Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 36
í I | 3 í f 3é ÉÍ MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 'JOfi' Suouc-i öíríaLo. „ ELleFu og þrir fjóráu-" © 1986 Universal Press Syndicate it-i« ... að óska þess að þú ættir einhvem til að halda á þér hita TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved c1985 Los Angeles Times Syndicate áster... HÖGNI HKEKKVtSI Safnahúsið við Hverfisgötu. Itrekuð fyrirspum til húsfriðunamefndar Ágæti Velvakandi. Undirrituð gerði fyrirspum til húsfriðunamefndar í Mbl. þriðju- daginn 18. mars sl. varðandi Safna- húsið við Hverfisgötu í Reykjavík ogjafnframt um húsfriðun almennt. Ekkert svar við þessari fyrir- spum hefur enn komið, hvað sem veldur. Er ég þó viss um að fleiri en mig fýsir að vita hvaða breyting- ar megi gera utan húss og innan á friðuðum húsum í A-flokki. Til viðbótar vil ég spytja, hvort nokkuð sé um það í þjóðminjalögum (1969 nr. 52), að friðuð hús breyti alveg um hlutverk, t.d. hvort breyta mætti friðaðri kirkju í safnahús, ef einhveijum félagsskap dytti í hug að gera samþykkt þar að lútandi. Margt áhugavert kemur nú frá menntamálaráðuneytinu um vemd- un margvíslegra menningarverð- mæta, okkur almenningi tii íhugun- ar og eftirbreytni. Hvers konar fróðleikur um þessi mál er afar nauðsynleg undirstaða þess, að almennur áhugi vakni á þessum málum. Það ætti því ekki að þurfa að standa á upplýsingum varðandi vemdun menningarverðmæta þeg- ar eftir þeim er leitað. Því ítreka ég fyrri fyrirspum mína til húsfriðun- amefndar varðandi Safnahúsið við Hverfisgötu og vænti þess að henni verði svarað og það sem allra fyrst. Skv. upplýsingum menntamála- ráðuneytisins eru eftirtaldir aðilar í húsfriðunamefnd: Þór Magnússon þjóðminjavörður er formaður. Aðrir eru Hörður Ágústsson, Þorsteinn Gunnarsson, Þórður Tómasson og Gylfi Guðjónsson. Ritari nefndar- innar er Lilja Ámadóttir. Með aðstoð Velvakanda tel ég víst að umbeðnar upplýsingar komi fyrir almennings sjónir. Ragnheiður Guðmundsdóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar að var forvitnilegt að horfa á mynd, sem sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum dögum um ferð nokkurra erlendra ævintýramanna frá jökullóninu á Breiðamerkur- sandi, yfir Vatnajökul og til sjávar norðanlands með siglingu á Jökulsá á Fjöllum - og raunar flugi að hluta til. Við Islendingar erum því ekki vanir að ferðast um land okkar með þeim hætti, sem þessir kappar gerðu, en kannski verður þessi mynd til þess t.d. að siglingar á ám og vötnum eigi eftir að aukast hér. Þetta ferðalag þurfti þó ekki að vera eins glæfralegt og það sýndist á köflum. Oneitanlega var t.d. broslegt að fylgjast með ferðum þeirra félaga niður í íshellinn í Kverkfjöllum. Þeir bröltu þar niður um opið á hellinum með miklum tilþrifum en að sjálfsögðu er mun greiðfærari leið inn í hellinn með því einfaldlega að ganga inn í hann, þar sem hann opnast við jökul- brúnina. Þá vakti sú lífshætta, sem einn leiðangursmanna virtist komast í á Jökulsá, einnig nokkrar spumingar. Þótt maðurinn hyrfi í ána sáust þess enginn merki, að ferðafélagar hans gerðu t'ilraun til þess að bjarga honum. Við og við skaut hann upp kollinum en að lokum gekk hann í land óstuddur og sýndist ekki þjak- aður á nokkrun hátt, þótt þulur myndarinnar hefði lýst því með alvarlegum orðum, að hann hefði verið nær dauða en lífi. Var þetta sett á svið? xxx Inæstu viku verður frumsýning í íslenzku óperunni á II Trovat- ore. Þessi sýning á vafalaust eftir að verða vinsæl enda tónlistin ákaf- lega falleg á köflum. Þá mun það stuðla að mikilli aðsókn að báðar helztu söngkonur okkar af yngri kynslóðinni, þær Sigríður Ella Magnúsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, syngja í ópemnni. Unnendur óperutónlistar hafa haft af því nokkrar áhyggjur í vetur, að lítið hefur verið um að vera hjá ópemnni. Ekki hefur komið fram, hvort það stafar af fjárhagsörðug- leikum eða hvort forsvarsmenn ópemnnar hafi talið að sýning Þjóð- leikhússins á Grímudansleiknum hafi dregið úr líkum á því, að sýning gæti tekizt vel í óperunni. Hvér svo sem ástæðan er ber að fagna því, að fmmsýning er í vændum hjá ópemnni. XXX Hvað dvelur hraðbanka bank- anna annarra en Iðnaðar- bankans? Þessir sjálfsalar bank- anna áttu að komast í gagnið sl. haust en þá urðu tafir á því vegna mistaka.við gerð þeirra korta, sem notuð em til þess að eiga viðskipti við þessi tæki. En nú eru allir frest- ir löngu liðnir, sem gefnir hafa verið upp af hálfu bankanna. Em einhver sérstök vandamál á ferðinni? Það má sjá að þessi tæki em komin upp víða, jafnvel á Borgarspítalanum, en þau em engum til gagns, enn sem komið er. Annars er orð á því haft í banka- kerfinu að það gangi illa með fleira en hraðbankana. Þannig hafa margvísleg vandamál komið upp við uppsetningu beinlínukerfis bank- anna, sem út af fyrir sig er ósköp eðlilegt, en kostnaður mun einnig hafa aukizt vemlega. Hér er um að tefla fjárfestingu, sem nemur 200—300 milljónum á.m.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.