Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 38
:uc H IHl KVIKMyNCANNA NÝRZORBA Cannon-fyrirtækið tilkynnti nýlega að það hefði keypt kvik- myndaréttinn að sögunni um Grikkjann Zorba, nánar tiltekið leik- ritið, sem byggt var á bókinni eftir Kazantzakis, en það hefur verið sýnt á Broadway við miklar vinsældir. Anthony Quinn, sem lék Zorba fyrst í kvikmynd eftir Cacoyannis árið 1960 mun leika í nýju myndinni. Leikritið skrifað Joe Styne, en tónlist og söngtextar eru eftir John Kander og Fred Ebb. Leikstjóri hefur ekki verið ráðinn en Menahem Golan og Yoram Globus munu standa að gerð myndarinnar. Sydney Pollack ráðgast hér við innfæddan f Afrfku. Ekkert mál Spurt er: Hvers vegna leikur hinn ameríski Robert Redford enska aðalsmanninn Denys Finch Hatton f kvikmyndinni „Jörð í Afrfku"? Aðeins einn maður getur svarað þeirri spurningu og hann er vitaskuld Sydney Pollack: Jú, segir Pollaqk, myndin er nærri þrír tímar að lengd og það er frumskilyrði að myndin haldi athygli áhorfandans allan tímann og það er á færi Roberts. Enginn annar amerískur stórleikari getur það, segir Pollack — þar fyrir utan er hann sjarmör hinn mesti og býr yfir þeim rómantísku eiginleikum sem voru svo ríkir í fari Denys. Pollack hefur sem sagt litlar áhyggjur af þessu hnossi sem hann ber ábyrgð á sem leikstjóri, en vart verður sagt að Meryl Streep falli í sömu gryfjuna og meðleikari hennar. Streep hefur nefnilega ekki látið sér nægja að tala snobb-ensku í Plenty, heldur hefur hún lært póisku (Sop- hie’s Choice) og í Jörð í Afríku leggur hún sig í líma við að ná málhreim Karenar Blixen hinnar dönsku. William Hurt verðlaunaður Kunningjar og ráðgjafar William Hurt lögðu hart að honum að leika ekki f „Kossi köngurlóakonunnar", myndinni sem brasilfski leikstjórinn Hector Babenco hugðist gera snemma árs 1984. Ástæðan: Persónan sem hann átti að túlka var hommi. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hinn aldni Burt Lancaster hafði átt að leika hommann Molina, en Burt gat það ekki vegna veikinda. Babenco sendi Hurt handritið. Hurt óð um þær mundir f milljónatilboðum frá Holiywood en hann kaus frekar að vinna kauplaust fyrir Babenco. Hurt sér að sjálfsögðu ekki eftir ákvörðun sinni: Hann var kosinn besti karlleikari á kvik- myndahátíðinni í Cannes vorið 1985 og fékk Óskarinn fyrir nokkrum dögum eins og flestir ættu að vita. William Hurt er vel að þessum verðlaunum kominn. Fáir leikarar af hans kynslóð eru jafn djarfir í efnisvali, og það sem mikilvægara er, jafnríkir að hæfileikum. „Koss- inn“ er sjötta mynd hans, hinar eru: Altered States eftir Ken Russ- el (1980), blóðhiti eftir Lawrence Kasdan (1983) og Gorky Park eftir Michael Apted (1984). Strax og Hurt lauk viö Kossinn lék hann í Children of a Lesser God, sem byggð var á samnefndu sviðsverki og sýnt var í Iðnó fyrir tveim árum. „Guð gaf mér eyra“ nefndist verkið í íslenskri þýðingu; myndina á að frumsýna í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. „Koss köngurlóakonunnar" er gerð eftir tíu ára gamalli bók Óháðir kvikmyndagerð- armenn mynda samtök Mynd Stevens Spielbergs, The Color Purple, sem þvf miður hefur orðið frægust fyrir að fá engin Óskarsverð- laun, verður að öllum líkindum sýnd hér á landi snemma sumars, nánar tiltekið í júní- byrjun. Að sögn Árna Kristjánsson- ar í Austurbæjarbíói, sem tryggt hefur sér sýningarrétt- inn, fæst myndin ekki til sýn- inga í Evrópu fyrr en kvik- myndahátíðinni í Cannes í maí lýkur. Þetta á einnig við nýjustu mynd Martins Scorosese, Aft- er Hours, en Bíóhöllin mun sýna hana síðar á þessu ári The Color Purple er átakan- leg saga ungrar blökkukonu, lífsbaráttu hennar í Bandaríkj- unum á fyrri hluta þessarar aldar. Byggð á bók Alice Walk- ers, sem fékk Pulitzer-bók- menntaverðlaunin fyrir nokkr- umárum. Joel Coen gerði Blood Simple og Tónabíó sýndi myndina fyrir ári. mm Geraldine Page fékk nýverið Óskarinn sem besta leikkona ársins 1985 og hún var einnig útnefnd af óháðu samtökunum fyrir „The Trip To Bountiful". Á þessari mynd sést hún ásamt meðleikara sfnum Rebeccu De Mornay. Blood Simple, Smooth Talk og The Trip To Bountiful. Besti leikstjóri: Joyce Chopra fyrir Smooth Talk, Peter Master- son fyrir The Trip To Bountiful, Joel Coen fyrir Blood Simple og Martin Scorsese fyrir After Hours. Besta handrit: Joel og Ethan Coen fyrir Blood Simple, Tom Cole fyrir Smotth Talk, Horton Foote fyrir The Trip To Bountiful og Joseph Minion fyrir After Hours. Besti leikari: Ruben Blades fyrir Crossover Dreams, Tom Bower fyrir Wilfrose, M. Emmet Walsh fyrir Blood Simple og Treat Williams fyrir Smooth Talk. Besta leikkona: Rosanna Arquette fyrri After Hours, Laura Dern fyrir Smooth Talk, Gerald- ine Page fyrir The Trip To Bount- iful og Lori Singer fyrir Trouble in Mind. Besta kvikmyndataka: Mich- ael Ballhaus fyrir After Hours, Michaei Chin fyrir Dim Sum, Toyomichi Kurita fyrirTrouble in Mind og Barry Sonnenfield fyrir Blood Simple. gerðarmenn samtök (The Inde- pendent Feature Project) sem verðlauna félaga sem þykja hafa staðið sig betur en aðrir. Um 1.000 manns eru í þessum félagsskap og ætla þeir að veita þessi verðlaun sem nefn- ast „Independent Spirti Aw- ards“ á hverju ári. Þessir voru útnefndir fyrir árið 1985: Besta mynd: After Hours, Það eru til fleiri verðlaun en hinn margfrægi og alræmdi Óskar frændi. Fyrr á þessu ári stofnuðu óháðir kvikmynda- sýnd íjúní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.