Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 8
FERÐALOG Kaninn gerist ískyggilega heimakær Ed Koch borgarstjóri New York og helztu forkólfar í ferðamál- um borgarinnar hafa undanfama mánuði hvatt Bandaríkjamenn ein- dregið til þess að leggja leið sína til stórborgarinnar á komandi sumri. Og margir virðast ætla að svara kallinu. Ótti Bandaríkja- manna við hryðjuverk í Evrópu veldur því að mun fleiri en venjulega hyggjast dveljast innanlands í sumarleyfinu og mun New York verða ein þeirra borga sem hagnast á því. Árlegar tekju af ferðaútvegi í borginni eru tæpir hundrað millj- arðar króna. Ed Koch barst nýlega bréf frá bálreiðri húsfreyju í St. Louis. Hún kvartaði sáran yfír því að fjölskylda hennar gæti hvergi fengið inni á gistihúsi í New York í júlí, en hún hefði haft í hyggju að vera þar við hátíðahöldin miklu á þjóðhátíðar- daginn, 4. júlí, en þá á jafnframt að fagna því að mikilli viðgerð á Frelsisstyttunni verður lokið. Koch svaraði henni glaðbeittur „Komið samt. Við skulum koma ykkur fyrir. Við ætlum að koma öllum fyrir, jafnvel þótt við þurfum að breyta skrúðgörðum borgarinnar í tjaldstæði." New York og aðrar borgir í Bandaríkjunum sem fjölsóttar eru af ferðamönnum ætla að hagnast á sjónarmiðinu „Heima er bezt“ sem svffur yfír vötnum um þessar mundir. Mikill ótti hefur gripið þar um sig vegna hryðjuverkanna í Evrópu og kemur það sér býsna vel fyrir ferðaútveg landsins. Árlegar tekjur af honum eru áætlaðar 10 þúsund milljarðar króna. Auglýsingabæklingar ferðaskrif- KKSTEIL stofa hafa breytt um svip. Fram að þessu hafa auglýsingamar um Evrópuferðir þakið þar fremstu síð- ur, en nú eru þær aftast. Fremst eru auglýsingar um ferðir til Hawaii-eyja og stranda við Karab- íahafið og Kanada. Frá San Francisco berast þær fréttir að bókanir í Evrópuferðir hafí minnkað um 75%. Ferðaskrif- stofur í sunnanverðri Kalifomíu segja að bókanir séu nær helmingi færri en venjan hefur verið. Þá er bandarískum ferðamönn- um hreint ekki sama um með hvaða flugfélagi þeir feðast og kemur sú varkámi í kjölfar hinna sífelldu frétta og frásagna af hryðjuverk- um. Ferðaskrifstofumaður segir „Farþegar velja í æ ríkara mæli flugfélög sem talin eru ömgg, eins og Swissair." British Airways, Olympic, TWA og E1 A1 hafa verst orð á sér að þessu leyti. Starfsmenn British Airways hafa viðurkennt í einkasamtölum að afpantanir á ferðum frá Bandaríkj- unum til Lundúna séu sex sinnum meiri en almennt gerist og er það talið í beinu sambandi við stuðning Margrétar Thatchers forsætisráð- herra við árás Bandaríkjamanna á Líbýu. Ferðaskrifstofumaður í Los Angeles segir, að fólk kippist bók- staflega við, ef því sé ráðlagt að fljúga til Miðjarðarhafslanda með flugvél frá TWA. Tilgangslaust er að reyna að sannfæra það um að öryggisgæsla hafí verið aukin og líkumar á aðgerðum hryðjuverka- manna séu margfalt minni en líkur á umferðarslysum á þjóðvegunum í grennd við borgina. í apríl síðastliðnum lagði TWA niður leiðimar Róm-Aþena og Róm-Kaíró vegna þess að eftirspum var lítil sem engin. Þá felldi flug- félagið niður refsigreiðslur vegna afbókana á öllum utanlandsferðum fram eftir maímánuði. En ferða- skrifstofumenn spá því að þetta verði látið gilda áfram. Þrátt fyrir þessar slæmu horfur hefur bandaríska flugfélagið Pan American samt lýst yfír að það muni hefla áætlunarflug til ýmissa borga í Evrópu nú í sumar. Það hefur þó jafnframt tilkynnt 10% hækkun á fargjöldum til megin- lands Evrópu og Bretlands vegna „sérstakra öryggisráðstafna". Viðskiptatímaritið Travel Ind- ustry Monthly spáir því að ferðum frá Bandaríkjunum til Evrópu fækki um 25% á þessu ári. í fyrra námu tekjur af bandarískum ferðamönn- um í ríkjum Vestur-Evrópu um 38 milljörðum króna, og er búizt við að þær rými verulega á þessu ári. Fulltrúar ferðamála í Kalifomíu spá því jafnvel að þær verði ekki nema 14 milljarðar króna. En eins dauði er annars brauð, eins og máltækið segir og samband bandarískra gistihúsa hefur skýrt frá því að pantanir séu nú 20% meiri að jafnaði en í meðalári. — WILLIAM SCOBIE UNPRALVF Langlíf i er falt en það. er ekki gef ið Allmargir Kínvetjar hafa að undanfomu komizt nokkuð í álnir vegna breyttrar efnahags- stefnu stjómvalda. Og þessu nýríka fólki er mjög umhugað að eiga góða daga. Fyrir vikið er mikil eftirspum eftir töfradrykkjum sem eiga að stuðla að langlífí eða aukinni kyn- getu. Framleiðsla á slíkum lyflum stendur á gömlum merg í Kína og stjómvöld reyna nú að laga þessa fomu list að þörfum nútímafólks. Það lyf sem mest er selt um þessar mundir heitir Ching Chun Bao og á að vina gegn áhrifum ellinnar. Hér er um að ræða vökva sem er búinn til úr ginsengi og drottningarhunangi. Áldnir leið- togar kínverska kommúnistaflokks- ins nota lyfið mikið samkvæmt upplýsingum Feng Gengheng fram- kvæmdastjóra lyfjafyrirtækis í Hangzhou sem framleiðir lyf sam- kvæmt gömlum, kínverzkum að- ferðum. Fyrir skömmu skoðuðu blaða- menn fyrirtæki hans og ræddu við hann sjálfan. Þar fuilyrti hann að ekki væri unnt að anna eftirspum, enda þótt framleiðslugeta fyrirtæk- isins hefði aukizt um 87% á síðasta ári vegna tölvutækni. Framleiðsluvörumar eru marg- víslegar. Þar má meðal annars nefna gelatín úr asnahúð, sem kvað vera nærandi fyrir mikilvæg líffæri og sérstakar töflur sem eiga að vinna gegn offítu og em framleidd- ar úr bufflahomum. Þá má ekki gleyma því nýjasta á markaðinum, sem nefnist „Vorið kemur víst á ný“. Lyfið er framleitt úr muldum dádýrshomum og á að stórauka kyngetu. Fyrirtækið í Hangzhou státar líka af því að framleiða lyf úr homum nashyminga, kirtlum moskusdýra, sveppum og tígris- dýrabeinum, ásamt með seyði úr eðlum, skjaldbökum og slöngum. Og allt á þetta að vera þeirrar nátt- úm að græða og lækna. Feng fór undan í flæmingi þegar hann var spurður hvaðan hann fengi hom nashyminga og kirtla moskusdýra, en báðar þessar dýra- tegundir eru á skrá yfír þær sem mest útrýmingarhætta vofír yfír. Alþjóðlegu náttúruvemdarsamtök- in hafa reynt að telja þjóðir Asíu á að banna innflutning á þessum tegundum en án árangurs. Hom nashyminga kosta u.þ.b. 180.000 krónur og á Taiwan eru flutt inn hom fyrir 120 milljónir árlega. Flest lyfjafyrirtækin þykjast hafa aðgang að uppskriftum lyQa sem eitt sinn vom eingöngu framleidd fyrir kínversku keisarana og mikil leynd hvílir yfír. En svo virðist sem þau steli uppskriftum hvert frá öðm og að ekki séu allir vandir að meðulum í orðsins fyllstu merkingu. Héraðsstjómir í landinu em nú í óðaönn að setja á laggimar stofnan- ir sem eiga að koma í veg fyrir að fölsuð lyf séu á boðstólum. Á síðasta ári komst upp um víð- tæka svikamyllu í lyfjagerð í Fujian. Fyrirtæki í 57 borgum höfðu selt sérstakar töflur og mixtúmr sem áttu að ráða bót á háum blóðþrýst- ingi og hjartasjúkdómum en vom nánast eingöngu búnar til úr sykri. Feng fullyrðir að lyf hans, sem á að vinna gegn áhrifum ellinnar, hafí verið vandlega prófað. 10.000 naggrísir, rottur, mýs og hundar hafí tekið það með góðum árangri og tveir naggrísir hafí orðið tveggja og hálfs árs en 20% hafí lifað í 2 ár fram yfír meðalaldur þessara dýra. Sérfræðingar í lyfjagerð upp á foma kínverska vísu ’,om 330 þús- und talsins á síðasta ári og 190 þúsund til viðbótar stunda nú nám í þessum fræðum. Framleiðslan er dijúg tekjúlind fyrir kínverska þjóð- arbúið, því að 10 daga skammtur af ching chun bao er seldur á 15 dollara í Bandaríkjunum sem er fímm sinnum hærra verð en Kín- veijar greiða fyrir langlífíð. - JASPER BECKER SER GREFUR GROF. . . Beirút er í andarslitrunum að em þijár milljónir Líbana eftir í þessu landi, sagði vinur minn í Vestur-Beirút við mig fyrir skömmu. „Ein milljón til að vera drepin, ein milljón til að sjá um drápin og ein milljón sem bíður þess að vera flutt burt.“ Hann kvaddi mig með þessum dapur- legu orðum áður en ég steig upp f herbílinn, sem flutti mig, 33 aðra Breta og einn Nýsjálending yfír í Austur-Beirút þar sem ör- yggið er tiltölulega meira. Fyrir Líbani hafa framtíðar- horfumar aldrei verið jafn dökkar og nú og augljós feigðarsvipur er á Beirút, höfuðborginni sem áður var nokkurs konar inngangur að Austurlöndum nær og alþjóðlegur mótsstaður forríkra fursta og njósnara, menntamanna og kaup- sýslumanna. Líbanir hafa kynnst styijöldum fyrr, með trúflokkum hafa oft orðið blóðug átök, en það var eins og ekkert gæti ógnað tilveru Beirút-borgar. Þeir sem þar bjuggu, áttu líka allt undir því, að lífíð gengi sinn venjulega gang. Allt er þetta nú breytt, þáttaskilin urðu þegar síðustu Bretamir, Bandaríkjamennimir og Frakk- amir fóru alfamir frá Beirút. Til að skilja gengi Beirút- borgar á árum áður verða menn að minnast þess, að hún blómstr- aði vegna þess að Vesturlanda- menn mátu hana mikils. Frakkar komu þangað með frönskuna sína, skólakerfíð, viðskipti og stjóm- kerfí, Bretar stofnuðu þar frægan tungumálaskóla og Bandaríkja- menn háskóla, sem ekki átti sinn líka um öll Mið-Austurlönd. „Það þurfa svo margir á okkur að halda," voru Beirút-búar vanir að segja með nokkrum sannfær- ingarkrafti og jafnvel á dimmustu dögum borgarastyijaldarinnar blundaði sú trú í bijóstum manna, að brátt yrði allt eins og það var áður. Þessi vissa er nú næstum horf- in, hún hvarf á braut með útlend- ingunum. Þeir fyrstu fóm þegar borgarastríðið hófst árið 1974, síðan jókst^ brottflutningurinn eftir innrás ísraela árið 1982 og nú má heita, að honum sé lokið. Útlendingamir sem bjuggu í Beirút vom einlægustu banda- menn borgarinnar en hvers vegna skyldu þeir hafa ákveðið að fara? Allir, sem ég talaði við í herbfln- um, höfðu orðið fyrir áfalli og tekið mjög nærri sér algjört til- gangsleysi morðanna á Bretunum Leigh Douglas og Philip Padfíeld og Bandaríkjamanninum Peter Kilbum. Útlendingar, Vestur- landabúar, hafa raunar áður verið teknir sem gíslar og sumir myrtir en munurinn er sá, að nú em allir útlendingar, sér í lagi Bretar og Bandaríkjamenn, eltir uppi eins og villidýr f skógi. Sumir mannræningjanna stunda iðju sína aðeins í auðgun- arskyni, þeir halda að þeir fái stórfé fyrir hvem dauðan útlend- ing. Enginn virðist hafa áhyggjur af því að vonin um endurreisn Beirút-borgar hefur líklega verið endanlega slökkt. - SHYAM BHATIA DAGLEGT BRAUÐ - „Ein milljón til að sjá um dápin...“ POSTULÍN Af hafs- botni undir hamarinn 145 þúsund hlutir úr kínversku postulíni, sem fundust á botni Suður-Kínahafs, vom fyrir skömmu seldir á uppboði fyrir um 600 millj- ónir króna. Sérfræðingar í austur- lenskum listmunum hafa samt dregið iistrænt gildi þessara muna mjög í efa og raunar sagt þá vera ósköp hversdagslega. Breska fyrirtækið Christies sá um uppboðið en það fór fram á hóteli í Amsterdam og var verðið miklu hærra en við hafði verið búist. Uppboðið fór fram í nokkmm áföngum og var talið að Christies hefði tekið nokkra áhættu með því að bjóða allt þetta postulín upp á skömmum tíma. Um 20 þúsund manns komu að skoða gripina áður en þeir vom boðnir upp og upp- boðssalurinn var troðfullur á meðan eitthvað var til að bjóða í. Michael Hatcher skipstjóri fann flakið af skipinu Geldermalsen á síðasta ári. Það var hollenskt ind- íánafar sem flutti í hinstu ferð sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.