Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Fríður Guðna-
dóttir - Minning
Fædd 4. ágúst 1938
Dáin 13. april 1986
Móðir mín, Fríður Guðnadóttir,
var fædd og uppalin í Reykjavík
og voru foreldrar hennar Ragn-
hildur Jónsdóttir og Guðni Nikulás
Sigurðsson. Hún giftist föður mín-
um, Ómari Sigtryggssyni, 26. des-
ember 1975, en þau slitu samvistir
eftir sjö ára sambúð, en það var
aldrei nein óvinátta þeirra á milli
þrátt fyrir það. Þau umgengust
hvort annað eins og gamlir vinir. Eg
ólst upp fyrstu árin hjá mömmu
minni en fluttist svo til pabba míns
og er hjá honum. En ég heimsótti
alltaf mömmu mína með stuttu
millibili og mér þótti svo mikið
vænt um hana alveg eins og um
pabba minn.
Svo fyrir nokkrum mánuðum
veiktist mamma og varð að fara_ á
Landspítalann þar sem hún dó. Eg
heimsótti hana á sjúkrahúsið eins
oft og ég gat. Mig langaði svo mikið
til að hún fengi að lifa, en nú er
hún dáin og farin í burtu til Guðs
síns. Ég, sem er tíu ára gömul,
stend hér og horfi á eftir henni, en
hugur minn er hlaðinn sorg og
söknuði því mér þótti svo vænt um
mömmu mína og henni þótti vænt
um mig. Svo kveð ég elsku móður
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
SIGURGARÐUR STURLUSON,
Hrauntungu 8,
Kópavogl,
lést í hjartadeild Landspítalans 21. apríl.
fna Böðvarsdóttir
og börn hins látna.
t
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
ANDREA HELGA INGVARSDÓTTIR,
Hamarsbraut 12, Hafnarfirði,
andaðist i St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 21. apríl.
Ámundi Eyjólfsson,
Gunnar Ámundason, Auður Skúladóttir,
Ingóifur Halldór Ámundason, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA LIUA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Austurbergi 36,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 22. apríl.
Ólafur Guðmundsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín og móðir,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Bíldudal,
síðast til heimilis á Vallarbraut 2, Ytri-Njarðvík,
er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Finnbogi Rútur Guðmundsson,
Jón Haukur Torfason
og aðrir vandamenn.
t
Útför eiginmanns míns,
PÁLS BJÖRNSSONAR
hafnsögumanns,
Sporðagrunni 12,
ferfram frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. apríl kl. 13.30.
Ólöf Benediktsdóttir.
t
Móðir okkar og dóttir,
HELGA LÁRA ÓSKARSDÓTTIR,
Skipholti 14,
verður jarðsett frá Fríkirkjunni föstudaginn 25 þ.m. kl. 15.00.
Óskar Sveinsson, Rakel Sveinsdóttir,
Rakel Sæmundsdóttir, Óskar Hallgrímsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls föður
okkar,
JÚLÍUSAR F. KRISTINSSONAR.
Sérstakar þakkir til sóknarprests og kirkjukórs Keflavíkur og
systkina hins látna. Guð blessi ykkuröll.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
mína og þakka henni hjartanlega
fyrir allar stundimar sem við feng-
um að vera saman. Ég mun aldrei
gleyma þeim. Fylgi henni guðs-
blessun yfir í nýjan heim. Hafi hún
ástkæra þökk fyrir allt.
Kolbrún Ósk Ómarsdóttir
Við andlátsfregn vina og ætt-
ingja sækja minningamar að.
Fríður Guðnadóttir lést þann 13.
apríl sl. í Landspítalanum, eftir
stutta en stranga legu.
Því miður eru læknavísindin
ennþá máttvana gegn sumum teg-
undum krabbameins og svo var í
þetta skipti.
Við minnumst fæðingar frænd-
konu okkar, þ. 4. ágúst 1938.
Foreldrar hennar, Ragnhildur Á.
Jónsdóttir og Guðni Sigurðsson,
verslunarmaður ásamt einkasyni
sínum, Jóni Sigurhans, arkitekt, þá
flögurra ára, bjuggu í húsi móður
okkar og voru fjölskyldumar sem
ein, enda skyldleikinn náinn.
Arið 1942 veiktist móðir Fríðar
alvarlega og þurfti að dvelja á Víf-
ilsstöðum um tíma. Varð það til
þess, að Fríður varð heimilisföst
hjá okkur um eins árs skeið.
Hún var skemmtileg og falleg
lítil stúlka, og höfðum við mikla
ánægju af henni.
Á heimili foreldra hennar var
tónlistin í hávegum höfð. Faðir
hennar var mjög tónelskur, spilaði
á píanó og hafði fallega söngrödd.
Var því oft tekið lagið.
Fríður lærði um hríð á fiðlu og
léku þau mæðginin saman á góðum
stundum. í minningunni voru það
miklar hátíða- og gleðistundir.
Á æskuheimili sínu naut Fríður
alls þess, sem gott heimili getur
veitt.
Þegar skyldunámi lauk kaus hún
að læra hárgreiðslu. Hún lauk prófi
í þeirri iðn og stundaði hana af og
til um árabil.
Fríður var listræn og mjög hand-
lagin, eins og hún átti kyn til. Það
sem hún tók sér fyrir hendur var
mjög vel af hendi leyst. \
Ung að árum fór Fríður úr for-
eldrahúsum og alvara lífsins tók við.
Hún gekk að eiga unnusta sinn,
Ágúst Sigmundsson, árið 1957.
Þeim varð þriggja bama auðið. Þau
eru: Sigmundur, múrari, f. 24/4
1956, Guðni, tónlistarmaður, f. 7/4
1960 og Ragnhildur, húsmóðir, f.
25/7 1962, búsett í Bandaríkjunum.
Fríður og Ágúst slitu samvistir.
Þann 31/12 1968 giftist Fríður
Einari Bogasyni og eignuðust þau
einn dreng, Val Boga, f. 8/3 1970.
Þau slitu samvistir.
Ýmsir erfíðleikar kvöddu dyra
hjá Fríði um árabil og var lengi
tvísýnt, hvort hún kæmist heil úr
þeirri baráttu.
Hún hefði mátt spyija sömu
spuminga og gert er í gömlu rússn-
esku kvæði, sem Magnús Ásgeirs-
son íslenskaði svo:
Hví tendrast sól, fyrst giæta hverrar glóðar
dvín?
Hví leiftrar gleði, er aftur hverfur óðar sýn?
Ó, hvað og tii hvers er vor gieði, móðir mín?
Er hjartað vaknar, faðmar það og fagnar það
um fleyga stund, svo saknar það og þagnar það.
Ó, hvað er hjartað, móðir góð, hvað gagnar
það?
Guðrún Þorleifs-
dóttir - Minning
Fædd 19. nóvember 1907
Dáin 26. mars 1986
„Mér var sagt að dauðinn væri eins og
góðurvinur
því meira sem þú þekktir hann því minna
óttaðist
þú hann. Ég gekk niður að vatninu og
kastaði steini
og vatnið gáraðist. Það var kvóld.“
(VilmundurGylfason)
Aðeins eitt vitum við með vissu,
við eigum öll eftir að deyja. Hversu
lítið sem við höfum átt sameiginlegt
í lífinu, sameinar dauðinn að lokum
allt og alla. Gerir alla jafna. Við
getum endalaust velt því fyrir okkur
hvað tekur við eftir dauðann, en
mestu máli skiptir að lifa sjálfum
sér og öðram til góðs. Njóta í gleði
og einlægni alls þess sem lífíð hefur
að gefa okkur. Lifa í sátt við
umhverfíð, annað fólk og umfram
allt í sátt við sjálfan sig. Guðrún
Þorleifsdóttir fæddist í Svínhólum
í Lóni, elst af sex börnum hjónanna
Ragnhildar Guðmundsdóttur og
Þorleifs Bjamasonar. Sjálfsagt
hefur æska hennar og uppvöxtur
verið líkt og hjá öðra fólki á þessum
áram, strit fyrir daglegum nauð-
synjum. Vinna í eldhúsinu og á
éngjunum, en jafnvel hin hvers-
dagslegustu störf eiga sína gleði
sé að þeim unnið með jákvæðu
hugarfari.
Rúna, eins og hún var kölluð,
giftist Skúla Siguijónssyni frá Bæ
í Lóni og í mörg ár bjuggu þau í
Lóni, í Bæ, Hvammi og síðast í
Svínhólum en þaðan fluttu þau til
Reykjavíkur 1954. Skúli og Rúna
áttu ekkert bam, en tóku í fóstur
Pálínu Magnúsdóttur sem var þeim
elskuleg dóttir. Pálína, maður henn-
ar og böm vora fjölskylda Rúnu
og það var góð fyölskylda. Það var
þungt áfall fyrir alla en ekki síst
fyrir Rúnu þegar Pálína lést fyrir
nokkram áram, langt um aldur
fram. Skúli maður Rúnu var þá
látinn fyrir allmörgum áram. Á
seinni áram bjó Rúna í lítilli íbúð í
Breiðholti. Þar fór vel um hana
meðan hún hafði sæmilega heilsu.
Henni var eðlilegt að vera fremur
veitandi en þiggjandi og oft var
gestkvæmt hjá henni enda var hún
mjög félagslynd. En tvö síðustu árin
átti Rúna oft erfítt vegna veikinda
sinna og þó hún ætti ýmsa góða
að sem vildu liðsinna henni, er eins
og hver eigi nóg með sig í þessu
frumskógarþjóðfélagi.
Það er sárt til þess að vita að
þegar fólk hefur lokið löngu og
farsælu ævistarfí, skuli þjóðfélagið
ekki koma meira til móts við það
en raun ber vitni. Fullorðið fólk er
stolt og leitar ekki eftir aðstoð fyrr
en í fulla hnefana þó það þægi hjálp
sem boðin væri að fyrra bragði.
Ævikvöldið ætti ekki að þurfa að
vera fólki áhyggjuefni. Þjóðfélag
sem þannig býr að þegnum sínum
hefur ekki rétt á að kalla sig vel-
ferðarþjóðfélag. En Rúna var ekki
vön að vera að kvarta. Þó hún ætti
alla tíð sterkar rætur hér austur í
Lóni, var hún svo opin og víðsýn
að hún undi sér líka vel í Reykjavík.
Hún hafði til hins síðasta brennandi
áhuga á öllu sem var að gerast í
kringum hana. Hún vissi hvað var
að gerast í hennar nánasta um-
hverfí og eins hér fyrir austan. Hún
fylgdist með þjóðmálum og vissi vel
hvað tímanum leið. Rúna var lífs-
glöð, einlæg og hispurslaus, hafði
Til iífs á jörðu án eigin gerða giæddist ég.
Til dauða af sorg frá Guði og mönnum
mæddistég.
Ó, móðir, móðir, móðir, til hvers fæddistég?
Þann 25/12 1975 gengu Fríður
og Ómar Sigtryggsson í.hjónaband,
þau eignuðust eina dóttur, Kol-
brúnu Osk, f. 17/11 1985. Þau slitu
samvistir.
Á síðasta ári virtist hamingjan
loks hafa heimsótt Fríði. Hún gekk
að eiga eftirlifandi eiginmann sinn,
Martein B. Björgvinsson, þ. 7/4.
Hann reyndist henni mjög vel og
best þegar mest á reyndi.
Hjá þessum manni naut Fríður
þess besta atlætis, sem hún hefur
átt við að búa, síðan hún fór úr
foreldrahúsum.
Vinir hennar og skyldfólk
samglöddust henni innilega, en nú
harmar þetta sama fólk hvað leiftur
gleðinnar hverfur skjótt.
Lífí Fríðar, héma megin grafar,
er lokið. Við kveðjum hana með
trega. Hún verður lögð til hinstu
hvfldar við hlið föður síns er hún
unni svo mjög.
Hvfli hún í Guðs friði. Blessuð
sé minning hennar.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við aðstandendum.
Þórunn og Sigríður
Þann 13. þessa mánaðar lést á
Landspítalanum eftir rúmlega
tveggja mánaða sjúkdómslegu Fríð-
ur Guðmundsdóttir.
Hún var eiginkona föður okkar,
Marteins B. Björgvinssonar. Þau
giftu sig fyrir rúmu ári og vora
mjög samhent og hamingjusöm.
Hún var mjög hæg og hafði hlýlegt
viðmót. Ávallt tók hún vel á móti
okkur þegar við heimsóttum þau á
heimili þeirra.
Og nú þegar við minnumst henn-
ar er okkur bömum Marteins efst
í huga þakklæti fyrir hvað hún var
honum mikils virði.
Megi hún hvfla í friði.
Sigurrós, Brynja,
Skúli og Tryggvi.
yndi af söng og tónlist og söng oft
eða raulaði við vinnu sína. Ég
undraðist oft hvað hún svona full-
orðin manneskja fylgdist vel með
öllu og við hana gat maður talað
um allt milli himins og jarðar. Hún
ljfði svo sannarlega lífínu lifandi.
Ég kynntist Rúnu frænku mest
sumarið 1983 en þá kom hún austur
í Lón í síðasta sinn. Það sama sumar
dvaldi ég hjá henni nokkra daga í
Reykjavík og naut gestrisni hennar
og hlýju. Þá lágum við vakandi
frameftir allri nóttu og töluðum um
alla hluti, allt frá popptónlist upp í
ættfræði. og trúmál. Þrátt fyrir 56
ára aldursmun á okkur fann ég
ekkert kynslóðabil og við áttum
ekki í neinum erfíðleikum að skilja
hvor aðra. Ég reyndi að hafa reglu-
legt samband við hana gegnum
bréf og síma og ég fann að henni
þótti vænt um það. Fjarlægðin milli
okkar var svo löng í kílómetram
talið að ég gat ekki gert annað
fyrir hana sem kom henni betur.
Þegar ég talaði síðast við Rúnu,
stuttu áður en hún dó, fann ég að
henni var veralega bragðið. Hún
kveið því að verða upp á aðra komin
og þurfa að semja sig að breyttum
aðstæðum. Hún óskaði þess að
þessu færi að ljúka og sú ósk hennar
rættist skömmu síðar. Þegar þannig
er komið kemur dauðinn eins og
góður vinur.
Við stöndum eftir í hversdags-
legri baráttu við gott og illt, erum
ríkari af því að hafa þekkt Rúnu,
eins og við verðum ríkari af kynnum
okkar við allt gott fólk á lífsleiðinni.
Sólin mun enn um sinn rísa úr hafí,
grasið vaxa og fjallahringurinn sem
geymir sveitina hjúpast blárökkri
þegar kvöldar. Og þegar kvöldar í
síðasta sinn munum við einnig kalla
feiju yfír það fljót sem skilur milli
lífs og dauða og leggja upp í þá
ferð sem okkar allra bíður, hvað
sem framundan er. Með þessum
orðum viljum við hér á Hlíð kveðja
Rúnu frænku. Blessuð sé minning
hennar.
Kristín Jónsdóttir