Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 35

Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 35 Hjálparstofnun kirkjunnar: Oskað frekari aðstoðar við afg- anskt flóttafólk Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá vinstri: Skúli Möller formaður karlakórs Fóstbræðra, Finnbogi Alexanderson ritari, Eiríkur Tryggva- son varaformaður og Guðni Guðmundsson formaður gamalla Fóstbræðra. Karlakórinn Fóstbræður 70 ára: Afmælistónleikar á morgun og laugardag í LANDSSÖFNUN Hjálparstofn- unar kirkjunnar um síðustu jól var m.a. safnað til aðstoðar afg- önsku flóttafólki. Eins og kunn- ugt er af fréttum síðustu vikna hafa stríðsátökin í Afganistan harðnað mjög. Staumur flótta- fólks hefur stöðugt aukist í vet- ur, bæði vegna harðnandi stríðsátaka og þá hefur veðurfar í Afganistan verið slæmt, miklir þurrkar ásamt frosthörkum. Straumur flóttamanna er lang- mestur til Pakistan, en þar hafa tugir þúsunda nýrra flóttamanna safnast saman í vetur, og nú er talið að í Pakistan bíði 150 þús- und nýir flóttamenn í bráða- birgðabúðum án skráningar við skort og harðræði. Talið er að allt að 3 milljónir afganskra flóttamanna dvelji nú í Pakistan vegna striðsátakanna í Afganist- an. Biýn þörf er á auknu hjálpar- starfi við afganska flóttafólkið. Nokkuð hefur borið á að hjálpar- stofnanir hafi neyðst til að draga úr hjálparstarfínu vegna fjárskorts til verkefna fyrir afganskt flóttafólk. Þessar upplýsingar komu fram á fundi hjálparstofnana kirkna, er hafa á hendi hjálparstarf við afg- anskt flóttafólk, sem haldinn var fyrir skömmu í Uppsölum. Starfs- fólk hjálparstarfsins á meðal af- ganskra flóttafólksins lýsti yfír miklum áhyggjum varðandi áfram- hald starfsins ef ekki kæmi til aukið fé. Þá kom einnig fram að ástandið á meðal almennings innan Afgan- istan væri hreint skelfilegt. Þar ríkti Sauðanes- prestakall laust til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst SauðnesprestakaU í Þingeyjar- prófastsdæmi laust tíl umsóknar. Séra Ingimar Ingimarsson settur prestur hefur þjónað Sauðanes- prestakalli að undanfomu. Tvær sóknir tilheyra prestakallinu, Sval- barðssókn og Sauðanessókn. Prest- setur er á Þórshöfn. Umsóknarfrestur er til 17. maí næstkomandi. (Fríttatilkynningr) neyðarástand. Mikil þörf væri á öflugu hjálparstarfi innan Afganist- an. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú þegar lagt til aðstoðar afgönsku flóttafólki um 3 milljónir króna. Á fundinum í Uppsölum lýsti Hjálpar- stofnunin því yfir að hún mundi veija á fjórðu milljón króna til við- bótar til hjálparverkefna við afg- anskt flóttafólk. Þessir peningar munu renna til verkefna á sviði hjálpar við nýkomið flóttafólk til Pakistan, heilbrigðisþjónustu í flóttamannabúðum og einnig til hjálparstarfs innan Afganistan, auk þess að Hjálparstofnun kirkjunnar tók að sér að fjármagna skóla og heilbrigðisþjónustu afganskra læknasamtaka, sem senda lækna og hjúkrunarfólk inn í Afganistan. Ráðstöfun íslenskra framlaga mun fara fram í náinni samvinnu Hjálparstofnunarinnar og hjálpar- aðila á vettvangi. Hjálparstofnunin leggur mikla áherslu á að ísienska aðstoð megi enn auka við afganska flóttafólkið. Það ræðst af því, hvort um frekari framlög til starfsins verði að ræða hér innanlands. Fréttatílkynning frá Hjálparntofnun kirlq- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Biskupsstofu: Vegna umsóknar sr. Cecils Har- aldssonar um Laugalandsprestakall og þá umfjöllun sem umsókn hans hefur hlotið, vill Biskupsstofa taka eftirfarandi fram: Sr. Cecil skrifaði biskupi íslands 9. maí 1984 og leitaði upplýsinga um möguleika hans til að sækja um embætti hérlendis. Biskup tjáði sr. Cecil í svarbréfi að hann gæti inn- ritast í Guðfræðideild Háskóla ís- lands og látið meta prófin sem tekin hafa verið í Svíþjóð en bæta við prófum í kirkjusögu íslands, kristni- rétti og helgisiðafræði. Biskup benti einnig á þann val- kost að sr. Cecil sæki um laust prestsembætti og ráðherra leggi fram frumvarp til laga að hann taki að sér embættið að undangeng- inni kosningu. Þá kynnti biskup starfsmanna- frumvarp kirkjunnar, sem þá var í mótun en þar er kveðið á um hvaða viðbót þeir þurfa í námi til að verða prestar á Islandi, sem lokið hafa Karlakórinn Fóstbræður held- ur tónleika á morgun, sumardag- inn fyrsta, og aðra nk. laugardag guðfræðiprófi erlendis og er hlið- stæð því sem prestar héðan að heiman þurfa að afla sér til þess að verða prestar á hinum Norður- löndum. Þykir rétt að taka það fram að sr. Cecil hefur fengið ofangreindar upplýsingar fyrir nær 2 árum. Bisk- up mælti með því við alþingismenn að sérstakt lagaákvæði kæmi til þess að hægt yrði að taka umsókn sr. Cecils gilda. Biskupsstofa væntir þess að starfsmannafrumvarp kirkjunnar fái greiða umfjöllun af hálfu Al- þingis, svo að umsóknir guðfræð- inga frá háskólum Norðurlanda fái eðlilegan framgang héreftir. í tilefni af 70 ára afmæli kórsins á árinu. Báðir hefjast þeir kl. 15.00 i Háskólabíói. í tilefni af þessum merku tímamótum í sögu kórsins verða tónleikarnir með nokkuð nýstárlegu sniði og er þeim ætlað að sýna i hnotskurn þá margvíslegu tónlistariðkun, sem kórmenn hafa lagt stund á. Efnisskrá tónleikanna verður afar fjölbreytt, að sögn kórfélaga, en auk hins starfandi kórs, mun koma fram um 50 manna kór gamalla Fóstbræðra, sem starfar af mikilli grósku og kemur saman einu sinni í mánuði til æfinga. Þá koma „Fjórtán Fóstbræður" fram á afmælistónleikunum, en nú eru liðin 23 ár síðan þeir komu fyrst fram í útvarpsþáttum hjá Svavari Gests. Svokallaðir „Átta Fóstbræður" ætla líka að láta í sér heyra, en það er tvöfaldur kvartett innan kórsins og hafa þeir sungið á ýmsum samkom- um sl. tvö ár. Stjómandi kórsins er Ragnar Bjömsson og stjómandi gamalla Fóstbræðra er Jónas Ingimundar- son. Eftirtaldir hljóðfæraleikarar koma fram: Alfreð Álfreðsson, Ámi Scheving, Grettir Bjömsson, Jónas Ingimundarson, Jónas Þórir Jónas- son, Kristján Stephensen, Magnús Ingimarsson, Sigurður Markússon, Kjartan Óskarsson og Joseph Ogni- beni. Starf Fóstbræðra á yfirstandandi starfsári hefur verið mjög blómlegt undanfarin ár, að sögn formanns kórsins Skúla Möller. Sl. haust vom haldnar haustskemmtanir fyrir styrktarfélaga. Fyrir sl. jól gaf Fálkinn út tvær hljómplötur með söng kórsins undir stjóm Jónasar Ingimundarsonar. í janúar tók kór- inn þátt í tónleikahaldi á Suð- Vesturlandi með íslensku hljóm- sveitinni og í maíbyijun hyggst kórinn leggja land undir fót til tón- leikahalds um Norðurland. Bændafundur á Patreksfirði: Varar við takmörkun fram- leiðslu á búmarkssvæðinu Athugasemd frá Biskupsstofu Tónlistarskóli Garðabæjar: Burtfarartónleikar Ingi- bjargar Guðjónsdóttur TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar heldur tónleika i Garðakirkju á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudag, 24. apríl, kl. 17.00 syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir ljóð og óperuaríur. Hún hefur stundað nám við Tónlistarskóla Garðabæjar undanfarin sex ár og em þessir tónleikar liður f lokaprófí hennar frá skólanum. Kennari hennar í söngnámi er Snæbjörg Snæbjamar- dóttir. Ingibjörg hlaut 1. verðlaun í Söngkeppni sjónvarpsins vorið 1985. Þau veittu henni rétt til þátt- töku í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í fyrrasumar þar sem frammistaða hennar vakti athygli. Ingibjörg heldur utan til Bandaríkjanna í haust til fram- haldsnáms. Föstudaginn 25. aprfl verða aðrir vortónleikar Tónlistarskóla Garða- bæjar. Þar verður leikið á píanó, orgel, fiðlur, selló, gítar og flautur og er eftiisskráin Qölbreytt. Þessir tónleikar verða einnig í Garðakirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Aðgangur að báðum tónleikunum er ókeypis og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfír. (Fréttatilkynning.) • BÚNAÐARSAMBAND Vest- fjarða boðaði til bændafundar í félagsheimilinu á Patreksfirði fyrir skömmu til að fjalla um framleiðslustjórnun í landbún- aði. Fundurinn samþykkti sam- hljóða eftirfarandi ályktun: „Almennur bændafundur haldinn í féiagsheimilinu á Patreksfirði 7. apríl varar við þeim takmörkunum á búvöruframleiðslu sem boðaðar eru hér á búmarkssvæðinu þar sem bú eru öll það lítil að útilokað er að lifa af þeim nema framleiðslu- geta þeirra sé nýtt til fullnustu. Þá kemur til frekari þörf vegna niður- skurðar sauðfjár í Barðastrandar- hreppi. Það blasir við, ef að fram- leiðsluskerðingu verður svo sem boðið er, munu margir bændur yfírgefa jarðir sínar og byggð leys- ast upp. Fundurinn skorar á ráða- menn í landbúnaði og stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja hér áframhaldandi búsetu, meðal annars með trygg- ingu fulls verðs á allt að 1,2 milljón- um lftra mjólkur. Ennfremur fáist fullvirðisréttur á sauðfjárafurðum í sambærilegu magni og var á árinu 1978—80, áður en riðuveikin dró verulega úr framleiðslu. Fundurinn varar við mikilli fé- lagslegri röskun sem verða muni ef af fólksfækkun verður."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.