Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 43

Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 43 Stj órnunarstörf í öldrunarþjónustu eftir Sigþrúði Ingimundardóttur I lögum um málefni aldraðra frá 1983 segir í 17. gr. um íbúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða: Ibúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða skv. lögum þessum eru: 1. íbúðir, sérhannaðar fyrir þarfír aldraðra. Þær geta verið tvenns konar: a) Þjónustuíbúðir, þar sem er hús- varsla og afnot af sameiginlegu rými, en engin önnur þjónusta. b) Vemdaðar þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot af sameiginlegu rými. íbúðirnar skulu búnar kallkerfí, með vörslu allan sólarhringinn og veitt skal sameiginleg þjónusta, s.s. máltíðir og ræsting. 2. Dvalarheimili, ætluð öldruðu fólki, sem ekki er fært um að annast eigið heimilishald með að- stoð. Þar skulu vera einstaklings- herbergi, hjónaherbergi og fjölbýlis- einingar. Dvalarheimili aldraðra skulu veita þjónustu s.s. fullt fæði, þvotta, þrif, umönnum, lyf, læknis- hjálp, hjúkrun, endurhæfíngu og félagsstaðr. Þau skulu búin sameig- inlegum vistarvemm til vinnu og tómstundastarfs. Samkvæmt þessum lögum eiga þjónustuíbúðir aldraðra að Dalbraut 21-27 í Reykjavík að vera vandaðar þjónustuíbúðir. í reynd má segja að þær séu sambland af vernduðum þjónustuíbúðum og dvalarheimili. Astæðan er augljós, fólk bíður mörg ár eftir að komast að og er því oft orðið lasburða þegar loks íbúð fæst. Komi síðan til viðvarandi heilsu- brestur, andlegur eða líkamlegur getur oft tekið langan tíma að komast að á hjúkrunarheimili. Það sama gildir fyrir fjölda af gömlu fólki víðsvegar um bæinn. Skortur á rými fyrir hjúkrunarsjúklinga hefur verið og er stærsta heilbrigð- isvandamál borgarinnar. Atak hefur verið gert í vemduðu vistrými undanfarin ár og er það vel, en mikið vantar á að þörfínni fyrir hjúkrunarheimili sé fullnægt. Borgarstjóri segist líta svo á að þau heimili sem borgin rekur fyrir aldraða séu ekki heilbrigðisstofnan- ir, og því ekki nauðsynlegt að fag- fólk sé þar í forsvari. Stöðuauglýsingar Reykjavíkur- borgar undirstrika þetta því ávallt er auglýst eftir forstöðumanni. Gildir þetta t.d. fyrir stöður yfír- manns á Droplaugarstöðum og Seljahlíð. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, sem sjálfsagt er að virða en fær samt ekki staðist. Því hafí nokkur hópur þjóðfélagsþegna þörf fyrir heilsugæslu, eru það böm og aldraðir. Það hlýtur því að vera nauðsynlegt að yfírmaður stofnana, sem aldraðir dveljast á hafí fag- þekkingu. Reyndin er líka sú að forstöðumenn Droplaugarstaða og Seljahlíðar eru hjúkmnarfræðingar. I ljósi þessa tel ég rétt að líta á stöðu forstöðumanns þjónustuíbúða við Dalbraut. Reykjavíkurborg gerði kröfu um reynslu á sviði stjómunar og reksturs, einnig þekk- ingu og reynslu í félagsmálum, þegar staðan var auglýst. Af þeim umsóknum er bámst vom tvær frá hjúkrunarfræðingum, Önnu Margréti Einarsdóttur og Hrönn Jónsdóttir. Anna Margrét hefur starfað mikið með öldraðu fólki, m.a. á Hrafnistu í Reykjavík og í heinm- hjúkran. Hjúkranarfræðingar í heimahjúkran sjá um ákveðna hjúkranarþjónustu daglega á Dal- braut. Anna Margrét hefur jafn- framt starfsreynslu í heilsugæslu. Hrönn Jónsdóttir hefur góða menntun og fjölþætta starfs- reynslu. Hún lauk sémámi í geð- hjúkran og kennslu og uppeldis- fræði. Hefur margra ára starfs- „Þessar þrjár konur hafa því allar ákveðið til brunns að bera, sem g-erir þær hæfar til starfsins. Spurningin hlýtur því að vera sú hver sé hæfust.“ reynslu sem hjúkranarfræðingur, deildarstjóri og kennari. I dag stundar hún nám í stjórnun. Upp- bygging námsins miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og færni í almennri stjómun annars vegar, er sá hluti tengdur viðskintadeild Háskóla íslands, og hinsvegar að nemendur öðlist hæfni í hjúkranar- stjómun. Það var miklum áfanga náð þegar nám þetta hófst, en því lýkur í vor, áður hafa hjúkranarfræðingar orðið að sækja erlendis í slíkt nám. Hjúkranarforstjórar allra stærri sjúkrahúsa landsins hafa þetta nám ásamt fleiram er gegna stjórnunar- stöðum innan hjúkrunar. Margrét S. Einarsdóttir, sjúkra- liði, hefur undanfarna 6 mánuði gegnt starfi forstöðumanns við Dalbraut. Margrét hefur víðtæka reynslu í félagsmálum Reykjavíkur- borgar, sem án efa hefur reynst henni vel í starfinu. Þessar þijár konur hafa því allar ákveðið til branns að bera, sem gerir þær hæfar til starfans. Spum- ingin hlýtur því að vera sú hver sé hæfust. Hjúkranarfélag íslands tók afstöðu og taldi Hrönn Jónsdóttur hæfastan umsækjanda vegna menntunar og starfsreynslu. Sú afstaða er á engan hátt til að kasta rýrð á aðra umsækjendur. Hún er tekin til þess að undirstrika mikilvægi þess að góð fagleg menntun og fjölþætt starfsreynsla sé grandvöllur fyrir því að til stjóm- unarstarfa í þágu aldraðra veljist sem hæfastir einstaklingar. Höfundur er fomiaður Hjúkr- unarfélags íslands. Sigþrúður Ingimundardóttir PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 24.990.-* OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 18.890.-* Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. /Vpglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.