Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Topptilboð
frá
Toppskónum
ítalskar mokkasín ur
úrlungamjúku skinni
Litir: grænar og svartar.
St. 36-41.
Verð kr.
1.890,00
Póstsendum
SKÓRIBÍN
VELTUSUNDI2,
Öryggið í umferðimii og
gatnakerfið í Kópavogi
eftir Richard
Björgvinsson
Öll þekkjum við slysin í umferð-
inni. Mörg okkar hafa einhvem tíma
orðið beinir eða óbeinir þátttakend-
ur í þeim. Umferðin krefst allof
mikilla fóma og öll höfum við
áhyggjur af slysum og afleiðingum
þeirra. Það er því ekki nema að
vonum, að við Kópavogsbúar höfum
miklar og margvíslegar áhyggjur
af þessu og er ástæðan sú, að
hvergi í landinu em umferðarslys
meiri, auðvitað að tiltölu við íbúa-
íjölda, og hvergi í landinu eru afleið-
ingar umferðaróhappanna verri,
þ.e. meiðsli á fólki meiri en í Kópa-
vogi.
Lítum á nokkrar tölur. Hlutfall
slysa alvarlega slasaðra eða látinna,
á hveija 100.000 íbúa, meðaltal
áranna 1980—1984 voru í Kópa-
vogi 413, Hafnarfirði 338, Reykja-
vík 277 og á öllu landinu 334. Hins
vegar skulum við líta á tölu skráðra
slysa með meiðslum á fólki, sem
hlutfall af heildar umferðaróhöpp-
um, þ.e.a.s. verstu slysin þar sem
fólk verður fyrir meiðslum, þá var
þetta í Reykjavík 6,4%, í Hafnarfirði
m rJ -• > FR=|
Vestur-þýsk
fullkomnun
Grossag á að baki 120 ára sögu í
framleiðslu. í dag væri Grossag ekki
til nema vegna þess að gæðin hafa
alltafverið settá oddinn. Svo er enn.
-----------\ r r '
Hringlaga vöfflujárn. Nýtísku
vöfflujárn en vöfflurnar þessar
gömlu og góðu. Stillitakki fyrir
Ijósar eða dökkar vöfflur. Teflon-
húðáplötum.
J V
m
Hraðsuðukanna. Eldsnögg að
ná upp suðu. Hefur alla eiginleika
venjulegs hraðsuðuketils og fjöl-
marga aðra. Ekki aðeins til að
sjóða vatn heldur líka egg o.m.fl.
Sléttur botn — auðveld brif.
Eggjasuðutœki. Bráðsnjöll nýj-
ung. Hvernig viltu hafa eggið?
Linsoðið, harðsoðið eða einhvers
staðar þar á milli?
Minútugríll sem býður upp á ótal
möguleika. I því má sjóða, baka,
steikja og hita upp auk þess að
grilla. Stillanlegur hiti á hvorri
plötu fyrir sig. Sannkallað
„mini"-eldhús.
Sjón ersögu ríkari
Þjónusta íhelstu raftækjaverslunum
og kaupfélögum
3,8%, yfir allt landið 7,1% og í
Kópavogi 11,2%.
Það er dapurlegt að eiga lands-
met á þessu sviði. En hvemig stend-
ur á þessu? Ef við spyijum okkur
sjálf geta okkur dottið í hug margar
ástæður. Lítum okkur næst fyrst.
Erum við Kópavogsbúar verri öku-
menn en gengur og gerist? Erum
við almennt á verri ökutækjum en
aðrir landsmenn, ökum við mun
hraðar en aðrir? Ökum við oftar
undir áhrifum áfengis en aðrir og
völdum þar af leiðandi fleiri slysum
þess vegna? Þannjg getum við hald-
ið áfram að spyija varðandi okkur
sjálf og ástæður til þessara stað-
reynda. Ég held að svörin við öllum
þessum spumingum hljóti að verða
neikvæð. Eitt er það, að fleiri en
Kópavogsbúar aka um Kópavog þó
við gerum það auðvitað sjálf. Kópa-
vogur er staðsettur í miðju höftið-
borgarsvæðinu þar sem 54% þjóðar-
innar búa og hér er mikill gegnum-
akstur frá öðmm hlutum þessa
svæðis. Kópavogsbúar ferðast einn-
ig meira og minna um allt svæðið.
Ekki hef ég heyrt að þeir væru
meiri slysavaldar en aðrir annars
staðar á svæðinu.
Böndin hljóta því að berast að
eigin gatnakerfi og þeim skilyrðum,
sem umferðinni em búin hér, bæði
akandi, gangandi og hjólandi. Því
miður er það satt, að gatnakerfíð
í Kópavogi er ekki gott. Eitt er
það, að hér em nokkuð margar
mjög Iangar beinar götur, sem frá
upphafí byggðar hér vom skipu-
lagðar sem aðalumferðaræðar.
Meirihluti þeirra er ófrágengínn enn
þann dag í dag. Það má því reyndar
segja líka um stóran hluta gatna í
Kópavogi, sérstaklega í allri gömlu
byggðinni. Ein meginástæðan fyrir
tíðum umferðaróhöppum hér er
gatnakerfið, bæði hvað varðar
ástand þess og einnig frá skipulags-
legu sjónarmiði. Við Kópavogsbúar
höfum aldrei náð f skottið á sjálfum
okkar hvað varðar gatnagerð, ef
svo má orða það. Meðan stór hluti
gatna er ófrágenginn hafa öryggis-
málin í umferðinni einnig setið á
hakanum.
Árið 1970 og næstu ár þar á
eftir var gripið til þess ráðs hér
vegna illþolanlegs ástands á götum
bæjarins þegar þær vom flestar
moldargötur, að setja olíumöl yfír
moldardmlluna á götunum eins og
þær vom. Þetta var gert til að
rykbinda götumar og yfirleitt til
Richard Björgvinsson
„Hins vegar skuium við
líta á tölu skráðra slysa
með meiðslum á fólki,
sem hlutfall af heildar-
umferðaróhöppum,
þ.e.a.s. verstu slysin þar
sem fólk verður fyrir
meiðslum, þá var þetta
í Reykjavík 6,4%, í
Hafnarfirði 3,8%, yfir
allt landið 7,1% og í
Kópavogi 11,25%“.
þess að gera þær færar fyrir um-
ferð. Þörfín var svo mikil að eitt-
hvað varð að gera og gera það fljótt.
Þetta var tiltölulega ódýr aðferð og
menn reiknuðu því aðeins með að
hún entist í stuttan tíma, sem raun-
ar hefur orðið lengri en nokkmm
datt í hug þá. Á þessum tíma stóð
líka fyrir dymm að leggja hitaveitu
um allan Kópavog og þess vegna
var heldur ekki mögulegt að ráðast
í varanlega gatnagerð fyrr en því
var lokið. Það var hins vegar gert
strax og hitaveituframkvæmdum
lauk. Þá var byijað á að undir-
byggja margar götur, skipta um
lagnir í þeim bæði fyrir vatn og
Norræna húsið:
Bergþóra Arnadóttir heldur
tónleika ásamt gestum sínum
Bergþóra Arnadóttir og
nokkrir félaga hennar halda
tónleika í Norræna húsinu
annað kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20.45.
Bergþóra hefur mikið verið á
faraldsfæti erlendis nú í vetur og
heldur utan aftur í byijun maí.
Sl. vetur dvaldi hún í Noregi,
Svíþjóð og nú síðast í Finnlandi
og kom víða fram, bæði á sjálf-
stæðum tónleikum og í skólum.
{ sumar byijar hún ferð sína
með tónleikum í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn, en síðan liggur leiðin
til Svíþjóðar, Finnlands og Noregs
og er ætlunin að koma fram á
hinum ýmsu vísnahátíðum.
Efnisskrá tónleikana annað
kvöld er mikið til nýtt efni, sem
væntanlegt er á hljómplötu síðar
á þessu ári. Einnig mun hún
kynna væntanlega útgáfu sína á
Skólaljóðum, en um þessar mund-
ir er að koma á markaðinn snælda
Bergþóra Árnadóttir
með 16 lögum við ljóð úr Skóla-
ljóðum.
Gestir Bergþóru á tónleikunum
verða m.a. foreldrar hennar, þau
Aðalbjörg Jóhannsdóttir og Árni
Jónsson. Aðalbjörg leikur á munn-
hörpu og Árni á gítar.
holræsi, koma rafmagni og síma í
jörð, leggja síðan slitlag og gang-
stéttir og setja upp góða götulýs-
ingu. Þetta verk hefur síðan dregist
alltof mikið úr hömlu hjá bæjar-
stjóm Kópavogs á undanfömum
ámm.
Ennþá eru í Kópavogi um 22
kílómetrar af óundirbyggðum göt-
um með engum gangstéttum, lé-
legri lýsingu og ófrágengnar á allan
hátt þar á meðal flestum, en sjálf-
sögðum öryggisatriðum. Á meðan
svona er í pottinn búið hefur alltaf
dregist að hugsa um bráðnauðsyn-
leg öryggisatriði í umferðinni.
Ástand þessara gatna er auðvitað
mjög mismunandi, flestar eru þær
með einhveiju slitlagi ennþá að
nafninu til, en sumar em svo slæm-
ar, að þær mega teljast ófærar.
Vatnslagnir í þessum götum em
að miklu leyti ónýtar, flest holræsi
einnig og regnvatnslögn vantar.
Það verður því að taka þessar götur
alveg upp, annað væri eintómt kák.
Þetta verkefni er mjög stórt á
okkar mælikvarða og má áætla að
það sé ekki minna en hálfur millj-
arður króna, sem það kostar. Það
er svo stórt fyrir bæjarsjóð Kópa-
vogs að til þess þarf tvö kjörtíma-
bil. Frá þessum götum þarf að
ganga á sem fullkomnastan hátt,
með slitlagi, gangstéttum og góðri
lýsingu. A sama tíma þarf líka að
gera sérstakt átak til að auka
umferðaröryggið í öllu gatnakerfi
Kópavogs, bæði á þeim götum sem
gera þarf upp á nýtt og eins á
hinum, sem þegar er lokið.
Það má að sjálfsögðu ótal margt
gera til þess að auka öiyggið í
umferðinni. Annað er það sem
þessar ófullgerðu götur hafa haft í
för með sér, fyrir utan það að vera:
sjálfar til skaða og leiðinda í um-
hverfinu, þær hafa einnig gert það
að verkum að eigendur húsa við
þær hafa ekki getað gengið frá lóð-
um sínum sem er til mikils tjóns í
umhverfínu. Dæmi eru um að fólk
hafi búið á sama stað allt upp í 30
til 35 ár án þess að geta gengið
frá lóðum sínum af þessum sökum.
Gatan er ófrágengin. Hún á ýmist
að hækka eða lækka, breikka eða
mjókka.
Undan þessu verkefni, að ljúka
gatnagerðinni í eldri hluta Kópa-
vogs og umfram allt að auka örygg-
ið í umferðinni, verður ekki vikist
lengur þó verkefnið sé stórt. Ég
veit ekki hvað okkur varðar meira
um í bæjarstjóm Kópavogs en líf
og limi Kópavogsbúa og annarra
þeirra er leið eiga um bæinn.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogj.
QEÐHJÁLP
Sumarkaffi
hjá Geðhjálp
Geðhjálp verður með sumar-
kaffi og kökur í félagsmiðstöð
sinni að Veltusundi 3b, á morgun,
sumardaginn fyrsta, frá kl. 14.00
til 18.00.
Velunnarar sem að auki vilja
styðja félagið eru hvattir til að
koma með kökur og annað meðlæti
milli kl. 10.00 og 14.00 sama dag.