Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 41 Hús á lóðum Alþíngís eftir Hilmar Biering Alþingi hefur samþykkt að fram fari samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þings- ins. Það mun öllum kunnugt að starfsemi Alþingis fer nú fram í mörgum húsum í kringum gamla þinghúsið sem nú er orðið allt of lítið fyrir starfsemina þótt það hafi einu sinni hýst ekki aðeins þing- haldið heldur einnig í upphafi lands- bókasafnið og forngripasafnið. Segja má að um tuttugu ára skeið hafi Alþingi „safnað" lóðum á reit sem afmarkast af Kirkju- stræti, Tjarnargötu, Vonarstræti og Templarasundi. Allar lóðir á þessu svæði eru nú í eigu Alþingis að undanskilinni lóðinni Vonarstræti 10 en þar reisti Oddfellowreglan sér stórhýsi árið 1931 sem enn var stækkað 1950 þegar byggð var rishæð með kvistum. Hilmar Biering f skýrstu sem húsameistari ríkia- ins gerði árið 1977 segir að það sé eðlilegt að Alþingi nýti þann húsa- kost sem fyrir er á þessu svæði og tengi hann með nýbyggingum. Hvernig slíkt myndi takast er ekki gott að segja en eflaust mundi framkvæmd þessarar hugmyndar húsameistara vera erfiðari og bjóða heim meiri hættu á ósamræmi en að skipuleggja nýjar byggingar frá grunni á þessu svæði. Etdsvoðar og niðurrif hafa þegar leikið þetta svæði svo að ekki virðist margra kosta völ. Auk Alþingishússins og Odd- fellowhússins standa nú á þessu svæði sjö hús og ekki er það ætlun mín að rita um þau eftirmæli heldur segja að nokkru sögu þeirra því að hún er kunn og er það ekki síst frábæru starfi í Árbæjarsafni að þakka þótt víðar hafi ég leitað fanga. Með örfáum orðum er ef til vill rétt að_ byija á Alþingishúsinu sjálfu. Á þingi sem haldið var 1. júlí til 27. ágúst 1879 voru veittar á fjárlögum 100 þúsund krónur til byggingar alþingishúss í Reykjavfk. Leitað var til danska húsameistar- ans og forstöðumanns listaháskól- ans í Kaupmannahöfn, F. Meldahl, um að gera uppdrátt að alþingis- húsinu. Eftir deilur um staðsetn- ingu hússins var það reist þar sem það nú stendur. Byijað var að grafa fýrir grunni 5. maí 1880 og 9. júní sama ár var hornsteinninn lagður af Hilmari Finsen, landshöfðingja. Um haustið 1880 var húsið komið undir þak og mátti heita að það væri að mestu fullgert þegar þing kom þar saman í fyrsta sinn 1. júlí 1881. Næsta hús fyrir vestan Alþingis- húsið við Kirkjustræti er tvflyft, rauðmálað timburhús sem hýsir nú verslunina Kirkjumuni. Þetta er Kirkjustræti 10 sem Kristján Ó. Þorgrímsson byggði árið 1879 en fékk þó ekki á sig núverandi mynd fyrr en hann byggði við það árið 1907. Kristján Þorgrímsson var bókbindari að iðn og rak lengi bóka- verslun S húsinu. Hann var konsúll og um langt skeið bæjarfulltrúi. Kristján var leikari, einn af frum- kvöðlum reglulegrar leiklistarstarf- semi í Reykjavík og einn af stofn- endum Leikfélags Reykjavíkur 1897. Eftirlát hans, 1915, bjóekkja hans, Magnea Norðfjörð, lengi í húsinu. Eigendur hússins eftir hana voru Þorsteinn Sch. Thorsteinsson og Samband ísl. samvinnufélaga en ríkið keypti húsið 1982. Kirkjustræti 8b er áfast við hús Kristjáns Þorgrímssonar að vestan. Þar er nú til húsa verslun sem verslar með kínverska muni. Kirkju- stræti 8b byggði Magnús Blöndahl árið 1905. Á framhlið hússins er stór kvistur og tum sitt hvoru megin við hann. Magnús var tré- smiður að iðn en rak síðar verslun, togaraútgerð og verksmiðjuiðnað. Hann var einn af stofnendum tré- smiðjunnar Völundar og fram- kvæmdastjóri hennar 1903 til 1911. Magnús var þingmaður Reykvík- inga 1909 til 1911. Fimm eigendur voru að húsinu þangað til Samband ísl. samvinnufélaga seldi ríkinu hús- ið 1982. Vestasta húsið af þeim þremur sem standa við Kirkjustræti er þekkt sem Hótel Skjaldbreið en það reisti Sigríður Sigurðardóttir 1907. Hún rak þar ásamt systur sinni matsölu og var þar um langt skeið rekið matsöluhús, Skjaldbreið, og síðar gistihús með sama nafni. Margir eigendur hafa verið að þessu húsi en ríkissjóður eignaðist það 1967. Á bak við húsin í Kirkjustræti stendur lítið rauðmálað timburhús, einlyft með risi, Tjarnargata 3c. Þetta hús er elsta húsið á svæðinu því að það reisti Lúðvíg A. Knudsen árið 1880 en 1887 keypti það Ind- riði Einarsson sem bjó þar með fjölskyldu sinni í 51 ár. Indriði var „ Auk Alþingishússins og Oddfellowhússins standa nú á þessu svæði sj hús, og ekki er það ætlun mín að rita um þau eftirmæli heldur segja að nokkru sögu þeirra ... “ embættismaður frá 1878 og var skrifstofustjóri stjómarráðsins er hann lét af störfum 1918. Þekktast- ur er þó Indriði vegna ritstarfa sinna en á meðal verka hans eru leikritin Nýársnóttin og Dansinn í Hruna. Hann var einn af stofnend- um Leikfélags Reykjavíkur og um áratuga skeið forustumaður Góð- templarareglunnar. Kona Indriða var Marta María, dóttir Péturs Guðjohnsen organleikara sem víða kemur við sögu Reykjavíkur. Þor- steinn Sigurðsson, kaupmaður, átti húsið um 14 ára skeið en ríkið keypti húsið af Sambandi ísl. sam- vinnufélaga 1982. Fimmta húsið sem hér er sagt frá stendur á homi Tjarnargötu og Vonarstrætis, grænmálað tvflyft timburhús sem um margra ára skeið hefur verið notað af AA- samtökunum. Þetta hús er Tjamar- gata 5a sem var reist af Geir T. Zoéga í garðinum fyrir sunnan fyrra íbúðarhús hans sem var Tjamargata 5. Geir T. Zoéga varð kennari við Lærða skólann í Reykja- vík 1884, rektor Menntaskólans. í Reykjavík 1913 en hann lést 1928. Ríkissjóður eignaðist húsið 1967. Næsta hús fýrir austan Tjamar- götu 5a er Vonarstræti 12 sem Skúli Thoroddsen alþingismaður reisti árið 1908 en hann hafði átt Bessastaði á Álftanesi og búið þar frá því að hann flutti frá Ísafírði 1901. Skúli var kosinn þingmaður 1890 og sat á þingi frá 1891 til 1915, hann dó 21. maí 1916. Eftir lát Skúla Thoroddsen eignaðist Þórður Bjamason húsið en frá árinu 1946 til 1966 að ríkissjóður eignað- ist húsið áttu það og bjuggu í því Ásgeir Ólafsson stórkaupmaður og böm hans. Vonarstræti 10, Oddfellowhús- inu, hefur þegar verið getið að - nokkru en fyrir austan það er Vonarstræti 8 sem nú hýsir bóka- safn Alþingis. Þetta hús reisti Sig- uijón Sigurðsson trésmiður 1915. Um sama leyti var byggt hús Ólafs Þorsteinssonar Iæknis við Skólabrú 2 sem nú hýsir skrifstofur alþingis- manna og afgreiðslu þingskjala. Þegar þessi og önnur svipuð hús voru reist sagði eitt af blöðum bæjarins: „Steinöldin færist nær.“ Siguijón bjó í Vonarstræti 8 ásamt íjölskyldu sinni fram undir 1950. í húsinu bjuggu margir leigjendur og mætti þar á meðal nefna Arreboe Clausen, föður Hauks og Amar Clausen, og bjó sú fjölskylda lengi í húsinu. Árið 1949 eignaðist Anna Guðmundsdóttir húsið en ríkissjóð- ur keyptiþað 1970. Ég sé ekki ástæðu til að segja sögu þeirra húsa sem á svæðinu umhverfís Alþingishúsið vom en eru horfín því þessi upptalning er ef til vill þegar orðin of löng og eins mætti þá segja sögu kartöflu- garðanna sem menn vonuðu lengi og loksins urðu Vonarstræti. Vonandi ber Alþingi gæfu til þess að gera þetta svasði eins fallegt og kostur er þótt ný hús verði byggð og einhver hús verði fyrir það að vílq'a enda er ekki allt gott þótt gamalt sé. borgarstarfsmaður. .....................................: • " tttr. Það er staðreynd að alvðru líkamsþjálfun sem skilar fögrum vexti, verður aldrel létt. Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins vegar skemmtileg og hressandi. fyrir Nú er kjörið tœkifœrí til að koma Ifnunum í lag fyrir sumarið. Þann 28. aprfl hefjast ný námskeið sem að eru jafnt karla og konur. Byrjendanámskeið, og fyrlr þá sem lengra eru komnir.i Kennarar-. Cornelius, Sóiey og Ásta Trio'jiir þrek Skemmtilegir þoltímar sem auka þrek og létta lund. Sóley kennir. IpflnBlW Góð nómskeið fyrir þá sem lengra eru komnir. (Graham-tœkni.) Kennarl,- Marta Rúnarsdóttir. Sigtuni 9, simi 687701.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.