Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986
29
V opnasöluhring-
ur afhjúpaður
New York. AP.
BANDARÍSKIR embættismenn
sögðu í gær, að komist hefði
upp um hóp manna, sem ætluðu
að selja írönum flugvélar og
vopn fyrir hálfan þriðja millj-
arð dollara.
Embættismennimir sögðu, að í
vopnasöluhringnum hefðu verið 17
menn og hefðu þeir ætlað að
smygla úr landi og selja írönum
F-4- og F-5-orrustuþotur, flug-
skeyti af Python- og Tow-gerð og
Skyhawk-flugvélar og -þyrlur auk
ýmissa vopna annarra. Janet Rap-
aport, talsmaður bandarísku toll-
gæslunnar, sagði, að aldrei fyrr
hefði komist upp um jafn stórkost-
legt ráðabrugg um ólöglega vopna-
sölu.
Panama miðstöð
fíkniefnaviðskipta
Washingtou. AP.
EIN helsta miðstöð eiturlyfja-
smyglara til að koma eiturlyfja-
gróða í umferð er um þessar
mundir i Panama. Þarlend yfir-
völd eru treg til að láta til skarar
skríða gegn þeim á eiturlyfja-
smyglurum og -sölum af ótta við
að það skaði bankaviðskipti, sem
eru í miklum blóma í Panama.
Þetta er haft eftir starfsmönnum
Bandaríkjastjórnar.
Raymond J. McKinnon, aðstoðar-
yfirmaður fíkniefnalögreglu Banda-
ríkjanna, segir að eiturlyfjagróðinn,
sem fari gegn um banka í Panama,
nemi um 600 milljónum dollara ár-
lega.
Elliott Abrams, aðstoðarutan-
ríkisráðherra um málefni rómönsku
Ameríku, sagði að þetta væri mikið
áhyggjuefni, en lét þess jafnframt
getið að Panamastjóm hefði starfað
með Bandaríkjamönnum við að
stemma stigu við fíkniefnasmygli
og eyða marijuana-ökrum.
Embættismennimir báru vitni
fyrir undimefnd Bandaríkjaþings
um utanríkismál á mánudag.
Abrams sagði að um 125 bankar
væra í Panama, flestir útibú banda-
rískra, japanskra, kanadískra og
evrópskra banka.
McKinnon sagði að stærstu eitur-
lyfjahringimir gerðu samninga og
smygluðu í auknum mæli um Pan-
ama. Þar væri þetta hægt í skjóli
löglegra vöraflutninga um landið
og alþjóðleg fyrirtæki væra einnig
skálkaskjól smyglaranna.
AP/Símamynd
Fjársjóðurinn var ein flaska
Leynihvelfing A1 Capones, einhvers nafntogaðasta glæpamanns í Bandaríkjunum, var opnuð sl. mánu-
dagskvöld og var sjónvarpað frá því um Bandaríkin og níu önnur lönd. Bjuggust sumir við að í hvelfing-
unni, sem er undir Lexington-hótelinu í Chicago, fyndist eitthvert brot af þeim ólöglega auði, sem
Capone komst yfir um dagana, og því urðu vonbrigðin mikil þegar í ljós kom, að þar var ekkert að
hafa nema eina áfengisflösku. A myndinni sést þegar verið var að ryðja úr vegi síðustu hindranunum
að hvelfingunni.
Bandaríkin:
Tilraunasprenging
í Nevada-eyðimörk
Las Vegas, Bandaríkjunum. AP.
KJARNORKUSPRENGJA var í
gærmorgun sprengd i tilrauna-
skyni í Nevada-eyðimörkinni í
Bandarikjunum. Nokkur hópur
Veður
víða um heim
Laoit Hæ.t
Akureyri 4 skýjað
Amaterdam 4 12 skýjaö
Aþena 9 23 haiöaklrt
Barcelona 19 skýjað
BerKn 10 16 rlgnlng
Bruaael 4 11 skýjað
Chicago 2 S halðakfrt
Dubifn 5 10 heiðskfrt
Feneyjar vantar
Frankfurt 7 13 rtgnlng
Ganf 7 18 skýjað
Halalnki 2 4 rignlng
HongKong 20 23 skýjað
Jeruaalem vantar
Kaupmannah. 4 11 rlgning
Laa Palmaa vantar
Uaaabon 9 15 rlgnlng
London 4 11 skýjað
Loa Angalaa 19 31 tkýjað
Lúxamborg 8 akýjað
Malaga 19 akýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Miami 22 27 haiðakfrt
Montreal 9 14 rlgnlng
Moakva 7 11 tkýjað
NewYork 11 17 heiðakfrt
Oaló +1 2 anjókoma
Paría 6 14 akýjað
Paking 7 23 halðskfrt
Reykjavík 7 þokum.
Ríó de Janeiro 16 32 akýjað
Rómaborg 4 18 heiðakfrt
Stokkhólmur +1 9 skýjað
Sydnay 13 26 helðskfrt
Tókýó 14 17 akýjað
Vfnarborg 2 10 akýjað
Þórshöfn 7 léttskýjað
kjarnorkuvopnaandstæðinga
hélt því fram, að þeir hefðu
komist óséðir inn á tilraunasvæð-
ið.
Sprengikrafturinn jafnaðist á við
150.000 tonn af TNT, nærri 12
sinnum öflugri en sprengja, sem
eyddi Hiroshima. Sprakk sprengjan
rúma 600 metra undir yfirborðinu.
Steve Rohl, talsmaður grænfrið-
unga, sagði, að menn úr samtökun-
um hefðu nóttina áður faríð inn á
bannsvæðið en Chris West, tals-
maður bandaríska orkumálaráðu-
neytisins, bar á móti því og sagði,
að engir hefðu komist nálægt
sprengistaðnum.
Tilgangurinn með þessari
sprengingu og öðram að undan-
fomu er að prófa ný tæki, sem
nota á til að fylgjast með kjamorku-
sprengingum. Kallast þau eða þetta
kerfi Corrtex og hefur Reagan,
Bandaríkjaforseti, boðið Sovét-
mönnum að fylgjast með tilraunun-
um og áreiðanleika Corrtex-kerfis-
ins. Því boði hafa þeir látið ósvarað.
Sovétríkin:
Gromyko í
sjúkrahúsi
Moskvu. AP.
ANDREI A. Gromyko, forseti
Sovétríkjanna, sem sagður er
hafa lagst inn á spítala í síðustu
viku, mætti ekki á mikilvægan
fund hjá kommúnistaflokknum i
gær. Fund þennan sækja venju-
lega allir þeir, sem sæti eiga i
stjórnmálaráðinu og búa í
Moskvu.
Gromyko var einnig sá eini, sem
vantaði í þennan hóp, þegar tekið
var á móti Gorbachev á Moskvu-
flugvelli, er hann kom heim frá
flokksþinginu í Austur-Berlín.
ZdttoM*
Veldu þér SANYO bíl-
tæki og JENSEN hátal-
ara í bílinn. Því þú
hlustar hvergi meira á
útvarp en í bílnum.
Athugaðu það.
ÖNNUMST ÍSETNINGAR
SAMDÆGURS
Gunnar Ásgeirsson hf.
SuðurianasDraur 16 Simi 91 35200