Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 9 Nýtt — Nýtt Sumarvörurnar eru komnar; pils, peysur, blússur. Glugginn Laugavegi 40 Kúnsthúsinu S. 12854 FLUGLEIÐIR Firmakeppni Fáks verður haldin á skeiðvellinum á Víðivöllum fimmtudaginn 24. apríl og hefst kl. 15.00. Félagar mætið með hesta til skráningar við dómpall kl. 14.30. Mótanefnd. Góðan daginn! Húsnæðis- lánakerfið varhrunið Einn íslenzkur stjórn- málaflokkur, sá er sízt skyldi, hefur sfðustu misseri öðrum fremur lagt atkvæðanet sin f hafsjó vandamála, sem húsbyggjendur hafa átt við að striða. Þessi flokk- ur, AJþýðubandalagið, er þó f raun eins konar hönnuður vandamálsins. Húsnæðislánakerfið var svipt helzta telgu- stofni sfnum, launaskatti, f húsnæðisráðherratfð Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalags- ins, og fjármálaráð- herratfð Ragnars Arn- alds, fyrverandi for- manns þess. Sfðan hefur húsnæðislánakerfið ekki borið sitt barr og verið vanbúið þvf að mæta hús- næðislánaþörf f landinu. I annan stað tengist þessi flokkur, öðrum fremur, misgengi launa og lánskjara, sem verst hefur bhnað á húsbyggj- endum, sem komu sér þaki yfir höfuð á árunum 1980-1983. Um þetta efni sagði Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, f þingræðu: „Ástæðan fyrir því að misgengi varð á milli lánskjara og launa er fyrst og fremst sú að f tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar fór stjórn efna- hagsmála úr böndum og verðbólgan æddi upp á við svo sem alkunnugt er. Launavísitalan hækk- aði frá því f júnímánuði 1979 þar til í júnímánuði 1983 um 458%, þ.e. f tíð fyrri ríkisstj órnar. Láns- kjaravísitalan hækkaði á sama tíma um 556%, þ.e. um 17,6% meir en launin á þessu tímabili." Frá þvf að núverandi ríkis- stjórn var mynduð hefur launavfsitala hækkað um 116% en lánskjaravisitala um 117%. Margrætt mis- gengi á þvi nær alfarið rætur á næstliðnu kjör- timabili Alþingis. Meginatriði nýs húsnæðis- frumvarps Stjóraarfrumvarp um breytt húsnæðislánakerfi byggir á þvf að lánsrétt- indi eru tengd aðild manna að lffeyrissjóðum og lánveitingum (skulda- bréfakaupum) þeirra til húsnæðislánakerfisins. Samkvæmt frumvarp- Húsnæðismál — nýtt frumvarp Einn þáttur nýrra kjarasamninga, sem hafa það að markmiði — ásamt hliðarráðstöfunum stjórnvalda — að eyða verðbólgu og tryggja jafnvægi í efnahagslífi, var gjörbreytt húsnæðislána- kerfi, enda annmarkar þess kerfis, sem við höfum búið við, ærnir. Stiklað verður á staksteinum um þetta efni í dag. inu verður hámarkslán tíl fjölskyldu, sem byggir i fyrsta sinni 2,1 m.kr. Þeir, sem eiga íbúð fyrir og eiga fullan lánsrétt, eiga kost á 70% af láni þess, er byggir f fyrsta sinni. Endurgreiðslutími lána til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði verður 40 ár. Samkvæmt frumvarp- inu verður lánshlutfall til verkamannahústaða hækkað f 85% miðað við staðalíbúð. Frumvarp þetta felur í sér gjörbreytingu á uppbyggingu húsnæðis- kerfisins. Það hefur í sér innbyggðan hvata fyrir lífeyrissjóði til þess að ávaxta fjármuni sfna í húsnæðislánakerfinu og tryggja félagsmönnum sfnum jafnframt sem hæst húsnæðislán. Frumvarp þetta bætir að mun lánaaðstöðu þeirra, sem hyggja á kaup eða byggingu hús- næðis, og er það vel. Ráðgjafastofnun Hús- næðisstofnunar ríkisins hefur að einhveiju marki leyst vanda þeirra, sem lentu f misgengi launa og lánskjara á næstliðn- um árum. Fjöldi ungs fólks, sem harðast varð útí f þessu misgengi, býr þó enn við óleystan vanda. Betur má ef duga skal f þeim efnum. Breytt efna- hagsstefna Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvenær og hversvegna það misgengi launa og lánskjara varð tíl, sem þyngst hefur bitnað á húsbyggjendum. Aðalat- riðið er sfðan að horfið hefur verið frá þeirri efnahagsstefnu, sem leiddi til þessa misgengis. Stefna tíl næstu framtíð- ar er sfðan mörkuð f nýju húsnæðislánafrumvarpi, sem byggir á kjarasátt rfkisvalds og aðila vinnu- markaðarins. Það kom fram í um- ræðu um þessi mál f þinginu á dögunum, að starfandi er sérstök nefnd, sem fjallar um húsnæðismál f samráði og samstarfi við Alþýðu- samband íslands í fram- haldi af nýgerðum kjara- samningi. Stjórnarfrum- varp það, sem hér hefur lítillega verið rætt, er efalitíð flutt í samráði við hana. Hugsanlega ræðir nefndin einnig, hvort frekari aðgerða sé þörf í tengslum við misgengis- vandann 1979—1983, sem lék fjölda fólks grátt. Menn geta síðan gjarn- an velt fyrir sér þeirri spuraingu, hvort tfma- bært sé að hverfa aftur til efnahagsstefnu Al- þýðubandalagsins, sem þjóðin fékk meir en smjörþefinn af 1978— 1983, og leiddi meðal annars tíl 130% verð- bólgu, hruns húsnæðis- lánakerfisins og sparnað- ar f landinu yfir höfuð, misgengis launa og láns- kjara, stöðnun f atvinnu- lífi, ærins viðskiptahalla og erlendra skulda, sem rýra viðvarandi lífskjör í landinu. Spor slíkrar efnahagsstefnu hljóta að hræða. Vftin eru til þess að varastþau. Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: — AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum. SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri. Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er. ASEA rafmótorar RÖNNNG^#.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.