Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 64
...MEÐ Á NOTUNUM. |<tjj j3J, 0 Mflaöaitankinn MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. _258 milljónir til að LÍN nái endum saman SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hyggst beita sér fyrir þvi að aflað verði þeirra 258 milljón króna, sem Lánasjóð íslenskra námsmanna vantar á þessu ári til að geta staðið við skuldbindingar sínar. I þvi efni nýtur hann stuðnings rikisstjórnarinnar. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu menntamálaráðherra um málefni lánasjóðsins, en hún var ötrð fram á Alþingi í gær. Þar kemur einnig fram, að stjómar- flokkamir hafa gert með sér sam- komulag um að nefna tvo menn hvor í samstarfsnefnd til að endur- skoða lög um lánasjóðinn og sam- ræma sjónarmið flokkanna tveggja fyrir þing á hausti komanda. í skýrslunni greinir menntamála- ráðherra ýtarlega frá þeim breyt- ingum, sem hann hefur lagt til að gerðar verði á lögum um námslán og námsstyrki. Þær felast m.a. í ■■því að tekjur námsmanna hafi ekki áhrif á upphæð lána, að lántöku- og innheimtugjald verði lagt á námslán, að lánin beri 3,5% ársvexti auk verðtryggingar, að endur- greiðslutími verði styttur úr 40 árum í 30 ár og beinum námsstyrkj- um komið á, auk þess sem heimilt verði að verðlauna afburða nemend- ur sérstaklega. Gert er ráð fyrir því í tillögum ráðherra, að Alþingi ákveði með fláriögum hversu miklu fé skuli varið til lánasjóðsins og lán og styrkir úr sjóðnum miðist við þá upphæð. Sjá skýrslu ráðherra í heild á bls. 26-27 og þing- síðu bls. 40. Morgunblaðio/01.K.M. * Ifötum eins ogMaría Antoinette „Það er ekki á hveijum degi, sem menn hitta konur klæddar eins og María Antoinette,** sagði Ijós- myndari Morgunblaðisins, er hann kom með þessar myndir af dimittöntum í Fjölbrautaskóla Breið- holts. Nemendurnir spókuðu sig í góða veðrinu í gær klæddir eins og hirðmenn Frakkakonungs. Síðan hefst alvara lífsins, próflesturinn fyrir stúdentsprófið. Ferðaskrifstofa ríkisins: Samþykkt ríkisslj órnarinnar: Bensínsprengja sprakk ekki BENSÍNSPRENGJU var kastað í átt að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavik um klukkan hálf eitt i nótt. Enginn eldur kviknaði. Lögreglunni barst tilkynning frá starfsmönnum sendiráðsins að áfengisflösku með bensíni hefði verið kastað í átt að sendi- ráðinu. í stút flöskunnar hafði verið komið fyrir bómull. Ekki er vitað hveijir voru þarna að verki en talið er að það hafi verið tveir piltar. Þeir komust undan. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið málið til meðferðar. Dæmd til endurgreiðslu hluta ferðakostnaðar Ferð á vegnm hennar fyrir ellilífeyrisþega ekki talin hafa staðið undir auglýsingu um aðbúnað og þægindi FERÐASKRIFSTOFA ríkis- ins hefur verið dæmd til að endurgreiða vipskiptavini ferðaskrifstofunnar 6.650 af greiddum ferðakostnaði auk 10.000 króna í málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur og er niðurstaða hans byggð á þvi, að ferðin hafi ekki staðið undir auglýsingu um aðbúnað og þjónustu. Stefnandi, Ragnhildur Pálsdóttir, búsett í Reykjavík höfðaði málið 20. nóvember á síðasta ári og krafð- ist þá 10.000 króna endurgreiðslu eða helmings verðs ferðarinnar. Ferðin, sem hér um ræðir, var fyrir ellilífeyrisþega og farin til Færeyja og Noregs í júní í fyrra. í auglýs- ingu var þess getið að fararstjóri yrði danskur. Er Ragnhildur keypti Laugardalurínn alhliða skemmtigarður: „Skapar þáttaskil í úti- lífi iiman borgariiinar“ — segir Davíð Oddsson borgarstjórí BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um upp- byggingu alhliða skemmtigarðs í Laugardalnum, en miðað er við að ljúka framkvæmd verksins á næstu 3—4 árum. „Þetta er alhliða skemmtigarður, sem mun skapa þáttaskil í útilífi innan borgarinnar," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri f samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. „Það hefur vérið lagt kapp á að þetta sé raunhæf hugmynd gagnvart fjárhagsáætlun, þama verður m.a. aðgengilegur dýra- garður með öllum íslenskum dýr- um og einnig öðrum dýrum af norðlægum slóðum. Einnig verður sædýrasafn í dýragarðinum auk annars. Þá verða skjólsæl skóg- ræktarsvæði og skipulag garðsins verður afmarkað með ttjágróðri. Samkomusvæði ýmiskonar verða byggð upp, skautasvell og tívolí sem verður aðallega ætlað yngstu borgurunum upp að 12 ára aldri, en þetta tívolí verður með rólegu yfirbragði og hávaðalítið. Við ætlum að fullnýta þetta svæði og ljúka því á 3—4 árum og strax næsta ár munu menn sjá breyting- ar.“ Borgarskipulag hefur stjómað undirbúningi verksins, en Teikni- stofa Reynis Vilhjálmssonar hefur gert tillöguuppdrætti um svæðið, allan Laugardalinn, sem er um 77 hektarar að stærð. Fyrsta skrefið í framkvæmd verksins verður væntanlega að deiliskipu- leggja hin ýmsu svæði og hefjast handa um víðtæka trjárækt til að undirbúa dalinn fyrir nýtt og aukið hlutverk. 25 ha. dalsins heyra nú undir íþróttir af ýmsu tagi. Austan Laugardalshallar er áætluð bygging skautahallar, en á liðlega 11 hektara svæði í kring- um grasagarðinn er áætlað að byggja skemmtigarð með marg- víslegri aðstöðu, m.a. þar sem fólk getur umgengist öll íslensku hús- dýrin meðal annars. Þar er einnig ráðgert að byggja litlar tjamir fyrir skauta og báta, tívolíið, gróð- urskála og einnig er ráðgert að umhverfi þvottalauganna verði skipulagt sérstaklega. farseðil lét starfsmaður ferðaskrif- stofunnar þess getið að fararstjóri yrði íslenzkur. Er í ferðina var komið, sem að hluta til var farin með færeysku feijunni Norrönu, taldi Ragnhildur ferðina ekki svara til væntinga hennar og aðbúnað ekki vera við hæfi ellilífeyrisþega. Meðal annars vegna þess, að þátt- takendum hafi verið komið fyrir í fjögurra manna klefum neðst í skipinu og þurft að ganga upp og niður 50 þrep tii að fara á milli klefa og matstofu. Reyndar hafi henni tekizt að fá tveggja manna klefa ofar í skipinu með eigin eftir- gangsmunum. í Noregi hafi komið í ljós að enginn fararstjóri hafi verið í ferðinni, einungis færeyskur bíl- stjóri, sem ekki hafi verið kunnugur staðháttum. Vegna óánægju far- þega með ferðina bauð ferðaskrif- stofan farþegum tveggja nátta dvöl á Eddu hóteli þeim að kostnaðar- lausu. Ragnhildur segir að sér hafi ekki borizt slíkt boð, fyrr en mála- rekstur var hafínn. Fulltrúar Ferðaskrifstofu ríkisins benda í þessu máli á að þama hafi verið um sérstaklega ódýra ferð að ræða og alkunnugt sé að bílstjórar séu jafnframt fararstjórar. Enn- fremur hafi Ragnhildur fengið betri klefa strax og hún kvartaði og krafðist ferðaskrifstofan sýknu en vemlegrar lækkunar málsbóta til vara. í áliti dómsins segir meðal annars að stefnandi hafi mátt búast við, að ferðin væri fremur þægileg og aðbúnaður svaraði til aldurs þeirra, sem ferðin hafi verið auglýst fyrir. Stefnanda hafi verið sagt að farar- stjórinn kynni íslenzku og hefði mátt gera ráð fyrir því. Vegna þess og með hliðsjón af lögum eigi stefn- andi rétt á nokkrum afslætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.