Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986
49
og lánaði viðskiptamönnum sínum
fullmikið á stundum og var slakur
við innheimtu hjá þeim.
Þess vegna og við skárri heilsu
þá byijaði hann akstur á ný 52 ára
gamall. Hann keypti hlut í Sendi-
bílastöðinni hf. og hóf akstur á
stöðinni 1968. Ekki höfðum við trú
á að hann myndi endast lengi í
starfinu, þar sem um er að ræða
starf fyrir hrausta menn. En hann
var fljótur að afla sér vinsælda og
eignaðist góða viðskiptavini. Það
leið ekki á löngu þar til hann var
kominn í stjóm Sendibílastöðvar-
innar jafnframt sem hann var kjör-
inn formaður Trausta, félags sendi-
bílstjóra. Þegar hann tók við stjóm
Trausta átti félagið ekki neitt og
hafði fram að því átt mjög erfitt
uppdráttar. Var utan við öll samtök
og kerfi, litlu meira en átthagafélag
sem hélt spilakvöld einu sinni á ári.
Hann reisti félagið við með því að
opna skrifstofu, þar sem hann var
til viðtals eftir vinnutíma. Hann
barðist ötullega fyrir hagsmunum
félaganna án þess að missa sjónar
af því, að til þess að halda vinnu,
þá þýðir ekki að spenna bogann of
hátt heldur skal fara með gát.
Starf Sigurðar var meira af
hugsjón og innri þrá en peninganna
vegna, enda vom laun hans í pen-
ingum lítil, laun hans voru að sjá
félagið eflast og dafna. Hann lagði
úr eigin vasa fé, þegar fest voru
kaup á húsnæði fyrir félagið, og
gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir
félagana. Hann var heppinn með
meðstjómendur, einn af hverri stöð,
ágætismenn sem lagt hafa gmnn
að sterku bflstjórafélagi. En bfl-
stjórar em menn sem vilja vera
sjálfs sín herrar og erfitt er að ná
saman sem afli hvað þá sterku afli.
Honum var ljóst að margt er þar
ógert, en hann hefur á fáum ámm
skapað samstöðu bflstjóra af mörg-
um stöðvum.
Undirritaður kynntist Sigurði
þegar hann hóf akstur á Sendibfla-
stöðinni hf. og störfuðum við saman
í stjóm stöðvarinnar í mörg ár.
Reynsla hans af félagsmálum kom
okkur yngri mönnum mjög til góða,
róleg yfirvegun og að skoða hvert
mál frá fleiri en einni hlið varð
okkur farsælt. Hann var alla tíð
mikill framsóknarmaður og þegar
hann kvæntist inn í sjálfstæðisfjöl-
skyldu á Nesinu, þótti þar kominn
kynlegur kvistur á Nesið en þar
vom framsóknarmenn sjaldséðir
fuglar. Hann dreif upp félag fram-
sóknarmanna og mun það hafa
verið með mestum blóma í hans tíð.
Hann sat í hreppsnefnd fyrir fram-
sókn í 8 ár. Ekki mátti hann heyra
neitt illt um framsókn, þess vegna
varð hann oft fyrir léttum skotum
af okkar hálfu, en hann svaraði og
sendi boltann glettinn til baka.
Framsóknarmenn vom góðir menn
og væm þeir líka úr Breiðdalnum
þá vom þeir frábærir. Ef rætt var
um einhvem, þá vildi hann vita
hverra manna hann væri og hvaðan.
Síðastliðin ár hefur Sigurður verið
meira og minna rúmfastur en hann
hafði síma við rúm sitt og sinnti
ýmsum málum fyrir félagið, hringdi
í embættismenn til þess að fá leið-
réttingu á málum sendibflstjóra og
var hann þá mjög fylginn sér. Fram
á síðustu stundu snerist hugur hans
um sendibflstjóra, gang mála hjá
sinni stöð og hjá stéttarfélaginu þar
sem honum fannst hann eiga margt
ógert og háði hann harða baráttu
í von um að ná heilsu, en árangurs-
laust. Þegar hann sá að hveiju
stefndi, sagði hann mér að stundum
vorkenndi hann læknum sínum,
öllum þessum ágætismönnum sem
reyndu að lappa upp á sig án þess
að hafa nokkuð af varahlutum, í
staðinn fyrir ónýtt. Þar væru bif-
vélavirkjamir ólíkt betur settir.
Það er sagt að hinir góðu deyi
ungir, en sannir gæðamenn, eins
og Sigurður var, eru ungir þar til
þeir deyja. Sigurður hefur nú farið
í sinn síðasta „utanbæjartúr", við
vitum ekki hver er næstur „á pijóni"
en þegar þar að kemur vitum við
að Sigurður mun greiða götu okkar.
Astu og börnunum sendum við
samúðarkveðjur, félagamir og
starfsfólk Sendibflastöðvarinnar.
Krístinn Arason
Kristján Magnús-
son-Kveðjuorð
Kynni mín af Kristjáni hófust fyrir
3 árum, þegar ég gerðist leigjandi
hjá honum og Gyðu konu hans.
Systir mín benti mér á að leigja
hjá þeim því þau væru einstaklega
almennileg.
Það kom líka á daginn. Alltaf
heilsaði Kristján mér með bros á
vör, rabbaði um daginn og veginn
og lét mig finna að ég væri hjartan-
lega velkomin í húsið.
Kristján var lífsglaður maður og
iðinn. Honum féll aldrei verk úr
hendi, endalaust gat hann fundið
sér verkefni til að dytta að á heimil-
inu og þá syngjandi eða raulandi.
Sérstaklega minnist ég laugardag-
anna þegar bamabömin vom í
heimsókn og öll hersingin tók sig
til og ryksugaði. Þau flugu um
teppin með Kristján í broddi fylk-
ingar syngjandi og trallandi.
Þegar von var á syni hans og
fjölskyldu í jólafrí geislaði Kristján
allur. Nú myndi færast fjör í húsið
og fjölskyldan öll fengi að vera
saman yfir jólahátíðina. Fjölskyldan
var mjög samheldin, öll voru þau
vinir og báru virðingu hvert fyrir
öðru.
Ég votta Gyðu konu hans og
bömum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hanna Birna
SMÁGÆTISEM SMAKKAST VEL1NÆSTA.. .
EINFALT!
SMJÖR OG “SÚKKULAÐIÆÐIГ
Konfekt, súkkulaði og aftur
konfekt er það fínasta fína þessa
dagana. Nýjasta „æðið“ sem talið er
eiga rætur sínar að rekja til
Frakklands, og hefur þegar náð
mikilli útbreiðslu m.a. í Bandaríkjunum.
Hér er þó ekki um að ræða neitt
yenjulegt konfekt eða súkkulaði sem
við þekkjum svo vel úr hillum
kaupmannanna - nei, handgert skal
það vera og eingöngu úr ljúffengustu
og fínustu náttúruefnum. Uppistaða
þessa sælgætis er suður amerískt
súkkulaði, ferskur rjómi og hreint
smjör.Eví er skiljanlegt að gómsætið
sé ekki gefið.
Nú skulum við athuga málið.
Við getum nefnilega útbúið okkar
sælgæti sjálf fyrir aðeins Vio hluta þess
verðs sem áðurgreint konfekt kostar
og ekki skortir okkur hráefnið. Hér
koma nokkrar góðar uppskriftir.
Látum nú hendur standa fram úrermum.
ROMMKONFEKT
SUKKULAÐITO
125 g smjör
175 g flórsykur
IV2 msk romm eða koníak
250 g suðusúkkulaði, brœtt yfir vatnsbaði.
Hrærið smjörið þar til það
verður létt og ljóst og bætið þá
flórsykrinum og víninu út í. Látið
súkkulaðið kólna ögn áður en þið
blandið því saman við smjörhræruna.
Setjið hræruna í sprautupoka og
sprautið í lítil pappamót eða á plötu
klædda srpjörpappir. Kælið.
110 g suðusúkkulaði
110 g smjör
300 g flórsykur
romm eftir smekk.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði
og blandið smjörinu út í. Hrærið
flórsykrinum og romminu saman við.
Mótið litlar kúlur og veltið þeim upp
úr súkkulaðikurli. Geymið í kæli.
KÓKOSKÚLUR
75 g smjör
1 dlsykur
1 msk vanillusykur
3 dl haframjöl
175 g suðusúkkulaði,
brætt yfir vatnsbaði
2 msk mjólk
ldlkókosmjöl.
Hrærið saman smjöri" sykri,
vanillusykri, súkkulaði, haframjöli og
mjólk. Mótið kúlur eða sívala bita og
veltið upp úr kókosmjöli. Kælið.
S/lUÖ**
Wm IV < il V 1 .p
v i í c\ I4r": v \ \ .<
'JF :^|g
fe1 /. yXV$SSÉ|ÖP