Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Fátæktín og skömmt- unarseðlarnir eftir Guðrúnu Agústsdóttur Sú umræða sem orðið hefur um fátækt að undanfomu hefur vakið mikla athygli. Það virtust töluvert margir álíta að fátækt hefði verið útrýmt úr landinu og að eina leiðin til að kynnast henni væri að lesa gamlar bækur og blöð. Við sem sitjum í Félagsmálaráði Reykjavíkurborgar urðum hins vegar ekkert hissa. Því miður hefur alltaf verið til einhver fátækt hér en að undanfömu hefur hún aukist vegna stefnu þeirrar ríkisstjómar sem nú situr. Fjölgun skjólstæðinga Þegar núverandi ríkisstjóm ákvað að ná niður verðbólgunni á þann hátt að láta venjulegt launa- fólk greiða hana niður og 30% kjaraskerðing var staðreynd létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Fljótlega varð vart við verulega aukningu þeirra sem á aðstoð fé- lagsmálastofnunar þurftu að halda og það sem sérstaka athygli vakti var, að nú leitaði fullfrískt fullvinn- andi fólk aðstoðar af því að endar náðu ekki saman og það átti ekki fyrir salti í grautinn sinn. Láglauna- stefnan hefur komið í veg fyrir að fólk geti framfleytt sér og dæmt stóran hóp til þess að standa í biðröð á félagsmálastofnunum til að fá peninga fyrir nauðþurftum. Aðallega em það einstæðar mæður sem nú leita aðstoðar, en eins og allir vita fylla konur lægstu launa- flokkana og þeir sem em á lægstu töxtunum og hafa litla sem enga möguleika á jrfirvinnu geta engan veginn látið enda ná saman. Þetta má öllum vera ljóst. Á síðustu þremur ámm hefur §öldi þeirra sem aðstoðar leita í Reykjavík aukist um u.þ.b. 30%. Sú tala segir þó ekki alla söguna, því að sú viðmiðun sem notuð er til að segja til um hvort fólk á rétt á aðstoð eða ekki er allt of lág og í engu samræmi við það sem raun- verulega þarf til framfærslu. Viðmiðunarkvarðinn Sú viðmiðun sem notuð er í dag er lægsti taxti Dagsbrúnar eftir 3 „Borgarsjóður á nóga peninga. Ekki var fjár- skortur þar orsökin. Helst er að skilja að fjárskorturinn hafi stafað af tregðu þeirra sem með peningamál borgarinnar fara, á því að afgreiða peninga til hverfanna. Það læðist- að manni sá grunur að það þyki ekki verra að skammta naumt til að halda útgjöldum í þenn- an þátt niðri. Það má því segja að skömmtun- arseðlarnir séu til komnir vegna sljóleika borgaryfirva!da.“ ár sem er nú 17.777. Þegar búið er að draga frá húsnæðiskostnað, dagvistargjöld og skatta á 4ra manna fjölskylda að geta lifað af tæpum 70% af þessum 17.777 kr. Það þýðir einfaldlega að sú íjögurra manna íjölskylda sem hefur yfír 2.790 kr. á viku í mat, hreinlætis- vörur, ferðakostnað, föt, símakostn- að, afnotagjöld af sjónvarpi og út- varpi, sem sagt í öll venjuleg út- gjöld, á ekki rétt á aðstoð nema við alveg sérstakar aðstæður. Á ráðstefnu sem haldin var um miðjan mars sl. sem bar yfírskriftina Fá- tækt á íslandi? kom fram að í Reykjavík fá þeir sem aðstoðar leita mun lægri upphæð til að lifa af heldur en t.d. í Kópavogi og á Akureyri. Vegna þessarar lágu viðmiðunar er mörgum synjað um aðstoð sem svo sannarlega þyrftu á henni að halda. Enda íjölgaði þeim sem um aðstoð sóttu um 65% frá hausti 1982 til hausts 1983. Hækkun kvarðans Starfsmenn félagsmálastofnunar hafa margoft bent á að breyta þurfí þessari úreltu viðmiðun. Árið 1982 lagði félagsmálastjóri fram tillögu um breytingu sem komið hefði um 90% þeirra sem aðstoðar leita til góða. Sjálfstæðis meirihlutinn vildi fá langan umhugsunartíma og miklar umræður um málið. Eftir 3ja ára umfjöllun komst hann svo að þeirri niðurstöðu að ekkert skyldi gert að svo stöddu. Kostnaðurnn við breytinguna gat kostað ailt að 10 milljónum á ársgrundvelli og á kosningaári fannst þeim að pening- unum yrði betur varið í eitthvað áþreifanlegt eins og lýsandi öndveg- issúlur t.d. en ekki eitthvað sem enginn sér, eins og það að tryggja fólki, sem vegna veikinda eða ann- arra erfíðleika þarf á aðstoð að halda, mannsæmandi kjör. Sú ákvörðun meirihlutans er því ein ástæðan fyrir fátæktinni. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða því að eiga það við samvisku sína að fjölmargir borgarbúar eru bundnir á klafa fátæktarinnar. Ráðstefna um fátækt Félagsmálastjórar á landinu gengust fyrir ráðstefnunni um fá- tæktina. Ýmislegt sem þar kom fram hefur vakið mikla athygli, annað ekki. Það sem 'vakti aðal athyglina voru þær upplýsingar að 25% þjóðarinnar værú undir fátækt- armörkum. Það sem minna hefur verið fjallað um er hver áhrif lang- varandi fátæktar eru. Það var full- yrt að eftir langvarandi fátækt væru alltaf ör, og að sjálfsvirðingin væri brotin niður. Litið væri niður á þá sem byggju við fátækt og flestum þætti þægilegast að vita sem minnst af slíku. Einhver mikil- vægustu lífsgæði hverrar mann- eskju eru að njóta virðingar og viðurkenningar sem fullgildur með- limur í þjóðfélaginu og þeirra lífs- gæða njóta þeir fátækustu ekki. Fátækt ýmissa er slík að þeir hafa ekki efni á að krefjast réttlætis og eru ofurseldir aðstoð annarra. Fá- tæktin er smánarblettur á siðuðu þjóðfélagi og það að halda fólki undir fátæktarmörkum í svokölluðu velferðarþjóðfélagi er siðferðilega rangt. Það á að skipta efnahagsleg- um gæðum réttlátar niður vegna þess að það er betra — betra fyrir alla. Allt þetta kom fram í máli fólks á ráðstefnunni. Skömmunarseðlar Á títtnefndri ráðstefnu vakti það líka mikla athygli að vegna fjár- skorts á hverfaskrifstofum Félags- Guðrún Ágústsdóttir málastofnunar Reykjavíkurborgar, sérstaklega í Breiðholti, hefur orðið að grípa til þess ráðs að afhenda úttektarbeiðnir fyrir matvörum og fatnaði í stað peninga. Skömmtun- arseðlar sem allir eru sammála um að ekki sé hægt að réttlæta notkun á, nema í algjörum undantekning- artilvikum, hafa verið teknir upp að nýju. Það var mikið framfara- spor þegar skömmtunarseðlar voru afnumdir fyrir mörgum árum vegna þeirrar stimplunar og niðurlæging- ar sem í notkun þeirra felst. Skömmtunarseðlarnir styðja ekki fóik í lífsbaráttunni heldur eru þeir tæki til að btjóta niður sjálfsbjarg- arviðleitni og sjálfsvirðingu. Sumir neituðu algjörlega að taka við beiðnum þótt þeir ættu ekki fyrir mat, vildu frekar reyna að fá lán eða líða skort. Það að labba út í búð með skömmtunarseðil frá fé- lagsmálastofnun til að taka út nauðsynjavöru er mörgu fólki um megn. En hvers vegiia vantaði peninga Borgarsjóður á nóga peninga. Ekki var íjárskortur þar orsökin. Helst er að skilja að fjárskorturinn hafí stafað af tregðu þeirra sem með peningamál borgarinnar fara, á því að afgreiða peninga til hverf- anna. Það læðist að manni sá grun- ur að það þyki ekki verra að skammta naumt, til að halda út- gjöldum í þennan þátt niðri. Það má því segja að skömmtunars- eðlarnir séu til komnir vegna sljó- leika borgaryfírvalda. Áhugi þeirra hefur beinst að öðrum en þeim verst settu. Skömmtunarseðlarnir eru hneyksli. Starfsmenn félagsmála- stofnunar og við í minnihlutanum höfum farið fram á að tryggt verði nægilegt fjármagn í kassa hverfa- skrifstofanna svo skömmtunar- seðlarnir heyri fortíðinni til. Von- andi ber sú barátta árangur. Sjálf stæðismeirihlutinn gerði illt verra Þegar þær kjaraskcrðingar sem á var minnst í upphafí greinarinnar dundu yfir launafólk hefði meiri- hluti borgarstjórnar — sjálfstæðis- menn getað mildað áhrifín. Svo varð þó ekki. Hann gerði aðeins illt verra. Fyrstu verkin voru að lækka fasteignagjöldin. Venjulegur íbúð- areigandi fékk 500 kr. í afslátt en sá sem átti gott einbýlishús fékk 2.500. Til að mæta þeirri tekju- lækkun sem af þessu hlaust var gripið til þess ráðs að hækka þjón- ustugjöld. Ýmis nauðsynleg þjón- usta sem fjöldi fólks getur ekki verið án, eins og strætisvagnafar- gjöld, rafmagn, hiti, aðgangseyrir að sundstöðum og skírteini Borgar- bókasafns voru hækkuð langt umfram verðbólgu. Þessar þjón- ustuhækkanir komu auðvitað verst niður á þeim sem minnst áttu. Til- raunir okkar alþýðubandalags- manna í borgarstjórn til að milda þessar aðgerðir, t.d. með því að krefjast verulegs afsláttar á far- gjöldum SVR fyrir skóiafólk sér- staklega, voru miskunnarlaust eyði- lagðar. Það má því segja að fátækt- in illræmda hafi haldið innreið sína fyrir sameiginlegt átak ftjáls- hyggjumanna á Alþingi og í Borg- arstjórn Reykjavíkur. Umræðan um fátæktina hefur komið illa við sjálfstæðismenn. Morgunblaðið hefur af veikum mætti reynt að gera lítið úr fátækt- inni og Davíð borgarstjóri hefur sakað okkur alþýðubandalagsmenn um að „nærast á neyð annarra". Okkar svar hlýtur að vera það að ekki sé hægt að hætta að tala um fátæktina fyrr en henni hefur verið útrýmt. Það hlýtur að vera verkefni núm- er eitt. Onnur brýn verkefni eru svo að afnema vinnuþrælkunina sem margir búa nú við og tryggja mannsæmandi laun fyrir vinnu- framlag fólks, tryggja jafnrétti til náms, tryggja öldruðum og sjúkum þá aðhlynningu sem þeim ber og tryggja börnum samfélagsins ör- uggan uppeldisstað á meðan for- eldrar eru við störf. Fyrr en þéssi grundvallaratriði eru tryggð er hæpið að tala um velferð á Islandi. I landinu eru til nógir peningar til að allir geti lifað maiinsæmandi lífí. Það sem þarf að gera er að skipta þessum peningum réttlátar niður. Höfundur er borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. Sumarmat- seðill Flu g- leiða tek- ur gildi Barnamatseðlar meðal nýjunga SUMARMATSEÐILL Flugleiða er nú á boðstólum fyrir farþega félagsins. Meðal nýjunga má nefna sérstakan barnamatseðil, morgunverð og hádegisverð, sem valinn var með aðstoð barna, en matseðillinn er að öðru leyti ákveðinn af þjónustu- deild Flugleiða. Fiskréttir og kjúklingar eru með algengustu réttum og skyr og ostakökur sem framleiddar eru í Búðardal með algengum eftirréttum. Jón Sigurðsson yfirmatreiðslu- maður Flugleiðaeldhússins á Keflavíkurflugvelli sagði að sök- um þrengsla í eldhúsi Flugleiða í flugstöðvarbyggingunni hefði verið brugðið á það ráð að reyna að færa hluta af matargerðinni Morgunblaðið/Bjami Haraldur Benediktsson yfirmatreiðslumaður, Sigurður Jónsson matreiðslunemi og Jón Sigurðsson yfirmatreiðslumaður flugeld- hússins við kvnningu á sumarmatseðlinum á Keflavíkurflugvelli. Gestum boðið að bragða á réttum eldhússins. annað, svo sem framleiðslu á skyri og ostakökum, en þær eru fram- leiddar í mjólkursamlaginu í Búð- ardal, murtuforréttir eru fram- leiddir hjá íslenskum matvælum og fjallagrasakæfa hjá íslensk- frönsku eldhúsi. Fyrir skömmu var tekinn upp séríslenskur mat- seðill sem notaður er á flugleiðum frá London, Frankfurt, Bergen, Salsborg og París til Keflavíkur, og hefur hann notið mikilla vin- sælda, einkum þó hjá erlendum ferðamönnum. Matseðillinn sam- anstendur af fjallagrasakæfu, blönduðum sjávarréttum og osta- köku. Með vinsælum forréttum er einnig murta sem borin er fram með sýrðum ijóma, en meðal annarra rétta eru soðin lúða, steikt ýsuflök að spönskum hætti og kjúklingasteikur. Jón sagði að lambakjöt væri ekki með á mat- seðlinum að þessu sinni, þar sem það væri viðkvæmt í upphitun, en gerði ráð fyrir að því yrði bætt við þegar lausnir hefðu fundist á því vandamáli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.