Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 4

Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Ungfrú Akureyri ’86 krýnd í kvöld Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Þær keppa í kvöld um titilinn Ungfrú Akureyri. Frá vinstri: Helga Björg Jónasdóttir, Sólveig Guð- mundsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Helga Margrét Bjartsdóttir, Kristin Sveinsdóttir og Gígja Birgis- dóttir. Rýrir hásetahlut á ákveðnum frystitog- ara um 124.000 kr. UNGFRÚ Akureyri verður kjörin og krýnd í kvöld i Sjallanum. Sex stúlkur keppa um titilinn og hlýtur sigur- vegarinn m.a. að launum þátt- tökurétt í keppninni um Ungfrú ísland sem haldin Um 800.000 krónur í boði fyrir fálkaunga Mennatmálaráðuneytinu hefur borist beiðni um sölu á fimm ís- lenskum fálkum, en hér er um að ræða beiðni frá rannsóknar- stofnun í eigu eins kunnasta olíu- fursta í Dubai. Boðnir eru 20.000 dollarar fyrir fálkann, fjórar til fimm milljónir króna, fyrir fimm fugla. Runólfur Þórarinsson hjá menntamálaráðuneytinu kvað mál- inu hafa verið vísað til fuglafriðun- amefndar sem er á móti því á þessu stigi málsins, en hefur þó ákveðið að afla upplýsinga um það. Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að í þessum heimshluta arabaríkj- anna væri það mikið stöðutákn að eiga fálka til veiða og íslenskir fálk- ar og grænlenskir væru sérlega eftirsóknarverðir. Ævar sagði að allar nágrannaþjóðir íslendinga legðu nú mikið kapp á að stemma stigu við sölu á ránfuglum frá við- komandi Iöndum. Hugmyndir hafa verið uppi um sölu á íslenskum fálk- um, meðal annars frá Ólafi Karli Nielsen, sem vinnur nú í Bandaríkj- unum að doktorsritgerð um fálka, en hugmynd hans var að selja u.þ.b. §óra fálkaunga á ári til þess að fjármagna rannsóknir á fálkastofn- inum og eftirlit með honum. verður í Broadway í lok maí. Það eru Ferðaskrifstofa Akureyrar, Verslunin Perfect, Dansstúdíó Alice, Sjallinn og Fegurðarsamkeppni íslands sem halda Fegurðarsamkeppni Akureyrar 1986. Heiðursgestur í kvöld verður Hrafnhildur Hafberg, Ungfrú Akureyri 1985. í dómnefnd eru Ólafur Lauf- dal, sem er formaður nefndar- innar, Alice Jóhanns, Friðþjófur Helgason, Berglind Johansen ungfrú ísland 1984 og Sigurður Þ. Sigurðsson. Dagskráin í Sjallanum hefst kl. 19.30 með fordrykk en er annars þannig: borðhald — strengjasveit, sem sett var saman sérstaklega í tilefni kvöldsins, leikur undir borðum — stúlkumar kynntar í sport- fatnaði — New York New York, frumsýning á dansi frá Dans- stúdíó Alice — tískusýning: sumarlínan frá versluninni Perfect — stúlkumar kynntar í kvöldkjólum — Úrslitin kynnt - vinsælasta stúlkan kosin - ljós- myndafyrirsætan kosin — ung- frú Akureyri 1986 krýnd. Ungfrú Akureyri 1986 hlýtur í sigurlaun þátttökurétt í Úng- frú ísland-keppninni eins og áður segir en auk þess fataút- tekt frá versluninni Perfect að upphæð 5.000 krónur, ferða- ávísun frá Ferðaskrifstofu Akureyrar að upphæð 20.000 krónur, ullarjakka úr útflutn- ingslínu ullariðnaðar fyrir heimsmarkaðinn 1986 frá Iðn- aðardeild SÍS og ljósatíma frá Dansstúdíói Alice. NOKKUR sjómanna- og verka- lýðsfélög og samtök sjómanna hafa sent útgerðarmönnum frystitogara og formanna sjávar- útvegsnefnda Alþingis bréf, þar sem vakin er athygli á tekjurým- un sjómanna á frystitogurum, sem felst i frumvarpi um ein- földun sjóðakerfisins. Er þar bent á að tekjutap háseta vegna þessa á ákveðnum togara sé 124.000 krónur miðað við afla- verðmæti síðasta árs. í bréfi til útgerða frystitogaranna frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands og Sjómannasam- bandi íslands, segir að til þess að greiða fyrir einföldun sjóðakerfis sjávarútvegsins sé gert ráð fyrir að skiptaverðmæti á frystitogurum á botnfískveiðum eingöngu verði ákveðið 70% af af fob-verðmæti. Fyrir gildistöku laganna sé þetta hlutfall 72,25% auk þess, sem greiddar séu verðbætur á afla þess- ara skipa, sem koma til skipta. Með breytingunni sé því ljóst að tekjur sjómanna á þessum skipum lækki verulega. Á hinn bóginn sé ljóst að útgerðin haldi sínu. Með þetta í huga fari SSÍ og FFSÍ fram á það við útgerðir þessara skipa að þær hækki álag á aflahlut sjómanna í 13,5% á skipum undir 500 brúttó- lestum og í 12,5% á stærri skipum til að þeir haldi óskertum hlut eftir einföldun sjóðakerfísins. í bréfí til formanna sjávarútvegs- nefnda Alþingis frá nokkrum verka lýðs- og sjómannafélögum segir að tap sjómanna á frystitogurum nemi 5,6 til 5,8% miðað við núverandi verðbætur, en séu þær undanskildar nemi tekjutapið 3,43%. Sé tekið þekkt aflaverðmæti ársins 1985 af ákveðnum frystitogara, sem ein- göngu veiði bolfísk, komi í ljós að tekjutap ársins á hásetahlut hefði numið 124.000 króna. Sjávarút- vegsnefndir þingsins hafa ákveðið að leggja ekki til breytingu á frum- varpinu enda hafí formenn FFSÍ og SSÍ áður samþykkt frumvarpið eins og það var lagt fram. Enn berast umsóknir um skólastj órastöðu TVÆR umsóknir hafa borist um stöðu skólastjóra Grandaskóla til viðbótar þeim sex sem lagðar voru fyrir fund Fræðsluráðs á mánudaginn. Umsóknimar tvær eru frá Elínu K. Thorarensen kennara og Ólöfu S. Rafnsdóttur kennara. Umsóknir þessar höfðu verið sendar fyrir til- settan tíma, en bárust ekki Fræðsluráði fyrir fundinn. Að sögn Ragnars Júlíussonar formanns Fræðsluráðs er stefnt að því að fjalla um þrettán umsóknir sem borist hafa um stöður skóla- stjóra í Grandaskóla og Selásskóla á fundi Fræðsluráðs mánudaginn 28. apríl. Greinargerð til borgarstjóra: Blaðamenn eiga ekki erindi við slasaða Hér fer á eftir greinargerð frá yfirlækni svæfinga- og gjörgæsludeildar Borgarspítal- ans, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Greinargerð þessi var samin að beiðni fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans vegna gagnrýni sem fram kom á fundi borgarráðs vegna birt- ingar viðtals í Morgunblaðinu við annan þeirra, sem komst lífs af í flugslysinu í Ljósufjöllum: „Hr. borgarstjori, Davíð Oddsson. Eftirfarandi greinargerð er rit- uð að beiðni framkvæmdastjóra Borgarspítalans, Jóhannesar Pálmasonar, til að svara gagnrýni á gjörgæsludeild Borgarspítalans, sem fram kom á fundi borgarráðs þ. 15/4 ’86 frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa. Gjörgæsludeild Borgarspítal- ans hóf starfsemi sína 24. okt. 1970 og hefur því starfað í 15 V2 ár. Allan þann tíma hefur tekist að halda blaðamönnum frá sjúkl- ingum deildarinnar, þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir þeirra. Það hafa verið óskrifuð lög innan deildar- innar að leyfa ekki blaða- eða fréttamönnum að hafa viðtöl við sjúklinga eða taka af þeim myndir á meðan þeir vistast á deildinni. í sumum tilfellum, einkum eftir alvarleg slys, sem þylq’a frétt- næm, hefur starfsfólk deildarinn- ar átt fullt í fangi með að veijast ágangi þeirra. Starfsfólkið hefur verið varað við því að gefa upplýs- ingar til fjölmiðla varðandi sjúkl- ingana, en bent á að vísa þeim til viðkomandi sérfræðings, sem annast sjúklinginn. í þessu tilfelli urðu þau leiðu mistök að einn af aðstoðarlækn- um deildarinnar leyfði blaða- mönnum frá Morgunblaðinu að- gang að deildinni að kvöldi til, án þess að bera það undir yfírlækni deildarinnar eða vakthafandi sér- fræðing. Nánari frásögn af því, sem fram fór umrætt kvöld, þriðjudag- inn 8. aprfl sl., er höfð eftir hjúkr- unarfræðingi, sem hjúkraði sjúkl- ingnum þetta kvöld og vakthaf- andi aðstoðarlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild. • Blaðamaður frá Morgunblaðinu hringir um kl. 19.00 á deildina 0g talar við nefndan hjúkrunar- fræðing og biður leyfís að fá að koma og tala við sjúklinginn, Pálmar S. Gunnarsson, sem hafði lent í flugslysi í LjósuQöllum þ. 5. þ.m. Hjúkrunarfræðingur svar- ar því til að blaðaviðtöl við sjúkl- inga á þessari deild séu ekki ieyfð og vísar því frá sér til vakthafandi aðstoðarlæknis. Nokkru síðar var aftur hring frá blaðinu, sömu erinda, og töluðu þeir þá við aðstoðarlækninn, sem segist hafa neitað beiðni þeirra, fyrst í stað, en síðan farið og borið þetta undir sjúklinginn sjálfan og hafí hann eindregið óskað eftir viðtalinu. Bróðir sjúklingsins var á þeirri stundu í heimsókn við sjúkra- beðinn, en lagði ekkert til mál- anna. Aðstoðarlæknirinn gaf þá leyfi til viðtalsins, að eigin frum- kvæði. Þennan sama dag hafði fréttamaður frá sjónvarpi hringt og óskað eftir viðtali við sama sjúkling, en því verið hafnað. Það var mér mikið áfall að sjá þetta viðtal á forsíðu Morgun- blaðsins, í æsifréttastfl, að morgni miðvikudagsins 9. aprfl sl. og harma ég það mjög að sfld skyldi koma fyrir. Þetta voru mistök, sem hefðu ekki átt að koma fyrir, en gerðust samt, og hvemig að fréttinni var staðið af hendi blaðamanna Morg- unblaðsins sannar það glögglega, að blaðamenn eiga ekkert erindi við sjúklinga, sem hafa lent í alvarlegum slysum, hvort sem þeir liggja á þessari deild eða öðrum deildum spítalans. Virðingarfyllst, Þorbjörg Magnúsdóttir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Bsp.“ Aths. ritstj.: Vegna greinargerðar þeirrar, sem hér er birt, vill Morgunblaðið taka fram eftirfarandi: 1. Greinargerð yfírlæknis svæf- inga- og gjörgæsludeildar staðfestir að Morgunblaðið hafði heimild ábyrgs starfs- manns deildarinnar til þess að taka umrætt viðtal. 2. Greinargerðin staðfestir, að sjúklingurinn sjálfur sam- þykkti að veita viðtalið. 3. I siðareglum Læknafélags ís- lands eru ákvæði um samskipti læknis og sjúklings og þar segir svo: „Þess skal ávallt gætt og ef með þarf skal sjúkl- ingi gert það ljóst, að læknir ráðleggur, en skipar ekki.“ Skv. þessu er ljóst, að vilji sjúklings sjálfs hlýtur að ráða í þessum efnum, enda ekki hægt að svipta sjúka menn mannréttindum, þótt þeir liggi í sjúkrahúsi. 4. Sú athugasemd Þorbjargar Magnúsdóttur, að viðtal þetta hafí verið í „æsifréttastiT er órökstudd og tilefnislaus. Hið sama á við um athuga- semdir yfírlæknisins um það „hvemig að fréttinni var staðið af hendi blaðamanns Morgun- blaðsins".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.