dýpra en títt er. Eftir að stúdentsprófi var náð skildu leiðir um sinn því hvert og eitt fórum við að sinna áhugamál- um. Guðrún starfaði þá sem flug- freyja, vann á talsambandinu við útlönd og í gestamóttöku Hótel KEA. Leiðimar lágu sjaldnar saman en áður. En í hvert sinn, sem fund- AIWA AIWA AIWA AIWA ÁIWA Kaa iooær nr. NÚ GETUR PÚ EIGNAST AIWA HLJÓM FRAMTÍÐARINNAR að fagmaðurinn velur AIWA, AIWA eru einfaldlega topp-tæki. bjóðum við AIWA V-800 samstæðuna á sérstöku tilboðsverði. Verð áður kr. 69.000.- nú aðeins kr. 58.900.- Okkar kjör, 25% út, eftirstöðvar á átta mánuðum. Ármúla 38 og Garðabæ. Símar 31133 og 651811 bAÐ ER EKKI AÐ STÆÐULAUSU.... o, um bar saman, þá fundum við öll hennar umhyggju. Hún spurði frétta af öllum vinunum og gerði sér far um að fýlgjast með sem best hún gat. Viðmótið var alla tíð hið sama. Samt vissum við að hún gekk ekki heil. Hún hafði sinn kross að bera því heilsan var ekki söm og áður. Við spurðum oft, af hveiju Guðrún, en fengum engin svör. Hún, sem alla tíð hafði verið ímynd hins góða, fagra og fullkomna. Nú þegar hún er gengin yfir landamærin miklu, þá verður þakk- lætið okkur efst í huga. Þakklæti fyrir allar skemmtilegu samveru- stundirnar. Það er okkar trú að nú lifi hún fijáls og heil í ríki því sem eilíft er. Þar mun hún njóta allra sinna kærleiksverka. Við biðjum góðan Guð að blessa alla þá sem líf hennar var tengt kærleiks- og vináttuböndum. for- eldrum hennar, Sólveigu og Pétri Sigurgeirssyni vottum við einlægar samúðarkveðjur svo og systkinum hennar Pétri, Kristínu, Sólveigu og þeirra fjölskyldum. Minningin um góða vinkonu mun lifa. Enda þótt hér sé skrifað einum penna, þá eru kveðjurnar margar og minningamar enn fleiri. Þær fylgja okkur á vit hins óþekkta. Skólasystkini á Akureyri Hið íslenska náttúru- fræðifélag-: Fyrirlestur um Azoreyjar TRAUSTI Jónsson, veðurfræð- ingur, flytur fyrirlestur um Azoreyjar á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags mánudags- kvöldið 7. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn verður í stofu 201 í Áraagarði og hefst klukkan 20.30. Flestallir munu hafa heyrt Azor- eyja getið þótt fæstir þekki þær af eigin raun, enda eru eyjamar mjög afskekktar þar sem þær liggja úti í reginhafi tæpa 2000 km frá strönd Portúgals. Eins og ísland em þær eldbrunnar og myndaðar við elds- umbrot við mið-Atlantshafshrygg- inn. í fýrirlestrinum ætlar Trausti að lýsa náttúmfari eyjanna, jarðfræði þeirra og veðurfari í máli og mynd- um, og öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning.) Milljón nýir félagar á síðasta ári Peking. AP. EIN MILLJÓN nýrra félaga bættist í kínverska kommúnistaflokkinn á sl. ári að því er segir í Æskulýðs- fréttum í Peking á fimmtudag. Þetta er dijúgt meira en 1984, þá bættust 590 þúsund nýir félagar í flokkinn samkvæmt opinbemm tölum. Nú em samtals 42 milljónir flokksbundnar. Mest gróska er meðal ungs fólks, samkvæmt sömu heimildum, og flykkist ungt fólk nú til liðs við kommúnistaflokkinn í langtum meiri mæli en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.