Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 51

Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 51 Theódór Gísla- son - Kveðjuorð Fæddur 4. ágúst 1907 Dáinn 3. apríl 1986 Trúðuátvenntíheimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Theódór Gíslason andaðist á Landspítalanum 3. apríl, hann var sonur sr. Gísla Kjartanssonar og konu hans Guðbjargar Guðmunds- dóttur. Theódór er síðastur þeirra systkina sem kveður þennan heim. Hann var giftur systur minni Sigríði Helgadóttur sem lést árið 1977. Theódór var stórbrotinn persónu- leiki en hjartahlýr og góðviljaður, hann var ákaflega hagur í höndum, skrifaði frábæra rithönd og málaði einnig. Margar minningargreinar hefur hann skrifað um vini og vandamenn, og lét ekkert frá sér fara sem ekki var eftirtektarvert, enda var hann góður penni. Theó- dór var trúaður maður og sann- færður um lífíð eftir dauðann og áttum við oft tal saman þar um. Er hann missti sína elskulegu konu og ári síðar tengdadóttur, sagði hann mér að ekkert hefði hjálpað sér í gegnum þá sáru sorg eins og hin bjargfasta trú á Guð í alheims- geimi. Mig langar til að segja frá atviki sem gerðist fyrir áralöngu, ég bjó þá í Grundarfirði. Við hjónin og gestir okkar Sigga og Theti, eins og við kölluðum þau innan fjölskyldunnar, fórum út á tún seint að kvöldi er sólin var að nálgast sjávarflötinn, þetta mun hafa verið síðustu dagana í ágúst, kvöldgeisl- amir frá sólinni voru að færa sig upp fjallahringinn, rauðir, gulir, og bláir, slík fegurð sem sólsetrið í Gmndarfirði er engu lík. Þama sem við stóðum hugfangin, sagði systir mín, enginn málari næði þessum litum á léreft, nei, svaraði Theódór það er ekki von, þvf að þetta er dýrð Drottins. Þetta verður mér í minni allatíð. Síðustu mánuðina dvaldi Theódór á Hrafnistu, var hann einn af stofn- endum sjómannaheimilisins, þar var hann ánægður, hitti þar menn er hann var samtfða á sinni löngu sjó- mannsævi. Ég kom þar til hans og er ég kom þar í síðasta sinn sagði hann, mig var að dreyma Siggu mína í nótt, ég vildi að það færi að styttast leiðin á milli okkar, ég er tilbúinn, þó það væri strax í dag. Þeir urðu ekki margir dagamir eftir þetta. Bömin þeirra Theta og Siggu em þrjú, Gísli, Guðbjörg og Friðrik, þeim og íjölskyldum þeirra bið ég Guðs blessunar, öll afabömin fel ég góðum Guði en sérstaklega varðveislu bið ég til handa þeim minnsta, sem hlaút nafnið hans langafa helgina áður en hann fór. Að endingu kveð ég mág minn með þessum ljóðlínum eftir Matt- hías Jochumsson. Farvelheim, heim í drottins dýrðargeim. Náð og miskunn munt finna meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Farvelheim. Elísabet Helgadóttir Minning? Asgrímur Jónsson Fæddur S.júní 1917 Dáinn 25. mars 1986 „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Þetta em ömgg- lega orð að sönnu. Við umgöngumst fólk og tölum við það en við hugsum í rauninni ekki um hvers virði það er okkur. Þetta má eflaust segja um okkur eins og marga aðra. Eftir að við höfðum frétt að bróðir okkar og stjúpsonur væri horfinn úr okkar heimi, hugsuðum við öll, að nú væri góður vinur farinn. Ásgrímur var næstelstur okkar systkinanna. Hann fæddist f þennan heim seint á öðmm tug þessarar aldar, á tímum fábrotins lífs og krappra kjara. Hann missti móður sína, Filippíu Konráðsdóttur, þegar hann var aðeins tveggja ára gam- all. Eftir fráfall hennar var honum komið í fóstur hjá vandalausu fólki, því möguleikar vom ekki miklir fyrir einstæðan efnalítinn föður að hafa tvo unga drengi hjá sér. Ekki er ólíklegt að móðurmissirinn hafí haft varanleg áhrif á Ásgrím, svo ungur sem hann var. En þegar faðir hans kvæntist aftur, árið 1927, eftirlifandi konu sinni, Maríu Hjálmarsdóttur, tók hann Ásgrím og eldri bróður hans, Þorgrím, til sín aftur. Áttu þeir því heimili hjá föður sínum og stjúpmóður fram til þess tíma er þeir stigu út í hring- iðu lífsins og hófu sjálfstæða lífs- baráttu. Ásgrímur kaus að mennta sig. Hann hóf skólagöngu 17 ára gam- all, enda greindur vel og átti létt með að læra. Þræddi hann mennta- veginn eins stfft og fjárhagur hans leyfði. Skólagöngu hans lauk er hann útskrifaðist úr búnaðarhá- skóla í Ohio. Þegar heim kom, árið 1947, réðst hann til starfa hjá rannsóknarstofn- un Háskólans að Úlfarsá í Mosfells- sveit. Þar lét hann af starfí þremur ámm síðar. Flutti hann þá að Laugarvatni og byggði þar íbúðar- hús og gróðurhús. Starfaði hann við gróðurhúsræktun á eigin vegum til ársins 1973. Þá tók hann við tilraunastöð landbúnaðarins að Korpu í landi Korpúlfsstaða og veitti henni forstöðu til dauðadags. Ásgrímur var glaðvær, viðræðu- góður, fróður vel og átti létt með að skapa og halda uppi skemmtileg- um samræðum. Hreinlyndur var hann og kom ætfð til dyranna eins og hann var klæddur. Tvöfeldni og flyðmhátt þoldi hann ekki enda ekki slíka menn að fínna í hans vinahópi. Samviskusamur var hann svo af bar, hjálpfús og vildi hvers manns vanda leysa sem til hans leitaði. Oft fór hann norður til Skaga- fjarðar að heilsa upp á sitt nánasta skyldfólk. Vinum og kunningjum gleymdi hann heldur ekki, og au- fúsugestur var hann þar sem hann kom. — Tvisvar á síðastliðnu ári hittumst við flest systkini og stjúp- móðir Ásgríms heitins, í bæði skipt- in í Skagafirði, þar sem hann er fæddur. I fyrra skiptið kom hann ásamt konu sinni, Þorbjörgu, til að vera viðstaddur ættarmót sem hald- ið var um mitt sumar sl. ár. Þar kom saman ætt stjúpmóður hans. Seinna skiptið sem við hittumst var á afmælisdegi eins bróður hans, 26. september sl. Þá ók hann norður og dvaldi kvöldstund í veislu sem þar var haldin en ók sfðan aftur suður um nóttina vegna þess að hann þurfti að sinna starfí sínu daginn eftir. Sýndi þetta samvisku- semi hans í starfí en jafnframt dugnað hans, því það þurfti mikinn kraft til að fara svo langa ferð á svo skömmum tíma. Þetta kvöld kvaddi hann hress og glaður eins og hann átti vanda til. Óll dáðum við hann fyrir vilja- styrk hans og dugnað að ætla að aka strax til baka, en það hvarflaði ekki að neinu okkar að þetta ættu eftir að verða sfðustu samfundir okkar. Við kveðjum Ásgrím Jónsson með söknuði. Við sendum eftirlifandi eigin- konu, bömum, tengdabömum og bamabömum innilegar samúðar- kveðjur. Stjúpmóðir og systkini t Systirokkar, VIGDÍS FRÍÐA LÁRUSDÓTTIR frá Fitjarmýrl, verður jarðsungin fró Fossvogskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 10.30. BJÖrn Lárusson, Vilhjálmur Lárusson, Ólafur Pálsson. Lokaö Vegna jaröarfarar SIGURÐAR JÓNSSONAR, fyrrv. formanns og framkvœmdastjóra Trausta, félags sendibifreiöastjóra, veröur eftirfarandi stöövum og skrifstofum lokaÖ i dag frá kl. 13.00-15.00. Nýja sendibílastöðin hf., Sendibílar hf, SendibílastöÖ Kópavogs hf, Sendibílastöðin hf, Sendibílastöðin Þröstur, Skrifstofa Trausta, Bandalag ísl. leigubifreiðastjóra, Bifreiðastjórafélagið Frami, Lifeyrissjóðurleigubifreiðastjóra. Guðrún Sigurgeirs- dóttir - Kveðjuorð Fædd 28. desember 1909 Dáin 6. mars 1986 Jæja, hugsaði ég með mér er Gunnu frænku bar að höndum í byijun marsmánaðar. Þá er hún dáin, blessuð. Og hugurinn bar mig alla leið heim og inn á heimili Guðrúnar, Gunnu á Fossi eins og hún var kölluð. Ávallt hlý og elsku- leg. Ætíð tók hún vel á móti mér ásamt manni mínum, þá er við átt- um leið til Selfoss í einhveijum erindagerðum. Fallegt var heimili frænku minnar og móttökur þar ætíð mjög góðar. Ég minnist enn hinna gömlu góðu daga er ég ásamt móður minni kom á heimili Gunnu frænku. Ég hlýddi spennt á þær riíja upp endurminningar sínar frá fyrri dögum. Þá fékk ég að leggja þar orð í belg og þótti slíkt í senn stórkostlegt og viðeigandi. Þá varð Gunna fyrir svörum á sinn skiln- ingsríka hátt og fræddi mann um leið. Frænka verður mér ætíð minnisstæður persónuleiki. Blessuð sé minning hennar. Ég og eiginmaður minn vottum Bjama, Sigurgeir og Sigrúnu innilega samúð okkar. Ágústa Baldursdóttir Olgeir Sigurðs- son - Kveðjuorð Fæddur 5. ágúst 1933 Dáinn 4. mars 1986 Hin táknræna mynd þegar sólin hnígur út við hafsbrún á fögru vorkvöldi er raunverulega í tengsl- um við hringiðu hins jarðneska ævidags. Enginn veit hvort hann sér geisla rísandi morgunsólar hinn næsta dag. Það kom mér á óvart að Olgeir Sigurðsson, sem ég kallaði ætíð Lúlla, væri skyndilega héðan í burtu kallaður. Hann sem ætfð var svo hress og kátur með sitt hreina huglíf þar sem engin veik- indamerki sáust, en hann er samt farinn. Okkar kunningsskapur var ekki orðinn mikill hin síðustu ár, en mitt persónulega álit á honum var alveg óbreytt. Saknaðarkenndin kemur aðeins í ljós þegar einhver kveður sem var í eðli sínu hreinn. Hinar óhreinu persónur skilja ekk- ert eftir sig nema óheilindi þannig að engin saknaðarkennd gerir þar vart við sig nema hjá þeim er voru á hinni sömu bylgjulengd. En þar er um saknaðarkennd að ræða sem er í tengslum við óheilindi huglífs- ins. Mín kveðja til Olgeirs Sigurðs- sonar er sú að sé um framhald lífs- ins að ræða þá óska ég honum alls góðs á því tilverusviði sem hlýtur að vera bjartara heldur en hið óhreina jarðlífssvið. Ég votta öllum hans nánustu ættingjum og vinum mína samúð og hluttekningu. Af eilífðarijósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir vort líf sem svo stutt og stopult er það steftiir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (EinarBenediktsson) Þorgeir Kr. Magnúason t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR HOLM, Grenimel 28, sem lést 17. apríl, veröur jarösungin fró Fossvogskirkju föstudag- inn 25. aprfl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent ó Styrktarfélag vangefinna. Emma Holm, Áslaug Holm Johnson, Paul S. Johnson, Jón H. Holm, Pia KjerhoK og barnabörn. Skreytingar við öll tækifæri | E i ð i s 1 o r g i Simi 61 12 22 Nnr. 6568 - 3822 170 Seltjarnarnes I s I a n d 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.