Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 18
18 - B " MQRGUNBIiAÐIÐ; SUNNUDAGURB. APRÍL1986 I 1000 kílómetrar lagðir að baki á vélsleðum Sagt frá meiriháttar hálendisferð Fyrr í þessum mánuði héldu nokkrir harðsnúnir og vel búnir vélsleðakappar í meiriháttar ferð um landið, ferð sem á varla sinn iíka í samfélagi vélsleðamanna hér á landi. Ferðin öll stóð yfir í 7—9 daga og eknir voru tæplega 1000 kílómetrar frá því að túrinn byrjaði á Lyngdalsheiði milli Þingvalla og Laugarvatns og þar til honum lauk við Hrauneyjafossvirkjun. Hópurinn var tvískiptur að því leyti, að ekki luku allir f erðinni sem hófu hana og öfugt. Þetta þýðir ekki að slys hafi orðið eða þviumlíkt, heldur létu sumir sér nægja að vera með til Mývatns, en þar bættust aðrir í hópinn og voru með þaðan og til enda ferðarinnar. Þeir sem hófu ferðina á Lyngdalsheiði voru Sigurjón Hannesson og eiginkona hans, Guðrún Hallvarðsdóttir, Eggert Sveinbjörnsson og Björn Björnsson. Eiginkona Siguijóns og Björn luku ferðinni á Mývatni, en þar bættust í hópinn Siguijón Pétursson, Þóra Hrönn Njálsdóttir, kona hans, Gylfi Siguijónsson og Björn Hermannsson. Morgunblaðið fékk af því pata að á ýmsu hafi gengið í ferð þessari og ræddi því við þá nafna Siguijón Pétursson og Hannesson. Við ræddum fyrst um aðdraganda ferðarinnar. SÞH: „Við vorum að tala um það fyrir áramótin að það væri helv. gaman að fara hringinn í kring um landið eða eitthvað í þá átt og SP leist strax vel á það, en svo gerðum við ekkert í því fyrr en SP fór að færa þetta í tal aftur eftir áramótin og þá fórum við að ræða þetta fyrir alvöru. SP: „Við vorum báðir komnir með nýja vélsleða og því var þetta þeim mun skemmtilegri tilhugsun að skella sér í svona langa ferð. En þetta útheimtir mikla skipulagn- ingu, því að mörgu er að hyggja í svona fjallaferðum. í 6—7 vikur söfnuðum við saman fólki í ferðina og upphaflega ætluðu fleiri með en raun varð, en það forfolluðust margir. Við héldum marga fundi þar sem við skipulögðum ferðina, fórum yfir búnað og hringdum í vélsleðamenn bæði í Mývatnssveit,. Bárðardal og á Austurlandi. Treyst- um við mjög á leiðsögn þeirra og hún reyndist líka ómetanleg." SÞH: „Við viijum nefna það strax í byijun, að móttökur þessa fólks voru stórkostlegar og hjálpuðu okkur í hvívetna, ekki bara fylgdin og leiðsögnin, heldur einnig lór- an-C- staðarákvarðanimar sem við fengum og áttu eftir að reynast dýrmætar, en við komum að því á eftir." SP: „Það er mjög krítískt að vel sé haldið utan um ferð af þessu tagi, búnaður verður allur að vera traustur og réttur, því margt getur komið uppá á hálendi íslands á þessum árstíma. Þá er ekki síður mikilvægt að sleðamir séu yfirfam- ir og í lagi, sérstaklega aftaní- þotumar, en álagið á þeim er geysi- legt vegna hins mikla farangurs og bensíns sem verður að hafa með- ferðis. Þeir eru því alltaf yfirhlaðnir og vilja brotna. Þá verða að vera tök á því að dreifa farangrinum af brotnum aftanísleða yfír á hina sem heilir em. Þá bjargast málið í bili, en auðvitað eykst álagið á hina sleðana að sama skapi. Nú svo var það, að við vomm einmitt að skipu- leggja ferðina um leið og fallegast veður vetrarins stóð yfír og menn vom að horfa til íjalla með flarrænt blik í augunum. En maður rýkur ekki bara af stað í ferð af þessu tagi þegar veðrið er gott, ferðin skal farin á ákveðnum degi og stafar það af misjöfnum aðstæðum þátttakenda." Ef við leggjum nú af stað? SÞH: Já, við byijuðum um klukk- an 11.00 á fimmtudagsmorgni á Lyngdalsheiði, héldum inn með Kálfatindum, milli Skjaldbreiðs og Sfminn loksins kominn í lag í Nýjadal, Þóra Hrönn, Björn og Eggert. Hlöðufells og upp á og yfír endi- langan Langjökul, komum niður í Þjófadali og áðum loks á Hveravöll- um. Þar vomm við komin í stórkost- legt veður, sólskin og logn og fjalla- sýnin ógleymanleg. Eftir smáhvfld héldum við áfram, tókum lóran- stefnu á Laugafell og þeystum síðan í átt að Hofsjökli og norður fyrir hann gamla Skagfírðingaveginn og áðum loks í skálanum við Lauga- fell. Þetta var svona 150 kflómetra töm og allt gekk tíðindalaust fyrir sig, veður var gott og ferðin hin ánægjulegasta. Daginn eftir héldum við í átt til Bárðardals og tókum lóranstefnu á Kiðagil. Við höfðum beðið Tryggva bónda í Svartárkoti að hitta okkur og fylgja okkur yfír Skjálfandafljó- tið og stóðst það allt. Það var glæsileg sjón að sjá Aldeyjarfoss í klakaböndum og var maður svo upptekinn að horfa á hann að það gleymdist að myndavélin var í far- angrinum. Skjálfandafljótið sjálft var ekki árennilegt, virtist sem einn allsheijar hafsjór og okkur varð ekki um sel þegar Tryggvi fór af stað út í þetta allt saman og sleðinn hjá honum virtist fara á flot. En þetta var þá bara fetsdjúpt vatn ofan á þykkum ís og hættulaust með öllu. Við komumst því slysa- laust til Mývatns og í heild var þessi fyrsti áfangi ferðarinnar ósköp sakleysislegur en þó auðvitað hinn ánægjulegasti því ekki eru menn að þefa uppi svaðilfarir í svona ferðum. SP: „Við Þóra, Hrönn, Gylfi og Bjöm flugum til Akureyrar og fór- um þaðan með bfl til Mývatns og vorum þama kominn og farangur okkar með, en það tók fíutningabfl 19 klukkustundir að paufast úr Reykjavík til Mývatns með sleðana og annan farangur. Við vorum þess albúin að koma inn í túrinn, en þá gerðist það að konan mfn veiktist skyndilega og enn í dag veit enginn hvað amaði að. Hún steyptist öll út, fékk hita og var virkilega ilia haldin. Það var samt ákveðið að halda til Egilsstaða og sjá til hvort ekki bráði af henni, hún gæti þá haldið þaðan heim með flugvél. Það var því lagt í ’ann og áður en langt um leið vorum við komin til Gríms- staða á Fjöllum og þar var áð. Þar kom í ljós að gormur undir sleða Eggerts hafði brotnað og var úr vöndu að ráða. Við höfðum ýmiss konar fjarskiptabúnað, síma, Gufu- nestalstöðvar, auk lórans-C- tækis- ins. Við náðum því sambandi við Akureyri og þar vildi svo til að Ómar Ragnarsson var staddur á Frúnni og samþykkti hann að fljúga til okkar með varahlutinn sem hann og gerði. Við héldum frá Grímsstöð- um til Möðrudals og þar með var málið leyst og við héldum áfram austur. Hér skildu leiðir með Aust- fírðingum sem höfðu fylgt okkur þessa leið frá Mývatni. Þeir höfðu jeppa sína á Jökuldalsheiði, en við tókum lóranstefnu á Fossvelli við Jökulsá á Brú og svo nákvæma lór- an-staðarákvörðun höfðum við, að við renndum beina línu á veginn milli brúarstólpanna. Þama beygð- um við svo í suðaustur og vorum komin að vörmu spori til Egilsstaða. Vellíðan, veíkindi og rigning á Egilsstöðum Þóra Hrönn var enn fárveik þegar kom til Egilsstaða og var farið með hana beint á spítala á Egilsstöðum. Þráinn Jónsson í Fellabæ tók okkur undir sinn höfð- inglega vemdarvæng, útvegaði okkur gufubað og sumarhús og lét halda opnum matstað. Þar snædd- um við kjúkling, supum pilsner og höfðum það eins og höfðingjar. Daginn eftir var Þóra Hrönn enn veik en á batavegi og hún svaf allan daginn. Það rigndi mikið á Egils- stöðum þennan dag og rigning er ekki eftirlætisveður vélsleðamanna. Að þessu sinni var okkur þó sama. Það var í rauninni gott að það rigndi, því þá fékk ekki bara Þóra Hrönn næði til að ná sér, heldur gátum við karlamir notað tækifærið og hitt að máli vélsleðamenn á Egilsstöðum, fengið leiðarlýsingar hjá þeim og síðast en ekki síst, staðarákvarðanir fyrir lóran-C- tækið. Við fengum nákvæmar upplýsingar um ámar norðan 1 Gæsavatnaskála eftir snjómoksturinn, Sigurjón P., Þóra Hrönn, Gylfi, Björn og Við ferðalok: Björn Hemannsson, Siguijón Hannesson (þotubani), Eggert Sveinbjörns- Siguijón H. son (pylsusali), Þóra Hrönn Njálsdóttir og Siguijón Pétursson. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.