Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 2318 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Ræstingastörf Konur óskast til ræstingastarfa síðdegis hjá opinberri stofnun miðsvæðis í austurborg- inni. Þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí nk. Tilboð leggist inn á augl.deild Mbl. merkt: „I — 0134“ fyrir kvöldið þann 28. apríl. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. JPtrijMtriMaMfo Pökkunarstörf Laust er starf í framleiðsludeild pappírsvöru að Sætúni 8. Upplýsingar hjá framleiðslu- stjóranum í síma 24000 (innanhússími 42). Ó. Johnson og Kaaber hf. Verksmiðjuvinna Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju okkar. Kexverksmiðjan Frón, Skúlagötu 28. Starfsfólk á saumastofu Óskum að ráða starfsfólk á saumastofu hálf- :an eða allan daginn.. Upplýsingar í síma 31960. Rannsóknastofa Starfskraftur óskast á rannsóknastofu til margvíslegra starfa. Engrar sérmenntunar krafist. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt:- „Rannsókn — 5703“. Meinatæknar Heilsugæslustöðin á Akureyri óskar eftir meinatækni til afleysinga í sumar. Engin vaktavinna. Upplýsingar gefur rannsóknar- stofa Heilsugæslustöðvarinnar í síma 96-22311. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Tónlistarkennarar Laus til umsóknar er staða blásturshljóð- færakennara við Tónlistarskóla Seyðisfjarð- ar. Húsnæði til staðar. Upplýsingar gefur skólastjóri, Sigurbjörg Helgadóttir, í símum 97-2366 og 97-2188. Skólanefnd. Organistar Staða organista og söngstjóra við Seyðis- fjarðarkirkju er laus til umsóknar. í kirkjunni er nýtt 15 radda pípuorgel frá Frobenius í Danmörku. Laun eru skv. samningi organ- istafélagsins. Upplýsingar um starfið gefur formaður sókn- arnefndar Jóhann Grétar Einarsson í símum' 97-2110og 97-2101. Sóknarnefnd Seyðisfjarðarkirkju. Vefnaðarvöruverslun Afleysingafólk vantar í vefnaðarvöruverslun í sumar. Einnig kemurtil greina fast starf. Upplýsingar í síma 82048 eftir hádegi. Hverfisgötu 8-10, símar 18833 - 14133. Nemi óskast Nemi óskast í framreiðslu á veitingahúsið Arnarhól. Upplýsingar veittar á staðnum í dag og fimmtudag milli kl. 15.00 og 17.00. Bakarí Óskum eftir að ráða nema eða aðstoðarmann. Mikil vinna í boði. Upplýsingar á staðnum. Gullkornið hf. Iðnbúð 2, Garðabæ. Áhugafólkum Öræfi og fjallaferðir Ferðafélag Akureyrar óskar eftir sjálfboðalið- um til gæslu í sumar í sæluhúsum félagsins, Dreka hjá Dyngjufjöllum og Laugafelli suður af Eyjafirði. Áætlaður starfstími: í Dreka 13. júlí—17 ágúst, í Laugafelli 13. júlí-24. ágúst. Gert er ráð fyrir að fleiri aðilar skipti tíma þessum á milli sín og tilvalið er að taka viku eða hálfan mánuð af sumarfríinu til þessa starfs. Upplýsingar veita: Guðmundur Björnsson, vinnusími 96-25200, heimasími 96-21885 og Guðmundur Gunnarsson, vinnusími 96-22900, heimasími 96-22045. Stjórn Ferðafélags Akureyrar. Sanitas Sendill óskast Okkur vantar sendil í banka, toll o.fl. í sumar. Verður að hafa vélhjól til umráða. Umsóknir leggist inn á augld. Mbl. merktar: „S — 5810". Sanitas hf. Innskrift — setning Vegna aukinna verkefna þurfum við að fjölga starfsfólki. Ef þú ert góður starfsmaður vanur/vön innskrift (meginmáls eða töflu- forma) og hefur áhuga á góðum launum hjá góðu fyrirtæki, þá vinsamlega hafðu sam- , band við verkstjóra í setningu. Prentsmiðjan Oddi, 1 Höfðabakka 7, sími 83366. Nýja húsnæðislánafrumvarpið: Árleg- lánsfjárþörf 4,5— 5,5 milljarðar króna Hámarkslán 2,1 m.kr. Meginatriði húsnæðissam- komulagsins i nýgerðum kjara- samningum og þessa stjórnar- frumvarps er að lánsréttindi í húsnæðislánakerfinu verða tengd aðild að lifeyrissjóðum og lánveitingum (skuldabréfakaup- um) þeirra. Það er Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem þannig komst efnislega að orði, er hann mælti fyrir stjórn- arf rumvarpi um húsnæðismál, sem flutt er til samræmis við gerðan kjarasáttmála. Tillögur frumvarpsins um Bygg- ingarsjóð ríkisins eru þríþættar: Fjáröflun sjóðsins er tengd sér- stökum samningum um skulda- bréfakaup lífeyrissjóða. Lenging lánstíma og hækkun lánsfjárhæða. Samræmd eru ákvæði um láns- rétt, lánsfjárhæðir og endur- greiðslutíma. Tillögur frumvarpsins um Bygg- ingarsjóð verkamanna spanna m.a.: Hækkun lánshlutfalls úr 80% í 85%. Lán eru miðuð við staðlíbúð. I framsögu ráðherra kom fram að sl. fímm ár hafa að meðaltali verið veit 1368 nýbyggingarlán á ári og um 2.000 lán til kaupa á notuðum íbúðum. Þá kom fram í ræðu hans að byggingarþörf á ári hverjii sé um 1.300 íbúðir en sú tala fari lækkandi. Loks sagði ráð- herra að útlánaþörf næstu ára gæti orðið á bilinu 4,5 til 5,5 millj- arðar króna. Miðað við að lífeyris- sjóðir verðu 55% af ráðstöfunarfé til kaupa á skuldabréfum er líklegt að Bygginarsjóðir ríkisins hafí til ráðstöfunar 3,1 milljarð af lífeyris- sjóðafé á árinu 1987 og um 5 millj- arða árið 1990. Ráðherra taldi að framlag, ríkissjóðs þyrfti að vera um 1 milljarður króna. Hámarkslán til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinni, samkvæmt frumvarpinu, verður 2,1 m.kr. Jafn- framt er lagt til að lánstími verði lengdur í 40 ár. Þeir sem eiga íbúð fyrir og fullan lánsrétt eiga kost á láni til kaupa á nýrri íbúð sem nemur 70% af lánum til fyrstu íbúð- ar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.