Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 4

Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 í gróðurskálanum ásamt yngstu dótturinni og sambýliskonunni, f.v. Olga Björk Bragadóttir, Bragi og Karen Mellk. Mestu framkvæmd- irnar til þessa „Ég hef byggt þetta í áföngum og reynt að safna ekki of miklum skuldum í hvert sinn. 1970 byijaði ég að byggja þetta hús og það var í framhaldi af því sem fyrirtækið fór að ganga fyrir alvöru, að segja má. Ein ástæðan var að vegurinn, sem hafði verið hér beint fyrir fram- an, var fluttur fjær og þá hafði maður eðlilega áhyggjur af við- skiptunum. Síðan hefur verið stækkað, bæði gróðurhúsin og svo afgreiðslan við innganginn 1981. Það varð að gera því að þegar mikil umferð var komst fólk varla inn, heldur stóð þama frammi eins og síld í tunnu og það er ekki hægt. I vetur var svo veitingasalan stækk- uð og þessa dagana erum við að leggja síðustu hönd á matsöluna, en stækkunin núna, bæði vegna hennar og eldhússins, eru einar mestu framkvæmdirnar sem ég hef farið út í. Einhvern veginn er það svo að við hveija stækkun finnst mér verið að bæta úr brýnni nauðsyn og það má sjálfsagt halda lengi áfram áður en að maður verður fyllilega án- ægður,“ segir hann og bætir við að næst á dagskrá sé að byggja sýningarskála við Eden. „Það verð- ur þó ekki gert fyrr en skuldimar vegna þessara breytinga em frá. En mig langar til að koma upp sýningarskála fyrir suðrænan gróð- ur, bananatré, vínvið ogþess háttar. Það verður líka að vera hér fleira sem fólki fínnst gaman að sjá og skoða, það á ekki að þurfa að koma hér inn einungis til að versla." Aldrei langað að eiga tívolí I allri þessari stækkunammræðu víkur sögunni að tívolíinu sem reis á lóð Braga á liðnu ári. Bragi kveður sér hafa litist vel á hug- myndina strax í upphafi og lagt fé í fyrirtækið, en í dag hefur hann dregið sig út úr rekstrinum, en leigir lóðina undir aðstöðuna. Tívolí- kóngurinn hefur sem sé ekki blund- að með honum frá barnæsku? „Nei, mig hefur nú aldrei langað til að eiga tívolí," segir hann og brosir í kampinn. „En ég þóttist sjá það fyrir að tívolí í Hveragerði myndi tryggja aðsókn að þorpinu og Eden og tók þess vegna þátt í að koma því af stað. Rekstur þess Ánægjan af rekstrin um er mitt brennivín Rætt ifið Braga Einarsson, eiganda Eden í Hveragerði Upphaflega kom ég hingað af því að ég vildi fara í garðyrkjunám. Var þá 18 ára og sá eiginlega engan tilgang í öðm námi. Þegar ég kom svo frá Bandaríkjunum 1956, eftir að hafa kynnt mér blómarækt á Long Island lengst af og starfað við eitt og annað, var ég með þá hugmynd í kollinum að ef ég fyndi góðan stað þar sem hægt væri að sameina blómarækt og veitinga- sölu, þá væri það nákvæmlega það sem mig langaði til að gera,“ segir Bragi. Staðinn fann hann við þjóð- veginn í Hveragerði, talsvert frá bænum sem í þá tíð hafði um 300 íbúa og þurfti reyndar að borga aukalega fyrir heitt og kalt vatn „sökum fjarlægðar við byggðina". En fyrir vikið fékk hann úthlutað talsvert stærri lóð en ella og kveður það hafa verið stóran kost þegar fram liðu stundir. í dag stendur Eden á þessari lóð, auk gróðurhúsa og einbýlishúss fjölskyldunnar, að ógleymdu tívolíinu, sem var reist á svæðinu á sl. ári. Og enn er rými til að byggja. Heimiliskaffikannan á afgreiðsluborðinu „Þegar ég kom frá Bandaríkjun- um átti ég bíl sem ég seldi og notaði peningana til að borga skuld- ir. Átti um 50.000 þá í afgang og það var bytjunin á Eden,“ segir Bragi. „Þær krónur voru hins vegar löngu búnar áður en gróðurhúsið var fullbyggt." En upp fór það samt og veitingasalan hófst á afgreiðslu- borðinu „í kaffíkönnu úr eldhúsinu heima. “Bragi segir fyrstu árin hafa verið erfíð, „það má segja að þetta hafí ekki farið að ganga vel fyrr en eftir svona tíu ár og á vet- uma var oft lítið sem ekkert að gera“. Hann segir sér þó aldrei hafa hugkvæmst að breyta um starf og lífsviðurværi. „Ég hafði alltaf von um að þetta myndi ganga vel og hún rættist." - Hvemig er tilfínningin við að sjá þá von rætast svo rækilega? „Mér fínnst alltaf hálfundarlegt að sitja hér í húsinu sem var einu sinni fjarlægur draumur. En samt er þetta hús ekki endanlegt tak- mark, mér fínnst ég aldrei vera kominn í mark. Einhvemveginn vex maður líka með verkefnum og ein- setur sér að ná enn betri árangri næst. Og það er númer eitt í þessu öllu saman að gera staðinn betri og frambærilegri," segir hann þeg- ar hann sýnir blaðamanni nýjustu viðbyggingu staðarins, matsölustað innst í húsinu. Bragi ásamt hluta starfsfólksins í Eden, sem eru um 40 manns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.