Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 19

Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 19 með að byggja nýtt íbúðarhúsnæði langt umfram það sem æskilegt er. Munurinn á lánafyrirgreiðslunni til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði er það mikill. Hvað er til ráða? 1. Lánsrétt ber skilyrðislaust að miða við einstaklinginn þannig að tveir einstaklingar hafi að öðru óbreyttu, hvort sem þeir eru í sambúð eða ekki, tvöfaldan rétt á við einn. Þannig mætti hugsa sér að sameiginlegur hámarksréttur hjóna væri kr. 2.100 þús., en einstaklings kr. 1.050 þús. 2. Aðalreglan á að vera sú að hver og einn hafi aðeins rétt á láni einu sinni. Til að tryggja þá framkvæmd mætti hugsa sér að skilyrði fyrir lánveitingu væri, að viðkomandi ætti ekki íbúð og hefði ekki átt umtalsverðan hlut í íbúð sl. fimm ár. 3. til að auðvelda mönnum að skipta um húsnæði (til að losa veð og til að fá hærri útborgun við sölu) og til að tryggja að lánsréttur manna verði ekki misnotaður, þ.e. verði ekki „verslunarvara", eiga lán að fylgja lántaka en ekki íbúð, sbr. það sem almennt gildir um líf- eyrissjóðslán í dag. Ég leyfí mér að fullyrða að aðeins á grundvelli framangreindra hug- mynda er hægt að finna varanlega og vitræna lausn á fjármögnunar- vanda þeirra, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, sbr. markmiðið með samkomulagi aðila vinnumark- aðarins frá þvf í febrúar. Þetta eru ekki mínar hugmyndir og þær eru ekki nýjar. Þær hafa meðal annars verið ræddar í milli- þinganefnd um húsnæðismál, sem í eiga sæti fulltrúar þingflokkanna. Þær eru hins vegar ekki það gamlar að tími hafi unnist til að útfæra þær. Vegna þess hve stutt er til þing- lausna og hve hér er um stórt og alvarlegt mál að ræða, skora ég á þingmenn að fresta afgreiðslu frumvarpsins til næsta þings. Höfundur er Verslunarráði Islands. Hvolsvöllur: Listi sjálf- stæðis- manna og annarra frjáls- lyndra Hvolsvelli. I-LISTI, listi sjálfstæðis- manna og annarra frjáls- lyndra í sveitarstjórnarkosn- ingum í Hvolhreppi (dreif- býli), Hvolsvelli 31. maí næst- komandi hefur verið skipað- ur. Listann skipa: 1. Tryggvi Ingólfsson, verktaki, 2. Ingi- björg Þorgilsdóttir, húsmóðir, 3. Aðalbjöm Kjartansson, fram- kvæmdastjóri, 4. Guðfinnur Guðmannsson, byggingameist- ari, 5. Helgi Hermannsson, kennari, 6. Stefán Kjartansson, héraðsstjóri, 7. Benedikta Stein- grímsdóttir, húsmóðir, 8. Guð- mundur Magnússon, bóndi, 9. Óskar Pálsson, húsasmiður, 10. Ólöf Kristófersdóttir, húsmóðir. I-listinn á tvo fulltrúa í núver- andi sveitarstjóm, þau Aðal- bjöm Kjartansson og Ingibjörgu Þorgilsdóttur. Gils Skíðadeild Ármanns 50 ára í ár minnist skíðadeild Ár- manns 50 ára afmælis sins, en aldur hennar miðast gjarn- an við árið 1936 er á Jóns- messunni var lagður horn- steinn að skiðaskála Armanns í Jósefsdal. í tilefni afmælis- ins verður haldin veisla að Hótel Sögu 30. april nk. Landnám Armenninga í Jós- efsdal hafði raunar byijað árið 1932 þegar þeir fyrst völdu Jós- efsdal og Bláfjöllin sem sitt skíðaland, segir í tilkynningu frá skíðadeildinni. Fyrsti skáli þeirra Armenninga brann árið 1942 og sá næsti fauk áður en byggingu hans lauk. Armenn- ingar gáfust ekki upp og hófu smíði á stærri og vandaðri skála vorið 1943. Jósefsdalurinn var mjög svo snjóléttur á árunum 1960-70 sem gerði mönnum erfítt fyrir að stunda íþrótt sína og fluttu þeir sig þá vestar í Bláfjöllunum, í Kóngsgil. Þar hafa Ármenningar byggt upp aðstöðu sína og starfrækja þar tvær skíðalyftur og hafa komið upp aðstöðu til mótahalds. Nú- verandi 'Wrrnaður skíðadeildar Ármanns er Ómar Kristjánsson, endurskoðandi. Allir félagar í skíðadeild Ár- manns eru velkomnir á afmælis- fagnaðinn. Aðgöngumiðar fást hjá Halldóri Sigfússyni, rakara, og í versluninni Útilífí. * •SÁÍ Við bjóðum 1440 utanlandsferðir á 40.OOOkr.hverja,eða 120 utanlands- ____J n __ ferðir á mánuði. aoe tlAPPDRÆTTI ^l^rhpimílic alrlraára cinmnnna V HAPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldradra sjómanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.