Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 37
MOfiGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
B 37
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Lélegar þýðingar vernda
hvorki tungu né menningu
Til Velvakanda.
I Mbl. 22. marz sl. er sjónvarpinu
bent á það í bréfi tii Velvakanda,
að ástæðulaust sé að láta íslenzkan
þul endurtaka það, sem kynnirinn
í Eurovision-söngkeppninni segir,
þegar þar að kemur. Ég er þessu
hjartanlega sammála, enda tilhögun
yfirleitt á þann veg, að keppnin
skýrir sig sjálf.
Við höfum reynsluna af hinu, nú
síðast í sambandi við beinu útsend-
inguna frá jarðarför Olofs Palme.
Þulurinn þá var reyndar ófær um
að annast svo hraða túlkun, sem
nauðsyn krafði. Hygg ég, að undir
svipuðum kringumstæðum yrði
ævinlega við vandræði að etja, hver
svo sem héldi á málum. Slíkt túlk-
unarbasl truflar áheyrendur og
áhorfendur í þeim mæli, að óþolandi
hlýtur að teljast, sérstaklega þegar
menn þurfa samtímis að hlusta á
orðræður útlendinganna. Útkoman
verður þá stundum sú, einkum hjá
þeim, sem skilja útlenzkuna, að
þeir heyra hvorugt almennilega,
frumræðu eða þýðingu. Er þá illa
farið. Að endingu geta klúðursleg
vinnubrögð þýðanda hreinlega hálf-
eyðilagt áhrif hátíðlegrar athafnar
fýrir þeim, sem á horfa, eins og við
lá, þegar sjónvarpað var útför hins
sænska forsætisráðherra. Ekki má
gleyma því, að viðstaddir urðu að
sætta sig við að hlusta á sænsku
og ensku til skiptis án túlkunar.
Er það grunur minn, að tungumála-
kunnátta sumra gestanna hafí
naumast enzt þeim til skilnings á
öllu, sem talað var.
Vandinn við þýðingar eða túlkun
yfir á íslenzku við beinar útsendingr
er óneitanlega mikill og vandséð,
hvemig hann verður leystur, svo
að vel megi við una. Lélegar, jafnvel
rangar þýðingar verka truflandi á
þá, sem á hlýða, þjóna engum
skynsamlegum tilgangi og vemda
hvorki tungu vora né menningararf.
Móði
Hvíldar- og hressingarheimilið
að Varmalandi Borgarf irði
verður starfrækt í sumar frá laugardeginum 21. júní til laugar-
dagsins 16 ágúst. Fyrsta vikan er lofuð hópi útlendinga.
Herbergjapantanir hjá Gunnlaugu Hannesdóttur, Langholts-
vegi 92, Reykjavík og veitir hún allar nánari upplýsingar í síma
91-35060 daglega.
Jón Sigurgeirsson,
Klapparstíg 1, Akureyri.
Alþjóðlegur fjármagns-
markaður og Islands
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
heldur hádegisverðarfund um þróun á al-
þjóðlegum fjármagnsmarkaði og þýðing
hennar fyrir íslenskan Qármagnsmarkað og
fyrirtæki.
Fyrirlesari verður Harald J.H. Collet, banka-
stjóri hjá Hambros Bank Limited. Mr. Collet
mun fjalla um stöðu og þróim á alþjóðafjár-
magnsmarkaði með sérstöku tiliti til ís-
lands.
Meðal efnis má nefna:
— Staða íslands á alþjóðlegum fjármagns-
markaði.
— Þróun á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði s.s.
viðhorf gagnvart áhættu og nýjar fjármögn-
unarleiðir.
— Þýðing hinnar alþjóðlegu þróunar fyrir ís-
lenskan fjármagnsmarkað ogfyrirtæki.
Fundurinn verður haldinn í Þingholti á Hótel
Holti, þriðjudaginn 8. apríl kl. 12.00.
Félag viðskiptafr æðinga
og hagfræðinga.
Leyfið frjálsan inn-
flutning á jurtalyfjum
Kæri Velvakandi.
Eins og fram hefur komið í ftétt-
unum fór Lyfjaeftirlit ríkisins fram
á að fjarlægð yrðu lyf í heilsuversl-
unum hér í borg og var það gert.
Ævinlega er það svo, að hver er
sjálfum sér næstur. Um leið og ég
frétti af því að lyfin hefðu verið
ijarlægð, hringdi ég í verslunina
Heilsuhúsið, til að leita mér upplýs-
inga um hvort lyf, sem ég hef
fengið þar fyrir tengdason minn,
tilheyrðu þeim lyQum, sem fjarlægð
hefð verið. „Jú, sagði Öm, verslun-
arstjóri, „þau em á meðal þeirra,
sem tekin hafa verið. Lyfin, sem
tekin vom af mér, em þau, sem ég
hef ekki fengið leyfi fyrir og hef
því reynt að flytja inn án áritunar
LyQaeftirlitsins," sagði Öm mér
með sinni dregnlunduðu meðfæddu
prúðmennsku. Ég þekki ekki hroka-
fullan Öm Svavarsson, eins og
aðstoðarlandlæknir lét í veðri vaka
að hann væri.
Fyrir mörgum ámm veiktist
tengdasonur minn af gyllinæð.
Hann fékk þá lyQameðferð og batn-
aði svo að hann fann ekki til sjúk-
dómsins í mörg ár. Fyrir fáum ámm
veiktist hann aftur. Hann fór til
héraðslæknis, sem setti hann á
lyfjakúr, sem ekki bar árangur og
sendi héraðslæknirinn hann þá til
rannsóknar. Hver svo sem niður-
staðan varð af því sendi hinn lækn-
irinn hann til sérfræðings. Tengda-
sonur minn var á sjúkrahúsi um
tíma og undir hendi þessa séfræð-
ings, sem setti hann á lyfjameðferð
en gaf þann úrskurð að þörf væri
aðgerðar. Hana væri ekki hægt að
gera fyrr en hann væri gróinn sára
sinna. Hann var um tíma á þessum
lyfjakúr, sem ekki dugði og fékk
hann annað lyf, en það fór á sömu
leið.
Þau búa í sveit dóttir mín og
tengdasonur. Hún frétti af konu í
nágrenninu, sem var búin að vera
haldin sama sjúkdómi og maður
hennar, sem erfitt reyndist að
lækna. Kona þessi hafði frétt að lyf
fengjust, sem reynst hefðu vel við
að lækna gyllinæð. Kona þessi varð
sér úti um þessi lyf, og það bar
góðan árangur. Dóttir mín bað mig
að ná í þessi lyf fyrir þau. Tengda-
sonur minn var svo illa haldinn, að
hann vildi reyna þetta.
Ég fór og náði í þessi lyf, og fékk
uppskrifað hvemig ætti að nota þau
svo ekkert færi milli mála. Þetta
var bæði inntaka og áburður.
Eftir að hafa notað þetta um tíma
eftir settum reglum, fór að setjast
að sámnum, og eftir að hafa notað
áburðinn um nokkum tíma, fór
hann að gróa sára sinna. Eins og
fyrr segir, er tengdasonur minn
bóndi og átaka- og erfiðisvinnumað-
ur og reynir oft á sig og svitnar
og svo framvegis, og vill hann alltaf
hafa áburðinn við hendina. En nú
er því víst lokið. Ég get fullyrt að
þessi lyf era ekki eitur- eða auka-
verkandi nema ef vera kynni að
ofnæmissjúklingar, sem hafa of-
næmi fýrir gróðri eða grænum
plöntum ættu að nota þau með gát.
Þessi lyf em unnin úr ríki náttúr-
unnar. Mörg em þau lyf, sem em
í lyfjaveslunum, sem ofnæmissjúkl-
ingar em varaðir við að nota og
lyf, sem hafa ýmsar aðrar auka-
verkanir. Við þurfum ekki annað
en líta í íslensku lyfjabókina til að
finna þau.
Ég vil lítillega minnast á bæti-
efni. Þau em ekki öllum holl. Þá á
ég við þekkt bætiefni. Ég þarf ekki
langt að leita því sjálf þoli ég ekki
að nota B-vítamín, ekki einu sinni
ABCDín. Nú, þá vil ég nefna bless-
að lýsið og vil nú helst hafa það
innan gæsalappa. Það þola ekki
allir að taka lýsi þó þeir séu í
meirihluta, sem þola það sér að
skaðlausu. í fyrsta lagi þeir sem fá
harðlífi af því, í öðm lagi fólkið sem
fær niðurgang. Nú, þá er hinn
hvimleiði kvilli hjá þeim, sem lýsið
gengur upp í hálsinn á, og aðrir sem
hreint og beint kasta því upp. Og
til er fólk, sem hefur ofnæmi fyrir
lýsi. Engum lækni dytti þó í hug
að banna lýsisgjöf eða gjöra það
upptækt.
Nú skora ég á heiibrigðisyfirvöld
að veita Emi Svavarssyni leyfi til
innfiutnings á lyíjum sem hann
hefur haft, sem tekin vom af honum
og reynst hafa fólki vel. Það er
alveg óhætt að trúa mönnum fyrir
að hafa þau með höndum. Hann
flytur þau inn frá viðurkenndum
framleiðendum, sem framleiða
undir ströngu eftirliti. Hann er
samviskusamur, fer oft til að kynna
sér og leita sér upplýsinga. Hann
er vel settiir, móðir hans stendur
við hlið hans, fróð og víðlesin. Þau
spyija ævinlega, hvort fólk hafi
farið til læknis, geía aldrei sjúk-
dómsgreiningar á fólki.
Ágætu læknar, leyfið heilsuhús-
unum að starfa, hættið öllum for-
dómum, við þurfum líka heilsuhús.
Þessi litla þjóð þarf vissulega á
öllum sínum þegnum að halda. Það
leitar enginn í heilsuhúsin fyrst, það
nota allir þá læknaþónustu, sem
auðið er að fá. Mikið er kvartað
yfir hversu mikið fé fer frá sjúkra-
samlagi og tryggingum. Það fer
ekkert af því í heilsuhúsin. Ég bið
ykkur með allri virðingu fyrir
læknastéttinni, misvirðið það ekki,
þó að fólk, sárþjáð og kaunum
hlaðið, geti fengið slíka hjálp, sem
heilsuhúsin veita. Ég er sannfærð
um það að ef læknar þekktu þessi
lyf frá heilsuhúsunum, sem notuð
hafa verið með góðum árangri,
myndu þeir ömgglega nota þau til
hjálpar sínum sjúklingum.
Árbjörg Ólafsdóttir
LJÓSMYNDAMÓDEL
fte****
Ungfrú og herra
Útsýn ’86
Enn geta nokkur módel bœst vid.
Úrslit á Útsýnarhátíð í Broadway í
byrjun maí.
Allir, sem komast í úrslit fá ókeypis sól-
arlandaferð með Fríklúbbnum og Utsýn.
Möguleiki er einnig á módelstörfum
án beinnar þátttöku i keppninni.
Hafið samband eða komið ábendingum
til Útsýnar í síma 26611.
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
KLÚBBURiNN