Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 2318 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Ræstingastörf Konur óskast til ræstingastarfa síðdegis hjá opinberri stofnun miðsvæðis í austurborg- inni. Þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí nk. Tilboð leggist inn á augl.deild Mbl. merkt: „I — 0134“ fyrir kvöldið þann 28. apríl. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. JPtrijMtriMaMfo
Pökkunarstörf Laust er starf í framleiðsludeild pappírsvöru að Sætúni 8. Upplýsingar hjá framleiðslu- stjóranum í síma 24000 (innanhússími 42). Ó. Johnson og Kaaber hf.
Verksmiðjuvinna Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju okkar. Kexverksmiðjan Frón, Skúlagötu 28.
Starfsfólk á saumastofu Óskum að ráða starfsfólk á saumastofu hálf- :an eða allan daginn.. Upplýsingar í síma 31960.
Rannsóknastofa Starfskraftur óskast á rannsóknastofu til margvíslegra starfa. Engrar sérmenntunar krafist. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt:- „Rannsókn — 5703“. Meinatæknar Heilsugæslustöðin á Akureyri óskar eftir meinatækni til afleysinga í sumar. Engin vaktavinna. Upplýsingar gefur rannsóknar- stofa Heilsugæslustöðvarinnar í síma 96-22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Tónlistarkennarar Laus til umsóknar er staða blásturshljóð- færakennara við Tónlistarskóla Seyðisfjarð- ar. Húsnæði til staðar. Upplýsingar gefur skólastjóri, Sigurbjörg Helgadóttir, í símum 97-2366 og 97-2188. Skólanefnd. Organistar Staða organista og söngstjóra við Seyðis- fjarðarkirkju er laus til umsóknar. í kirkjunni er nýtt 15 radda pípuorgel frá Frobenius í Danmörku. Laun eru skv. samningi organ- istafélagsins. Upplýsingar um starfið gefur formaður sókn- arnefndar Jóhann Grétar Einarsson í símum' 97-2110og 97-2101. Sóknarnefnd Seyðisfjarðarkirkju.
Vefnaðarvöruverslun Afleysingafólk vantar í vefnaðarvöruverslun í sumar. Einnig kemurtil greina fast starf. Upplýsingar í síma 82048 eftir hádegi.
Hverfisgötu 8-10, símar 18833 - 14133. Nemi óskast Nemi óskast í framreiðslu á veitingahúsið Arnarhól. Upplýsingar veittar á staðnum í dag og fimmtudag milli kl. 15.00 og 17.00.
Bakarí Óskum eftir að ráða nema eða aðstoðarmann. Mikil vinna í boði. Upplýsingar á staðnum. Gullkornið hf. Iðnbúð 2, Garðabæ.
Áhugafólkum Öræfi og fjallaferðir Ferðafélag Akureyrar óskar eftir sjálfboðalið- um til gæslu í sumar í sæluhúsum félagsins, Dreka hjá Dyngjufjöllum og Laugafelli suður af Eyjafirði. Áætlaður starfstími: í Dreka 13. júlí—17 ágúst, í Laugafelli 13. júlí-24. ágúst. Gert er ráð fyrir að fleiri aðilar skipti tíma þessum á milli sín og tilvalið er að taka viku eða hálfan mánuð af sumarfríinu til þessa starfs. Upplýsingar veita: Guðmundur Björnsson, vinnusími 96-25200, heimasími 96-21885 og Guðmundur Gunnarsson, vinnusími 96-22900, heimasími 96-22045. Stjórn Ferðafélags Akureyrar.
Sanitas Sendill óskast Okkur vantar sendil í banka, toll o.fl. í sumar. Verður að hafa vélhjól til umráða. Umsóknir leggist inn á augld. Mbl. merktar: „S — 5810". Sanitas hf.
Innskrift — setning Vegna aukinna verkefna þurfum við að fjölga starfsfólki. Ef þú ert góður starfsmaður vanur/vön innskrift (meginmáls eða töflu- forma) og hefur áhuga á góðum launum hjá góðu fyrirtæki, þá vinsamlega hafðu sam- , band við verkstjóra í setningu. Prentsmiðjan Oddi, 1 Höfðabakka 7, sími 83366.
Nýja húsnæðislánafrumvarpið:
Árleg- lánsfjárþörf 4,5—
5,5 milljarðar króna
Hámarkslán 2,1 m.kr.
Meginatriði húsnæðissam-
komulagsins i nýgerðum kjara-
samningum og þessa stjórnar-
frumvarps er að lánsréttindi í
húsnæðislánakerfinu verða
tengd aðild að lifeyrissjóðum og
lánveitingum (skuldabréfakaup-
um) þeirra. Það er Alexander
Stefánsson, félagsmálaráðherra,
sem þannig komst efnislega að
orði, er hann mælti fyrir stjórn-
arf rumvarpi um húsnæðismál,
sem flutt er til samræmis við
gerðan kjarasáttmála.
Tillögur frumvarpsins um Bygg-
ingarsjóð ríkisins eru þríþættar:
Fjáröflun sjóðsins er tengd sér-
stökum samningum um skulda-
bréfakaup lífeyrissjóða.
Lenging lánstíma og hækkun
lánsfjárhæða.
Samræmd eru ákvæði um láns-
rétt, lánsfjárhæðir og endur-
greiðslutíma.
Tillögur frumvarpsins um Bygg-
ingarsjóð verkamanna spanna m.a.:
Hækkun lánshlutfalls úr 80% í
85%.
Lán eru miðuð við staðlíbúð.
I framsögu ráðherra kom fram
að sl. fímm ár hafa að meðaltali
verið veit 1368 nýbyggingarlán á
ári og um 2.000 lán til kaupa á
notuðum íbúðum. Þá kom fram í
ræðu hans að byggingarþörf á ári
hverjii sé um 1.300 íbúðir en sú
tala fari lækkandi. Loks sagði ráð-
herra að útlánaþörf næstu ára
gæti orðið á bilinu 4,5 til 5,5 millj-
arðar króna. Miðað við að lífeyris-
sjóðir verðu 55% af ráðstöfunarfé
til kaupa á skuldabréfum er líklegt
að Bygginarsjóðir ríkisins hafí til
ráðstöfunar 3,1 milljarð af lífeyris-
sjóðafé á árinu 1987 og um 5 millj-
arða árið 1990. Ráðherra taldi að
framlag, ríkissjóðs þyrfti að vera
um 1 milljarður króna.
Hámarkslán til þeirra sem byggja
eða kaupa í fyrsta sinni, samkvæmt
frumvarpinu, verður 2,1 m.kr. Jafn-
framt er lagt til að lánstími verði
lengdur í 40 ár. Þeir sem eiga íbúð
fyrir og fullan lánsrétt eiga kost á
láni til kaupa á nýrri íbúð sem
nemur 70% af lánum til fyrstu íbúð-
ar.