Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Reagan telur Gorba- chev vilja toppfund þrátt fyrir „hálfreiðilegar yfirlýsingar“ Wanhington. AP. RONALI) Reagan Bandaríkja- forseti sagði á mánudag, að hann hefði trú á, að Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi hefði enn áhuga á að eiga fund með honum á þessu ári þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. Gorbachev sagði í Austur-Þýska- landi á mánudag, að Sovétmenn væru „reiðubúnir til að eiga fund með Bandaríkjamönnum, svo fram- arlega sem andrúmsloft á alþjóða- vettvangi leyfír og grundvöllur er fyrir árangri í viðræðum um af- vopnun". Reagan svaraði þessum athuga- semdum í fréttaviðtölum á mánu- dag: „Ég held, að í þessum hálfreiði- legu yfirlýsingum Gorbachevs, sé ekkert það að fínna, sem gefí tilefni til að halda, að hann vilji hætta við Gengismál London. AP. GENGI Bandaríkjadollars féll enn i gær og hefur það ekki verið lægra í fjögur ár gagn- vart vestur-þýsku marki, svissneskum franka og hol- lensku gyllini. Gagnvart jap- anska jeninu hefur gengi dollarans ekki verið minna frá striðslokum. Gjaldeyriskaupmenn segja, að slæmar fréttir af bandarísku efnahagslífí og vaxtalækkunin í fyrradag hafí valdið mestu um gengisfall dollarans. í marsmán- uði minnkaði eftirspum eftir endingargóðum vömm um 2,5% og venjulegir bankavextir vora lækkaðir um hálft prósentustig, úr 9% í 8,5%. Japanski seðla- bankinn hefur reynt að halda aftur af falii dollarans með miklum dollarakaupum en þau hafa komið fyrir ekki. Búist er við, að dollarinn hækki nokkuð þegar innflytjendur í Japan taka til við að kaupa dollara en þeir halda þó enn að sér höndum í von um, að dollarinn lækki frek- ar. Þegar kauphallarviðskiptum lauk i gærkvöld fengust 169,35 jen fyrir dollarann en 171,90 í fyrrakvöld. Breska pundið hækkaði aðeins í verði og feng- ust í gær 1,5125 dollarar fyrir það en 1,5120 í fyrrakvöld. Gengi dollarans gagnvart öðram gjaldmiðlum var þetta: 2,1900 vestur-þýsk mörk (2,2115); 1,8335 svissneskir frankar (1,8523); 6,9875 franskir frankar (7,0575); 2,4710 hollensk gyllini (2,4960); 1.503,00 ítalskar lírar (1.516,25); 1,3880 kanadískir dollarar (1,3865). í London hækkaði verð á gulli í 345,60 dollara únsan, var 341,50 deginum áður. áætlaðan leiðtogafund," sagði Re- agan. „Ég held meira að segja, að hann hafí fremur á vissan hátt gefið til kynna í nýjustu yfirlýsingum sín- um, að hann vildi, að af fundinum yrði." Reagan hefur ákveðið að láta rífa tvo bandaríska kjamorkukafbáta til þess að takmarkanir Salt II sam- komulags stórveldanna séu haldn- ar. Hins vegar hefur hann einnig í hyggju að hraða framleiðsluáætlun- um um önnur vopn, sem ekki er getið í samkomulaginu, að því er embættismenn í Washington sögðu á mánudag. Einn embættismannanna sagði, að forsetinn hefði einnig talið, að það væri „hagkvæmt frá hemaðar- legu sjónarmiði" að fara út fyrir takmarkanir samkomulagsins, þeg- ar ný kjamorkuvopn yrðu fáanleg í árslok. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins sagði í Moskvu í gær, að Sovétstjómin „hefði til athugun- ar“ áætlun Bandaríkjastjómar um að láta rífa kjamorkukafbátana tvo. AP/Símamynd Sulfiah, eiginkona Moammars Khadafys, ávarpar blaðamenn fyrir utan rústir heimilis síns í Trípolí. Fyrir aftan hana standa synir Khadafy-hjónanna, Sadiq, þrettán ára (t.v.), og Seph Al-Salim, fjórtán ára. Al-Salim er með höndina i fatla. „Ef ég finn fliigmanninn þá drep ég hann sjálf “ — segir eiginkona Moammars Khadafys Belgrad. AP. „EF ÉG einhvem tima finn bandaríska flugmanninn, sem varpaði sprengju á hús mitt, þá drep ég hann sjálf,“ sagði Sulifa Khadafy, eiginkona Moammars Khadafys, Líbýuleiðtoga, og strauk tár af hvarmi sínum þar sem hún studdist við hækju fyrir utan rústir heimilis síns. Khadafy neitaði í viðtali við sjónvarpið í Sarajevo í Júgoslavíu á mánudag að Líbýa kynti undir hryðjuverkastarfsemi og sór að baráttunni gegn Bandaríkjamönnum yrði haldið áfram af auknum krafti. „Heimurinn getur barist gegn heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna með því að standa saman. Aðeins þannig getur friður og rétt- læti ríkt í heiminum," sagði Khad- afy. „í Líbýu er hvorki ógnarstjóm, né hryðjuverkastarfsemi. Líbýu- menn munu halda áfram baráttunni gegn Bandaríkjamönnum af aukn- um krafti þar til því stigi er náð að semja megi við Bandaríkjamenn á jafnréttisgrandvelli og þeim komið í skilning um að heimurinn var ekki skapaður fyrir þá eina,“ sagði Khadafí. Sulifa Khadafy sat ásamt sonum sínum Sadiq og Sephal Al-Salim fyrir framan blaðamenn og álasaði bæði Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, og Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, fyrir árásina á Líbýu 15. apríl. Blaðamennimir vora fluttir í langferðabflum að rústum heimilis Khadafy hjónanna. Frú Khadafy talaði á arabísku og var túlkur viðstaddur til að þýða mál hennar á ensku. Embættismenn fóra með annan hóp blaðamanna til Bengh- azi, um 1930 km. leið í austur frá Trípolí, til að skoða skemmdir eftir árásina. Frú Khadafy sagði að heimurinn gerði sér rangar hugmyndir um mann hennar. Bandaríkjastjóm hefur til að mynda lýst yfír Khadafy sem hinum óða hundi miðaustur- landa svo að eitthvað sé nefnt. „Ef ég héldi að hann væri hryðju- verkamaður myndi ég ekki búa með honum og eignast með honum böm,“ sagði Sulfiah Khadafy og bætti við: „Ef Bandaríkjamenn og Bretar era fijálsir og lifa í réttlátu þjóðfélagi verða Reagan og Thatch- er dregin fyrir rétt. Khadafy er manneskja og hann hefur ættleitt munaðarlaus böm.“ Vestrænir menn jTfir- gefa Vestur-Beirút Beirút. AP. TUGIR Evrópu- og Bandaríkja- manna yfirgáfu vesturhluta Beirút í gær af ótta við hryðju- verk arabískra hryðjuverka- manna í kjölfar loftárásarinnar á Líbýu. Hermenn drúsa fylgdu fólkinu að Leggst löggæslan niður í Finnlandi? Helsinki. AP. LÖGREGLUMENN, sem fylgj- ast með ferðalöngum frá öðr- um löndum en Norðurlöndum, fóru í gær í 16 stunda verkfall til að knýja á um kröfur ríkis- starfsmanna. Engin lausn virðist vera í sjón- máli í verkfalli ríkisstarfsmanna í Finnlandi. 2. apríl Iögðu 15.000 manns niður vinnu og fyrir viku bættust við aðrar 27 þúsundir þannig að nú era verkfailsmenn 42.000 talsins. Hefur vinnustöðv- unin bitnað mest á samgöngum, flugi og lestarferðum, og einnig stöðvað póstsendingar til og frá Iandinu. Búist var við, að verkfall lögreglumanna við vegabréfaeft- irlit ylli ferðamönnum öðrum en Norðurlandabúum allt að níu stunda töf. Yfirstjóm jámbrautanna, sem era í eigu ríkisins, ákvað í gær að heíja aftur takmarkaða flutn- inga á fólki til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir verkfallið og fínnska flugráðið fór að dæmi hennar. Umferð um aðaljámbrautastöðina í Helsinki og flugvöllinn þar var þó aðeins Qórðungur af því, sem venjulega er. Flugvélar, sem koma frá út- löndum, verða að lenda í Turku eða Tampere, en þaðan er tveggja stunda ferð með áætlunarbfl til höfuðborgarinnar. „Aðgerðir þessara ríkisfyrir- tækja munu aðeins verða til að stappa í okkur stálinu," sagði Suvi Veramo, talsmaður ríkis- starfsmanna, „og ef ríkisvaldið þverskallast við að ræða við okkur munum við láta lögreglumenn og landamæraverði leggja niður vinnu.“ Engar viðræður era á döfínni milli ríkisins og starfsmanna þess en margir binda vonir við, að um mánaðamótin komist hreyfíng á málin. grænu línunni og var gert hlé á átökum kristinna mann og múham- eðstrúar í klukkustund. Margir hinna brottfluttu era starfsmenn amerísku og frönsku háskólanna í Beirút. Hermt er að fólkið muni halda til í austurhluta Beirút, á svæði kristinna manna, og ekki yfirgefa borgina. Bandarísk her- þyrla sást hins vegar lenda í Aust- ur-Beirút skömmu eftir komu flóttafólksins þangað, en óljóst er hvort einhveijir hafí verið fluttir um borð í bandarísk herskip undan ströndinni. Áð sögn bandarísks sendimanns era fjölmargir Bandaríkjamenn eftir í vesturhluta Beirút. Sumir þeirra era fæddir í Líbanon og með tvö ríkisföng en ýmsir neituðu að verða við tilmælum við að yfirgefa borgarhlutann. Á sunnudag voru 32 Bretar flutt- ir frá Beirút af sömu ástæðu og fólkið yfírgaf borgina í gær. Fjöldi manna af ýmsu þjóðemi fór þaðan á mánudag, meðal þeirra tveir norskir sendifulltrúar, sem héldu til Damaskus. Bangladesh: Sex hundruð manna saknað eftir ferjuslys Dhaka. AP. EMBÆTTISMENN í Bangladesh sögðu á þriðjudag að leitarmenn hefðu náð líkamsleifum 147 manna úr fljótabátnum, sem hvolfdi í óveðri aðfaranótt sunnudags. Óháða dagblaðið Sangbad sagði að 600 manna væri enn saknað. Feijunni hvolfdi á Dhaleswari fljóti nærri Mushiganj um 16 km. suður af Dhaka. Starfsmenn á slysavarðstofunni í Mushiganj sögðu að á mánudag hefði tekist að ná líkum 125 manna úr kili skipsins og einnig hefðu lík fundist á floti í ánni. Vitað er um þijátíu og sjö böm, sem fórast er feijan sökk. Sjónarvottar og þeir, sem komust af, segja að verið geti að rúmlega þúsund manns séu enn ófundnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.