Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 42
Fyrstu verðlaun
Þessa mynd sendi Bryndís Steinunn í Keflavík okkur. Við
máttum til með að birta hana. Þessi grímubúningur fékk
fyrstu verðlaun að sögn Steinunnar.
Eldspýtna-
þraut
Hér er tólf eldspýtum raðað
upp. Fáðu lánaðar eld-
spýtur og gerðu eins. Síðan
áttu að flytja þrjár eldspýtur
til og frá þannig út þrjá fern-
inga.
Klappleikur
ú spilar e.t.v. ekki á fiðlu
né annað hljóðfæri en hér
er leikur sem þú getur boðið
vinum eða bekkjarfélögum í við
tækifæri. Þetta er spurninga-
leikur. Þú hugsar þér lag sem
allir viðstaddir þekkja. Nú
vandar þú þig við að klappa
taktinn í laginu og hinir eiga
að giska á hvaða lag þetta er.
Sá sem fyrstu er að svara rétt
má klappa næsta lag og síðan
kollaf kolli.
Börn
Hafið þið ekki stundum séð
börn á ferð með töskur sem
þið vitið að ekki eru skólatöskur
og ekki eru leikfimi- eða íþrótta-
töskur? Þið hafið e.t.v. komist að
því að sumar þessar töskur eru
hljóðfæratöskur eða kassar. Stórir
svartir gítarkassar, litlar flautu:
töskur eða brúnar fiðlutöskur. I
dag ætlum við að tala við Guðrúnu
Hrund Harðardóttur sem við
sjáum stundum á labbi með fiðlu-
töskuna sína.
— Hvað ertu gömul og í hvaða
skóla ertu?
Ég er ellefu ára og er í 5. bekk
í Laugamesskóla.
— Hefurðu alltaf verið í Laug-
amesskóla?
Nei, ég byijaði í skóla í Þýska-
landi. Það var opinn skóli, bland-
aður aldur nemenda og tímar þar
sem við máttum alveg ráða sjálf
hvað við gerðum.
— Þú segist hafa verið í Þýska-
landi, en nú eru flutt fyrir nokkr-
um ámm síðan hingað heim.
Talarðu þýskuna ennþá?
Ég skil hana, en það tekur mig
svolítinn tíma að byija að tala
hana aftur.
— Hvað finnst þér skemmtileg-
ast í skólanum?
Teikning og handmennt em
skemmtilegustu fögin. Það er líka
gaman í matreiðslu en hún er
bara 2—3 tímar yfir veturinn.
— Ég nefndi áðan að þú sæist
stundum á gangi með fiðlutösku.
Er langt síðan þú byijaðir að læra
á fiðluna?
Það var líka í Þýskalandi sem
ég byijaði að læra á fiðlu. Ég
hafði japanskan kennara sem
kenndi eftir Suzukiaðferðinni.
Þegar við fluttum hingað þá fór
ég í Tónmenntaskólann og hef
verið þar síðan. Kennarinn minn
heitir Gígja Jóhannsdóttir.
— Fer mikill tími í fiðlunámið?
Ég er í tveim fiðlutímum á viku,
einum hóptíma og svo hljóm-
sveitaræfing einu sinni í viku.
— Þarftu að æfa þig oft á
fiðluna?
Ég þarf að æfa mig klukkutíma
á dag og ég reyni að gera það
en stundum tekst það ekki.
— Er erfitt að spila á fíðlu?
MYNDAGÁTAN2
Mörg svör bárust við
fyrstu myndagátunni
okkar og öll rétt. Það var
gaman að fá svona mörg
bréf og svo víða að af
landinu. Flest bréfin komu
frá Reykjavík, en auk þess
komu bréf frá Kópavogi,
Flafnarfirði, Keflavík, Grinda-
vík, Garðabæ, Stöðvarfirði,
Eskifirði, Höfn í Hornafirði,
Vestmannaeyjum og Akra-
nesi. Svarið við myndagát-
unni var tappi af gosflösku
og sumir bættu við, sem rétt
var, að hann var beyglaður.
Dregið var úr réttum lausn-
um til að birta nafn í blaðinu
og upp kom: Hannes Ingi
Jónasson, Vesturbergi 140,
Reykjavík.
Nú fáum við aftur mynd til
að spreyta okkur á. Ef þið
hafið rétt svar sendið okkur
þá línu. Heimilisfangið er:
Barnasíða
Morgunblaðsins,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
með töskur
Guðrún Hrund með töskuna sína.
Já, en þó ekkert voðalega. Það
eru helst einstaka tæknileg atriði
sem eru erfíð.
— Spilarðu einhvern tíma opin-
berlega?
Já, það eru vortónleikar hjá
hljómsveit Tónmenntaskólans.
Svo spilaði ég á nemendatónleik-
um síðastliðið vor. í Tónmennta-
skólanum eru líka mússíkfundir
þar sem við spilum. í vetur spilaði
ég í morgunsöng í Laugarnesskól-
anum.
— Morgunsöngur! Hvað er
það?
Á milli fyrsta og annars tíma
á morgnana koma allir nemendur
saman fyrir framan stofurnar sín-
ar og syngja saman. Einu sinni í
viku fá nemendur að spila undir
í þessum morgunsöng.
— Ertu ekkert hrædd að spila
fyrir aðra?
Nei, ég er ekki hrædd ef ég
kann lagið, en ég er kannski
svolítið feimin.
— Hvað gerirðu annað en vera
í skólanum og læra á fíðlu?
Það er ekki mikill tími afgangs,
en ég les mikið og leik mér auðvit-
að líka.
— Hefurðu einhveijum skyld-
um að gegna á heimilinu?
Það er ekkert ákveðið verk sem
ég á að vinna en ég reyni að hjálpa
til.
Við þökkum Guðrúnu Hrund
fyrir spjallið.
Fiðlur
Fiðlur eru sögð göfug hljóð-
færi. Hvað sem um það
má segja er hitt víst að fiðlan
er gamalt hljóðfæri. Fyrir rúm-
um hundrað árum bárust fiðlur
Hér er teikning af fiðlu og
merkt við heiti nokkurra hluta
hennar:
til landsins. Til eru sögur af
mönnum sem áttu fiðlur og
fóru milli bæja til að leika fyrir
fólk. Nú til dags getur fólk
unnið við að vera fiðluleikarar
t.d. í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Þar er stór strengjasveit
og auk fiðlanna eru þar lág-
fiðlur, celló og kontrabassar.
Fiðlan er stengjahljóðfæri
með fjórum strengjum.
Strengirnir eru stroknir með
boga sem í eru hrpsshár. Fiðlu-
boginn orsakar sveiflu á
strengina þegar honum er
strokið eftir þeim. Þannig
myndast hljóðið eða tónninn
sem við heyrum frá fiðlunni.
Mismunandi tóna fáum við
með því að styðja fingrum
vinstri handar á strengina eftir
öllum kúnstarinnar reglum.
Hérna er teikning af fiðlu þar
sem merkt er inná heiti ein-
stakra hluta fiðlunnar.