Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 20

Morgunblaðið - 18.05.1986, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18.MAÍ 1986 Bókakaffi í Hlaðvarpanum: 12 daga kynning á kvennabókmenntum „TILGANGURINN er sá að kynna skáldverk kvenna, bæði með fræði- legri útlistun og upplestri eða leiklestri. Við teljum að þessi bókmenntadag- skrá eigi tvímælalaust er- indi til kvenna. Kvenna- bókmenntir eru ekki í sjálfu sér ólíkar öðrum bókmenntum, því það verð- ur að líta á þær sem eina leið til skilnings og þroska. Sama á við með bók- menntaverk eftir karla,“ sagði Súsanna Svavars- dóttir hjá Hlaðvarpanum, en á vegum Hlaðvarpans verður haldin bókmennta- dagskrá frá 19. til 30. maí undir fyrirsögninni „Bóka- kaffi: Konur og bækur“. Alla þessa daga verður kynning á verkum kvenna og verða átta höfundar kynntir. „Það má nefna Ijóðakvöld, þar sem við kynnum núlifandi Ijóðaskáldkonur, einu kvöldi er varið til kynningar á leikritum eftir konur innlendar og erlendar. Þá verður borið saman málfar kvenpersóna í skáldverk- um eftir því hvort konur rita þau eða karlar," segir Svava. „Hlaðvarpinn stendur á þessum tíma fyrir bókamarkaði og verður þar boðið upp á 200—300 bók- artitla eftir konur, íslenskar og erlendar. Um leið verður einnig opin grafíkmyndasýning, þar sem sýnd verða verk eftir konur en það er Gallerí Borg sem útvegar verkin og þau verða öll til sölu. Þann 23. maí verður fyrsta mynd- listarsýning sumarsins opnuð í myndlistarsal Hlaðvarpans, en það er Þórður Ben sem sýnir. Salurinn verður opinn á meðan dagskráin fer fram. Þess ber að geta að það er ókeypis inn á dagskrána, og boðið verður upp á bamagæslu frá 17.15 til 19 á virkum dögum. Þá er einnig á virkum dögum sögu- stund fyrir böm, sem þau kunna áreiðanlega vel að meta.“ Súsanna kvað bókmenntadag- skrána vera með léttum undirtón. „Við verðum með mikið léttmeti inn á milli, bæði í fyrirlestrum og leiklestrum. Við höfum varað okkur á því að vera ekki of fræði- leg. Það eru um 70 manns sem taka þátt í dagskránni og þó svo að það eigi að heita svo, að verið sé að fjalla um kvennabókmennt- ir, þá taka nokkrir karlar þátt í upplestri. Undirbúningurinn er búinn að vera gífurlega mikill, sérstaklega vegna þess að nú er verið að safna saman konum með sérþekkingu til fyrirlestrahalds og upplesarar em allir úr leikarastétt. Það var til dæmis mikil vinna að samræma upplestrana og vinnutíma þeirra í leikhúsunum." „Karlar em að sjálfsögðu guð- velkomnir, enda ekkert sem mælir gegn því að þeir mæti og fræðist um þau afrek sem konur hafa unnið í bókmenntum síðustu 100 árin." Bókmenntadagskrá í Hlaðvarpanum Mánudagur 19. maí Kl. 16.00 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Þriðjudagur 20. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Miðvikudagur 21. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Fimmtudagur 22. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Föstudagur 23. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 17.30 Laugardagur 24. maí Kl. 14.00 kl. 14.00-20.00 Sunnudagur 25. mai Kl. 14.30 kl. 14.00-22.00 Kl. 17.00 Mánudagur 25. maí Kl. 17.00 kl. 16.00-22.00 KI. 20.30 Þriðjudagur 27. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 20.30 Miðvikudagur 28. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Fimmtudagur 29. maí Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Föstudagur 30. mai Kl. 17.15 kl. 16.00-22.00 Kl. 20.30 Opnun. Kynning á bókaforlaginu Bríeti. Upplestur úr „Reyndu þaðbara". „Ólyginn sagði mér“. Erindi Guðrúnar Kvaran. Upplestur: Kolbrún Péturs- dóttir, Ragnheiður Tryggva- dóttir og Kristbjörg Kjeld. Sögustund fyrir böm. „Nu mun hún sökkvast“ Helga Kress flytur erindi um kvennamenningu og hrun hennar að fornu. Lesarar með henni eru Bríet Héðins- dóttir og Anna Einarsdóttir. Sögustund fyrir böm. Kvöld tileinkað Svövu Jakobsdóttur. Höfundur les úr verkum sínum. Leiklestur: Edda Þórarinsdóttir og Sig- urður Karlsson. Upplestur: Guðrún Ásmundsdóttir. Sögustund fyrir böm. „Hulda" Guðrún Bjartmarsdóttir flyt- ur erindi. Upplestur: Guð- björg Þorbjamardóttir. Sögustund fyrir börn. Erindi um ritverk Kristínar Sigfúsdóttur. Flytjendur: Soffía A. Birgisd. og Ragnhildur Richter. Upp- lestun Svanhildur Jóhann- esd. og Sólveig Halldórs- dóttir. „Karen Blixen" Soffía Birgisdóttir flytur er- indi. Upplestur: Svanhildur Jóhannesd. „Karen Blixen". Jóna Ingólfsdottir flytur er- indi. Upplestur: Svanhildur Jóhannesd. Erindi um bamabókmenntir. Silja Aðalsteinsdóttir flytur. Félagar úr Félagi íslenskra leikara lesa upp úr bamabók- um. „Elli“ Helga Thorberg og Edda Björgvins. flytja. Sögustund fyrir böm. „Leikritun kvenna" Umsjón: Helga Bachmann. Félagar úr Félagi íslenskra leikara lesa upp úr verkum eftir konur. Sögustund fyrir böm. „Samastaður í tilverunni". Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir flytur erindi um Málfríði Einarsdóttur. Upp- lestur: Herdís Þorvaldsdóttir. Sögustund fyrir böm. „Ásta Sigurðardóttir“ Erindi flytur Ragnhildur Richter. Upplestur: Guðrún Gísladóttir og Guðlaug Bjamadóttir. Sögustund fyrir böm. „Ljóðakvöld" Islenskar skáldkonur lesa úr verkum sínum. Umsjón: Þuríður Jóhannsdóttir. Sögustund fyrir böm. Kvöld tileinkað Jakobínu Sigurðardóttur. Upplestur: Félagar úr Félagi íslenskra leikara lesa. HELLUR OC STEINAR Viöurkennd gæöaframleiösla. Staögreiösluafsláttur. Heimsendingarþjónusta. EURQCARD ____________ 3 HELLUR 40x40 cm kr. 525.- pr. m2 kr. 84.- pr. stk. STEYPUSTÖÐ, AFGREIÐSLA, SUÐURHRAUNI 2, 210 GARÐABÆ. SlMAR 651445 OG 651444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.